Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2011 Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is J ana Rut er verðandi hönn- uður sem segist aðallega hanna kjóla og síða boli. „Ég lita stundum efni og stundum sauma ég út í þau. Á sýningunni verð ég með kjól sem ég lími fjaðrir á þannig að ég geri bara það sem mér dettur hug,“ segir Jana Rut. „Ég er með mjög bland- aðan stíl. Ég er reyndar frekar litag- löð og er eiginlega aldrei með neitt svart, en ég get farið úr dökku „rock- &roll“ yfir í blómakjóla og allt þar á milli.“ Jana Rut verður með tískusýn- ingu á Ráðhústorginu annað kvöld kl. 20:30-22. „Þetta er stutt tískusýning, ca. 15 mínútur, en hún endurtekur sig sex sinnum þannig að þú getur komið og farið hvenær sem er, það koma alltaf sömu fötin aftur og aftur. Ég er ein með þessa sýningu en svo eru aðr- ir fatahönnuðir með sýningar, t.d. verður Steinunn Helgadóttir í Penn- anum Eymundsson en hún gerir rosalega falleg föt í gamaldags stíl. Svo veit ég að ODDdesign ætlar að vera með gjörning í stúdíóinu sínu á Ráðhústorgi og Jonna verður með tískusýningu á eikarbátnum Húna.“ Handavinnan í blóðinu Jana Rut saumaði fyrsta kjólinn á sjálfa sig þegar hún var 12 ára. „Hinsvegar áttu barbie-dúkkurnar mínar mjög stóra fataskápa þar á undan þannig að ég hef verið að sauma frá því ég var pínulítil,“ segir hún. Mamma hennar og amma kenndu henni að sauma og svo fékk hún kennslu í skólanum, en Jana Rut útskrifaðist í vor úr hönnun og textíl í Gaman en stressandi að halda tískusýningu Akureyrarvaka verður haldin hátíðleg í höfuðstað Norðurlands um helgina. Fjöl- margt verður í boði fyrir gesti og gangandi, s.s. myndlistarsýningar, tónleikar, bryggjuball og friðarsigling auk þess sem upprennandi fatahönnuðir sýna verk sín. Einn þeirra er Jana Rut Magnúsdóttir sem byrjaði ung að sauma föt á barbie- dúkkurnar sínar og saumaði fyrsta kjólinn á sjálfa sig þegar hún var 12 ára. Kvenlegur Rauður kjóll og fallegur. Klæðileg Falleg slá/kápa eftir Jönu Rut. Á cockeyedcaravan.blogspot.com er að finna umfjallanir og pælingar um ýmislegt sem tengist kvikmyndum. Efnið á síðunni skiptist í nokkra flokka, t.d. hvernig á að skrifa kvik- myndahandrit, hvað er að Holly- wood?, bestu kvikmyndir ársins 2010 og vanmetnar myndir. Búið er að fjalla um 128 kvikmyndir á síðunni sem höfundi hennar þykja vanmetnar. Þær eru margar hverjar nokkurra áratuga gamlar en alls ekki allar. T.d. kemst á listann kvikmyndin Cedar Rapids sem kom út nú í ár. Höfundur síðunnar rökstyður vel hvers vegna honum finnst hver og ein mynd hafa verið vanmetin, stiklar á stóru um um hvað myndin fjallar og útskýrir svo, yfirleitt í nokkuð löngu máli, hvað það er við hana sem gerir hana svona góða. Skemmtileg síða fyrir alla kvikmyndaáhugamenn. Vefsíðan www.cockeyedcaravan.blogspot.com Góð mynd Síðuhaldara finnst myndin Happy go Lucky vanmetin. Af vanmetnum kvikmyndum Hattar hafa fengið nokkra endur- komu bæði hjá körlum og konum undanfarin misseri. Þá er ekki endi- lega um eina gerð hatta að ræða, allskonar hattar hafa verið í tísku: stráhattar, herralegir hattar, kúlu- hattar, barðastórir hattar, pípuhattar eða hattar í anda stríðsáratískunnar. Skiptir í raun ekki máli á meðan þeir fara þeim sem þá bera vel. Nú fer að grilla í haustið með kóln- andi veðri og klæðilegri tísku. Þá er um að gera að fjárfesta í einum hatti til að fullkomna útlitið. Verið óhrædd, ef þið eruð ekki vön því að ganga með hatta finnst ykkur þið kannski asna- leg fyrst með hatt en það venst. Endilega … … fjárfestið í höfuðfati Reuters Töff Tommy Hilfiger fyrir haustið. Stjörnurnar í Hollywood kunna að meta félagsskap besta vinar manns- ins eins og svo margir aðrir. Þær sjást ósjaldan með hunda sína á ferðalögum eða í göngutúrum. Sum- ar mæta með þá á tökustaði eða ganga svo langt að hafa þá sem fé- lagsskap sinn á rauða dreglinum. Hér má sjá nokkrar frægar persónur með hunda sína, sem eru sumir orðnir nokkuð frægir líka. Fólk Hundarnir í Hollywood Einn stór Ryan Gosling á hundinn George. Þeir eru miklir mátar. Hundavinur Hugh Jackman á nokkra hunda með fjölskyldu sinni. Dregillinn Maria Reyes mætti með hundinn Pancho sem herra sinn. Frægt par Paris Hilton og Tinker- bell voru lengi vel óaðskiljanleg. Á göngu Natalie Portman hefur átt hundinn Whiz í nokkur ár. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Það er víða séð til þess að hundaeig- endur geti gert eitthvað áhugavert með hundum sínum. Í Hong Kong er boðið upp á svokallað „doya“ sem er hunda-jógakennsla. Markmiðið með kennslunni er að hjálpa hundunum að finna innri frið og að viðhalda nánu sambandi við eigendur sína. Dýr Reuters Hundajóga í Hong Kong

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.