Austurland


Austurland - 30.11.1956, Side 2

Austurland - 30.11.1956, Side 2
2 AUSTUKLAND Neskaupstað, 30. nóvemb'er 1956. c Austnrland | Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. : Kemur út einu sinni í viku. Lausasala kr. 2.00. j Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi 1. apríl. nesprent h-f 1. desember Á morgun eru liðin 38 ár frá því Islendingar fengu fullveldi. Var það merkasti áfanginn til full- komins sjáfstæðis, sem fékkst 1944. Þessi 38 ár hefur mikið vatn til sjávar runnið og orðið meiri umskipti á högum okkar en í aldir áður. Einangrun okkar, vegna fjarlægðar frá öðrum þjóðum hef- ur horfið. Við erum í þjóðbraut milli heimsálfa. Heimurinn hefur „minnkað" og engin þjóð getur látið sig litlu skipta það sem ger- ist hvar sem er á jarðarkringlunni. Atburðarásin er ör og öllum kunn. Hraðinn er ótrúlegur og jafnvel óþægilegur. Það er ef til vill verra að vera smáþjóð nú en fyrir fjórum áratugum. Þó aldrei hafi smáþjóðirnar reynt að vera eins sterkar og í dag. Þær spyrna við fótum þegar sá stóri og sterki vill troða á rétti þeirra. Vopna-| valdi er enn beitt víða til að kúga lítilmagnann. Hernaður er enn í hávegum hafður þrátt fyrir tvær heims- styrjaldir á mannsaldri. Engin þjóð getur talizt sjálfstæð meðan erlendir menn bera vopn í landi hennar, meðan vígvélar og morð- tól stórvelda hreiðra þar um sig. En sú sorgarsaga endurtekur sig enn, að innlendir menn óska eftir erlendum herjum í þeirra eigin föðurlandi. Hafa Islendingar orðið að horfa upp á það undanfarin ár, að her væri í landinu. Þó sameinuðust vinstri öfl þjóðfélagsins sl. sumar um það að koma hernum burtu. Það er eitt meginhlutverk þeirrar vinstri ríkisstjórnar og skýlaust loforð hennar, þegar hún tók við völdum. Það er krafa meiri hluta þjóðarinnar, sem stendur að baki stjórnarinnar. Hernaðarsinnar þykjast hafa himinn höndum tekið, vegna þeirra hryggilegu atburða sem nú gerast í heiminum, og eru háværir og blygðunarlausir í kröfum sínum um ævarandi hersetu hérlendis. Aldrei hefur það eins ljóslega sýnt sig :eins og einmitt nú, hve lífsnauðsynlegt er fyrir smáþjóð- irnar að stórveldin stígi ekki síni um fæti á lönd þeirra. Árið 1918 og árið 1944 voru all- ir Islendingar einhuga um það að ráða sínu eigin landi sjálfir og frábiðja sér hverskpnar afskipti Útsvör sam- vinnufélaga Framhald af 4. síðu. ur hér í bænum, annar en bátaút- vegur, er rekinn af samvinnufé-i lögum, ef hann er ekki beinlínis bæjarrekinn. I þessu sambandi má geta þess, að Dráttarbrautin h. f., sem er einhver mesta vinnustöð í bænum, er hálfopinbert fyrirtæki þar sem bærinn og samvinnufé- lög eiga meiri hluta hlutafjárins. Landgangar við skip Skipakomur hafa verið tíðar hér síðari hluta mánaðarins. Hafa skipin tekið frosinn fisk til Aust- ur-Evrópu og Bandaríkjanna, síld til Rússlands og Finnlands. Salt^ fisk til Grikklands. Þá kom ms. Lagarfoss með aflvélar í 60 lesta bátinn sem verið er að smíða í Dráttarbrautinni og einnig vélar | í ms. Sæfaxa. Mjög er það áberandi, þegar kaupskip koma hér, að margir menn gera sér títt um að fara út í þau. Sérstakiega munu mejnn þeir sem sækja í skipin ætla að ná í vín og eru þeir þá oft mjög ágengir. Alloft vill það til að menn eru drukknir og það jafnvel dauðadrukknir að slangra út í skipin. Ókyrrt er eigi ósjaldan við hafnarbryggjurnar, og sjaldan góðir landgangar um borð. Þessu rangli fullra manna fylgir mikil