Austurland


Austurland - 31.12.1956, Blaðsíða 2

Austurland - 31.12.1956, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 31. desember 1956. Að sumri Öllum sem hlut áttu að máli er enn í fersku minni vandkvæðin sem á því voru að gera sem verð- mætastan þann afla sem veiddist síðastliðið sumar á síldveiðunum. Ekki var þó hægt að loka augun- um fyrir því að veiðiskipunum var talsvert mismunað um losun, sum voru samningsbundin hjá þessum, önnur hjá hinum, eins og gengur og útgerðarmenn sumir hverjir höfðu það sterk ítök eða jafnvel réðu söltunarstöðvunum og gátu þess vegna vísað öðrum skipum frá en tekið sín eigin til losunar. Þar sem menn eru nú að gera sér vonir um meiri afla á síld- veiðunum hér fyrir austan og norðan á næstu árum og eins af fyrrnefndum ástæðum, má gera ráð fyrir að þessi þróun færist í aukana, ,,aðstandendur“ hverrar söltunarstöðvar myndi ákveðinn hóp skipa utan um stöðina en úti- loki önnur. Ef til kæmi, yrði þetta mjög óheppilegt þegar á heildina er litið og þarf að fyrirbyggja að svo geti orðið. Það hefur áður skeð hér á landi að ákveðið hefur vierið fyrfiirfram það magn sem hvert skip hefur heimild til að koma með til söltunar yfir sum- arið. I Noregi er sama verð á síldinni hvort sem hún fer til sölt- unar, frystingar eða bræðslu. Kappið um að koma sem mestu í salt og óvandvirkni við söltunina er megin ástæða þess hve mikið af síldinni hefur reynzt slæm vara við yfirtölcu. Skotar eru viður- kenndir fyrir sérstaka vandvirkni við síldarsöltun en þar þekkist heldur ekki ákvæðisvinna hjá kvenfólkinu. Og Færeyingar sem stöðugt taka vaxandi þátt í síld- veiðunum salta að vísu nær alla síld sína um borð í veiðiskipunum en þegar í land kemur er tekið upp úr hverri tunnu og flokkað en ákvæðisvinna þekkist ekki. En hvernig er þá aðstaðan í landi til að taka á móti síldveiði væntanlegra aflaára? Hreint út sagt slæm. Að vísu má segja að möguleikarnir til að salta aukið magn á norðaustur- og austur- svæðinu hafi batnað talsvert, mið-| að við þær kröfur sem við gerum til þeirrar aðstöðu í dag, eigi hins- vegar að frysta og bræða gegnir öðru máli. Beinamjölsverksmiðj- urnar geta þó brætt nokkuð en mun flestar skorta þrær, lýsis- geyma og mjölgeymsluhús. Væri um síldarsumur að ræða þá er raunverulega ekki hægt að tala um aðrar bræðslur en á Siglufirði. Hitt er hverfandi miðað við yfir tvö hundruð veiðiskip og þá tækni sem nú er notuð við veiðarnar. Það er augljóst mál að stórkost- legar tafir geta orðið og hljóta raunar að verða á losun aflans, komi á annað borð góð síldveiði- sumur. Mikill síldarafli er þó það eina sem getur rétt útgerðina úr kútnum og bætt stórlega allan hag ríkisins. Væri því illa farið ef ekki yrði hugsað fyrir þeim möguleika í tæka tíð. Það ætti að vera í verkahring Síldarútvegsnefndar að koma skipulagi á þau mál sem hér hef- ur verið drepið á. Það verður að sjá svo um að þær verksmiðjur sem hafa tæki til að bræða síld, fái það sem á vantar svo hægt sé að fullnýta af- köst þeirra ef þörf reynist. Það þarf að vinna að endurbót- um á frystihúsunum svo þau hafi Framhald af 1. siðu. vegsmálaráðherra, en nú Aust- firðingurinn Lúðvík Jósepsson, einn af aðalleiðtogum Sósíalista- flokksins og Alþýðubandalagsins. Ekki var dregin á það nein dul, að það væri ætlun forvígismanna Alþýðubandalagsins, að samtök þessi þróuðust í fastmótaðan stjórnmálaflokk íslenzkrar alþýðu, þar sem tekið gætu höndum saman menn með svipaðar skoðanir og hugsjónir, þó þeir hafi skipzt í marga flokká. Ákveðið hefur ver- ið að efna til flokksstofnunar þessarar á næsta ári. Meðal þeirra mála, sem ríkis- stjómin hefur heitið að vinna að og enn eru ekki komin í fram- kvæmd, eru stækkun landhelginn- ar, en síðar í vetur ætti reglugerð þar að lútandi að geta verið til- búin, endurskipulagning banka- mála, en frumvarp um það efni mun vera á næstu grösum, endur- skoðun kosningalaga og síðast en ekki sízt öflun nýrra framleiðslu- tækja og dreifing þeirra um landið til að stuðla að auknu byggðajafnvægi. Hafa þegar verið samþykkt lög um smíði 15 nýrra togara og nokkurra stórra fiski- báta. Þegar núverandi ríkisstjóm var mynduð, rættust vonir fjölda manna, sem umfriam allt vildu hnekkja völdum íhaldsins. Henni var því heilsað með bjartar vonir í huga, en jafnframt nokkmm ugg um að henni mundi ekki lang- lífis auðið. Vitað var, að mörg og erfið verkefni biðu úrlausnar og að náið samstarf allra aðila var nauðsynlegt, ætti að takast að leysa þessi mál af viti. Það