Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2011 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Uppreisnarmenn í Líbíu reyndu í gær að ná síðustu vígjum stuðnings- manna Muammars Gaddafis á sitt vald og hafa hendur í hári hans. Uppreisnarmennirnir sóttu að heimabæ Gaddafis, Sirte, um 360 km austan við Trípólí. Borgin Sabha í suðvesturhluta landsins er einnig á valdi stuðningsmanna Gaddafis. Fréttamaður AFP segist hafa orð- ið vitni að því að franskir og breskir útsendarar hafi aðstoðað uppreisnarmenn frá borginni Mis- rata. Fregnir herma að breskir sér- sveitarmenn hafi verið sendir til Líbíu fyrir nokkrum vikum. Þjóðarráð uppreisnarmannanna hefur lofað þeim, sem ná Gaddafi lífs eða liðnum, sem svarar tæpum 200 milljónum króna í verðlaun. Leiðtog- ar uppreisnarmannanna segjast vilja að Gaddafi verði sóttur til saka í Líbíu. Alþjóðasakamáladómstóllinn í Haag hefur einnig ákært Gaddafi og son hans, Saif al-Islam, fyrir glæpi gegn mannkyninu. Neitar því að NATO aðstoði við leit að Gaddafi Liam Fox, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í viðtali við frétta- sjónvarp Sky í gær að Atlantshafs- bandalagið hefði veitt þjóðarráði uppreisnarmannanna aðstoð við að afla upplýsinga til að hægt yrði hafa uppi á Gaddafi og nánustu banda- mönnum hans. Talsmaður NATO, Oana Lun- gescu, neitaði þessu og áréttaði fyrri yfirlýsingar bandalagsins um að að- gerðir þess beindust ekki að „ein- staklingum, hvorki Gaddafi né nokkrum öðrum“. Breski varnarmálaráðherrann vildi hvorki játa né neita fréttum um að sérsveitir breska hersins aðstoð- uðu líbísku uppreisnarmennina við leitina að Gaddafi. The Daily Tele- graph hafði eftir heimildarmönnum í breska varnarmálaráðuneytinu að sérsveitarmenn hefðu verið sendir til Líbíu fyrir nokkrum vikum og átt stóran þátt í því að skipuleggja sókn uppreisnarliðsins inn í Trípólí. Veita mótspyrnu í Trípólí Uppreisnarmenn frá Misrata streymdu í gær til Trípólí til að að- stoða uppreisnarmenn sem höfðu náð mestum hluta borgarinnar á sitt vald. Foringjar uppreisnarmann- anna segja að stuðningsmenn Gadd- afis veiti þeim enn mótspyrnu á nokkrum stöðum í höfuðborginni. Leyniskyttur skutu til að mynda á hótel erlendra fréttamanna í mið- borg Trípólí í um það bil 40 mínútur í gær en enginn særðist eða féll í árás- inni. Breskar sérsveitir sagðar aðstoða uppreisnarmennina Reuters Sigurviss Uppreisnarmaður myndar sigurmerki með fingrunum fyrir utan höfuðstöðvar Gaddafis í Trípólí.  Uppreisnarmenn bjóða peningaverðlaun fyrir Gaddafi lífs eða liðinn Framkvæmda- stjórn Evrópu- sambandsins hef- ur hótað að höfða mál gegn tíu ESB-löndum vegna þess að þau hafa ekki lagað löggjöf sína að reglu ESB um frjálsa för fólks. Löndin eru Austurríki, Bretland, Kýpur, Litháen, Malta, Pólland, Spánn, Svíþjóð, Tékkland og Þýskaland. Staðan í Belgíu er til athugunar en hin ESB-löndin 16 virða regluna, að sögn Viviane Red- ing, sem fer með dómsmál í fram- kvæmdastjórninni. „Reglan um frjálsa för fólks er ein af mikilvæg- ustu réttindum ESB-borgara,“ sagði hún. ESB hótar 10 lönd- um málshöfðun til að tryggja frjálsa för Viviane Reding Fellibylurinn Irene olli miklu eignatjóni á Bahamaeyjum og a.m.k. tveimur dauðsföllum á Haítí. Mörg íbúðarhús eyðilögðust og raf- magnsstaurar brotnuðu á Bahama- eyjum en ekki var vitað í gær hvort manntjón hefði orðið þar. Vind- hraðinn var allt að 52 metrar á sek- úndu. Til samanburðar má nefna að 12 vindstig, fárviðri, eru 32,7 m/s eða meira. Gert er ráð fyrir því að fellibylur- inn komi að strönd Norður- Karólínu á morgun. Lýst var yfir neyðarástandi í sambandsríkinu í gær og um 180.000 manns var skip- að að forða sér frá heimilum sínum. Irene Norður-Karólínubúi byrgir glugga vegna fellibyljarins sem nálgast ríkið. Mikið tjón af völdum fellibyljarins Irene Reuters Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Um 