Morgunblaðið - 21.07.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.07.2011, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2011 Á KÓPAVOGSVELLI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Breiðablik hefði þurft biblíulegt kraftaverk til að komast áfram úr fyrstu umferð forkeppni Meist- aradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir 5:0 tap gegn Rosenborg í Þrándheimi í fyrri leik liðanna. Kraftaverk fengu Kópavogsbúar ekki í gær en þeir urðu hins vegar vitni að fyrsta sigri Breiðabliks í Evrópukeppni frá upphafi, og að fyrstu tveimur mörkum Blika í Evr- ópukeppnum því þeir grænklæddu klóruðu kröftuglega í bakkann. Breiðablik komst sem kunnugt er í fyrsta sinn í Evrópukeppni á síð- asta ári en tapaði þá tvívegis fyrir Motherwell frá Skotlandi í forkeppni Evrópudeildarinnar. Með sigrinum á Rosenborg varð Breiðablik fyrsta íslenska liðið til að ná sigri í Meist- aradeildinni síðan FH vann HB Tórshavn í júlí 2007. Það var nokkurt jafnræði með lið- unum í fyrri hálfleik í gær en Ástr- alinn Dylan McAllister skráði sig í sögubækur Breiðabliks þegar hann skoraði úr þröngu færi eftir góðan undirbúning Kristins Jónssonar. Blikar voru nálægt því að bæta við marki undir lok fyrri hálfleiks en heldur dró úr fjörinu í seinni hálf- leiknum. Kristinn Steindórsson náði þó að bæta við öðru marki áður en yfir lauk. Blikar spiluðu boltanum oft og tíð- um einkar vel á milli sín í leiknum, eins og allir vita að þeir geta gert. Finnur Orri Margeirsson átti mjög góðan leik á miðjunni, Tómas Óli Garðarsson sýndi afar lipra takta og Kristinn Jónsson var upp á sitt besta með áætlunarferðir fram vinstri kantinn. Dylan McAllister var þar að auki mjög virkur í spilinu þrátt fyrir að vera fremsti maður liðsins. Hann bæði skoraði og lagði upp mark og var ánægður með sitt fram- lag. „Einn þjálfaranna sagði við mig fyrir leikinn að ef við skoruðum í dag myndi það verða fyrsta mark Breiðabliks í Evrópu. Það gaf manni aukinn kraft og ég var hæstánægður með að skora. Núna verður munað eftir mér hérna,“ sagði McAllister léttur eftir leikinn, þó vissulega væri hann svekktur að hafa fallið úr leik. „Maður vill ekkert hugsa „hvað ef?“ en við fengum þessi þrjú mörk á okkur á síðasta korterinu í fyrri leiknum sem gerðu bara út um ein- vígið. Kannski komum við þess vegna afslappaðri til leiks í dag en það er aldrei að vita hvernig hefði farið hefði forskot þeirra verið minna fyrir leikinn. Við ætluðum okkur að halda markinu hreinu, héldum boltanum mun betur og sýndum meira sjálfs- traust en við gerðum í fyrri leiknum. Þetta lið hefur spilað á mörgum stærstu leikvöngum heims en við refsuðum þeim í dag,“ sagði McAllis- ter en Blikar héldu marki sínu hreinu í fyrsta sinn í sumar. Óhætt er þó að segja að þeir hafi haft nokkra heppni með sér í þeim efnum og leikmenn Rosenborgar hafa ef- laust oft spilað betur. „Það hefur kannski litið þannig út að við værum afslappaðir en við tök- um andstæðinga okkar alltaf alvar- lega. Í dag var Breiðablik bara betra lið en við og verðskuldaði sigurinn,“ sagði Simen Wangberg, miðvörður norska liðsins. „Við bjuggumst ekki við að ná 5:0 forskoti með fyrri leiknum en þau úrslit bæta fyrir þennan slæma leik í dag. Blikarnir höfðu engu að tapa og sýndu sínu fólki hvað þeir geta,“ sagði Wangberg sem hrósaði sér- staklega McAllister fyrir góðan leik. „Hann er stór og mjög góður í loftinu, og framherjarnir voru í raun báðir mjög góðir og miðjumennirnir bæði sterkir og áræðnir.