Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Frávísunarkrafa í máli Geirs  Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, lagði inn kröfu um frávísun í gær  Málflutningur um frávísun í september  Forsendur kynntar á næstunni Hallur Már hallurmar@mbl.is Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fv. for- sætisráðherra, lagði í gær fram greinargerð vegna frávísunarkröfu í máli Alþingis á hendur Geir sem höfðað verður fyrir landsdómi. Þinghald og frávís- unarmálflutningur vegna kröfunnar hefst 5. sept- ember nk. Samkvæmt heimildum blaðsins verður ítarlega kynnt á næstu dögum á hvaða forsendum frávísunarkrafan er lögð fram. Síðastliðið haust var lögð fram önnur frávísun- arkrafa til forseta Alþingis á þeim forsendum að saksóknarar hefðu ekki verið kosnir á sama þingi og samþykkt var að ákæra Geir. Samkvæmt kröf- unni var þetta brot á 13. grein laga um landsdóm en Alþingi kaus þau Sigríði Friðjónsdóttur sem saksóknara og Helga Magnús Gunnarsson til vara í október á síðasta ári. Í tengslum við fyrri frávísunarkröfuna lét Andri hafa eftir sér að láta þyrfti á það reyna hvort kosn- ing saksóknaranna tveggja hefði verið lögmæt en ekki síður hvort ákvörðun um málshöfðunina hefði yfir höfuð verið í samræmi lög. Það verður því að teljast líklegt að krafan sem lögð var fram í gær dragi lögmæti réttarhaldanna í efa. Þetta er í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins sem Landsdómur hefur þingfest mál Alþingis gegn ráðherra en Geir er sem kunnugt er ákærður fyrir vanrækslu í starfi. Málið var þingfest í júní sl. Morgunblaðið/Golli Vörn Andri Árnason og Geir H. Haarde við þing- festingu í Þjóðmenningarhúsinu fyrr í sumar. Samkvæmt veðurspám er áfram gert ráð fyrir nætur- frosti á landinu á næstu dögum. Bændur eru þó þeirrar skoðunar að gróðurinn sé kominn á það stig að þótt næturfrost geri á næstu dögum sé ólíklegt að það hafi mikil áhrif á uppskeru. Kristján Gestsson, kartöflubóndi á Forsæti IV á Suð- urlandi, segir ekkert hafa frosið til þessa. „Uppskeran lít- ur vel út hjá okkur, sprettan hefur verið þokkaleg en það væri gott ef grösin stæðu í svo sem tvær vikur í viðbót. Nú er útlit fyrir næturfrost á næstunni en það er saklaust ef það er bara ein og ein nótt. Ef það frýs í tvær nætur í röð yrði það mun verra og grösin gætu fallið. Það þyrfti þó ekkert að rjúka til þó grösin féllu, kartöflurnar hefðu gott af því að vera lengur í jörðinni,“ segir Kristján. Að sögn Sigurðar Ágústssonar, kornbónda á Birtingaholti við Flúðir, er staðan svipuð á hans uppskeru. „Kornið er komið yfir það stig að geta orðið fyrir tjóni af völdum næturfrosts. Það var smáfrost í nótt, það var vægt og olli engum skaða.“ hallurmar@mbl.is Næturfrostið bítur ekki  Gróðurinn kominn á það stig að geta staðist frostið  Uppskera á kartöflum og korni lítur vel út á Suðurlandi Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Kornuppskera Eftir kalda byrjun á sumrinu hefur ræst úr sprettu í góðri tíð að undanförnu. Hilmar Oddsson er hættur sem rektor og tals- maður Kvik- myndaskóla Ís- lands. Að sögn Hilmars liggur enginn grundvall- arágreiningur að baki ákvörð- uninni. Að- spurður hvort hann muni halda áfram störfum fyr- ir skólann segir Hilmar að þau mál séu í mikilli óvissu. „Ég þarf að lifa eins og aðrir en ef skólinn fer í gang á næstunni vonast ég til að taka þá upp þráðinn. Engum hurðum var skellt og það er ekkert þannig í