Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2011 Svartar betri buxur Mörg snið 3 síddir str. 36-56 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Litlatún í Garðabæ - verslunarkjarni í alfaraleið Starfsmenn Landlæknisembættisins voru 36 þegar það var til húsa á Austurströnd á Seltjarnarnesi en ekki 30 eins og sagði í fréttaskýr- ingu í blaðinu í gær. Fjöldi fermetra á hvern starfsmann var því 26,03, skv. upplýsingum skrifstofustjóra við Landlæknisembættið. Þetta leið- réttist hér með. LEIÐRÉTT 36 starfsmenn Breska smásölukeðjan Co-operative Group íhugar að bjóða í hluta versl- ana Iceland Foods-keðjunnar sem er að stærstum hluta í eigu Landsbank- ans. Hins vegar hefur ekki verið gert tilboð í fasteignirnar. Forstjóri Co-op, Peter Marks, segir að aðstæður í verslunarrekstri í Bretlandi séu þær erfiðustu í 40 ár en afkoma Co-op hefur versnað milli ára. Alls voru tekjur samstæðunnar 6,89 milljarðar punda á fyrstu sex mánuðum rekstrarársins samanbor- ið við 6,95 milljarða punda á sama tímabili í fyrra, eða um 1.300 millj- arðar króna. Hagnaður dróst saman um 12% og nam 230,8 milljónum punda á tímabilinu sem lauk hinn 2. júlí sl. Í viðtali við Manchester Evening News segir Marks að ástæðan fyrir versnandi afkomu sé verri fjárhags- staða heimilanna en hagnaður af matvælahluta keðjunnar dróst sam- an um 21% á milli ára. guna@mbl.is Co-op hyggst kaupa Iceland Ætla að stækka við sig » Iceland á og rekur 796 versl- anir á Bretlandseyjum. » Co-op-verslanakeðjan hyggst stækka við sig og opna 200 nýjar verslanir á næstu tveimur árum. Hluti af þeim áformum er kaup í verslana- keðju Iceland. Skemmtilegur regnbogi myndaðist í gær út frá gos- brunninum í Tjörninni við Hljómskálagarðinn. Sam- kvæmt veðurspám dregur eitthvað úr sólskininu í dag en á morgun má víða búast við geislum sólarinnar. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Gosbrunnur í geislum sólar „Mér fannst þetta fyndið. Það hlaut að vera um kerfisvillu að ræða. Ég skuldaði skatt- inum 15.000 krónur en að fá 15 milljarða rukkun er heldur ríflegt,“ segir Hólmfríður Erna Kjartansdóttir, einstæð móðir á Selfossi, um heldur háan álagning- arseðil þetta árið frá ríkisskatt- stjóra. Hafði starfsmönnum ríkis- skattstjóra reiknast til að Hólmfríður Erna skuldaði skatt- inum milljón sinnum meira en hún ætlaði út frá tekjum síðasta árs. Vekur athygli að skatturinn telur ekki tilefni til að gefa afslátt af upphæðinni. baldura@mbl.is Fékk 15 milljarða króna rukkun Hæstiréttur hef- ur fallist á að launakrafa Ás- geirs Jónssonar, fyrrverandi for- stöðumanns greiningar- deildar KB banka, í bú bank- ans sé forgangs- krafa. Héraðs- dómur Reykjavíkur hafði áður hafnað því að krafan yrði skilgreind sem for- gangskrafa. Deilan snérist um samning, sem Ásgeir gerði við bankann árið 2006 en samkvæmt honum öðlaðist Ásgeir rétt á bónus- greiðslum, sem átti að greiða út 1. október 2008 og 1. janúar 2009. Fallist á kröfu Ás- geirs á KB banka Ásgeir Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.