“ Morgunblaðið/Golli Barist Tómas Óli Garðarsson átti góðan leik á Kópavogsvelli í gærkvöldi en hér á hann í höggi við Markus Henriksen, leikmann Rosenborgar. Kröftugt klór í bakka  Fyrsti sigur Breiðabliks í Evrópukeppni  Dylan McAllister ánægður með að komast í sögubækurnar  Blikar héldu marki sínu hreinu í fyrsta sinn í sumar Kópavogsvöllur, forkeppni Meistara- deildar Evrópu, síðari leikur, mið- vikudaginn 20. júlí 2011. Skilyrði: Logn og sólskin. Völlurinn flottur. Skot: Breiðablik 7 (5) – Rosenborg 10 (4). Horn: Breiðablik 2 – Rosenborg 10. Lið Breiðabliks: (4-4-2) Mark: Ingv- ar Kale. Vörn: Jökull Elísabetarson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Kári Ár- sælsson, Kristinn Jónsson. Miðja: Tómas Óli Garðarsson (Arnar Már Björgvinsson 68.), Finnur Orri Mar- geirsson, Guðmundur Kristjánsson, Rafn Andri Haraldsson (Andri Rafn Yeoman 74.). Sókn: Dylan McAllister, Kristinn Steindórsson (Viktor Unnar Illugason 90.). Lið Rosenborgar: (4-3-3) Mark: Daniel Örlund. Vörn: Mikael Lustig, Simen Wangberg, Jim Larsen (Alej- andro Lago 63.), Mikael Dorsin. Miðja: Per Ciljan Skjelbred (Jonas Svensson 72.), Fredrik Winsnes, Markus Henriksen. Sókn: Mushaga Bakenga (Morten Moldskred 46.), Rade Prica, Trond Olsen. Dómari: Christof Virant, Belgíu. Áhorfendur: 747.  Rosenborg vann samanlagt, 5:2, og fer áfram í keppninni. Breiðablik - Rosenborg 2:0 FÆRI 25. Mikael Lustigkomst í gegn í dauða- færi en virtist ekki átta sig á því og fór til vinstri í átt frá markinu svo færið rann út í sandinn. Hann reyndi svo fyrirgjöf en Blikar komu bolt- anum í burtu. Ingvar gerði vel í að koma út gegn Lustig og hafði eflaust sín áhrif á ákvörðun bakvarðarins. FÆRI 27. Prica sendi frá-bæra stungusend- ingu á Bakenga sem slapp aleinn gegn Ingvari en tók sér góðan tíma svo Finnur Orri náði að elta hann uppi og í samvinnu við Ingvar mark- vörð náði hann boltanum af Ba- kenga. 1:0 28. Dylan McAllister varmeð boltann á miðjum vall- arhelmingi gestanna og gaf hann til vinstri á Kristin sem lék laglega inn á völlinn og stakk svo boltanum inn á Dylan og hann skoraði vinstra megin úr teignum neðst í hægra markhorn- ið. Glæsilega gert og fyrsta mark Breiðabliks í Meistaradeildinni stað- reynd! 2:0 82. Dylan stakk boltanuminn á Kristin Steindórsson vinstra megin í teignum og hann lék á varnarmann og skilaði boltanum laglega í hægra markhornið. FÆRI 85. Dauðafæri hjáMorten Moldskred við markteig eftir sendingu frá vinstri en Ingvar náði að handsama boltann. I Gul spjöld:Finnur Orri (Breiðabliki) 19. (brot), Guðmundur (Breiðabliki) 60. (brot). I Rauð spjöld: Engin.  Sigur Breiðabliks á Rosenborg í gærkvöld er sögulegur að því leyti að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt lið ber sigurorð af norsku liði í Evr- ópukeppni félagsliða. Íslendingar og Norðmenn hafa samtals leikið 12 Evrópuleiki sín á milli og fyrir leik- inn í gærkvöld höfðu Norðmenn unnið níu þeirra en íslensku liðin að- eins tvisvar náð jafntefli. ÍBV 0:0 gegn Viking Stavanger árið 1972 og Keflavík 2:2 gegn Lilleström árið 2006.  Viktor Unnar Illugason kom inn á undir lok leiksins við Rosenborg og varð þar með 15. leikmaður Breiða- bliks til að spila í Meistaradeild Evr- ópu. Ólafur Kristjánsson þjálfari notaði sama byrjunarlið í leikjunum tveimur, með mismunandi uppstill- ingum þó, og skipti Arnari Má Björgvinssyni og Andra Rafni Yeoman inn á í báðum leikjum. Í Þrándheimi skipti hann Olgeiri Sig- urgeirssyni einnig inn á. Þetta gerðist á Kópavogsvelli Með sigri Breiðabliks á Rosenborg í gærkvöldi jöfnuðu íslensk félagslið sinn besta árangur í Evrópukeppni. Þetta var fimmti Evrópusigurinn í sumar og það hefur aðeins gerst tvisvar áður að íslensku liðin hafi unnið fimm Evrópuleiki á sama árinu. Það gerðist fyrst árið 1997 og aftur 2004, en í bæði skiptin unn- ust fimm sigrar í 14 leikjum ís- lensku liðanna. Nú hafa liðin fjögur sem taka þátt í Evrópumótum sumarsins unnið fimm af fyrstu átta leikjum sínum, KR þrjá, ÍBV einn og Breiðablik einn, og FH hefur auk þess gert jafntefli í sínum eina leik til þessa. KR og FH spila bæði á úti- völlum í kvöld, KR í Slóvakíu og FH á portúgölsku eyjunni Madeira, og eiga bæði möguleika á að komast áfram, sérstaklega KR-ingar sem mæta með 3:0 forskot til leiks. Þá eru íslensku liðin ósigruð á heimavelli til þessa. ÍBV vann St. Patrick’s, KR vann ÍF og Zilina, Breiðablik vann Rosenborg og FH gerði jafntefli við Nacional. Aðeins tveir leikir hafa tapast, útileikir ÍBV og Breiðabliks á Írlandi og í Noregi. vs@mbl.is Aldrei betri árangur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.