gangi. Það er hins vegar komin mikil þreyta í menn. Ég þarf að eiga til hnífs og skeiðar og er því að leita mér að einhverju til að hafa fyrir stafni. Á meðan sú leit stendur yfir get ég ekki unnið að málum skólans með þeim hætti sem ég hef gert að undanförnu. Það hefur enginn efni á því að vinna í hálft ár án þess að fá launin sín,“ segir Hilmar. Hann mun því ekki koma að setn- ingu skólans sem fyrirhuguð er í dag. Hann segist þó enn hafa sömu taugar til skólans og telur starf hans jafnmikilvægt og áður. Böðvar Bjarki Pétursson, stofn- andi og aðaleigandi skólans, mun hafa umsjón með starfi hans í fjar- veru Hilmars en sagðist í samtali við blaðið enn líta á Hilmar sem höfuð skólans. hallurmar@mbl.is Hilmar hættur sem rektor Hilmar Oddsson Leitar að nýju starfi Bíleigendur fengu óvæntan glaðning í gær þegar olíufélögin lækkuðu öll lítrann af eldsneytinu um 13 krónur, bæði bensín og dísilolíu. N1 reið á vaðið í gærmorgun með lækkun í tilefni svonefndra „Krúser- daga“ sem fram fóru við verslun fé- lagsins í Bíldshöfða í gærkvöldi. Önnur félög fylgdu fljótlega í kjöl- farið, fyrst sjálfsafgreiðslufélögin Orkan, Atlantsolía og ÓB, og síðan Olís og Shell. Félögin höfðu ekki hækkað verðið er blaðið fór í prentun en reikna má með að það hækki á ný í dag. Sem fyrr bauð Orkan ódýrasta elds- neytið, eða 219,40 kr. lítrann, og næst komu Atlantsolía og ÓB með 219,50 krónur lítrann. Öll lækkuðu um 13 krónur Forseti Litháens, dr. Dalia Grybauskaitë, er stödd í opinberri heimsókn á Íslandi en í dag eru liðin 20 ár frá því að Íslendingar urðu fyrstir þjóða til að viðurkenna fullt sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna þriggja. Þeirra tíma- móta verður minnst í dag með athöfn í Höfða en þar undirrituðu utanríkis- ráðherrar Eystrasaltsríkjanna og Íslands samkomulag þessa efnis 26. ágúst 1991. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú tóku á móti Grybauskaitë við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær að viðstöddum ráðherrum ríkisstjórnar Íslands og embættismönnum. Í gærkvöldi fór jafnframt fram hátíðarkvöldverður á Bessastöðum til heið- urs forseta Litháens og dagurinn í dag hefst með athöfn í Höfða. Forsetar minnast merkilegra tímamóta Morgunblaðið/Ernir „Öll hótel í Reykjavík eru gjör- samlega yfirfull og hið sama má segja um marga gististaði í ná- grenni höfuðborgarsvæðisins,“ seg- ir Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, en þessa dag- ana fara fram mjög fjölmennar ráð- stefnur í Reykjavík. Sú fjölmenn- asta er ráðstefna evrópskra stjórnmálafræðinga, sem fram fer á vegum Háskóla Íslands. Er það stærsta alþjóðlega ráðstefna sem haldin hefur verið hér á landi, með um 2.300 ráðstefnugestum. Erna segir að þessi ráðstefna skarist við aðrar ráðstefnur og þess vegna hafi verið erfitt að koma öll- um gestum fyrir, auk annars straums erlendra ferðamanna. Öll gistirými á suð- vesturhorni landsins hafi því verið fljót að fyll- ast. „Þetta er stór toppur í lok ferðasumarsins, sem hefur verið mjög gott,“ segir Erna og bendir á að ráðstefnugestir skilji jafnan meira eftir sig en hinn hefðbundni ferðamaður. Margvísleg þjónusta sé veitt kringum ráðstefnur og á þetta hafi m.a. verið bent varðandi uppbyggingu ráðstefnu- og tónlist- arhússins Hörpu. bjb@mbl.is Öll hótel í Reykjavík „gjörsamlega yfirfull“  Fjölmennar ráðstefnur í gangi Erna Hauksdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.