12 milljónir manna í heiminum eru án ríkisfangs og njóta ekki grundvallarmannréttinda af þeim sökum, að sögn embættismanna Sameinuðu þjóðanna. Þeir hvetja fleiri ríki til að undirrita tvo al- þjóðlega sáttmála um fólk án ríkis- fangs. Ísland er á meðal ríkja sem hafa hvorki skrifað undir samning Sam- einuðu þjóðanna um réttarstöðu fólks án ríkisfangs frá 1954 né samn- ing SÞ frá 1961 um að draga úr ríkis- fangsleysi. Embættismennirnir segja að fjöldi ríkisfangslausra sé mestur í Suðaustur-Asíu, Mið-Asíu, Austur- Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Vandamálið haldi áfram að versna vegna þess að í mörgum til- vikum fái börn ríkisfangslausra for- eldra ekki ríkisborgararétt. Veldur spennu í samfélaginu „Þetta fólk hefur mikla þörf fyrir hjálp vegna þess að það býr við mar- traðarkennda lagalega óvissu,“ hef- ur fréttavefur BBC eftir Antonio Guterres, talsmanni Flóttamanna- stofnunar Sameinuðu þjóðanna. „Auk neyðarinnar sem þetta veldur fólkinu sjálfu veldur það mikilli spennu í samfélaginu, sem fólkið býr í, og jafnvel átökum þegar hópum fólks er haldið á jaðrinum kynslóð eftir kynslóð.“ Ríkisfangsleysið veldur fólkinu fjölmörgum vandamálum, t.a.m. þegar það vill fá eignir skráðar, stofna bankareikning, ganga í hjóna- band eða skrá barnsfæðingu. Margir eru jafnvel langtímum saman í haldi vegna þess að þeir geta ekki sannað hvaðan þeir koma. Aðeins 66 ríki hafa undirritað samning Sameinuðu þjóðanna frá 1954 um réttarstöðu ríkisfangs- lausra manna. Enn færri, 38, hafa undirritað samning SÞ frá 1961 um að draga úr ríkisfangsleysi, þ.e. um ráðstafanir til að stuðla að því að færri séu í þeirri stöðu að vera án ríkisborgararéttar. Tólf milljónir manna eru án ríkisfangs Rohingya Múslímskur minnihluta- hópur, upprunalega frá vesturhluta Búrma. Nær ógjörningur er fyrir fólkið að fá ríkisborgararétt þar vegna laga frá 1982 Nepal Margir íbúanna eru án staðfests ríkisfangs Sígaunar (róma-fólk) Skipting Tékkóslóvakíu og gömlu Júgóslavíu hefur valdið sígaunum miklum erfiðleikum Dóminíska lýðveldið Stjórnin hefur neitað fólki af haítískum uppruna um persónuskilríki Íbúar án ríkisfangs 0+ 1.000+ Áreiðanleg gögn vantar 5.000+ 10.000+ 100.000+ Írak 120.000 Kúveit 93.000 Búrma 797.388 Nepal 800.000 Rússland 49.950 Eistland 100.983 Nokkur lönd með marga íbúa án ríkisfangs Taíland 542.505 Sádi-Arabía 70.000 Sýrland 300.000 Heimild: UNHCR FÓLK ÁN RÍKISFANGS FJÖLDI RÍKISFANGSLAUSRA MANNA EFTIR LÖNDUM RÍKI SEM HAFA UNDIRRITAÐ ALÞJÓÐLEGA SÁTTMÁLA UM FÓLK ÁN RÍKISFANGS Aðeins samningurinn frá 1954 Aðeins samningurinn frá 1961 Báðir samningarnir Hvorugur samningurinn SÁTTMÁLAR SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Samningur um réttarstöðu ríkisfangslausra manna 1954 Sáttmáli sem á að tryggja mannréttindi fólks án ríkisfangs Samningur um draga úr ríkisfangsleysi 1961 Sáttmáli sem á að koma í veg fyrir að fólk verði án ríkisfangs og stuðla að því að færri séu í þessari stöðu Kúveit Margir afkomendur bedúína, sem fengu ekki ríkisborgararétt þegar landið fékk sjálfstæði árið 1961, eru án ríkisfangs  Njóta ekki grundvallarmann- réttinda  Veldur víða neyð og ólgu Abdel Jalil, formaður þjóðarráðs uppreisnarmanna í Líbíu, sagði í gær að yfir 20.000 manns hefðu beðið bana í átökunum í landinu síðustu sex mán- uði. Þjóðarráðið hefur óskað eftir tafarlausri fjár- hagsaðstoð til að koma í veg fyrir neyðarástand í landinu. Forgangsverkefni ráðsins er að sjá til þess að fólkið fái næg matvæli og geti leitað sér lækn- inga. Í landinu eru margir vel menntaðir og reyndir læknar en skortur er á hjúkrunarfræðingum og öðr- um starfsmönnum sjúkrahúsa. Ennfremur er skortur á lyfjum og ýmsum lækningatækjum, að sögn Lækna án landamæra. Segir 20.000 hafa látið lífið REYNT AÐ KOMA Í VEG FYRIR NEYÐARÁSTAND Abdel Jalil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.