Austurland


Austurland - 07.12.1956, Qupperneq 1

Austurland - 07.12.1956, Qupperneq 1
Málgagn sósiaíista á Anstnrlandi 6. árgangur. Neskaupstað, 7. desember 1956. 41. tölublað. Hagsmunir alþýðunnar krefjast stjórnmálalegrar einingar Nýr flokkur íslenzkrar alþýðu síðar en næsta haust Flokksstjórn Sósíalistaflokksins hélt fund í Reykjavík fyrri hluta síðustu viku, en flokksstjórnin kemur saman til fundar annað hvert ár, það ár, sem flokksþing er ekki. Á fundinum var einróma sam- þykkt ályktun þess efnis, að nauð- syn bæri til að stofna á grund- velli Alþýðubandalagsins nýjan stjórnmálaflokk íslenzkrar alþýðu, sem allir íslenzkir sósíalistar gætu sameinazt í. Var miðstjóm flokks- ins og fulltrúum hans í miðstjórn Alþýðubandalagsins falið að hefja þegar undirbúning að stofnun slíks flokks og skal að því stefnt, að stofnþingið verði haldið eigi síðar en næsta haust. Þessi ákvörðun kemur engum á óvart. Frá því Alþýðubandalagið var myndað hefur það verið stefna sósíalista að mynda upp úr því nýjan stjórnmálaflokk, sem hefði meiri möguleika en flokkar þeir, sem fyrir eru, til að safna undir merki sitt róttækri alþýðu, þó eitthvað kunni að greina á í ein- hverjum atriðum. Frá því Sósíalistaflokkurinn var stofnaður hefur hann stefnt að því að skapa sem víðtækasta fag- lega og stjórnmálalega einingu al- þýðunnar. Á því sviði hafa verið unnir mjög mikilsverðir sigrar, þó hinu sé ekki að neita, að stundum hefur hallað undan fæti í þeim efnum. Merkasti sigur síðustu ára á sviði faglegrar einingar vannst á þingi Alþýðusambandsins í hitteðj fyrra. Þá tóku sósíalistar og vinstri Alþýðuflokksmenn, sem ekki gátu unað við afturhalds- stefnu síns flokks, höndum sam- an og hrifu sambandið úr greipum þeirrar stjórnar, sem var háð íhaldinu og því ekki fær um að starfa í samræmi við anda og til- gang Alþýðusambandsins. Þessi samvinna hélzt á þinginu nú í haust og hafði talsverðan meiri- hluta fulltrúanna að baki. Þertta samstarf í Alþýðusam- bandinu hefur heppnazt vel og haft mjög mikil og örlagarik áhrif á þróun stjórnmálanna. Hefði það ekki tekizt væri enn við völd í Alþýðusambandinu stjóm háð íhaldinu og óhætt mun að fullyrða að íhaldið ætti þá ráðherra og mjög öflug ítök í stjórn landsins. Merkasti áfanginn á sviði stjórnmálalegrar eimnjgar náðist með stofnun Alþýðubandalagsins á síðasta vori. Stofnun stjórnmála- flokks hlýtur alltaf að þurfa all-j langan aðdraganda, en vegna þess hve skammt var til kosninga var ekki svigrúm til að mynda fast- mótaðan stjómmálaflokk. Alþýðu- bandalagið var því kosningaflokk- ur, sem gert var ráð fyrir, að þróaðist í fastmótaðan og skipu- lagðan stjórnmálaflokk íslenzkr- ar alþýðu. Án myndunar Alþýðubandalags- ins er ekki líklegt að tekizt hefoi að hrekja íhaldið úr ríkisstjóm og mynda núverandi stjórn and-, stæðinga þess. Að vísu tókst ekki að koma á jafnvíðtæku samstarfi og vænzt hafði verið í síðustu kosningum. Hugmyndin var að koma á sam- starfi allra andstöðuflokka íhalds- ins, en það strandað á þröngsýni ráðamanna í Alþýðu-, Framsókn- ar. og Þjóðvarnarflokknum. Islenzkri alþýðu er brýn nauð- syn að sameina krafta sína í ein-, um stjórnmálaflokki. Ihaldið held- ur völdum sínum, t. d. í höfuð- borginni og aðstöðu í mikilsverð- um stofnunum þjóðarinnar, 3vo sem bönkunum, í skjóli sundrung- ar andstæðinga þess. Þess er ekki að vænta, að í- haldsandstæðingar geti sameinazt í neinum þeirra flokka, sem fyrir eru, Þess vegna