Austurland


Austurland - 30.11.1956, Síða 4

Austurland - 30.11.1956, Síða 4
4 AU9TURLAND Neskaupstað, 30. nóvemHer 1956. Tveir Austíirðingar í fyrsta sinn, síðan þátttaka Is- lendinga hófst í Olympíuleikun- um, fengu þeir stig (5) í frjáls- iþróttakeppninni í Melbourne. Austfirðingurinn Vilhjálmur Einn arsson hlaut silfurverðlaun í þrí- stökki, stökk 16.25 metra, sem er betra en eldra olympíumetið, en aðeins 10 cm lakara en stökk heimsmeistarans Da Silva, sem hlaut gullverðlaunin. Aðeins 3 menn í heiminum hafa stokkið lengra en Vilhjálmur og sýnir það hve frábært afrek þetta er. Fréttir herma að Vilhjálmur hafi haft forystu í stökkinu þar til heimsmethafinn Da Silva hafi náð lengsta stökkinu í síðasta stökki sínu. Vilhjálmur er sonur hjónanna Sigríðar Vilhjálmsdóttur og Ein- ars Stefánssonar, byggingarfull- trúa að Egilsstöðum. Hann er fæddur í júní 1934 og er stúdent. Vakti Viihjálmur fyrst verulega athygli sem íþróttamaður á lands. móti ungmennafélaganna að Eið- um og tók hann þá að leggja sér- staka rækt við þristökk. Var hann fyrsti íslendingurinn sem stökk yfir 15 metra en það var í lands- keppni við Hollendinga. 6. okt. sl. setti hann Norðurlandamet. Um nokkui’t skeið, áður en hann fór til Ástralíu, dvaldi Vilhjálmur í Svíþjóð og æfði sig undir leiðsögn Holmers, sænska landsliðsþjálfar- ans. Allir íslendingar eru hreyknir af þessu afreki Vilhjálms Einars- sonar og þá sérstaklega við Aust- firðingar. En árangur þessi hefur aðeins náðst vegna mikillar þjálf- unar og reglusemi í hvívetna. Ósk- um við Vilhjálmi til hamingju með afrekið og allra heilla í framtíð- inni. Til fróðleiks má geta þess að Islendingar tóku í fyrsta sinn þátt í frjálsum íþróttum á Olympíu- leikunum árið 1912 en þá keppti Jón Halldórsson í 100 m hlaupi. Áður höfðu þeir tekið þátt í glímu. 1936 varð Sigurður Sigurðsson 11. í röðinni í þrístökki, stökk hann um 14 metra, 1948 varð Örn Clausen tólfti í tugþraut og 1952 varð Torfi Bryngeirsson 14. í langstökki. Annar Austfirðingur hefur náð frábærum árangri í sambandi við olympíuleika, þótt það sé ekki í íþróttakeppni. Alþjóðlega olympíunefndin efndi til alþjóðlegrar samkeppni um samningu tónverks, sem leika á við setningu og slit Olympíuleikanna. 392 tónverk bárust. 388 var vísað frá úrslitakeppni og komu því að- eins 4 verk til atkvæða dóm- nefndar. Fyrstu verðlaun hlaut pólskt tónskáld og var verk þess valið með 11 atkvæðum. Islendingurinn Þórarinn Jónsson tónskáld hlaut 10 atkvæði með sínu verki, en hann var eini íslendingurinn sem tók þátt í samkeppninni. Þórarinn hafði af ókunnugleik samið sjálf- ur textann við verk sitt, en tón- verkið átti að semja við fyrirfram ákveðinn texta. Mun þetta hafa haft áhrif á úrslit keppninnar. Frammistaða Þórarins í þessari alþjóðlegu keppni er framúrskar- andi góð, og sýnir hve ágætt tón-i skáld hann er og listamaður. Þórarinn er fæddur 22. sept. aldamótaárið í Brekkuþorpi í Mjóafirði, sonur Margrétar Þórð- ardóttur og Jóns Jakobssonar. Föður sinn missti Þórarinn 1922, Vegna þess, að Kaupfélagið Fram krafðist þess, að útsvar þess yrði fellt niður, hafa orðið tals- verðar umræður manna á meðal hér í bænum hvort réttmætt sé og sanngjarnt að samvinnufélög bæru útsvör. Austurland vill nú blanda sér nokkuð í þær umræður. í vor lagði niðurjöfnunarnefnd I útsvar á Fram að upphæð kr. 69.900.00. Þar af voru rúmlega kr. 5.700.00 lögboðinn samvinnu- skattur, sem vegna hagkvæmni hefur verið lagður á með útsvar- inu. Á allan rekstur kaupfélags, verzlun þess, frystihúsarekstur, skipaafgreiðslu, benzínsölu, slátur- hús, mjólkurbúð (?) o. fh, lagði nefndin kr. 64,200.00 og verður það að teljast broslega lág upp- hæð, En kaupfélagið vildi ekki una henni og neitaði pieð öllu að greiða nokkuð til sameiginlegra þarfa bæjarbúa og bar fyrir sig mjög umdeildan dóm um um útsvars- skyldu Sís í Reykjavík, sem þó er engan veginn hægt að heimfæra á kaupfélög. Um þennan dóm skal ekki fjöl- yrt hér, en þess má geta, að ég hef ekki haft spurnir af neinu öðru samvinnufélagi, en Fram, sem hefur treyst sér til að kæra útsvar á grundvelli þessa dóms, né heldur niðurjöfnunarnefnd, sem hefur breytt reglum sínum hans vegna. Skal nú ekki frekar rætt um þetta einstaka mál, heldur rætt um það almennt, hvort réttmætt sé að samvinnufélög greiði ekki útsvör. Á sínum tíma voru sett lög, sem takmörkuðu rétt sveitarstjórna til útsvarsálagningar á samvinnufé- lög við utanfélagsmannaviðskipti. en móðir hans dvelur hjá Matt- hildi dóttur sinni í Þórsmörk, ní- ræð að aldri. Hugur Þórarins beindist snemma að tónlistinni. Þegar hann stund- aði sjó ' Mjóafirði rispaði hann oft lög þau, sem hann samdi, ein- hvers staðar í bátinn, sér til minn- is, þar til hann kom í land til að skrifa þau niður. 