Austurland


Austurland - 31.12.1956, Síða 1

Austurland - 31.12.1956, Síða 1
Málgagn sósfalista á Austnrlandi 6. árgangur. Neskaupstað, 31. desember 1956. 45. tölublað. Áramótin er;u tími reiknings- skila. Þá keppast allir, sem skulda við að greiða skuldir sínar, og jzeir em fé eiga að heimta, leggja kapp á að krefja það inn. Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir miða reikningslok við áramótin. Þá verður það gert upp hvort hagnaður eða tap hefur ver- ið á árinu, og skattaframtöl und- irbúin. Þá eru líka gerðar áætl- anir um starfsemina næsta ár og þá að miklu leyti byggt á afkomu þess liðna. En einnig að öðru leyti eru ára- mótin tími reikningsskila. Ein- staklingar og þjóðir staldra þá við, líta um öxl og spyrja: Hef ég á liðna árinu gengið til góðs, göt- una fram eftir vegi? I hverju hef- ur mér mistekizt og hvað hefði ég getað betur gert? Hvemig get ég hagað lífi mínu svo á nýju ári, að til heilla verði sjálfum mér og samfélaginu ? Slík reikningsskil eru hverjum manni og hverju þjóðfélagi holl lexía. Við skulum nú Vlð áramótin svipast um af sjónarhóli og virða fyrir okkur atburði liðins árs og ástand og horfur nú við áramótin. Á alþjóðavettvangi Mestan hluta árs verður að telja að friðvænlegt hafi verið í heiminum, Þó vom róstur og of- beldisstjórn og jafnvel bein styrj- öld á nokkrum afmörkuðum svæð- um. Á ég þar við nýlendustyrjöld- ina í Norður-Afríku, ógnarstjórn Breta á Kýpur og Kenya og sí- fclldar skærur á landamærum Egyptalands og Israel. En þrátt fyrir þetta verður ekki annað sagt en að í alþjóðamálum hafi ríkt meiri friðarvilji og sáttfýsi en oft- ast áður. Þegar langt var liðið á árið, breyttist þetta mjög til hins verra. Seint í október hófst uppreisn í Ungverjalandi og beittu Rússar, sem þar hafa setulið, hervaldi til að berja uppreisnina niður. Vegna þessara atburða hafa miklar hörmungar gengið yfir ungversku þjóðina og margt manna flúið land. Mjög í sama mund réðust ísra- elsmenn, Bretar og Frakkar á Egyptaland og hugðust tryggja sér yfirráð yfir hinni þýðingar- miklu siglingaleið um Súezskurð- 'inn, auk þess sem landvinningar hafa vakað fyrir Israelsmönnum. Þhssí átök við botn Miðjarðar- hafs hafa valdið þjóðum Vestur- Evrópu miklum erfiðleikum, því vegna hernaðaraðgerðanna lokað- ist Súezskurðurinn, en iðnaður og önnur starfsemi í Vestur-Evrópu þarf mjög á því að halda, að sigl7 ingar um skurðinn séu hindrunar- lausar, einkum vegna olíuflutn- inga. Atburðir þessir, uppreisnin 1 Ungverjalandi og stríðið á Súez- Viö eiði, hafa mjög spillt andrúmsloft- inu í alþjóðaviðskiptum og marg- ir óttuðust að heimsstyrjöld gæti af hlotizt. En ástæða er til að ætla, að sú hætta sé hjá liðin. Vegna þessara mála hafa Rússar, Bretar, Frakkar og Isra- elsmenn mjög fallið í áliti og munu þurfa langan tíma til að vinna almenna tiltrú að nýju á alþjóðavettvangi. Nú um áraómtin má telja, að friðarhorfur séu góðar, þó því sé ekki að neita, að til eru þeir stað-> ir, sem vel má búast við að vopna- viðskipti eigi sér stað á. Einkum munu löndin fyrir botni Miðjarð- arhafs varasöm að þessu leyti. Þar er sýnilega keðja heimsfriðarins veikust og vel getur þar tendrazt það bál, sem erfitt verður að slökkva. Stórveldin öll virðast hafa full- an hug á því að forðast styrjöld og full ástæða er til að vona, að þeim takist að halda friðinn. Mest hætta mun á styrjöld milli þeirra út af einhverjum áhrifasvæðum. Mannkynið á lika allt undir því, að friður haldist. Þetta er forystu- mönnum þjóðanna ljóst. Komi til styrjaldar, hljóta allir að tapa. Innanlandsmálin Á því ári, sem nú er að líða, hafa mikil tíðindi gerzt í stjórn- málum Islands. I marzmánuði slitnaði upp úr stjórnarsamvinnu