Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 22
FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þ resking á korni hefst seinna í haust en undan- farin fjögur ár, og útlit fyrir að uppskera verði minni um mestallt land. Tilraunastjórinn á Korpu segir þó að gott veður næstu vikur gæti bjargað miklu en ekki er á vísan að róa með það. Síðustu fjögur ár hafa verið hlý og hagstæð til kornræktar og uppskeran verið eftir því. Ljóst er að árið í ár verður ekki í þeim flokki þótt víðast hvar verði hægt að þreskja korn. Jónatan Hermannsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands og til- raunastjóri á Korpu, segir að þótt hit- inn í sumar sé í meðallagi vestanlands miðað við síðari hluta síðustu aldar sé mun kaldara en síðustu fjögur ár, og enn kaldara norðanlands. Hann segir að rigningar og bleyta hafi orðið til þess að ekki var hægt að sá korni á Korpu fyrr en undir miðjan maí, í stað síðustu viku aprílmánaðar. Með því tapast dýrmætur tími. „Hér er kornþroski svipaður og árið 2006. Uppskera verður seinna á ferðinni en undanfarin ár en ef haustið verður gott getur vaxtartíminn lengst og jafnað sig að einhverju leyti. Það er þó ekki víst,“ segir Jónatan. Ódrýgist vegna frosta Jónatan er í sambandi við korn- bændur og hefur litið á kornakra á nokkrum stöðum. Telur hann að hvarvetna virðist þroski ætla að verða að minnsta kosti 10 dögum seinna en undanfarin fjögur ár. „Sums staðar í Eyjafirði, til dæmis á Möðruvöllum í Hörgárdal, er þrosk- inn betri en búast hefði mátt við mið- að við kuldann í vor,“ segir hann og tekur fram að ekki hafi sést frost- skemmdir þar þrátt fyrir allt að tveggja stiga frost fjórar nætur. Hann skoðaði ræktun á nokkrum stöðum í Skagafirði. Taldi hann að ekkert hefði skemmst í frosti frammi í héraðinu en eitthvað muni ódrýgjast á flatlendinu utar í firðinum vegna frostskemmda. Þá segir Jónatan að bændur syðst á landinu láti vel af sér. Þar sé útlit fyrir ágæta uppskeru. „Þetta verður seinna á ferðinni í ár. Ég byrja skoða þetta í byrjun sept- ember,“ segir Haraldur Magnússon, bóndi í Belgsholti. Áætlað er að korn hafi verið skorið af tæplega 4.800 hekturum lands haustið 2009 og að akrarnir hafi verið heldur stærri á síðasta ári. Upp- skeran var 16 til 20 þúsund tonn í heildina, samkvæmt áætlun sérfræð- inga. Slegið í grænfóður Þótt korn hafi verið ræktað um mestallt land síðustu árin og oft með góðum árangri er ekki þar með sagt að uppskera fáist öll ár, alls staðar. Óhagstæðari veðrátta bitnar mest á jaðarsvæðum, þar sem skilyrði til kornræktar eru lakari. Í pistli sem Sveinbjörn Sigurðsson á Búvöllum í Aðaldal skrifar á vef Landssamtaka sauðfjárbænda kemur fram að litlar líkur séu á því að korn þroskist að ráði í haust þar um slóðir. Sáð var byggi í 160-170 hektara í Þingeyjar- sýslum. Kostnaður við að sá í hvern hektara sé að minnsta kosti 100 þús- und krónur þannig að verulegir fjár- munir fara í súginn, að hans mati. Jónatan Hermannsson slær því fram í færslu á fésbókarsíðu sinni að á bestu stöðum geti korn komið til nytja nítján ár af hverjum tuttugu, annars staðar níu ár af tíu eða sex ár af tíu, jafnvel eitt af hverjum tíu. Hvetur hann bændur til að slá fóðrið í grænfóður, þegar útséð er með að það nái þroska. Frosin öx má þekkja á þessu þroskastigi á því að þau þorna upp, eru eins og tóm þegar tekið er um þau. Þau eru föl- græn og snörp viðkomu og títan hefur hvítnað. Minni kornuppskera en á hlýju sumrunum Morgunblaðið/Kristinn Akrar Bylgjandi kornakur, undir Glóðafeyki í Skagafirði. Frost hefur skemmt korn á láglendinu en akrar innar í héraðinu hafa sloppið. 