1922 fór Þórar- inn til Reykjavíkur og stundaði þar nám í 2 vetur hjá ágætum kennurum. 1924 fór hann til Þýzkalands og stundaði tónlistar- nám í Berlín. Einnig var hann í París við nám. Mörg verk, stór og smá, liggja eftir Þórarin. Hann á nú heima í Reykjavík. Óskum við Austfirðingar Þór- arni til hamingju með frammi- stöðuna í áðurnefndri keppni og vonum að hann eigi eftir að auka hróður lands sins. Þetta var mikilsverður stuðningur við merka félagsmálahreyfingu ís- lenzkrar alþýðu á meðan hún var að koma undir sig fótunum. Nú er samvinnuhreyfingin orðin öflug hreyfing, sem leggur undir æ fleiri svið viðskipta og framleiðslu. Það virðist því sem samvinnufé- lögin ættu að geta sætt sig við að greiða útsvör eftir þeim skiln- ingi, sem allir hafa lagt í þessi lög til þessa og láta ógert að skjóta sér undan útsvarsgreiðsl- um með hártogunum á lagabók- stafnum. Hinsvegar er öllum ljóst, að nú eru lagafyrirmæli um út- svarsskyldu samvinnufélaga mjög á reiki og að brýn nauðsyn er á að setja skýr ákvæði um það efni. Sveitarstjórnarmenn hafa eindreg- ið krafizt þess, að heimilt verði að leggja útsvör á samvinnufé- lög sem um einkarekstur væri að ræða. Verzlun og atvinnurekstur hefur að undanförnu færzt meir og meir í hendur samvinnufélaga. Víða er það svo, að öll verzlun er sam- vinnuverzlun og aílur umtalsverð- ur atvinnurekstur er í höndum samvinnufélaga. Enginn maður getur fallizt á, að öll verzlun og allur atvinnurekstur sé útsvars- frjáls, en útsvarsbyrði alls al- mennings þeim mun hærri. Enda er reynslan sú á hinum smærri stöðum, þar sem kaupfélagsstjór- inn er oft jafnframt hreppsnefnd- armaður, jafnvel oddviti, bera kaupfélögin oft mikinn hluta út- svarsupphæðarinnar. Athugum málið svolítið með hliðsjón af Neskaupstað. Allur meiriháttar atvinnurekst- Framhald á 2. síðu. Dr bænum Kirkjan Messa n. k. sunnudag kl. 2. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Af mæli: Margrét Guðnadóttir húsfreyja að Sandbrekku er 70 ára í dag. Er hún fædd 30. nóv. 1886 í Sandvík. Foreldrar hennar voru Guðni Þórarinsson bóndi og kona hans Sigurborg Eyjólfsdóttir. Er Mar- grét alin upp í Vöðlavík og fluttist til Norðfjarðar 1914. Giftist hún 1915 Finni Sigfúsi Jónssyni og hafa þau búð hér síðan. Eiga þau 4 börn. Dánardægur. Halldóra Davíðsdóttir lézt að Elliheimilinu 25. þ, m. Hún var fædd 16. júlí 1879 í Fannardal. Foreldrar hennar voru Sigríður Ófeigsdóttir og Davíð Davíðsson. Frá 5 ára aldri ólst Halldóra upp að Gerðis-Stekk hjá Sigríði Mar- teinsdóttur og Jóni Vilhjálmssyni. Árið 1905 giftist Halldóra Sigurði Þorleifssyni og hófu þau búskap hér, en fluttu síðan að Suðurbæj- um og áttu þar heima til 1924 að þau fluttust alkomin að Nesi. Sigurður lézt fyrir 8 árum. eignuðust Halldóra og Sigurður 4 börn og er eitt dáið, Sigmar, en hin 3, Sigurjón, Vilhjálmur og Bjarný, eru öll búsett hér í bæ. Oddsskarð rutt I gær fór jarðýta bæjarins inn á Oddsskarð og ýtti af veginum, svo hann er fær bifreiðum. Hefur vegurinn aldrei teppzt alveg þrátt fyrir nokkurn snjó undanfarna daga. Loginn helgi. Leikfélag Neskaupstaðar byrjar aftur sýningar á Loginn helgi eft- ir Somerset Maugham. Verða sýn. ingar á sunnudagskvöld. Ættu bæjarbúar ekki að láta hjá líða að sjá þetta ágæta leikrit. Símalagning. Milli 160 og 170 símanotendur eru í bænum og sveitinni. Hefur Landssíminn í þessum mánuði unnið að lagningu jarðstrengs í nokkur hús. Er áformaðar endur- bætur og frekari símalagning síðar. Dauðsföll. Dauðsföll hafa verið mörg í Norðfirði á þessu ári eða 20, þar af 2 í Norðfjarðarhreppi. Af þess- um 20 lézt einn af slysförum. Árið 1955 dóu hér lOmanns, þar af 5 af slysförum. Hefur á þessu ári verið höggv- ið stórt skarð í hóp þeirra manna, sem settu svip sinn á Norðfjörð frá því hér var lítil byggð þar til um okkar daga. Er sanngjarnt að sam- vínnufélög greiði útsvör?

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.