Austurland


Austurland - 31.12.1956, Blaðsíða 3

Austurland - 31.12.1956, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 31. desember 1956. AUSTURLAND 3 Frá Alþingi Frumv. um útflutningssjóð Fyrir jólin var frumvarp ríkis- stjórnarinnar um ráðstafanir í efnahagsmálum, afgreitt sem lög frá Alþingi. Frumvarpið er í meg- inatriðum eins og rakið var í síð- asta blaði. Smábreytingar voru þó gerðar á frumvarpinu, en engar veigamiklar. Dagstyrkur til tog- ara, sem veiða í ís fyrir erlendan markað, var hækkaður um kr. 500.00, í kr. 4.000.00, en það þýðir kr. 1.000.00 lækkun frá því sem nú er. Öllum ber saman um, að mikið sé undir því komið hvernig til tekst um framkvæmdir. Einkum mun mikið velta á því, að verðlagS- eftirlit takist vel. Þegar hefur verið auglýst hámarksálagning á margar vörutegundir og er álagn- ing heildsala stórlega lækkuð. Þingstörfum frestað Störfum Alþingis hefur nú verið frestað til 21. janúar. Þann tíma mun ríkisstjórnin nota til að und- irbúa lagasetningu í samræmi við stefnu sina og til að hindra áfram- haldandi óheillaþróun á sviði efnahagsmála, Er hér t. d. um að ræða frumvörp um verðlagseftirlit, nýsköpun bankamála og útflutn- ingsverzlun. Fjárlög óafgreidd Eins og gefur að skilja tókst ekki að afgreiða fjárlög fyrir ára- mót, þar sem fjárlagaafgreiðslan hlýtur mjög að mótast af efna- hagsmálaráðstöfununum. Hefur ríkisstjórnin aflað sér heimildar til bráðabirgðafjárgreiðslu úr rík- issjóði og gildir sú heimild til febrúarloka. Ihaldið í öngum sínum Ihaldinu varð ekki að þeirri von sinni, að stjórnarsamstarfið rofn- aði á efnahagsmálunum. Af- greiðsla þeirra mála hefur styrkt ríkisstjórnina og fest hana í sessi. Ihaldið er mjög miður sín og hag- ar sér eins og fáviti sé að verki. Það sér fram á mjög skerta gróða- aðstöðu braskara og milliliða, en það eru slíkar afætur, sem íhaldið vill vernda eftir mætti. — I ráð- leysi sínu lögðu aðalleiðtogar íhaldsins, Ólafur og Bjarni, fram. rétt áður en þingfundum var frestað, tillögu um þingrof og nýjar kosningar. Brosa menn nú um allt land að ráðleysisfálmi íhaldsins, enda er enginn grund- völlur fyrir slíkri tillögu. Gjafir til sjúkrahússins. Maður, sem ekki vill láta nafns síns getið, hefur fært sjúkrahús- inu kr. 1000.00. Er það áheit. Þá hafa nokkur fyrirtæki ákveð- ið að sýna hug sinn til þessarar merku stofnunar með því að gefa henni þarflega og nauðsynlega hluti á vígsludeginum. NorSfjarSarbió ■ ■ t Sýningar á nýársdag: j Palli var einn í heiminum í með nýjum spennandi köflum j j úr ýmsum kvikmyndum. Sýnd á nýársdag kl. 3. Arásin i Spennandi kvikmynd með : i Van Heflin í aðalhlutverki. Sýnd á nýársdag kl. 5. Bönnuð innan 12 ára. : Beztu óskir um Gleöilegt nýár! flytjum við félagsmönnum okkar, starfsmönnum og öðrum viðskiptavinum. Þökkum samskiptin á íiðnu ári. Dráttarbrautin h. f. Sigur læknisins j Amerísk stórmynd frá 20th j Century-Fox. s Aðalhlutverk: Gary Grant Jeanne Crain j Kvikmyndin hefur hlotið met- j aðsókn þar sem hún hefur ver- ! ið sýnd. Sýnd nýársdag kl. 9. Tapað Þeim, sem getur gefið upplýs- ingar um þann sem stal aftur- hjóli með öllu saman úr reið- hjóli er stóð fyrir neðan bíl- skúr minn, heiti ég hundrað króna verðlaunum. Framan- skráður atburður skeði fimmtu- daginn 13. desember. Sigfinnur Karlsson. ! Austurland j Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. ■ Kemur út einu sinni í viku. i Lausasala kr. 2.00. Árgangurinn kostar kr. 60.00. ; Gjalddagi 1. apríl. NESPRENT H-P Lítið að þakka Austri hefur nú fengið framtíð- arhaus og flytur einhverjum listamanni miklar þakkir fyrir að hafa búið l'staverkið til. Austurlandi þykir litið fyrir að þakka, því „listaverkið“ er þannig til komið, að það er tekið upp úr „Stafabók fyrir útsaum“, eftir Erlend Einarsson og Pál Sigurðs- son, sem út kom 1944, stafirnir aðeins minnkaðir. Félagsmönnum okkar, starfsfólki og öðrum viðskiptavinum færum v*ið beztu óskir um Gleðilegt nýár! Samvinnufélag útgerðarmanna Olíusamlag útvegsmanna Frá landssímanum Frá 1. janúar 1957 verða símanotendur að greiða reikninga sína á pósthúsinu eða hjá símastjóra á tímabilinu frá 6. fil 20. hvers mánaðar. Þeim, sem ekki hafa greitt á þessum tíma verð- ur einu sinni gert aðvart, en allir sem eiga ógreidda reikninga 23. hvers mánaðar verða fyrirvaralaust teknir úr sambandi. Þá tilkynnist að frá sama tíma geta ekki aðrir haft reikninga við landssímann en símanotendur. | Tíl sölu j Barnakerra til sölu. Haraldur Guðmundsson. Símastjori. Austnrland óskar öllum lesendum sinum GLEÐILEGS NÝÁRS!

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.