Morgunblaðið - 21.07.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.07.2011, Blaðsíða 2
ÍSLANDSMÓTIÐ Kristján Jónsson kris@mbl.is Eyjamaðurinn Þorsteinn Hallgrímsson úr GOT, er líkast til eini kylfingurinn í heiminum sem hefur sungið þjóðhátíð- arlag á 18. flötinni á Hólmsvelli í Leiru. Það gerði kappinn þegar sigur hans var í höfn á Íslandsmótinu 1993 og gott ef hann tók ekki nokkur lipur dansspor í leiðinni. Mótið fer einmitt fram í Leir- unni í ár og hefst í dag. Morgunblaðið fékk Þorstein til þess að spá í spilin fyrir mótið og rifja upp sigurinn fyrir átján árum síðan. „Á síðasta hringnum var baráttan orðin mikil á milli mín og Sigurjóns Arn- arssonar. Hann var að spila gríðarlega vel en þegar við komum á 18. braut þá átti ég eitt högg á hann. Við urðum jafn- ir á síðustu holunni og ég verð að segja að það var ekki leiðinlegt að klára dæm- ið á föstudegi á Þjóðhátíð, fara svo rak- leiðis til Eyja og mæta beint í brenn- una,“ sagði Þorsteinn þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Þor- steinn sagði einmitt í blaðinu 31. júlí 1993 að ekki gætu allir fagnað sigri á Ís- landsmótinu með 15 þúsund manns í þriggja daga veislu. Spurður um sönginn þá segir Þor- steinn hann hafa dregið dilk á eftir sér. „Ég söng þjóðhátíðarlagið á flötinni þegar titillinn var í höfn en það var áskorun. Vegna þessa var ég kallaður upp á svið á Þjóðhátíðinni sjálfri og lát- inn syngja þjóðhátíðarlagið með hljóm- sveitinni Hálft í hvoru,“ sagði Þorsteinn og hló. „Það má ekki gleyma því að golf er leikur og þetta er gaman. Mér finnst það vera lykilatriði fyrir kylfinga að nálgast íþróttina af virðingu og ekki leyfa sér að fara í fýlu þó illa gangi því þá skemmir maður næstu brautir. Þetta kannast flestir kylfingar við,“ útskýrði Þorsteinn sem byrjaði hreint ekki vel í Leirunni fyrir átján árum. Hann lék fyrsta hringinn á 79 höggum eftir að hafa verið 7 yfir pari eftir 4 holur. Pollýönnu-hugsunin hjálpaði Þorsteinn heldur að hann hafi leikið hina þrjá hringina á pari. Vindurinn blés nokkuð á kylfinga á öðrum og þriðja hring en Þorsteinn segist ekki hafa und- irbúið sig sérstaklega fyrir það. „Ég gafst ekki upp og ég held að Pollýönnu- hugsunin hafi hjálpað mér í gegnum þetta eftir erfiða byrjun. Á öðrum hring var virkilega hvasst. Ég hef fengið það orð á mig að vera góður rokspilari en ég æfði mig ekki sérstaklega með það í Þórisson, fyrrum GS meðlimur, gjör- þekkja einnig aðstæður. Svo má nefna ungu mennina, Guðmund Ágúst Krist- jánsson, Harald Franklín Magnús og Andra Þór Björnsson hjá GR og Axel Bóasson og Rúnar Arnórsson hjá Keil Heiðar Davíð Bragason og Sigurpáll Geir Sveinsson þekkja þetta allt saman Úlfar Jónsson verður með og Sigurjón Arnarsson er að leika vel. Stefán Már Stefánsson, Arnar Snær Hákonarson, Alfreð Brynjar Kristinsson og Hlynur Geir Hjartarson koma til greina sem o fyrrverandi meistararnir, Ólafur Lofts son, Kristján Þór Einarsson og Sig- mundur Einar Másson. Hjá konunum verður Tinna Jóhanns son náttúrlega í baráttunni enda virðis hún vera að ná því að slíta sig frá öðrum Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Signý Ar órsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir, Sunn Víðisdóttir, Heiða Guðnadóttir og Ólaf Þórunn Kristinsdóttir eru líklegar til a láta að sér kveða. Ragnhildur Sigurð- ardóttir og Þórdís Geirsdóttir hafa reynsluna en miðað við úrslitin í sumar þá virðast þær ekki vera líklegar.