Austurland


Austurland - 14.12.1956, Blaðsíða 4

Austurland - 14.12.1956, Blaðsíða 4
AUSTUBLAND Neskaupstað, 14. desemHer 1956. Sitt af hverju Skattstjórinn, sem látið hefur leppa ritstjórn sína að Austra, verður sýnilega ekki í vandræðum með „að fylla öftustu síðu blaðs- ins“ á næstunni. Sigurður á Há- nefsstöðum hefur hafið að skrifa í það hundleiðinlega framhalds- grein um margtuggið efni og er það heldur ólystugt. Hjá hinum leppaða ritstjóra liggur heill bunki af ritsmíðum Sigurðar og mega lesendur Austra sýnilega eiga á góðu von. —o— I hvert skipti sem fregnir berast af því að eitthvað ljótt hafi komið fyrir austan tjalds, rýkur Oddur til og gefur út saurblað sitt Ham- ar til að fagna atburðunum og „skipbroti kommúnismans“. En þess á milli fær blaðið að sofa sætt og rótt. Og sjaldan bregður mær vana sínum. Hamar kom út 3. þ. m. og er stútfullur af gleði yfir mann- drápunum í Ungverjalandi. Veit ég engan hafa fagnað þeim jafn ákaft, nema Morgunblaðið. — Hvað varðar líka Odd um það, þó mannvíg eigi sér stað, ef þau geta orðið honum áróðursefni? Úr Hamri: „ .. . allt þeirra hjal um rök fyrir þeirri ákvörðun ein- kenndist af þeirri kvenlegu rök- semdafærslu, þegar blessaðar kon- urnar vilja ekki láta uppi hvað fyrir þeim vaki: „Af því bar- asta“ “. . ú’n Gjafir eru yður gefnar, konur góðar. —o— Austri hefur nú loksins haft sig í að ræða um mjólkurmálin og er það vel. Það er sannarlega þörf á því að ræða þessi mál frá sjón- armiði framleiðenda einnig, ef von á að vera um að menn geti mynd- að sér hlutlæga skoðun á málinu. En eitt er athyglisvert í sam- bandi við þetta skrif Austra. Hann minnist ekki á Níels Ingvarsson, sem mest hefur um þessi mál ritj að. í þess stað slettir hann hala sínum til Austurlands, sem ekki hefur annað til „saká“ unnið en að leyfa Níelsi rúm, en varla sagt aukatekið orð um málið frá eigin brjósti. Er Austri eitthvað feiminn við að minnast á fyrrverandi bæjar- fulltrúa Framsóknar og aðalleið- toga hennar hér í sambandi við þetta mál? Slæm landkyiming Skattstjórinn, niðursetningur fjármálaráðherrans, hefur tekið afskaplega nærri sér smápistil, sem birtist í síðasta blaði í sam- bandi við pallskararskrif hans um fjársöfnun kvennadeildarinnar til björgunarskútu Austurlands. í erlendum hafnarbæjum tíðkast það mjög, að stúlkur sækja fast á að komasf um borð í skip í þeim tilgangi að veita sjómönnum blíðu sína. Á máli okkar sjómanna eru drósir þessar oftast nefndar ,,skipaskækjur“ og þykja þær heima fyrir ekki heppile,gar til landkynningar. Hér heima er siðferðið í þessum efnum betra, þótt einhver brögð kunni að vera í höfuðstað okkar að áleitni kvenna eftir kynnum við erlenda sjómenn. Aftur á móti eru á ýmsum stöð- um úti um land allmikil brögð að því, að önnur tegund manna standi tilbúin á hafnarbryggjun- um, þegar skip bera að landi til að verða fyrstir manna um borð. Tilgangur þessara manna er ekki sá að svala fýsnum sínum í faðmi skipverja heldur að svala þorsta sinum með vínföngum þeirra. Hverrar stéttar menn þetta eru, er nokkuð misjafnt. Sumir birtast í líki fátækra auðnuleysingja, sem bera með sér, að þeir hafa orðið áfengisnautninni að bráð. Venju- lega biðja þessir menn um að selja sér áfengi. Sé þeim synjað um kaup, sem flestir sjómenn telja sér skylt, en gefinn einn snaps eða bjór, birtast þeir sjaldan aftur sama gestgjafa. Virðist þeim þannig ekki allrar háttvísi varnað. Aðrir birtast í líki bústinna, velklæddra framkvæmdastjóra. Framkoma þeirra ber það með sér, að þeir telja það meira í þágu gestgjafans en þiggjandans að njóta veitinganna. Græðgi þessara manna í hinar gullnu veigar er svo mikil og skilningsleysi þeirra á almenna kurteisi svo algert, þegi ar um þessa hluti er að eiga, að þsim verður ekki þokað frá borði, fyrr en látið er úr höfn. Eru þeir þá jafnan orðnir lítt sjálfbjarga og verða að njóta stuðnings alls- gáðra manna til að ná landi. Á yfirborðinu geta heiimsóknir þeirra í íslenzk skip oft réttlætzt af erindum og eru því ekki eins hættulegar fyrir þjóðarsómann Kemst hann þó ekki hjá því að viðurkenna, að hann hafi beitt vopnum „háðs og gamansemi“ í skrifum um málið. En flestir munu sammála um, að þetta sé meira alvörumál en svo, að viðt