Framsóknar og íhalds og var efnt til nýrra kosninga í júnímánuði. Alþýðusambandið reyndi að koma á samstarfi allra andstöðu- flokka íhaldsins í kosningunum með það fyrir augum, að efna til ríkisstjórnar, sem starfaði með hagsmuni vinnustéttanna fyrir augum. Þetta tókst ekki, nema að litlu leyti. Alþýðuflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Þjóð-i varnarflokkurinn höfnuðu tillög- um Alþýðusambandsins og varð það til þess, að íhaldsandstæðing- ar gengu í fjórum fylkingum til kosninga. Raunverulega voru fylk- ingamar þó ekki nema þrjár, því Alþýðu- og Framsóknarflokkurinn höfðu samstarf sem einn flokkur væri, þó n:jög orli tvímælis, svo ekki sé meira sagt, hvort það var lögmætt. Sósíalistaflokkurinn einn varð við kalli alþýðusamtakanna. En vegna afstöðu hinna áðurnefndu flokka, tóku auk hans, þátt í stofnun Alþýðubandalagsins, að. eins vinstri Alþýðuflokksmenn og nokkur hópur manna, sem fylgt höfðu hinum flokkunum. Efnt var til Alþingiskosninga í júnímánuði. Höfuðmarkmið Alþýðubandalags- ins í þeim kosningum var að fella íhaldsstjórnina og koma á fót samstjóm andstöðuflokka íhalds- ins. Þetta tókst. Þjóðvarnarflokk- urinn þurrkaðist út af Alþingi, en Alþýðubandalagið náði þar odda- aðstöðu og í krafti hennar gat það knúið fram myndun núverandi ríkisstjórnar Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins. Sigur Alþýðubandalags- ins í kosningunum var því vissu- lega mikill og áhrifaríkur. Því tókst ekki aðeins að verða stærsti andstöðuflokkur íhaldsins, heldur einnig að fella íhaldsstjórnina og koma í hennar stað að völdum rík- isstjórn, sem virðir til fullnustu vilja alþýðusamtakanna og sam-i taka framleiðenda og leitast við að leysa aðsteðjandi vandamál í sam- ráði við þessi samtök. Ríkisstjórnin setti sér að vinna að lausn margra mála og skal getið nokkurra. Hún hét að framfylgja viljayf- irlýsingu Alþingis frá 28. marz sl. um hernámsmálin, og hét að samn- ingar þar að lútandi skyldu við það miðaðir, að herinn viki úr landinu, — Þessum samningum hefur nú verið frestað, en verða væntanlega teknir upp að nýju inn- an fárra mánaða. Hún hét að vinna að framtíð- arlausn efnahagsvandamálanna. Um þau efni voru höfð náin sam- ráð við samtök alþýðunnar og samtök framleiðenda til lands og sjávar. Þessi samtök samþykktu fyrirfram efnahagsmálatillögur þfer, sem nú eru að koma til framkvæmda. Áður hafði ríkis- stjórninni tekizt, í samráði við samtök verkalýðs og bænda, að stöðva a. m. k. í bili verðbólgu- hjólið. Takist ríkisstjórninni að stöðva það til frambúðar, hefur hún unnið afrek, sem eitt út af fyrir sig mun halda nafni hennar lengi á lofti. — Enn er of snemmt að segja hvernig ráðstafanir rík- isstjórnarinnar muni gefast. Þær verða sjálfar að skera úr til hvers þær duga, þ. e. a. s. reynslan verð- ur að dæma þær. Það verður líka án efa mjög undir því komið hvernig til tekst með framkvæmd- ir, að hvaða gagni ráðstafanirnar koma. Ekki sizt er það undir ströngu verðlagseftirliti komið hvernig til tekst. En vel kann svo að fara, að þær leiðir, sem er lagt inn á, tákni straumhvörf í efna- hagslífi þjóðarinnar, að hægt verði að fara að vinda ofan af dýrtíð- arhjólinu og að jafnvægi skapist og atvinnuve girnir komist smátt og smátt á rekstrarhæfan grund- völl. Það gerir líka mikinn gæfumun, að nú er haft náið samstarf við samtök verkalýðs og framleið- enda. Það tryggir vinnufrið í landinu og hindrar hinar hvim- leiðu stöðvanir útgerðarmanna á rekstrinum. Strax hefur það á- unnizt, að vertíðarróðrar munu nú geta hafizt mánuði fyrr í vetur en í fyrravetur. Þá var braskarafor- inginn Ólafur Thors sjávarút- Framhald á 2. síðu. áramót

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.