Austurland


Austurland - 22.12.1956, Page 1

Austurland - 22.12.1956, Page 1
 Málgagn sósialista á Ansturlandi 6. árgangur. Neskaupstað, 22. desember 1956. 44. tölublað. Efnahagsmálatillögur stjórnarinnar lagðar Tillögur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, sem eftir hefur verið beðið með eftirvæntingu, voru lagðar fram á Alþingi á mið- vikudag, að undangengnum viðræðum milli ríkisstjórnarinnar, al- þýðusamtakanna og framleiðenda. Tillögur þessar eru raktar hér á eftjr í stórum dráttum og er byggt á þingfréttum og frásögn Sigfinns Karlssonar, sem sæti átti j nefnd þeirri, er af hálfu alþýðusamtakanna samdi við ríkis- stjórnina. Blaðið vill taka það fram, að vel kunna missagnir að vera í eftirfarandi grein, þar sem erfitt er að henda reiður á svo um- fangsmiklu máli af þingfréttalestri, og Sigfinnur var farinn heim þegar endanlega var gengið frá málinu, svo breytingar eru hugsan- legar. Þær verða þa leiðréttar Framleiðslusjóðsgjald fellur niður 1 janúarlok í fyrravetur var myndaður svokallaður fram- leiðslusjóður. Tekna í hann var aflað með svonefndu framleiðslu- sjóðsgjaldi, sem lagt var á meg- inhluta innflutningsins og nam í flestum tilfellum 9—10%, en þó í einstaka tilfelli 30%. Úr framleiðslusjóðnum voru síð- an greiddar verðuppbætur á út- fluttar sjávar- og búnaðarafurðir. Nú á að fella þetta gjald niður. Bátagjaldeyriskerfið fellt niður. Stofnaður útflutnings- sjóður Samkvæmt frumvarpi ríkis- stjórnarinnar á að fella niður bátagjaldeyrisf yrirkomulagið, e n eins og kunnugt er, hafa útgerð- armenn nú um nokkurra ára skeið mátt selja með álagi hluta þess gjaldeyris, sem fengizt hefur fyr- ir sjávarafurðir, sem aflað hefur verið á þeirra vegum. Jafnframt verða innleyst þau bátagjaldeyr- isleyfi, sem ónotuð eru. 1 stað þessa fyrirkomulags skal nú mynda svonefndan útflutn-1 ingssjóð og honum aflað tekna á þann hátt, sem síðar verður greint. Stuðningur \ið togaraútgerð Undanfarið hafa togararnir | fengið 5000 kr. rekstrarstyrk á dag. Það fyrirkomulag helzt, en þó með breytingum. Nú á togari, sem smíðaður hefur verið eftir 1946 að fá 6000 kr. á dag, ef hann er á saltfiskveiðum, 5000 kr. ef hann veiðir í ís fyrir innanlands- siðar. markað og 3500 kr. ef hann veiðir í ís fyrir erlendan markað. Tog- arar, sem smíðaðir eru 1949 eða síðar fá auk þessa 600 kr. á dag. Verðuppbætur Af fob.verði bátafisks, sem verk- aður er sem saltfiskur, freðfiskur eða skreið greiðast 24.45% verð- uppbætur. Fiskverð til útvegsj manna mun hækka um 12 aura pr. kg. af slægðum þorski og hausuðum, og tilsvarandi hækkun verður á verði annarra fiskteg- unda. Einnig verða greiddar verð- lagsuppbætur á búnaðarafurðir. Styrkur til Vinnslu smáfisks Fiskvinnslustöðvum verður greiddur styrkur til vinnslu smá- fisks undir 57 cm og nemur 34 au. á kg., enda greiði þær sama verð fyrir smáfisk og stærri fisk. — Hér er um að ræða verulega hækkun og er hún mikilsverð fyrir útvegsmenn og fiskvinnslustöðvar úti um land, þar sem mikið veiðist af smáum fiski. Fiskverðið Fiskverð mun hækka verulega. I þingfréttum kom ekki fram hvert verða