Morgunblaðið - 21.07.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.07.2011, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2011 íþróttir Golf Hátindur golfsumarsins fyrir afrekskylfinga er Íslandsmótið í höggleik en það vilja flestir ef ekki allir þeir bestu hérlendis vinna. Mótið hefst á Hólmsvelli í Leiru í dag 4 Íþróttir mbl.is á heimavelli. Við þurfum bara að reyna að halda marki okkar hreinu sem lengst, og veikja þeirra vonir með hverri mínútunni. Þetta verður allt öðru vísi en í Vesturbænum, núna þekkja þeir okkur betur og munu leggja allt í sölurnar til að skora snemma. Á sama tíma vil ég að við sækjum líka á þá þegar við höfum tækifæri, og komum á þá marki því það gæti reynst gríðarlega mikilvægt að skora eitt mark. Ég vil ekki að við liggjum bara í vörn,“ sagði Rúnar sem þarf líklega að bregðast við áherslubreytingum hjá liði Zilina því þjálfari þess var rekinn eftir tapið í Vesturbænum og nýr ráðinn í stað- inn. „Það fylgja því alltaf einhverjar breytingar þegar nýir þjálfarar taka við og hann gerði breytingar á liðinu í fyrsta leik þess í slóvakísku deild- inni um helgina. Svo vilja allir sýna sig og sanna fyrir nýjum þjálfara. Væntanlega mætum við mun sterk- ara Zilina-liði en í fyrri leiknum,“ sagði Rúnar í Slóvakíu í gær. Vert er að geta þess að leiknum verður lýst í KR-útvarpinu á FM 98,3 eða á net- heimur.is og er áætlað að útsending hefjist kl. 16:30 eða klukkutíma áður en flautað verður til leiks. FH-ingar eru komnir til portú- gölsku eyjunnar Madeira þar sem þeir leika seinni leik sinn við Nacio- nal. FH-ingar voru óheppnir að gera 1:1 jafntefli í fyrri leiknum í Kapla- krika og ljóst að þeir þurfa að skora að minnsta kosti eitt mark í leiknum til að eiga möguleika á að komast áfram. Flautað verður til leiks kl. 18:45 að íslenskum tíma. Ekki náðist í Heimi Guðjónsson þjálfara FH við gerð fréttarinnar. „Mætum mun sterkara liði“  KR er í kjörstöðu fyrir seinni leikinn við Zilina  Rúnar vill ekki leggjast í vörn  FH-ingar verða að skora á Madeira til að eiga möguleika á að komast áfram Morgunblaðið/Ernir Fögnuður Fagna KR-ingar í leiks- lok í Slóvakíu í kvöld? EVRÓPUDEILD Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Við teljum okkur eiga mjög góða möguleika en vitum að við erum að fara að spila við hörkugott lið,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR sem mætir Zilina í Slóvakíu kl. 17:30 í seinni leik liðanna í 2. umferð for- keppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu. KR vann fyrri leikinn 3:0 og er því í góðum málum. „Þeir hafa verið gríðarlega sterkir Bjarnólfur hefur undanfarin tvö keppnistímabil þjálfað 2. flokk karla hjá Víkingi og þekkir því vel til þess efniviðar sem fyrir hendi er hjá fé- laginu. „Eins og staðan var eftir að Andri fór þá kom það ekki greina af minni hálfu að víkjast undir þeirri ábyrgð að taka liðið að mér. Það ríkir ákveð- in herskylda hjá mönnum innan fé- lagsins að sameinast og vinna eins vel og hægt er úr þeirri stöðu sem upp er komin,“ sagði Bjarnólfur sem hyggst ekki bæta fleiri leikmönnum inn í hópinn. „Nú þegar hafa verið teknir nógu margir leikmenn inn í hópinn. Við teljum að gæði hans séu næg til þess að tryggja að liðið verði á réttum stað í haust þegar upp verður stað- ið,“ segir Bjarnólfur sem vonast til að strax megi merkja breytingar á Víkingsliðinu þegar það