Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2011 Alltaf ódýrast á netinu Þú færð alltaf hagstæðara verð á flugfelag.is Helgarferðin - Áhugaverðir áfangastaðir fyrra fylgdust 1.300 manns með. Áður en flugeldasýningin sjálf hefst er jökullónið lýst upp með hundruðum friðarkerta sem raðað er á fljótandi ísjaka. Umgjörðin er því einstök og stemningin mikil. Fleiri fögur lón í nágrenninu Áður en sýningin hefst er upp- lagt að hita sig upp með því að skoða nágrennið. Þar leynast nefnilega fleiri lón þótt Jökuls- árlón sé það frægasta. Fjallsjökull er til að mynda tilkomumikill og fallegt lón við tungu skriðjökuls- ins. Aðgangseyrir að flugeldasýn- inguni er 1.000 krónur en frítt er inn fyrir 12 ára og yngri. Allur ágóði rennur til Björgunarfélags Hornafjarðar. Jökulsárlón er meðal vinsælustu áfangastaða á Íslandi enda meðal fegurstu náttúrufyrirbrigða. Lón- ið er síbreytilegt og þangað er gaman að koma hvort heldur sem er að sumri eða vetri til að fylgj- ast með gangi náttúrunnar. Einu sinni á ári breytir lónið þó al- gjörlega um svip, þegar flugeldum er skotið á loft í glæsilegri ljósa- sýningu. Nú á laugardagskvöld er komið að þessari sérstæðu sýningu 12. árið í röð og má búast við að margir leggi leið sína á Breiða- merkursand til að fylgjast með. Þessi hefð hófst upphaflega sem uppskerusýning starfsfólks en hún hefur undið upp á sig og áhorfendum fjölgar stöðugt. Í Morgunblaðið/RAX Jökulsárlón Kertaljós eru tendruð úti á ísjökunum í lóninu og flugeldar lýsa upp heiðloftið fyrir ofan. Litskrúðug ljósadýrð yfir Jökulsárlóni Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Bestu minningar mínar úr bernsku eru þegar ég var á Íslandi með ömmu minni og frænkum í berjamó, hlæjandi yfir bláum höndum og tönnum. Mér finnst þetta vera frá- bært tilefni til hátíðahalda,“ segir Eggert Nielsen, Súðvíkingur og framkvæmdastjóri Bláberjadaga, sem eru ný sumarhátíð þar í bæ. Eggert ólst sjálfur ekki upp á Ís- landi en á minningar héðan úr æsku og þegar hann fluttist á uppruna- slóðir sínar á Súðavík hófst hann handa við að skipuleggja bæjarhátíð. Bláberjadagar verða haldnir í fyrsta skipti dagana 26.-28. ágúst en Egg- ert vonar að þeir verði árlegur við- burður. Berjasprettan góð „Álftafjörður er ótrúlegt berja- land og þau bíða þess bara að vera tínd.“ Bærinn hefur nú látið útbúa kort sem sýnir vænlegustu berja- svæðin í nágrenninu og spurður um þetta örlæti segir Eggert Súðvík- inga gjarnan vilja deila auðlindinni með gestum. „Hér er allt blátt af berjum á hverju sumri og við viljum gjarnan fá fólk til þess að koma og njóta þess með okkur. Við verðum að nýta þetta stutta tímabil í síðsum- arblíðunni því þegar fyrsta nætur- frostið kemur er þetta búið.“ Uppskeruhátíðin um helgina ber þess öll merki að Súðvíkingar kunni vel að meta þessa hollu og næringar- ríku náttúruafurð sem bláberin eru. Fjölmargir viðburðir eru á dag- skránni, þótt berjatínsla sé auðvitað í forgrunni, og verða meðal annars ókeypis tónlistarflutningur á þrem- ur stöðum í bænum, þar sem alls 14 tónlistarhópar skipaðir Vestfirð- ingum spila. Haldin verður flóa- markaður, bærinn skreyttur hátt og lágt og ókeypis sætaferðir milli innri og ytri byggðarinnar með berjalest- inni. Eggert segir að hátíðin sé í raun samhent átak bæjarbúa þar sem allir hafi lagt sitt af mörkum og vonist nú til að sjá sem flesta. Súðavík böðuð í berjabláma Morgunblaðið/Einar Falur Tína Það er gaman í berjamó og sérstaklega þegar vel gefur. Í Álftafirði eru aðalbláber, bláber og krækiber og af nógu að taka fyrir heimamenn og gesti.  Bláberjadagar haldnir í fyrsta sinn á Súðavík um helgina  Varðeldur og lifandi tónlist  Góðri uppskeru lofað í einstöku berjalandi  Berjakort auðveldar fólki að finna bestu staðina Auk berjatínslu í frábæru berjalandi verður margt til skemmt- unar á Súðavík í tilefni Bláberjadaga. Hlaupagarpar ættu til dæmis að stefna vestur því á laugardeginum verður efnt til bláberjahlaups, þar sem valið stendur á milli 3 km skemmti- skokks, 10 km hlaups og hálfmaraþons. Göngugarpar verða ekki útundan því boðið verður upp á blá- berjafjalltoppaferðir með leiðsögn á tind fjallsins Kofra ofan við bæinn, sem og bláberjagönguferð að Valagili í Álftafjarðar- botni. Kyrrsetumenn geta líka fengið útrás fyrir keppnisskapið því í fyrsta sinn á Íslandi verður keppt í bláberjabökuáti. Fleiri bláberjaréttir verða líka á boðstólum, því keppt verður í frum- legum nýjungum í bláberjaréttum í Raggagarði og eru vegleg verðlaun í boði fyrir nýstárlegasta réttinn. Að keppni lokinni verður góðgætið borðað og heimamenn leggja til allsherjar hlaðborðs. Bláberjadögunum lýkur svo með varðeldi og dans- leik í Samkomuhúsinu á laugardagskvöld, þar sem hljóm- sveitin Westfjords Bluberry Band leikur fyrir dansi. Opinn bar með lifandi tónlist verður á þremur stöðum í bæn- um meðan á hátíðinni stendur og veitingastaðir bjóða upp á bláberjatengdan matseðil. Heimamenn bjóða til hlaðborðs bláberjarétta BLÁBERJABÖKU-KAPPÁT, HÁLFMARAÞON OG MATREIÐSLUKEPPNI Á DAGSKRÁNNI Ljúffeng Bláberin má nota í dásamlega eftirrétti. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.