Austurland


Austurland - 07.12.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 07.12.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 7. desember 1956. Ályktun 25. þings ASI um launa kjör sjómanna og utvegsmál Austurland : Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. ■ ■ ■ ■ ■ Kemur út einu sinni í viku. : 5 ■ Lausasala kr. 2.00. f ■ : Árgangurinn kostar kr. 60.00. ■ Gjalddagi 1. apríl. • : NBSPRENT H-P s ■ Samvinna al- þýðnnnar og ríkisstjórnar Þegar núverandi, ríldsstjórn settist að völdum hét húii því að hafa nána samvinnu við vinnu- stéttirnar um lausn efnahags-j vandamálanna. Fyrsta spor ríkisstjórnarinnar til að vinna bug á efnahagsöng- þveitinu, var að stöðva verðbólgu- og dýrtíðarskrúfuna og var það gert með fullu samþykki verk- lýðs og bændasamtakanna. Þessi ráðstöfun var hugsuð sem bráða- birgðaaðgerð til að skapa ríkis- stjórninni svigrúm til að rannsaka ástandið til hlýtar, en á þeirri rannsókn hlutu viðreisnartillögur að byggjast. Jafnframt því að kaupgjald og verðlag var fest um fjögurra mán- aða skeið, hét ríkisstjórnin að nota tímann fram að áramótunum til að leita raunhæfra úrræða. Nú er komið nokkuð fram í des- ember og því mjög tekið að líða á þann tíma, sem ríkisstjórnin hefur til stefnu. Þess má líka sjá merki, að senn dragi að því, að uppskátt verði látið til hverra ráð- stafana verði gripið. Nýafstaðið Alþýðusambandsþing kaus 19 manna nefnd, er annast skal samninga við ríkisstjórnina fyrir þess hönd. Þessi nefnd situr nú á fundi í Reykjavík og mun án efa ræða við ríkisstjórnina um við- reisnaráform hennar. Tillögur stjórnarinnar, sem væntanlega hljóta fyrirfram sam- þykki alþýðusamtakanna óbreytt- ar, eða þá að þeim verður breytt í samræmi við óskir þeirra, þyrftu lielzt að vera tilbúnar um miðjan þennan mánuð og í síðasta lagi fyrir jól, en allra síðustu forvöð eru gamlársdagur, því þá fellur verðfestingin úr gildi. Blaðinu er kunnugt um það, að sjávarútvegsmálaráðherrann legg. ur mjög mikla áherzlu á, að fyr- irætlanir ríkisstjórnarinnar í efna-i hagsmálum verði kunngerðar sem allra fyrst, bæði vegna samkomu- lagsins við verklýðshreyfinguna og eins til þess að tryggja að báta- flotinn byrji róðra þegar í vertíð- arbyrjun, en eins og menn muna stöðvaðist bátaflotinn venjulega ár 25. þing ASl álítur að aukning fiskveiðanria og þetri og fjöl- breyttari hagnýting fiskaflans muni a. m. k. í náinni framtíð verða aðalundirstaða áframhald- andi uppbyggingar og framfara í landinu. En fyrsta skilyrði fyrir því að varanlegur vöxtur geti átt sér stað í sjávarútveginum er að launakjör og önnur aðbúð sjó- mannastéttarinnar sé það góð, að nægílega margir landsmenn viljí gera sér sjómennsku að ævistarfi, en á það hefur mjög mikið skort síðustu ár. Þingið telur að eitt af brýnustu verkefnum sambandsins og sam- bandsfélaganna sé að beita sér fyrir eftirfarandi umbótum á kjörum sjómannastéttarinnar. 1. Að aflaverð til fiskimanna verði hækkað, og það verði undan-i tekningarlaust ekki lægra en út- gerðarmenn fá fyrir sinn hluta af aflanum hverju sinni. 2. Að allir sjómenn, sem eru skráðir á skip eða tryggðir á báta í 5 mánuði á ári eða lengur, fái persónufrádrátt frá tekjum sínum við álagningu skatta og útsvars 2000 krónur á mánuði fyrir þann tíma, sem þeir stunda sjó. 3. Að koma fram lagasetningu um lífeyrissjóð togarasjómanna, sem í aðalatriðum verði byggð á lagafrumvarpi því, sem flutt var á síðasta Alþingi um þetta efni. 4. Að ötullega verði að því unn- ið að samræma hlutakjör sjó- manna og að þvi stefnt að nema burt úr öllum sjómannasamning- um þátttöku þeirra í útgerðar- kostnaði bátanna. 