Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 6. Á G Ú S T 2 0 1 1  Stofnað 1913  199. tölublað  99. árgangur  FULLT AF SKEMMTILEGUM NÁMSKEIÐUM Mímir-símenntun • Ofanleiti 2 • 103 Reykjavík Skráning stendur yfir í síma 580 1808 og á mimir.is HAUSTÖNN 2011 FJÖLBREYTT NÁMSKEIÐ, HREYFING OG HOLLUSTA GIRNILEG GLÓ, LATABÆJARLEIKFIMI, HEILSUFRELSI EINSTAKLINGA, GÖNGUFERÐIR Á ESJUNA, HJÓLREIÐAR 32 SÍÐNA AUKABLAÐ UM HEILSU Töluverð breyting hefur orðið á umferðarþunga í Reykjavík milli klukkan sjö og níu undanfarna morgna miðað við ný- liðna viku, en þegar skólahald hefst á ný eru fleiri á ferðinni á þessum tíma en ella. Mælingar umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar sýna að um 7.600 bílar fóru um Ártúns- brekku á umræddum tíma í gær samanborið við um 6.600 bíla á sama tíma fyrir viku. Um 7.300 bílar fóru um brekkuna klukkan sjö til níu 27. ágúst 2008. Mesti umferðarþungi lands- ins er í Ártúnsbrekku og fara 80.000-90.000 bílar um brekk- una á sólarhring. Talan fór upp í 92.000 árið 2007, niður í um 84.000 árið 2008 og upp í nær 90.000 sl. vor. Í fyrradag fóru um 87.500 bílar um brekkuna. steinthor@mbl.is Umferðarþunginn þokast í áttina að hámarkinu fyrir hrun Morgunblaðið/Kristinn Meiri framúrkeyrsla  Þrjú svið Reykjavíkurborgar hafa sent frá sér afkomuviðvörun fyrir árið 2011  Oddviti minnihluta segir breytingar á skólakerfinu ekki hafa skilað hagræðingu Helgi Bjarnason Hjalti Geir Erlendsson Þrjú svið Reykjavíkurborgar auk Strætó bs. hafa gefið út afkomu- viðvörun vegna ársins 2011. Sviðin eru íþrótta- og tómstundasvið, leikskólasvið og menntasvið en það eru helstu útgjaldasvið borgarinn- ar. Varað er við að gjöld fari að lágmarki um 300 milljónir kr. fram úr fjárheimildum. Er því útlit fyrir enn frekari framúrkeyrslu, að óbreyttu. Ástæðurnar eru m.a. sagðar þær að skipulagsbreyting- ar og hagræðing hafi ekki náðst fram. Í skýrslu fjármálaskrifstofu borgarinnar kemur m.a. fram að rekstur grunnskóla borgarinnar fari 223 milljónir fram úr fjár- heimildum, án tillits til nýrra kjarasamninga. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borg- arstjórn, segir nauðsynlegt að taka afkomuviðvaranir alvarlega. Þær séu hins vegar í fullu sam- ræmi við gagnrýni sjálfstæðis- manna og annarra á breytingum á skólakerfinu. „Þessi mikla röskun á skólastarfi í borginni skilar hvorki þeim árangri né þeim fjár- hagslega ávinningi sem meirihlut- inn hélt fram og reyndar virðist hún í sumum tilvikum kosta borg- arsjóð meira en fyrra fyrirkomu- lag gerði,“ segir Hanna Birna. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir afkomuviðvar- anir nýjung hjá Reykjavíkurborg. Sviðsstjórar séu beðnir að flagga því ef stefni í frávik frá áætlunum og um leið séu þeir beðnir um til- lögur um hvernig brúa megi bilið. „Þetta verklag er til fyrir- myndar og með þessu getum við tekið á vandanum fyrr en áður,“ segir Dagur. Ljóst sé að hagræð- ingin gangi hægar en áætlanir hafi gert ráð fyrir. Hins vegar hafi afkoma umræddra sviða ekki komið á óvart því horft sé þrjú til fimm ár fram í tímann með hag- ræðingu. MÞrjú svið senda frá sér » 12  Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra segir mikilvægt að aðskilja rekst- ur Útlendinga- stofnunar og fjár- mögnun aðstöðu fyrir hælisleit- endur og hyggst leggja fram minnisblað þess efnis á ríkisstjórnarfundi fljótlega, jafnvel í dag. Hann segir að eftir því sem hælisleitendum fjölgi skerðist fjárhagur stofnunarinnar, líkt og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Það sé mjög varhugaverður víta- hringur. Því leggi hann til að þessu verði breytt í komandi fjárlögum og hann muni fylgja því eftir. »4 Fjárveiting vegna hælisleit- enda verði skilin frá rekstri Ögmundur Jónasson  Eignarhaldsfélag Seðlabanka Íslands (ESÍ) hefur eignast 10% hlut í Sögu Fjárfestingabanka með yfirtöku á öðru móðurfélagi bankans, Hildu, en á svo veð í þeim 90% sem eftir standa. Þessi 90% eru í eigu Sögu Eignarhalds- félags hf. en eigendur þess eru þeir sömu og áttu Hildu fyrir yf- irtöku ESÍ á því félagi. Félögin tvö urðu til við endurskipulagn- ingu á Sögu Fjárfestingabanka haustið 2009. Hilda var þá látin taka yfir 15,1 milljarðs króna skuld bank- ans við ESÍ, en sú skuld kom til vegna láns ríkisins til bankans eftir bankahrun. » 16 Seðlabankinn með veð í öllu hlutafé Sögu  Huang Nobu, sem samdi á þriðjudag um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum, leitar nú að landi á Reykjavíkursvæðinu til að reisa þar höfuðstöðvar fyrirtækis síns. „Ég ætla að byggja í Reykjavík fimm stjarna 300 herbergja hót- el sem stílar inn á alþjóðlegar ráðstefnur. Heildarfjárfest- ingin í þessum fasa nemur því nálægt 20 milljörðum króna.“ Huang segist leggja áherslu á umhverfistengda ferða- þjónustu sem efnaðir kínverskir ferðamenn séu í auknum mæli farnir að sækjast eft- ir. Hann segist ætla að leggja áherslu á að vernda og bæta lífkerfið á Grímsstöðum og vera í samstarfi við Landgræðsluna um upp- græðslu. Huang segir að eftir að hann kom til Íslands hafi hann komist að þeirri niðurstöðu að „það séu staðir eins og Ísland, þá sérstaklega norðurhluti þess, sem séu framtíðar- paradís umhverfistengdrar ferðaþjónustu“. Huang hefur verið hlýtt til Íslands allt frá því íslenski lopinn hélt á honum hita fyrir þrjátíu árum þegar hann var við nám í Peking-háskóla ásamt íslenskum fé- lögum sínum. »4 Ætlar líka að byggja upp í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.