“ an skolla eða jafnvel meira. Ég hef oft séð menn í stigamótum eða Íslands- mótum mæta á 3. brautina verandi einn undir pari en fá svo 9 á hana og eyði- leggja hringinn. Í mótinu 9́3 var oft mót- vindur og ég „pönsaði“ 4 járnið og mið- aði vinstra megin fyrir framan flöt síðustu þrjá dagana. Þetta skilaði mér tveimur pörum í þremur tilfellum. Ég myndi segja að 4. brautin sé sú erfiðasta á vellinum, sérstaklega eftir að þeir komu fyrir glompu vinstra megin við- braut. Ef menn komast í gegnum fyrstu fjórar holurnar í kringum parið þá eiga menn að geta spilað frá tveimur yfir pari til þremur undir pari, þó menn geti ekki gefið sér það að björninn sé unninn. Eft- ir þessar holur er hægt að spila svolítið frá hættunum.“ Margir til kallaðir – tveir útvaldir Morgunblaðið bað Þorstein að nefna nokkra kylfinga sem honum þykja sig- urstranglegir. „Guðmundur Rúnar Hallgrímsson er klúbbmeistari GS og er því sigurstranglegur. Heimamaðurinn Örn Ævar Hjartarsson og Helgi Birkir huga. Í Eyjum var ég ekki með neinn þjálfara en var bent á það í einni lands- liðsferðinni, af skoskum þjálfara, að mjög gott væri að æfa sveifluhraðann. Í kjölfarið æfði ég mikið að slá með járn- unum, 5 og upp úr, af svona 80 - 90 metra færi. Þegar vindurinn blæs er rosalega gott að geta tekið upp 5 eða 6 járn til að slá 100 metra högg. Í dag sjáum við að bestu kylfingarnir eru orðnir miklu tæknilega betri. Þeir geta búið til fleiri högg.“ Ánægður með áherslurnar hjá GS Þorsteinn lýsir yfir ánægju sinni með það hvernig suðurnesjamenn setja völl- inn upp í aðdraganda mótsins. „Ég er gríðarlega ánægður með hvernig þeir setja völlinn upp því karginn er ekki mikill og flatirnar eru það mjúkar að hægt er að slá inn á þær. Jafnframt eru þær nokkuð hraðar og þessar upplýs- ingar sem ég hef fengið eru mjög áhorf- endavænar. Þetta þýðir að við gætum fengið gríðarlega gott skor og það er eitthvað sem allir vilja sjá. Allar for- sendur eru fyrir því að kylfingar geti leikið undir pari,“ sagði Þorsteinn og bendir á að stór karakter í vellinum sé vindaðstæður. „Einkenni Leirunnar eins og margra valla hér á Íslandi er að þar er oft vinda- samt. Stór karakter í vellinum er vind- aðstæður rétt eins og við sáum á Royal St. Georges á opna breska. Rosalega erfitt er að bera það saman að spila Leiruna í logni eða stífum vindi. Ef við fáum einhvern vind að ráði, þá mun reyna gríðarlega mikið á leikskipulag og hvort kylfingarnir séu með margar teg- undir af höggum í vopnabúrinu. Ég hef trú á því að þau sem standa uppi sem sigurvegarar á sunnudaginn, verði kylf- ingar sem geti látið boltann fljúga í sveig til hægri eða vinstri eftir því sem hentar hverju sinni.“ 4. brautin er sú erfiðasta Þorsteinn er sammála því mati að mikilvægt sé að halda dampi á fyrstu holum vallarins. „Völlurinn byrjar mjög krefjandi og ef við miðum við góðar að- stæður þá ætlast kylfingar til þess að fá fugl á 1. brautinni en á 2., 3. og 4. eru menn ánægðir með parið. 