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Frumvarpríkis-stjórn- arinnar um að bylta fiskveiði- stjórnarkerfinu sætir vaxandi gagnrýni úr öllum áttum. Ríkisbankinn, Lands- bankinn, hefur bent á að hann verði fyrir tugmilljarða kostn- aði nái frumvarpið fram að ganga. Bankinn bendir einnig á að yrði frumvarpið að lögum þýddi það rýrari lífskjör al- mennings í landinu, minni hagkvæmni í sjávarútvegi og mikið fjárhagslegt tjón ís- lenska ríkisins. Bankinn er af- ar gagnrýninn og telur að „endurskoða þurfi frumvarpið frá grunni“. Íslandsbanki hefur sett fram svipuð sjónarmið og hluti gagnrýninnar kemur fram í þessum orðum: „Greinin verð- ur óhagkvæmari, arðsemi fyr- irtækja minnkar, hvati og geta til fjárfestinga dregst saman og samkeppnisstaða íslensks sjávarútvegs á mörkuðum er- lendis veikist er fram líða stundir.“ Bankinn bendir á að rekstur sjávarútvegsfyrir- tækja gangi almennt vel og hafi batnað mikið á síðast- liðnum þremur áratugum, sem er um það bil sá tími sem nú- verandi fiskveiðistjórnarkerfi hefur verið við lýði, þó að það hafi ekki strax verið að fullu komið á. Landssamband íslenskra útvegsmanna, Samtök at- vinnulífsins og Samtök fisk- vinnslustöðva eru einnig með- al þeirra sem sett hafa fram harða gagnrýni á frumvarp ríkisstjórnarinnar og bent á alvarlegar afleiðingar þess. Eitt af því sem fram kemur í umsögn þessara aðila – og ætti að duga til að fá stjórnarliða til að staldra við – er að lög- festing frumvarpsins mundi samstundis leiða til þess að eigin fé greinarinnar mundi lækka um 180 millj- arða króna með til- heyrandi fjölda- gjaldþrotum. Þar við bætist að þessir aðilar færa rök fyrir því að slík lög yrðu til þess að lækka skatttekjur ríkissjóðs um marga milljarða króna. Ekkert af þessu, né annarri gagnrýni sem ekki er rakin hér, svo sem frá Alþýðu- sambandi Íslands, hefur orðið til þess að formaður eða vara- formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis sjái ástæðu til að afturkalla málið og skapa einhverja ró um rekstur íslenskra sjávar- útvegsfyrirtækja. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, svar- ar með órökstuddum skætingi í garð Landsbankans og hefur augsýnilega engar áhyggjur af því þó að bent sé á að frum- varpið, yrði það að lögum, mundi leiða til fjöldagjald- þrota í sjávarútvegi með til- heyrandi stórtjóni um allt samfélagið. Ólína Þorvarðar- dóttir, varaformaður nefndar- innar, tekur gagnrýninni á svipaðan hátt og telur eðlileg viðbrögð við henni að veitast að fjármálafyrirtækjunum. Stjórnarliðar verða að fara að átta sig á að sjávarútvegur- inn í landinu er of mikilvægur til að geta verið leikfang þeirra sem langar að gera til- raunir með þjóðfélagið og kæra sig kollótta um afleiðing- arnar. Slíkir leikir kunna að hljóma ágætlega í kaffihúsa- spjalli, en þegar fólk er komið í forystu fyrir mikilvægan málaflokk á Alþingi verða sniðugheit og skætingur að víkja fyrir því sem máli skipt- ir, hagsmunum almennings í landinu. Stjórnarliðar vilja ekki skilja að hags- munir sjávarútvegs- ins og almennings fara saman} Rökstuddri gagnrýni svarað með skætingi Persónuverndhefur úr- skurðað að „það samræmist ekki sjónarmiðum laga, að opinberar stofnanir, þar á meðal embætti ríkisskattstjóra og Vinnu- málastofnun, veiti almenningi kost á að koma á framfæri nafnlausum upplýsingum um hugsanleg lagabrot annarra“. Það má vera að slíkur úr- skurður falli ekki í kramið, en það er mikilvægt að stofnunin haldi höfði eins og hún gerir í þessu máli. Ágæt- ar stofnanir eiga í hlut og til að mynda hefur ríkis- skattstjóri og þær stofnanir sem hann hefur stýrt lengi verið til fyr- irmyndar um embættisfærslur og fengið verðskuldaðar viður- kenningar fyrir vikið. Úr- skurður Persónuverndar er enginn áfellisdómur fyrir við- komandi embætti, sem vilja ná góðum árangri með sínum störfum. Það dregur þó ekki úr réttmæti úrskurðarins. Ástæða er til að taka undir nið- urstöður Persónu- verndar