var líka vitað, að íhaldið mundi beita öllum ráðum til að fella þessa ríkisstjóm, sem er svo ósvífin að vilja láta þá, sem rakað hafa sam- an fé í skjóli óstjómar síðustu tök á að taka á móti miklu magni af síld til frystingar. Það þarf áð finna annan grund- völl til söltunar á síld með tilliti til þess sem að framan er sagt, með það fyrir augum að stórauka framleiðsluna, jafna aðstöðumun skipanna vegna verðmismunar og að vanda vöruna en það er höfuð- nauðsyn því annars getur orðið miklum erfiðleikum bundið að auka framleiðsluna, sakir sölu- tregðu og harðnandi samkeppni um markaðinn. Það er auðvitað margt sem þarf að gera, en allt það sem varðar framleiðsluna verður að sitja í fyrirrúmi. Framleiðslan, sjávarút- vegurinn, verður hvort sem er að gefa okkur það í þjóðarbúið sem allar aðrar framkvæmdir byggjast ára, skila nokkru af því fé aftur til framleiðslunnar. En það hefur líka komið í ljós, að reynt er að vega að ríkisstjórninni innan frá. Einn af þingmönnum Alþýðu- flokksins hefur tekið að sér að ganga erinda íhaldsins og hefur lagt til að stjórnarsamstarfið yrði rofið. Það er því ekki vist, að ríkisstjórnin verði langlíf, nema alþýðan standi vel á verði. Hins- vegar mun stjórnin festast mjög í sessi, ef efnahagsmálaráðstafanir hennar gefast vel. Árið sem er að líða hefur á margan hátt verið okkur íslend- ingum hagstætt. Utflutningsfram- leiðsla þjóðarinnar mun hafa ver- ið meiri en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir truflanir af völdum óstjórnar fyrri hluta árs. Islend- ingar afla vissulega mikils og ættu að geta rekið atvinnufyrir- tæki sín með miklum hagnaði. En vandinn liggur í óréttlátri skipt- ingu þjóðarteknanna og mikilli verðbólgu. Horfurnar fyrir þjóðarbúið á næsta ári eru vtssulega góðart Allar líkur eru á því, að nýtt framleiðslu- og útflutningsmet verði sett og meira til skipta milli þegnanna. Það er líka full ástæða til að vona, að með samstarfi al- þýðusamtakanna og ríkisstjórnar- innar takist nú loks að koma böndum á dýrtíðardrauginn og er þá mikill sigur unninn. Á sviði löggjafar er líka að vænta mik- illa tíðinda. Bærinn okkar Á þessu ári hefur lífið gengið sinn vanagang hér 1 bænum. Mál- um okkar hefur þokað sæmilega áleiðis. Sjúkrahússbyggingunni er að verða lokið, félagsheimilinu miðaði vel áleiðis og að mestu var lokið smíði hins nýja togara í Þýzkalandi, svo minnst sé á Útgáfa Áust- firðingafé- lagsins Austfirðingafélagið í Reykjavík hefur haft forgöngu um útgáfu „Austurlands", og hefur þar birzt margháttaður fróðleikur um fjórðunginn og íbúa hans. Hafa komið út 4 bindi af ritsafni þessu, en mörg ár eru síðan síðasta bindið kom út og voru margir farnir að örvænta um framhald. En innan skamms er von á tveim bókum ■' viðbót og mun það mörg- um Austfirðingum fagnaðarefni. Þá hefur Austfirðingafélagið gefið út 2 bindi af „Ættum Austi firðinga“ og hið þriðja kemur á næstunni. Formaður Austfirðingafélagsins er nú Sigmar Pétursson frá Ás- unnarstöum, en aðrir í stjórn eru Haukur Eyjólfsson frá Seyðisfirði, Sigurður Eiríksson, frá Hjartar- stöðum, Páll Guðmundsson frá Eskifirði og Magnús Pálsson frá Veturhúsum í Eskifirði. Benedikt Gíslason frá Hofteigi er full.trúi félagsins út á við. stærstu málin. Bátaflotinn hélt áfram að stækka og síðari hluta árs var byrjað á byggingu nokk- urra íbúðarhúsa, en slíkar bygg- ingarframkvæmdir hafa að mestu legið niðri árum saman, illu heilli. Atvinna var með nokkum veg- inn eðlilegum hætti mestan hluta ársins, en í nóvember var vinna stopul og lítil í desember, vegna þess hve lítill fiskur barst á land. Höfum við enn fengið sönnun fyr- ir því, að einn togari nægi okkur ekki til að halda uppi fullnægjandi vinnu. Næsta ár verður sýnilega merk- isár í sögu bæjarins. Þegar í næsta mánuði tekst að koma tveim stórmálum í höfn, sjúkrahúss- byggingunni og togaramálinu. Ákveðið er að hefja byggingu gagnfræðaskóla og væntanlega tekst þá að koma félagsheimilinu undir þak. Bátaflotinn mun enn vaxa á árinu og er vitað um þrjá báta í smíðum fyrir Norðfirðinga og munu þeir allir afhentir á ár- inu. Bæjarbúar ættu því ekki að þurfa að kvíða atvinnuleysi eða fjárhagserfiðleikum umfram þá landsmenn aðra, sem bezt eru settir. Við getum því áreiðanlega kvatt þetta ár og heilsað hinu nýja vonglöð og djörf í huga. Megi hið nýja ár færa lands- mönnum öllum aukna hagsæld og aukna menningu, andlega og efna- lega. Gleðilegt nýár. a. Við áramói

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.