Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2011 vítamín fyrir alla karlmenn VITABIOTICS VITABIOTICS VÍTAMÍNLÍNAN Vítamín og bætiefni fyrir mismunandi þarfir einstaklinga FÆST Í APÓTEKUMMest seldu vítamín í Bretlandi og hafa hlotið hin virtu verðlaun „The Queen´s award for enterprise“ Verið er að mæla og vigta öll dýrin í dýragarðinum í miðborg Lundúna, London Zoo. Einn starfs- manna dýragarðs- ins, Sebastian Grant, notar hér bolta til að hafa of- an af fyrir Galapa- gos-skjaldbökunni Dirk meðan hún er vigtuð. Dýrin vegin og mæld Reuters Steve Jobs hefur sagt af sér sem for- stjóri bandaríska tölvuframleiðand- ans Apple og Tim Cook, sölustjóri Apple, tekur við starfinu. Engin ástæða var gefin upp fyrir þessu en Jobs, sem er 56 ára, fór í veikindaleyfi 17. janúar, að því að talið er vegna krabbameins. Hann gekkst undir aðgerð vegna krabba- meins í brisi árið 2004 og undir lifrarígræðslu árið 2009. Cook hefur gegnt starfi forstjóra í forföllum Jobs allt frá 2004. Jobs hefur jafnframt verið kjörinn stjórnarformaður Apple. Steve Jobs fékk snemma áhuga á tölvum og hóf 19 ára gamall störf hjá tölvuleikjaframleiðandanum Atari, ásamt vini sínum, Steve Wozniak. Þeir stofnuðu saman fyrirtæki og ár- ið 1976 varð Apple til í bílskúrnum hjá foreldrum Jobs. Þeir settu Apple I tölvuna á markað og ári síðar leit Apple II dagsins ljós. Wozniak hætti störfum fyrir Apple árið 1981 eftir að upp úr vináttu þeirra Jobs slitnaði. Steve Jobs hættir sem forstjóri Apple  Verður stjórnarformaður fyrirtækisins Lögreglan í Austurríki skýrði frá því í gær að hún hefði hand- tekið áttræðan mann sem grun- aður væri um að hafa haldið tveimur dætrum sínum föngnum og nauðgað þeim í rúm 40 ár. Talið er að maðurinn hafi byrjað að misþyrma annarri dóttur sinni kynferðislega þegar hún var fjög- urra ára og hinni þegar hún var tólf ára. Nauðganirnar hófust árið 1970 og dætur mannsins eru nú orðnar 45 og 53 ára. Málið minnir óþyrmilega á mál Austurríkismannsins Jozefs Fritzls sem læsti dóttur sína inni í kjall- araprísund í 24 ár og átti með henni sjö börn. Fritzl var dæmdur í lífstíðarfangelsi í mars 2009. Maðurinn sem var handtekinn bjó í þorpi nálægt landamærunum að Þýskalandi. Hann neitar sök. Lögreglan segir að rannsókn málsins hafi hafist í maí þegar dæt- urnar sluppu úr húsi mannsins eftir að önnur þeirra hafði rotað hann þegar hann reyndi að nauðga henni. Starfsmaður félagsmála- yfirvalda fann manninn á gólfinu og talið er að hann hafi legið þar í tvo daga. Maðurinn hótaði oft dætrum sín- um lífláti. Hann er einnig talinn hafa misþyrmt eiginkonu sinni sem dó fyrir þremur árum. Nauðgaði dætrunum í rúm 40 ár Hús mannsins sem var handtekinn. Minnir óþyrmilega á mál Jozefs Fritzl Rússneska geim- ferðastofnunin Roscosmos hefur ákveðið að skjóta ekki Sojuz- geimflaugum á loft á meðan verið er að rannsaka orsakir þess að ómannað geimfar hrapaði skömmu eftir að því var skotið á loft. Þetta gæti orðið til þess að fresta þyrfti ferð mannaðs geim- fars til Alþjóðlegu geimstöðvar- innar, en ferðin er fyrirhuguð í sept- ember. Slysið varð á vandræðalegum tíma fyrir Roscosmos sem minntist þess fyrr á árinu að 50 ár eru liðin frá því að Júrí Gagarín fór fyrstur manna út í geiminn og Rússar eru nú eina þjóðin sem getur flutt menn í Alþjóðlegu geimstöðina eftir að bandarísku geimferjunum var lagt. Sojuz-flaugar kyrrsettar vegna slyss Sojuz-flaug skotið á loft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.