2. brautin er þannig að mér finnst sanngjarnt að völl- urinn sé settur upp þannig að hægt sé að slá beint inn á flötina í öðru höggi eins og nú er, því erfitt er að reikna út hvert boltinn hoppar fyrir framan flöt- ina. 3. brautin, Bergvíkin er náttúrlega ein frægasta braut landsins og hún er stórkostleg. Þeir sem ætla sér að ögra Bergvíkinni lenda oft í því að fá tvöfald- Þorsteinn tók lagið í Leirunni Ljósmynd/Sigfús Gunnar Í þá gömlu góðu Þorsteinn Hallgrímsson í Herjólfsdal á hátindi ferilsins.  Eyjamaðurinn rifjar upp sigurinn 1993 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2011 3. deild karla A Markaregn – KB .......................................1:4 Staðan: KB 10 8 0 2 32:9 24 Augnablik 9 7 1 1 40:9 22 Víðir 9 7 1 1 31:7 22 KFG 9 4 2 3 27:18 14 Vængir Júpíters 9 2 2 5 12:20 8 Þróttur V. 9 2 2 5 18:27 8 Markaregn 10 2 2 6 16:32 8 Stál-úlfur 9 0 0 9 12:66 0 3. deild karla B KH – KFR..................................................1:4 Staðan: Ýmir 9 6 1 2 30:13 19 KFR 10 6 1 3 25:14 19 Léttir 10 5 2 3 29:17 17 Ægir 9 5 1 3 25:17 16 KV 9 5 1 3 15:13 16 KFS 9 4 1 4 22:19 13 KH 10 3 1 6 18:36 10 Hvíti riddarinn 10 0 0 10 8:43 0 3. deild karla D Huginn – Sindri .........................................3:5 Staðan: Sindri 9 8 1 0 25:8 25 Magni 8 4 1 3 19:11 13 Leiknir F. 8 2 3 3 12:14 9 Einherji 8 2 3 3 10:17 9 Huginn 9 1 0 8 10:26 3  Draupnir hætti keppni. 1. deild kvenna A FH – Álftanes ............................................7:2 Staðan: FH 8 8 0 0 46:8 24 HK/Víkingur 8 6 1 1 20:10 19 Keflavík 7 5 0 2 20:9 15 Fjarðab./Leikn. 8 2 1 5 6:19 7 Sindri 6 2 0 4 12:25 6 Höttur 9 2 0 7 12:26 6 Álftanes 8 1 0 7 4:23 3 Meistaradeild Evrópu Forkeppni, 2. umferð, síðari leikir: Breiðablik - Rosenborg............................2:0  Rosenborg áfram, samtals 5:2. APOEL Nicosia - Skenderbeu.................4:0  Nicosia áfram, samtals 6:0. Dacia Chisinau - Zestafoni .......................2:0  Zestafoni áfram, samtals 3:2. Videoton FC - Sturm Graz .......................3:2  Sturm Graz áfram, samtals 4:3. Borac Banjaluka - Maccabi Haifa............3:2  Maccabi Haifa áfram, samtals 7:4. Auk þess eru eftirtalin lið komin áfram áfram í keppninni: Shamrock Rovers, Ekr- anas, Maribor, Slovan Bratislava, Dinamo Zagreb, HJK Helsinki, BATE, Litex, Malmö FF, FC Viktoria Plzeò, Wisła Kra- ków, FK Partizan. Ameríkubikarinn Copa America í Argrentínu Undanúrslit: Perú - Úrúgvæ ..........................................0:2 Luis Suárez 53., 58.  Paragvæ og Venesúela mættust í hinum undanúrslitaleiknum í nótt eftir að Morg- unblaðið fór í prentun. Úrslit þess leiks má finna á mbl.is/sport. Æfingaleikir Bröndby - Ajax..........................................0:3  Kolbeinn Sigþórsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Ajax og skoraði fyrsta mark sitt fyrir félagið og jafnframt fyrsta mark leiksins á 39. mínútu. FCK - West Ham .......................................0:1 - Freddie Sears 89.  