Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 4
Grímsstaðir á fjöllum
HerðubreiðHerðubreiðarlindir
Dettifoss
Ásbyrgi Jökulsárgljúfur
Jökulsá
á
fjöllum
Haugsöræfi
Hjarðhagaheiði
Sandfell
Herðubreiðarfjöll
Hringvegur (1)
Hringvegur (1)
Gagndagahnjúkur
Há
ga
ng
ah
eið
i
Vopnafjörður
Úrskurður
óbyggðanefndar
Grímsstaðir
Grunnkort: LMÍ
VIÐTAL
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
Huang Nobu, stjórnarformaður kín-
versku samstæðunnar Zhongkun
Group, samdi á þriðjudag um kaup á
Grímsstöðum á Fjöllum. Kaupin eru
háð leyfi kínverskra og íslenskra
stjórnvalda.
„Ég mun byggja upp fimm stjarna
120 herbergja hótel með öllu, 18
holna golfvelli, og verð einnig með
hesta. Ef við komum niður á heitt
vatn þá byggjum við líka heilsulind,“
segir Huang. „Ég geri ráð fyrir að
kaupa tvær til þrjár flugvélar sem ég
mun geta nýtt bæði til að flytja ferða-
menn til landsins og eins til að bjóða
þeim ferðir til áhugaverðra staða inn-
an Íslands. Hvað arðsemi varðar þá
geri ég ráð fyrir að framkvæmdirnar
borgi sig upp á 10-20 árum.“
Leitar að lóð í Reykjavík
Á meðan beðið er staðfestingar
kínverskra yfirvalda mun hann hefja
undirbúning en gerir ráð fyrir að
hefja starfsemi á þriðja ári. Á meðan
leitar hann að landi á Reykjavíkur-
svæðinu til að byggja þar höfuð-
stöðvar fyrirtækisins. „Þaðan er ætl-
unin að halda utan um starfsemina
hér og á hinum Norðurlöndunum þar
sem ég hygg á fjárfestingar síðar“
segir Huang. „Ég ætla að byggja í
Reykjavík fimm stjarna 300 her-
bergja hótel sem stílar inn á alþjóð-
legar ráðstefnur. Heildarfjárfest-
ingin í þessum fasa nemur því nálægt
20 milljörðum króna.“
Huang segist leggja áherslu á um-
hverfistengda ferðaþjónustu sem
efnaðir kínverskir ferðamenn séu í
auknum mæli farnir að sækjast eftir.
Hann segist einnig hafa verið að
fjárfesta í Bandaríkjunum þar sem
hann keypti stóran búgarð. „Í gegn-
um þau kaup áttaði ég mig á því að
margir efnaðir Bandaríkjamenn eru
mjög áhugasamir um íslenska hest-
inn. Sumir þeirra eiga jafnvel hesta á
Íslandi og koma til að heimsækja þá.“
Jákvæð viðbrögð yfirvalda
Huang segist þegar hafa hitt ráðu-
neytisstjóra umhverfisráðuneytisins,
efnahags- og viðskiptaráðherra og
utanríkisráðherra og þeir hafi verið
jákvæðir. „Ég á eftir að ræða við rík-
ið um þann hluta landsins sem er í
eigu þess en landinu hefur ekki verið
skipt formlega og það verður líklega
þannig áfram. Það liggur miðja vegu
milli þjóðgarða og ég vildi ræða við
stjórnvöld um að tengja þá saman við
landareignina. Samningurinn við
landeigendurna innifelur vatnsrétt-
indi í Jökulsá á Fjöllum en ég er
tilbúinn til að afsala mér þeim og
semja þá við stjórnvöld um viðhald á
tengivegi við þjóðveg og flugvelli og
þess háttar. Þetta á hins vegar alveg
eftir að ræða.“
Hefur ekki áhuga á orkunni
Hann segist gera sér grein fyrir
því að Íslendingar séu viðkvæmir fyr-
ir fjárfestingu erlendra aðila. „Ég hef
hugsað um það. Ég hef ekki áhuga á
orkugeiranum og ég hef heyrt af við-
kvæmni Íslendinga hvað varðar nátt-
úruauðlindir. Ég er stjórnarmeð-
limur í kínversku deild náttúru-
verndarsamtakanna The Nature
Conservation. Ég mun leggja áherslu
á að vernda og bæta lífkerfið á
Grímsstöðum og verð í samstarfi við
Landgræðsluna um uppgræðslu.“
Huang hitti einnig forseta Íslands,
Ólaf Ragnar Grímsson, og talaði
meðal annars við hann um ljóð.
„Hann sagði að glöggt væri gests
augað og það væri ekki óeðlilegt að
útlendingar sæi betur tækifærin í
ferðaþjónustu en heimamenn.“
Huang hefur ekki áhyggjur af því
hve afskekktir Grímsstaðir gætu tal-
ist. „Ég er ljóðskáld. Þegar ég lít á
staðsetningu horfi ég á hana sem
ljóðskáld og hvernig ég verð innblás-
inn af staðnum. Ég hef klifið hæstu
tinda í hverri heimsálfanna sjö, farið
á Suðurpólinn og Norðurpólinn. Eftir
að hafa farið á alla þessa staði og
komið svo til Íslands komst ég að
þeirri niðurstöðu að það séu staðir
eins og Ísland, þá sérstaklega norð-
urhluti þess, sem séu framtíðar-
paradís umhverfistengdrar ferða-
þjónustu.“
Tengdur Íslandi í þrjátíu ár
Huang segist ekki endilega vera að
koma til Íslands sem kínverskur fjár-
festir heldur sé hann mjög tengdur
landinu í gegnum þrjátíu ára vináttu.