5. Að lögum og reglugerð um hlutatryggingasjóð verði breytt þannig, að úr honum verði greitt í lok hverrar vertíðar, það sem á vantar að aflahlutur hrökkvi fyrir kauptryggingu sjómanna, og verði sjóðnum séð fyrir nægilegum tekj- um til þess. 6. Að slysabætur sjómanna verði hækkaðar frá því sem nú er. Til að auka og bæta fiskfram- hvert allan janúarmánuð á meðan Ólafur Thors var sjávarútvegs- málaráðherra, vegna óstjómar, seinagangs og vandræða. Engum getum skal að því leitt til hverra bragða ríkisstjórnin grípur. En það þykist blaðið geta fullyrt að ráðherrar Alþýðubanda- lagsins fallast undir engum kring- umstæðum á gengislækkun. Og í öllum bænum, hæstvirtir ráðherrar, hagið tillögum ykkar svo að dýrtíðar- og verðbólgu-i hjólið fari ekki aftur af stað. leiðsluna telur þingið að eftirtald- ar ráðstafanir séu nú mjög aðkall- andi: 1. Að landhelgin verði færð út svo að öll helztu fiskimið sem bátar veiða á, verði innan land- helgi. Verði að því unnið sem lokatak- marki, að allt landgrunnið verði friðað fyrir veiðum annarra þjóða skipa.. Landhelgisgæzlan verði aukin og bætt frá því sem nú er. 2. Að togaraflotinn verði auk- inn um 15 ný fullkomin skip, eins og fyrirhugað- er með lagafrum- varpi ríkisstjórnarinnar um tog- arakaup sem fyrir Alþingi liggur, og að keypt verði ekki færri en 10 ný fiskiskip af stærðinni 150 til 250 rúmlesta. Haldið verði áfram að endurnýja bátaflotann með ekki færri en 20—30 nýjum fiskibátum á ári hverju, og þeir smíðaðir sem flestir innanlands. 3. Að stóraukin verði fjárfram- lög, og lán veitt til langs tíma til að fullgera margar hafnir, m. a. með það fyrir augum að togarar geti lagt upp afla á fleiri stöðum en nú er, og til að skapa meira öryggi fyrir báta og skip, sem ætti að koma í veg fyrir hin miklu og stöðugu tjón af völdum ókyrrð- ar í höfnunum, og lækka við- haldskostnað skipa og einnig váJ tryggingargjöld, sem næmi millj- ónum króna árlega. 4. Að komið verði upp nýjum dráttarbrautum fyrir togara á einum eða tveimur stöðum utan Reykjavíkur, til að losa um þá einokun, sem verið hefur um slipptöku og meiriháttar viðgerð- um á togurum til þessa. Einnig verði að því unnið að byggðir verði bátaslippar fyrir hina algengu fiskibáta, sem víðast þar sem allmargir bátar eru gerð- ir út, svo viðgerð og hreinsun bát- anna geti orðið framkvæmd heima fyrir og kostnaður við viðhald .báta geti lækkað frá því sem nú er. 5. Til að lækka verulega olíu- kostnað við útgerðina, annist rík- ið innflutning á allri olíu til út- gerðarinnar, og flutninga á henni til landsins og hafi olíustöðvar a. m. k. í tveim stöðum í landinu, t. d. í Reykjavík og Siglufirði og selji samlögum útgerðarinnar ol- íuna í heildsölu á kostnaðarverði. 6. Að veitt verði lán til að byggja nýjar fullkomnar verbúð- ir og stækkun og eiidurbætur fisk- vinnslustöðva þar sem þess er þörf. Ennfremur verði veitt lán til að byggja upp nýjar og hent- ugar síldverkunarstöðvar með húsum til að vinna í við verkun síldarinnar og geymslu fram-) leiðslunnar. 7. Að fengið verði nýtt, hentugt skip til að leita nýrra fiskimiða og til að gera tilraunir með nýjar gerðir veiðarfæra. Fiski- og haf- rannsóknum verði haldið áfram og þær auknar. 8. Að unnið verði að hagkvæm- ari rekstri útgerðarinnar með samkomulagi félaga útgerðar- manna og sjómanna m. a. með samningum um hámark beitu- eyðslu í hvern róður, hámark línulengdar, hámark fjölda neta í einu í sjó, hámarks vélastærð. Verðlaun fyrir góða umgengni úm báta og veiðarfæri, verðlaun fyrir góða meðferð á afla o. fl. 9. Að unnið verði að aukinni fjölbreytni í meðferð og verkun sjávaraflans með það fyrir augum að auka sem mest verðgildi fram- leiðslunnar til útflutnings, og sjávarafurðir verði í sem minnsta mæli fluttar út óunnar. 10. Að stjórnarvöldin setji skorður við því að beituverð hækki frá því sem gilti á sl. vertíð. Taki það til verðlags á síld, krabba og loðnu. Sundmótið Framhald af 4. síðu. 4x50 m bringusund karla: Sveit Eiðaskóla (Sveinn Þ., Gústaf Már H. Eiríkur K.) 2,42.3 Sveit Þróttar (Lindberg, Guðm., Sigurður, Ágúst) 2.51.8 4x25 m bringusund kvenna: Sveit Eiða (Valgerður, Díana, Hrefna, Sigríður) 1,29.4 Sveit Þróttar (Svala. Bergþóra, Guðrún, Ingibjörg) 1.29.9 Aukaboðsund 4x25 frj. aðf, karla: Sveit Eiða 1.05.5 Sveit Þróttar 1.06.5 Eins og sjá má at framangreind- um úrslitum hefur góður árangur náðst í sumum sundgreinum s. s. hjá Eiríki Karlssyni í 50 m frjálsri aðferð og hjá þeim Lindbergi og Sveini í 100 m bringusundi karla. Einnig var mjög góður árangur hjá þeim Svölu og Valgerði Jóns- dóttur í bringusundi kvenna, Keppni þessi var stigakeppni og féllu stig þannig að Þróttur fékk 36 stig en Eiðaskóli 32 stig. Að lokum vil ég fyrir hönd sundfólksins þakka öllu Eiðafólki fyrir góðar móttökur og ánægju- lega stund þar efra. Steinar Lúðvíksson.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.