Morgunblaðið - 21.07.2011, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.07.2011, Blaðsíða 3
a - i. n. n r og s- s- st m. rn- na fía að r r ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2011 SKOÐUN Kristján Jónsson kris@mbl.is Hátindur golfsumarsins fyrir afrek- skylfinga er Íslandsmótið í höggleik en þann titil vilja flestir ef ekki allir þeir bestu hérlendis vinna. Mótið hefst á Hólmsvelli í Leiru í dag og lýkur á sunnudaginn. Suðurnesjamenn taka nú við Ís- landsmótinu í fyrsta skipti síðan 2005 en þeir eru þaulvanir slíku mótahaldi enda er mikil golfsaga hjá GS svona á íslenskan mælikvarða. Klúbburinn hefur átt marga Ís- landsmeistara í gegnum tíðina. Þor- steinn Kjærbo sigraði þrjú ár í röð 1968-’70 og Guðfinna Sigurþórs- dóttir vann einnig þrívegis, 1968, ’69 og ’71. Dóttir hennar Karen Sævars- dóttir varð móðurbetrungur og sigr- aði átta ár í röð frá 1989-’96. Kemst Örn á flug? Fleiri Íslandsmeistara hafa Suð- urnesin auðvitað getið af sér en þeir verða ekki allir taldir upp hér, og það er ljóst að þar drýpur sagan af hverju strái. Síðasti kylfingurinn frá GS sem varð Íslandsmeistari í karla- flokki er Örn Ævar Hjartarson en hann sigraði árið 2001. Örn Ævar hefur ekki verið áberandi í keppn- isgolfinu síðustu árin og var ekki með í Meistaramóti GS þar sem hann var staddur erlendis. Örn er skráður til leiks í mótinu og enginn þarf að segja mér að hann hafi ekki spilað Leiruna reglulega í sumar þegar Íslandsmótið kemur á hans heimavöll. Örn þekkir hverja þúfu og hvern hól í Leirunni og ef hann kemst í stuð gæti það orðið af- ar fróðlegt en fyrirfram er hann ekki á meðal þeirra sigurstranglegustu. Er bið GR á enda? Í karlaflokki verður áhugavert að sjá hvernig ungu GR-ingunum Guð- mundi Ágústi Kristjánssyni og Har- aldi Franklín Magnús reiðir af. Þeir hafa næga hæfileika til að vinna Ís- landsmótið en spurning er hvernig andlegi þátturinn kemur út hjá þeim ef þeir verða í baráttunni þegar spennan nær hámarki. GR-ingar hafa beðið í 26 ár eftir titlinum í karlaflokki en konurnar hafa hins vegar ítrekað haldið uppi heiðri GR. Eftir að Guðmundur og Haraldur komu fram á sjónarsviðið má mönn- um vera ljóst að bið GR-inga eftir titlinum verður varla mikið lengri. Auk þess er Stefán Már Stefánsson kominn aftur á golfvöllinn eftir meiðsli og er reynslunni ríkari frá 2009 þegar Ólafur Björn Loftsson hrifsaði bikarinn nánast úr fanginu á honum. Ég ætla að henda inn einum GR- ingi til viðbótar í þessa spádóma en það er Ólafur Már Sigurðsson. Hann hefur orðið stigameistari og afrekaði ýmislegt á sínum áhugamannaferli. Hann hefur hins vegar aldrei orðið Íslandsmeistari og mig grunar að hann vilji landa þeim titli áður en hann snýr sér enn frekar að þjálfun. Draumurinn um titilinn hefur einnig hvatt fleiri kylfinga til að halda sér á meðal þeirra bestu eins og Hlyn Geir Hjartarson. Tinna er líklegust Tinna Jóhannsdóttir, ríkjandi Ís- landsmeistari, virðist vera líkleg til að verja titilinn. Tinna hefur sigrað á báðum stigamótunum sem hún hef- ur tekið þátt í á þessu sumri og sigr- aði með yfirburðum á Meistaramóti Keilis. Tinna virðist hafa náð góðum stöðugleika og hefur náð nokkrum mjög góðum hringjum í sumar. Ljóst er að erfitt verður að ná af henni titlinum. Valdís Þóra Jóns- dóttir úr Leyni, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Keiliskon- urnar Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Signý Arnórsdóttir eru allar nógu góðar til að skila inn góðum hringjum. Spurning er hvort ein- hver þeirra nær nægilega miklum stöðugleika til að spila vel alla dag- ana. Þar sem golfsagan drýpur af hverju strái Morgunblaðið/Ernir Ríkjandi meistari Tinna Jóhannsdóttir sigraði í Kiðjabergi í fyrra.  Erfitt verður að ná titlinum af Tinnu Jóhannsdóttur  Nokkrir sem geta endurheimt heiður karlanna hjá GR Hólmsvöllur Hola 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 Alls CR/Slope Hvítir 461 325 180 373 394 521 342 138 312 316 359 323 208 476 305 147 329 474 5983 72.5/138 Gulir 432 313 152 348 357 463 326 129 302 292 321 308 172 452 290 121 319 457 5554 70.7/129 Bláir kvenna 401 296 136 327 336 446 310 121 292 256 318 268 161 424 264 110 309 411 5186 74.1/137 Rauðir kvenna 346 266 126 308 293 397 268 113 267 243 280 249 137 361 250 98 262 393 4657 71.1/128 Bláir karla 401 296 136 327 336 446 310 121 292 256 318 268 161 424 264 110 309 411 5186 68.2/121 Rauðir karla 346 266 126 308 293 397 268 113 267 243 280 249 137 361 250 98 262 393 4657 65.1/110 Forgjöf 13 9 3 1 7 11 5 17 15 12 4 14 2 8 16 18 6 10 Par 5 4 3 4 4 5 4 3 4 4 4 4 3 5 4 3 4 5 72 er- ur ð- ur m ld- d- r el- l.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.