eigandi sé að að ræða um það sem gamanmál, Niðursetningurinn reynir að vera gamansamur, en er ekki frumlegri en svo, að hann þarf að nota tvítuga skrítlu og snúa henni upp á þrjá nafngreinda bæjarbúa. En eitt mikilsvert atriði hefur verið upplýst. Það var aftur í bíl en ekki bát sem kvenþjóðin hrakti skattstj'órann. og heimsóknir þeirra í erlend skip. Þsgar ágengni þeirra bein- ist að erlendum skiþum, flutninga- skipum, togurum og gæzluskipum, fer að verða hæpin landkynn'ng að þeim, ekki sízt þegar þeir „præs- entef;i“ sig sem ,,manager“, „directör" og öðrum slíkum heit- um. I augum erlendra manna eru menn, sem bera slíka titla ekki álitinn sorinn úr þjóðinni og munu þeir því spyrja sjálfa sig: á hvaða stigi er aimenningur í því þjóð- félagi, sem elur slíka forustu- menn? Vegna hinnar óheppilegu land- kynningar þessara manna er spurning, hvort yfirvöld landsins ættu ekki að hlutast til um, að meira eftirlit yrði haft með skipa- rápi, einkum í erlend skip og liömlur lagðar á svo sem tíðkast um eftirlit með ferðum svo- nefndra skipaskækja í menningar- löndum. Þetta er í alvöru mælt og taki þeir til sín, sem eiga. íslenzkur sjómaður. Aihugasemd í blaðinu Austurland 7. des. birtist smágrein eftir Sigfinn Karlsson. Er það athugasemd við leikdóm eftir Davíð Áskelsson um Logann helga. I þessari athuga- semd segir svo: „Veit ég dæmi þess að þriðji maður sem komið hefur að miðasölu hefur ekki get- að fengið miða nema á hliðar- bekkjum eða fremsta“. Þarna er á- reiðanlega talað þvert gegn betri vitund til þess eins að afsaka hluti sem eru með öllu óafsakan^ legir. Það hefur fallið í hlut undirrit- aðs að gegna því miður vinsæla starfi að annast miðasölu fyrir Leikfélag Neskaupstaðar. Ætti mér því að vera manna kunnast um það hvernig þessari sölu hef- ur verið hagað. Úr því farið er á annað borð að ræða um miðasölu félagsins óska ég að taka fram eftirfarandi: 1 fyrsta lagi: Húsið tekur 160 manns í sæti (hliðarsæti ekki með talin). Það hefur verið venja hér, að leikendur fengju tvo miða hver á fyrstu sýningu. Það skal fús- lega játað að þetta þýðir að vísu það, að búið er að taka frá fyrir leikendur þegar sala hefst, 20— 30 miða eftir þvi hvað leikend- ur eru margir hverju sinni. Að þessu athuguðu ættu allir að geta séð hvað fráleitt það er að halda slíku fram sem gert er í þessari athugasemd Sigfinns Karlssonar. Jafnframt því sem ég harma það að Sigfinnur skuli hafa gert miðasölu Leikfélags Nes- kaupstaðar að umtalsefni, vil ég að endingu leggja það undir dóm bæjarbúa og annarra lesenda þessa blaðs hvort þeim finnist ekki eins og mér að það sé það minnsta sem félagið getur greitt þessu fólki sem leggur á sig mikið og óeig- ingjarnt starf við að koma hér upp leiksýningum að láta hvern leikanda hafa tvo miða, segi og skrifa tvo miða á fyrstu sýningu. Þetta segi ég vegna þess að mér er vel kunnugt um að leikendur og annað starfsfólk hjá Leikfélagi Neskaupstaðár hefur ekkert tekið annað fyrir sína vinnu en þessa margumtöluðu tvo miða að fyrstu sýningu. Ég vona að mér hafi með þessum fáu línum tekizt að leið- rétta nokkuð þann misskilning sem verið hefur í sambandi við miðasölu Leikfélags Neskaup- staðar. Guðmundur Sigurjónsson. Reynsluför 8. jan. Samkvæmt skeyti frá Erlingi Þorkelssyni, sem annast eftirlit með smiði Gerpis, verður fyrsta vél gangsett 2. janúar og reynslu- för farin 8. janúar. Skipið á svo að afhendast eigendum 10. janú- ar og ætti að mega vonast eftir því heim um miðjan mánuðinn. Dr bænnm Kirkjan Messa á sunnudaginn kl. 2. Afmæli. Gróa ísleifsdóttir, Hlíðargötu 21 varð 65 ára 8. desember. Hún fæddist á Torfastöðum í Jökuls- árhlíð, Norður-Múlasýslu, en hér hefur hún átt heima síðan 1927. Jólatré. Bæjarsjóður hefur nú eins og í fyrra keypt jólatré úr Hallorms- staðaskógi og verður það reist á sama stað og í fyrra, við Miðn stræti utan við sundlaugina. Þetta tré er 5 m hátt. Bæjarstjórnarfundur. Bæjarstjórnarfundur hefur ver- ið boðaður í dag kl. 4. Á dagskrá er ekki annað en tvær fundar- gerðir bæjarráðs. Lesendur. Látið þá, sem auglýsa í blaðinu njóta viðskipta yðar. Fylgizt vel með auglýsingum í jólablaðinu, sem út kemur næsta föstudag.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.