„Ég og Hjörleifur [Sveinbjörnsson]
vorum herbergisfélagar þegar við
sóttum Peking-háskóla og þar kynnt-
ist ég einnig Ragnari Baldurssyni og
Tryggva Harðarsyni á sömu heima-
vist. Ég var munaðarlaus og í þá daga
mjög fátækur. Hjölli hafði áhyggjur
af því að mér væri kalt þegar vetraði.
Svo móðir hans prjónaði tvær lopa-
peysur og sendi, á hann og herbergis-
félagann, mig. Íslenski lopinn hélt því
á mér hita á köldum vetrum í Peking
á áttunda áratugnum og síðan hefur
mér verið hlýtt til Íslands.“
Byggir höfuðstöðvarnar á Íslandi
Huang Nobu sér Ísland fyrir sér sem framtíðarparadís ferðamanna Íslensk lopapeysa hlýjaði
honum á köldum vetrum í Peking Skilur viðkvæmni Íslendinga gagnvart erlendum fjárfestingum
Morgunblaðið/Ernir
Fjárfesting Huang Nubo sem á nú Grímsstaði á Fjöllum er í ferðaþjónustu í Japan og Bandaríkjunum auk Kína.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2011
einfaldlega betri kostur
30-70%
AFSLÁ
TTUR
YFIR 10
00 VÖ
RUNÚ
MER Á
LÆKK
UÐU V
ERÐI
RÝMUM F
YRIR
HAUSTLÍN
UNNI
25. ÁGÚST
- 4. SEPTE
MBER
RÝMING
AR-
SALA
ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is
laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
Athafnamaðurinn Huang Nubo
er ljóðskáld og stóð í fyrrahaust
fyrir ljóðahátíð Kínversk-
íslenska menningarfélagsins en
hún verður næst haldin í Kína í
október.
Hann hefur hug á að halda
áfram að styrkja íslenska ljóð-
list.
„Þegar verkefnið á Gríms-
stöðum á Fjöllum er komið á
veg stefni ég að því að koma á
fót í samvinnu við heimamenn
íslenskri ljóðahátíð sem verður
haldin annað hvert ár á Norður-
landi,“ segir Huang sem segist
þegar hafa rætt verkefnið við
heimamenn á Norðurlandi.
Til að byrja með verður hátíð-
in á Akureyri á næsta ári en til
framtíðar á Grímsstöðum þegar
uppbyggingu þar er lokið.
Ljóðahátíð á
Fjöllum
LJÓÐAUNNANDI
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Það verður að finna eðlilega lausn á
þessu,“ segir Kristín Völundardótt-
ir, forstjóri Útlendingastofnunar,
um fjárlög í sambandi við kostnað
stofnunarinnar vegna hælisleit-
enda. Hún segir að staðan sé óvið-
unandi en er bjartsýn á að málið
verði leyst á ríkisstjórnarfundi í
dag.
Eins og greint var frá í Morg-
unblaðinu í gær fékk Útlendinga-
stofnun 29 milljónir króna á fjár-
lögum líðandi árs til þess að sinna
málefnum hælisleitenda, en hefur
eytt 65 milljónum það sem af er ári í
málaflokkinn.
Noregur til eftirbreytni
Fyrstu sex mánuði ársins af-
greiddi stofnunin 18 umsóknir um
hæli en í fyrra barst 51 hælisum-
sókn, 35 árið 2009, 76 árið 2008, 42
árið 2007 og 117 árið 2002.
Kristín segir að
þessi mál hafi allt-
af verið óviðun-
andi. Fram að
hruni 2008 hafi
stofnunin fengið
aukið framlag
samkvæmt fjár-
aukalögum en síð-
an ekki meir. Þeg-
ar hún hafi tekið
við starfi forstjóra
í júní 2010 hafi
fylgt 31 milljónar kr. halli. Það ár
hafi hælisleitendur verið færri en
gert var ráð fyrir og því hafi hún
getað greitt hallann niður um fjórar
milljónir sem og umframkostnað
vegna hælisleitenda. „Núna eru þeir
hins vegar svo margir að við getum
ekki borið þennan halla,“ segir hún.
Þessi mál eru í sérfjárlagalið í
Noregi, að sögn Kristínar, og vill
hún taka Norðmenn til fyrirmyndar
að því leyti. Hún segir að þar sé
ákveðið fjármagn eyrnamerkt mála-
flokknum og vanti meira fé sé bætt
úr því samstundis. Sé fjárveitingin
of há sé mismuninum skilað. Sem
dæmi nefnir hún að 2008 hafi hæl-
isleitendum fjölgað til muna og
strax hafi verið brugðist við og 300
lögfræðingar ráðnir. Útlendinga-
stofnun sé með fjóra lögfræðinga og
þar af einn fastan í vinnu vegna hæl-
isleitenda, en þessir fjórir lögfræð-
ingar þurfi að sinna öllum málum
stofnunarinnar. Hún bendir á að
málsmeðferðartíminn lengist eftir
því sem starfsfólkið sé færra og tím-
inn sé miklu dýrari en starfsmað-
urinn. „Við spörum með því að setja
pening í þetta,“ segir hún.
Staðan óviðunandi
Forstjóri Útlendingastofnunar segir sparnað fólginn í
auknum fjárveitingum og er bjartsýnn á að málið leysist
Kristín
Völundardóttir