slysahætta og sýndi það sig í fyrri viku, þegar tveir aðkomu- menn duttu í sjóinn milli ms. Drangajökuls og bryggju. Tókst lögregluþjóninum, Guðmundi Björgúlfssyni, að ná l mennina með því að fara niður milli skips og bryggju. Naut hann aðstoðar skipshafnar Drangajökuls og verkamanna sem unnu við skipið. Kvennadeild Slysavarnarfélags- ins hér hefur beitt sér fyrir því að höfnin hafi tiltæka, góða land- ganga í skip og þá sérstaklega í togarana, sem aldrei hafa land- ganga. Er vonandi að landgangar þess-< ir komi áður en langt um líður. Á Slysavarnarfélagið þakkir skyld- ar fyrir þessa framkvæmd. Úr því að ógerlegt er að fá menn til að hætta að vera drukkna og að sækja svo stíft í skipin, sem raun ber vitni, verður að forða slysum með ölium tiltætólegum ráðum. erlendra manna. Við megum ekki líta allt of dökkum augum á útlitið í heiminum í dag. Við megum ekki láta þau átök sem nú fara fram sljóvga sjálfstæðiskennd okkar og láta allt reka á reiðanum um kröf- una á fullveldisdaginn: Enginn er. lendur her á Islandi. — Meginhluti verzlunar er líka í höndum samvinnufélaga. Finnst bæjarbúum sanngjarnt að allur þorri verzlunarreksturs sé útsvarsfrjáls ? Eru þeir reiðubún- ir að bæta ofan á eigin útsvör, út- svörum þeim, sem samvinnufélögin hafa borið, en þau eru í ár um 150 þús. kr. auk samvinnuskatts. Ég held það væri ekki úr vegi, að viðskiptamenn og félagsmenn kaupfélagsins létu kaupfélags- stjórann ótvírætt skilja það á sér, að þeir væru andvígir því að fé- lagið skoraðist undan að greiða hið hóflega útsvar, sem á það hefur v.erið lagt, og að þeir séu ekki reiðubúnir að bæta því við eigið útsvar. Bráðlega mun hér í blaðinu vik- ið að úrskurði niðurjöfnunar- nefndar um kæru kaupfélagsins og þá sérstaklega álagningu á mjólkurbúðina, sem Níels Ingv- arsson drepur á i grein í síðasta blaði. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■• ■ ■ Kvenfélags- ■ ■ konur ■ ■ ■ Munið fundinn á mánudags- j kvöld, 3. des., kl. 9 í Barna- j skólanum. Áríðandi mál á dagskrá. Félagsvjst. Mætið stundvíslega. Ofviðri Afspyrnu norðvestan veður gekk yfir landið sl. laugardag. Varð víða tjón. I Neskaupstað rak m. s. Goðaborg með legufæri sín upp undir land og rakst á mb. Gauta, með þeim afleiðingum að Gauti slitnaði upp og lenti upp í fjöru. Skemmdist báturinn töluvert. Gauti er elzti bátur hér í bæ og hefur síðari ár verið í eigu Björns Ingvarssonar, sem sótt hefur sjó- inn manna mest frá heimahöfn. I veðrinu fauk járn af nokkr- um húsum. Járnplata drap kind á túninu á Bjargi. Skreiðarhjallar fuku niður, en lítil skemmd mun hafa orðið á skreið. Nokkrir bát- ar fuku til í fjörum og brotnuðu sumir. Olíugeymir sá, sem verið er að byggja fyrir Olíufélagið hf. lagðist saman og tefur það bygg- inguna að koma honum í samt lag. Til sölu Barnavagn til sölu. Lynn Eyvindsson. AuglýsiS ‘l Austurlandi Stjórnin. Tílkynning Ég undirritaður tek að mér bólstrun og aðrar viðgerðir á húsgögnum. Framleiði dívana og rúllugardínur. Hef fyrirliggj-< andi áklæði, snúrur o. fl. Vinnustofan er á Hafnarbraut 42. Vönduð vinna. — Reynið viðskiptin. Ólafur H. Jónsson. <-------------------------------- ~------------------------- Hördúkar á 70.00. Plastefní á 10.00. Regnþétt blússuyfirbyrði — og gallaefni á 30.00. Stakar herrabuxur. Fataefni. L---------------------------------------------------------------------->-»

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.