þarf að stofna nýjan flokk og leggja hina niður verði stofnaður ekki svo þeir geti runnið saman í hinum nýja flokki. Menn mega ekki láta tryggð við gömul flokksheiti standa í veginum fyrir einingunni og er þó fátt skiljanlegra, en að mönnum þyki vænt um flokka sína, þar sem þeir hafa haslað sér völl og barizt fyrir áhugamál- um sínum kannske um langan aldur. Þegar að því kemur, að hafizt verði handa um stofnun hins nýja flokks. þurfa allir íhaldsandstæð-j ingar að skipa sér undir merki hans, svo hann verði fær um að gegna hlutverki sínu í baráttu al- þýðunnar í framtíðinni. Ritstjóri þessa blaðs sat flokks- stjórnarfund Sósíalistaflokksins. Eftir heimkomuna hefur hann heyrt hinar fáránlegustu fullyrð- ingar um óeiningu og klofning í Sósíalistaflokknum. Ýmist á Lúð- vík að hafa flæmt Brynjólf og Einar úr flokknum, eða öfugt. Allur er þessi söguburður úr lausu lofti gripinn. — Auðvitað var þó nokkur (meiningarmunur um einstök atriði. Slíkt á sér allt- af stað, þar sem margir menn eru saman komnir, þótt skoðanir þeirra falli saman í meginatriðum. Á þetta ekki sizt við um stjórn- málaflokka, þar sem ágreiningur getur orðið um ýms framkvæmda-j atriði. þó menn séu í einu og öllu sammála um stefnumið. Þar sem um meiningarmun var að ræða, jafnaðist hann við um- ræður og voru ályktanir fundarins samþykktar einróma. Fagnaður sá, er gripið hefur um sig meðal andstæðinganna yfir því að Sósíalistaflokkurinn sé að klofna, er tilefnislaus. En flokk- urinn telur það hlutverk sitt að gera það sem í hans valdi stendur til að skapa einingu í röðum al- þýðunnar. Og þó meðlimir flokks- ins meti hann mikils vegna hinnaj: skeleggu forystu hans í málefnum alþýðunnar og þjóðarinnar allrar, eru þeir þó reiðubúnir að leggja niður flokkinn eða láta hann renna saman við aðra flokka eða flokks- brot með skyld sjónarmið, ef það gæti orðið til að efla samtök al- þýðunnar og auka ítök hennar í stjórn landsins. Það er ábyrgðartilfínning gagn-f vart alþýðu þessa lands, sem ræð- ur því, að Sósíalistaflokkurinn lýsir sig reiðubúinn til að gerast þátttakandi í stofnun nýs flokks íslenzkrar alþýðu á breiðum grundvelli. Þá afstöðu mættu hinir andstöðuflokkar íhaldsins gjarnan taka og mundi þá sá flokkur ó- sigrandi afl í íslenzkum stjórn- málum, einfær um að bera fram til sigurs áhuga- og hagsmunamál allra frjálslyndra manna. Spurningar Að gefnu tilefni langar mig til að biðja Odd A. Sigurjónsson að svara eftirfarandi spurningum: 1. Er innrás sósíaldemókrata- stjórnanna í ísrael og Frakk-i landi í Egyptaland afsakanleg frá þínu sósíaldemókratíska sjónarmiði, eða eru það aðeins kommúnistar, sem ekki mega drepa saklaust fólk? 2. Er hin blóðuga styrjöld frönsku sósíaldemókratastjórn- arinnar gegn frelsisunnandi þjóðum Norður-Afríku afsak- anleg frá sama sjónarmiði? 3. Verði svar þið neitandi, sem ég býst við, getur þú þá ekki fall- izt á, að þessar sósíaldemó- kdatastjórnir séu „purkunar- lausir blóðhundar"? 4. Telur þú ekki að hinir ógn- þrungnu atburðir í Ungverja- landi og franska nýlendustyrj- öldin í Norður-Afríku séu sönnun þess, að erlendar her- stöðvar séu ógnun við hverja hersetna smáþjóð og bjóði hættunni heim? Til að spara Oddi gagnspurni ingu skal fram tekið, að ég, eins og allir aðrir sósíalistar, harma atburðina í Ungverjalandi og for- dæmi atferli Rússa þar og tel það svartan blett á skildi sósíalismans. B. Þ,

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.