Ragnar Sigurðsson lék í vörn FCK allan leikinn en Sölvi Geir Ottesen var ekki í leik- mannahópi FCK að þessu sinni. QPR - Plymouth........................................1:0  Heiðar Helguson skoraði eina mark leiksins á 90. mínútu en hann hafði komið inn á sem varamaður á 30. mínútu. KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA 1.deild karla: Kópavogsvöllur: HK - Leiknir ..................20 Selfossvöllur: Selfoss - Grótta...................20 2.deild karla: Grýluvöllur: Hamar - Árborg....................20 3.deild karla: Kórinn, gervigr.: Stál-úlfur - Þróttur V ...20 Garðsvöllur: Víðir - KFG...........................20 Fjölnisvöllur: V. Júpiters - Augnablik .....20 Leiknisvöllur: Afríka - Björninn...............20 Víkingsvöllur: Berserkir - Kári.................20 Í KVÖLD! „Það er allt annar andi í bænum. Það eru allir að tala um fótbolta núna en það var lítið gert af því síðustu ár. Menn eru að koma til manns og hringja í mann sem maður hefur ekki heyrt mikið í undanfarin ár, og það er gaman að því,“ sagði Þórður Þórðarson, þjálf- ari ÍA. Skagamenn hafa farið á kostum í 1. deild í sumar, unnið 12 af 13 leikjum sínum og eru með 12 stiga forskot á næsta lið, Selfoss, sem og 17 stiga for- skot á liðin í 3.-4. sæti. Þeir hafa aðeins fengið á sig 5 mörk en skorað heil 39, síðast 6 mörk í sigri á Þrótti á þriðjudag. Það var þriðji 6:0-sigur sumarsins hjá ÍA. Okkar lið er í betra standi en hin liðin Það er því annað uppi á teningnum en undanfarin ár hjá ÍA sem varð í 5. sæti í fyrra og 9. sæti þar áður. „Að hluta til hefur þetta komið á óvart. Við erum kannski með fleiri stig en við reiknuðum með fyrir „Þeir hafa báðir spilað mjög vel og Mark hefur ve ið stigvaxandi. Það var engin svakaleg hamingja í bænum þegar við tókum hann og menn höfðu mis- munandi skoðanir á því. En Mark hefur þaggað niðu í þeim gagnrýnisröddum held ég.“ „Annars get ég talið upp allt liðið. Arnar Már Guð jónsson er til dæmis búinn að vera ótrúlega duglegu á miðjunni og svo styrktum við liðið með því að fá Reyni Leósson og Stefán bróður,“ sagði Þórður sem er viss um að hans menn muni koma sér í úrvalsdeil ina þar sem þeir virðast eiga heima. „Það koma leikir þar sem við spilum á úrvalsdeild arstandard en svo koma leikir þar sem við erum lé- legt 1. deildarlið. Strákarnir eru samt það einbeittir að ég er viss um að við slökum ekkert á fyrr en við höfum náð okkar takmörkum,“ sagði Þórður sem te ur líklegt að Selfoss komist einnig upp. sindris@mbl mót en við vissum að við værum með gott lið. Þetta er aðeins framar vonum en við höfum verið heppnir með meiðsli og annað, og svo er liðið bara í hörkustandi. Við erum með gott leikskipulag og góða leikmenn, og svo æfðum við alveg rosalega vel í allan vetur. Það er stór hluti af þessu að menn séu í toppformi og það hefur sýnt sig í þessum leikjum í sumar. Mér finnst okkar lið vera í betra standi en hin liðin og það sýndi sig í þessum leik gegn Þrótti. Maður bjóst kannski við að þeir myndu bíta meira frá sér í seinni hálf- leiknum en í staðinn bættum við bara í. Við höfum unnið mikið með þol og styrkleika leikmanna í tvö ár og það er að skila sér. Ég fékk frábæran aðstoðar- mann með mér í vetur, Dean Martin, og hann er gulls ígildi og frábær karakter,“ sagði Þórður sem hefur getað teflt fram tveimur frábærum Englendingum, þeim Mark Donninger og Gary Martin. „Það er allt annar andi í bænum“ Halldór Smári Sigurðsson og Þor- valdur Sveinn Sveinsson verða ekki með Víkingi R., og Atli Sigur- jónsson og Jóhann Helgi Hannesson ekki með Þór þegar liðin mætast í Pepsi-deildinni á sunnudag. Allir eru í banni líkt og Albert Sæv- arsson, markvörður ÍBV. Fimm í banni á sunnudaginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.