um nafn- lausar ábendingar } Mikilvægur úrskurður Á st á efnilegu fólki virðist greypt í sameiginlega vitund mannkynsins og hafa sagnfræðingar og listunn- endur átt það sameiginlegt í mörg þúsund ár að vilja hefja til himn- ana efnilegt fólk, sem dó ungt. Efnilegi ungi maðurinn sem mín kynslóð dýrkaði og dýrkar enn er illa þvegni grugg- rokkarinn Kurt Cobain. Hann framdi sjálfs- morð árið 1994 og komst þar með í hóp tónlist- armanna eins og Jimi Hendrix, Janis Joplin og Jim Morrison. Fátt er betra fyrir arfleifð efnilegs fólks en að deyja ungt, eins kaldrifjuð og sú fullyrðing kann að hljóma. Joplin losnaði við að missa börnin sín í forræðisdeilu, komast á síður slúð- urblaða fyrir ítrekaðar heimsóknir á meðferð- arheimili og niðurlægjandi þátttöku í Celebrity Big Brother. Í heimi stjórnmálanna er John F. Kennedy skýrasta dæmið um þetta. Einn af kostunum við að deyja ungur er að viðkomandi hefur ekki tíma til að klúðra sínum málum. Hann nær hátindinum og hverfur svo af sviðinu. Hver ætli arfleifð Kennedys væri nú ef hann hefði verið forseti í átta ár og stýrt Víetnamstríðinu nær allan þann tíma? Hann væri alltént ekki sama hetja frjálslyndra vinstrimanna og hann er nú. Af sama meiði er annar kostur. Þegar viðkom- andi er látinn er auðvelt fyrir þá sem eftir lifa að móta ímynd hans á vegu sem þjóna þeirra hagsmunum. Þessi dýrkun á efnilega manninum sem deyr ungur er alls ekki ný. Mjög gott dæmi úr sögunni er keisarinn Títus, sonur Vespasíanusar. Sagn- fræðingar fornaldar eru allir sammála um að Títus hafi verið gull af manni. Hann á að hafa litið svo á að ef dagur leið án þess að hann hefði gert vini sínum greiða hafi þeim degi verið só- að. Þá er sérstaklega tekið fram að hann lét ekki taka neinn öldungaráðsmann af lífi meðan hann var keisari. Títus var hins vegar aðeins keisari á árunum 79-81 og má þess vegna segja að hann hafi ekki haft langan tíma til að láta myrða þingmenn eða klúðra málum á annan hátt. Þá ber að hafa í huga að erfingi hans og bróðir, Dómitíanus, var langt frá því að vera vinur öldungaráðsins. Sagnfræðingarnir, sem flestir voru úr sömu samfélagsstétt og öld- ungaráðsmennirnir, höfðu því ríka ástæðu til að sverta ímynd Dómitíanusar. Ein leið til að ná því marki var að lýsa Títusi sem guðlegum manni svo yngri bróðir hans liti verr út í samanburðinum. Sagnaritararnir gengu svo harkalega frá Dómitíanusi að það er í raun fyrst á tuttugustu öldinni sem sagnfræð- ingar fóru að skrifa á annan hátt um þennan óhamingju- sama keisara. Dómitíanus reyndi að eyða spillingu í stjórnkerfinu, styrkja landamæri ríkisins og renna traust- ari fótum undir myntkerfið. Hann var gríðarlega vinsæll meðal almúgans, en elítan hataði hann. Í tvö þúsund ár var arfleifð hans auri ötuð, meðal ann- ars vegna þess að hann hafði ekki vit á að deyja ungur. Bjarni Ólafsson Pistill Efnilegi ungi maðurinn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Það er allt á beinu brautinni hjá mér og fer að styttast í þreskingu,“ segir Þórarinn Ólafsson, kornbóndi og land- búnaðarverktaki í Drangshlíð undir Eyjafjöllum. Hann ræktar korn í um 100 hekturum og sáir og þreskir fyrir marga bændur. Hann reiknar með að hefja þreskingu um mánaðamótin, ef verður leyfir. Þórarinn segist hafa náð að sá snemma í sína akra, áður en bleytutíðin byrjaði undir Eyja- fjöllum. Hann segir að bleytan hafi einkennt sumarið. Því hafi vantað sólskin og það muni vissulega draga úr uppskeru. Hann segir að vel líti út með kornuppskeru vest- ast við Eyjafjöllin, þar hafi veður verið hag- stæðara. „Mér sýnist ástandið líka vera fínt niðri í Land- eyjum, þótt seint hafi verið sáð þar vegna bleytu,“ seg- ir Þórarinn. Styttist í þreskingu SPRETTUR Á SUÐURLANDI Þórarinn Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.