mundi fiskverð til báta, en eftir því, sem bezt er vit- að mun það hækka um 12 au. kg. af þorski, eins og áður er sagt. Verð á togarafiski skal verða sem hér segir: Þorskur 107 au. pr. kg. (hækkun 22 au.), karfi 98 aurar pr. kg. (hækkun 23 au) og ufsi 82 au. Sama verð skal greiða fyrir ýsu veidda af togurum og bátum. ríkis- fram Olíuverð greitt niður Heimilt á að vera að greiða nið-) ur verð á olíu til fiskiskipa og er gert ráð fyrir að til þess þurfi 22.5 millj. kr. — Hinsvegar er ekki gert ráð fyrir niðurgreiðslu á olíu til húsakyndingar. Má því búast við verðhækkun á henni vcgna Súez-stríðsins. Söluskattur lækkar Söluskattur á smásöluverzlun, sem nú er 2%, fellur niður og verður skatturinn aðeins inn- heimtur af heildsölu. Nemur hann 6%. Tekjuþörfin Áætlað er að úr útflutningssjóði þurfi að greiða á næsta ári: 1. Til bátaútvegsins 38.6 millj. 2. Til togara 38.0 — 3. Til fiskvinnslustöðva 9.2 — 4. Til greiðslu á halla framleiðslusjóðs 21.0 — 5. Til niðurgr. olíuv. 22.5 — 6. Til að innleysa BJ sk:rteini 15.0 — 7. Auknar uppbætur á búnaðarvörur 20.0 — Alls kr. 164.3 millj. Til niðurgreiðslu vara á innan- landsmarkaði-er gert ráð fyrir 24 millj. kr. Tekjuöflun Tekna í útflutningssjóð á að afla með svofelldu móti: 1. Bankarnir leggi 16% yfir- Framhald á 2. síðu. Fimmtugur: Skúli Þorsteinsson skólastjóri á Esldfirði Þann 24. des. á nágranni minn, , Skúli Þorsteinsson, skólastjóri á Eskifirði, fimmtugsafmæli. Svona cr tlminn fljótur að líða, að fyrr en varir er hálf öld að baki. Þannig er því farið, að þeir sem eiga langa samleið með æskufólki, gá ekki að því stundum, hve gaml- ir þeir eru að árum. Skúli héfur verið í fylgd með æskunni undann farna áratugi sem kennari og ung- mennafélagi. Þó hann sé nú fimmtugur, er hann samt ungur í anda og áhuga- samur um málefni æskunnar utan skóla og í. Hann hefur lengst af verið for- maður Ungmenna- og íþróttasam- fcjands Austurland. Snemma fór hann að taka þátt í störfum innan ungmennafélaganna, og áður en hann settist að hér eystra, hafði hann verið í forustusveit þessara samtaka. „Eldur er beztur með ýta sonum og sólarsýn", segir í Hávamálum. Þessar guðagjafir á Skúli Þor- steinsson. Ungur fór hann utan á lýðhá- skóla til þess að kynnast félags- anda þessara merku stofnana. Hann sat sjálfur við uppsprett- urnar og þaðan hafa áhrifin seytl- að inn í félagsstörf hans síðar. Þau hafa verið fjölbreytt. Með- al annars er hann áhugamaður um skógrækt og hefur átt sæti í stjórn Skógræktarfélags Austur- lands. Hann hefur rætt og ritað um nauðsyn þess að fá bömin í skólunum til þess að taka þátt í gróðurstörfunum. Sérstakan reit hafa nú eskfirzku skólabörnin til þess að gróðursetja trjáplöntur í. Skúli hefur verið skólastjóri á Eskifirði á annan tug ára. Áður kenndi hann í Reykjavík. Hann er kunnur skólamaður, enda skyggn á margt í þeim efn- um. Hann hefur gert sér far um að kynná sér kennslu hérlendis og í útlöndum. í sumar kom hann úr slíkri kynnisför. Hann heimsótti fyrst nokkra skóla hér heima, áður en hann Framhald á 2. síðu.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.