mætir næst til leiks í úrvalsdeildinni en Víkingar sækja Þór Akureyri heim í 12. um- ferð Pepsi-deildar á sunnudaginn. Hefur þegar hafist handa „Við höfum þegar hafist handa við að laga það sem betur hefur mátt fara og ég er viss um að fyrstu merki breytinga verði sýnileg gegn Þór. En auðvitað tekur alltaf einhvern tíma að gera breytingar en ég vænti þess að við getum unnið hratt og örugglega.Verkefnið er krefjandi en jafnframt spennandi og ég tel að eft- ir tvo mánuði muni menn horfa stolt- ir til baka á það sem þá hefur áunn- ist á þeim tíma sem verður að baki,“ segir Bjarnólfur Lárusson sem vill ekkert gefa upp hverjar fyrstu breytingarnar verða sem áhorf- endur og stuðningsmenn Víkings verða varir við í leik liðsins. Víkingur situr í næstneðsta sæti með sjö stig, er einu stigi á undan Fram sem rekur lestina og fjórum stigum á eftir Þór og Grindavík sem eru næst fyrir ofan þegar 11 umferð- ir eru að baki. Morgunblaðið/Eggert Nýr í brúnni Bjarnólfur Lárusson hefur tekið við þjálfun Víkings. Það ríkir ákveðin herskylda  Breytinga er að vænta strax hjá Víkingi  Bjarnólfur hefur tekið við valda- taumunum Vonar að menn horfi stoltir um öxl í haust við lok leiktíðar FÓTBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Það var ekkert hik á mér að taka þetta starf að mér þegar stjórn Vík- ings kom að máli við mig, þvert á móti leit ég á það sem skyldu mína að svara kallinu,“ sagði Bjarnólfur Lárusson eftir að hann var ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Víkings í knattspyrnu karla. Hann tekur við af Andra Marteinssyni sem sagt var upp í fyrradag. Tómas Ingi Tóm- asson verður Bjarnólfi til halds og trausts sem aðstoðarþjálfari. Kolbeinn Sigþórsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir hollensku meist- arana í Ajax í gær þegar liðið lagði Bröndby, 3:0, í æfingaleik á heima- velli danska liðsins í úthverfi Kaup- mannahafnar. Kolbeinn opnaði markareikning Ajax í leiknum á 39. mínútu. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem Kolbeinn var í byrj- unarliði Ajax eftir að hann gekk til liðs við félagið á dögunum frá AZ Alkmaar. Ekki lá fyrir í gærkvöldi hvort Kolbeinn hefði tekið þátt í leiknum allt til loka. Myndbandsupptöku af marki Kolbeins má finna á mbl.is. Ragnar Sigurðsson lék allan tím- ann í vörn FCK í gær þegar liðið tapaði, 1:0, fyrir West Ham í æf- ingaleik í Parken í Kaupmannhöfn. Sölvi Geir Ottesen kom ekkert við sögu í leiknum. iben@mbl.is Kolbeinn á skotskónum Tveir breskir handknattleiksmenn koma til liðs við úrvalsdeildarlið Aft- ureldingar fyrir næstu leiktíð. Um er að ræða línumanninn Chris McDermott og vinstri hornamann- inn Mark Hawkins sem leikið hefur með neðrideildarliði í Danmörku síð- ustu ár. „Við erum ekki að kosta neinu til með því að fá þá til okkar,“ sagði Gunnar Andrésson, þjálfari Aftur- eldingar í gær. „Mér barst fyr- irspyrn frá Dana sem ég þekki og þjálfar breska landsliðið fyrir Ól- ympíuleikana hvort við vildum að- stoða hann og eftir að hafa farið yfir málið þá slógum við til. Ef leikmenn- irnir geta aukið breiddina í hópnum hjá okkur þá er það fínt,“ sagði Gunnar. iben@mbl.is Tveir Bretar á leið í Mos- fellsbæinn Morgunblaðið/Golli Sögulegt Dylan McAllister fagnar hér fyrsta marki Breiðabliks í Evrópukeppni frá upphafi í sigri á Rosenborg. »4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.