Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2011 ✝ GunnhildurHalla Haralds- dóttir fæddist á Flateyri 29. mars 1958. Hún varð bráðkvödd á heim- ili sínu í Hafnar- firði 19. ágúst 2011. Foreldrar henn- ar voru Gróa Björnsdóttir hús- móðir á Flateyri, f. 27. desember 1926, og Haraldur Jónsson sjómaður og fiskverkandi á Flateyri, f. 30. september 1924, d. 20. október 1988. Systkini Gunnhildar Höllu eru Guð- mundur Björn, f. 26. desember 1953, d. 28. maí 1995, Guðbjörg Kristín, f. 3. júlí 1955, Jóna Guð- rún, f. 22. nóvember 1956, Gróa Guðmunda, f. 25. ágúst 1961 og Hinrik Rúnar, f. 19. ágúst 1966. Með þáverandi sambýlismanni sínum Guðmundi Kristni Thor- oddsen eignaðist Gunnhildur Halla dótturina Kristrúnu Unu, f. 22. janúar 1987. Kristrún Una á soninn Tristan Berg, f. 6. desem- ber 2008, faðir hans er Ari Gauti Arinbjörnsson. Sambýlismaður Kristrúnar Unu er Kristján Hafliðason. Gunnhildur Halla lauk skyldunámi sínu á Flateyri og 15 ára sótti hún Hús- mæðraskóla Reykja- víkur. Að því námi loknu réð hún sig til sendiherrahjónanna Agnars Klemens Jónssonar og k.h. Ólafar Bjarnadóttur og fluttist þá til Noregs þar sem hún starfaði hjá þeim í 3 ár. Síð- an flutti hún til Danmerkur þar sem hún starfaði á heilsuhæli í Skodsborg og við önnur störf. Eftir að Gunnhildur Halla flutti aftur heim til Íslands vann hún við ýmis störf bæði til sjós og lands. Hún sótti margskonar námskeið þ. á m. í skrautskrift, nuddi og heilun. Gunnhildur Halla sinnti um tíma sjálf- boðaliðastarfi fyrir RKÍ, kirkj- una og SÁÁ. Síðustu árin bjó Gunnhildur Halla í Hafnarfirði. Útför Gunnhildar Höllu fer fram frá Víðistaðakirkju í dag, 26. ágúst 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku fallega mamma mín, það fást ekki orð yfir það hversu mikið ég sakna þín þótt það sé liðinn stuttur tími. Þetta er það erfiðasta sem ég hef þurft að ganga í gegn- um, að þurfa að kveðja þig, engill- inn minn, en núna veit ég að þú hefur fengið þinn frið sem þú þráðir stundum. Við Krissi erum búin að segja ömmugullinu þínu honum Tristan Berg frá því að nú er amma sín orðin engill með vængi sem svífi yfir honum og verndi hann. Þegar hann mun spyrja um þig, mamma mín, þá munum við tala um þig eins mikið og við getum og sýna honum myndir af henni ömmu Gunnu sem honum þykir svo vænt um. Sérstaklega þegar amman var alltaf að lesa fyrir hann á kvöldin og biðja bænirnar fyrir svefninn og syngja fyrir hann „Afi minn og amma mín“. Elsku mamma mín, ég gæti skrifað og skrifað til þín en læt þetta duga hér. Ég mun minnast þín á hverjum degi og þú veist ég elska þig, mamma mín. Ég gæti ekki átt betri mömmu en þig, ömmu fyrir son minn og tengda- mömmu. Krissi biður um kveðju til þín og vill að þú vitir að honum þykir mjög vænt um þig, og eins og ég, þá saknar hann þín líka. Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð, og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Sofðu rótt, elsku mamma mín og amma. Þín dóttir Kristrún Una og Tristan Berg ömmustrákur. Elsku Gunnhildur, ég er svo sorgmædd yfir því að þú sért farin frá okkur. Ég veit að þú varst búin að vera að berjast við veikindin þín, en þar sem þú varst útskrifuð af Reykjalundi þá hélt ég að nú færir þú að fá heilsuna aftur, elsku systir, en svo var ekki. Það var bankað upp á hjá þér og þú tekin frá okkur og ég er ekki sátt. En ég er farin að skilja, að við fáum engu um það ráðið hvenær við förum héðan. Það var oft erfitt hjá þér, Gunn- hildur mín, en alltaf gastu hlegið og haft gaman af hlutunum. Ég veit að þú varst mjög trúuð kona og alltaf varstu að biðja fyrir öllum sem þér þótti eiga um sárt að binda. Já þú varst mjög góð kona og kunnir að bera virðingu fyrir öðrum og talaðir aldrei niður til fólks, það er meira en margur kann. Þú varst sannarlega vinur vina þinna. Elsku Gunnhildur, við Bergljót Ásta eigum oft eftir að ylja okkur við heimsókn þína til okkar á Krókinn þegar þú varst að svippa fyrir okkur á pallinum, segi ekki meir, en þú veist hvað ég meina. Elsku systir þær eru margar minningarnar sem ég á um þig – það er gott að eiga minningar og ylja sér á þeim. Ég mun sakna þín, Gunnhildur. Ég trúi að þú sért núna í fé- lagsskap með pabba, Gumma bróður og henni Sif minni og að þau muni halda í höndina á þér og leiða þig um á nýjum stað. Ég ætla að gera „díl“ við þig núna að þú passir hana Sif mína þar sem þið eruð og ég mun passa Kristrúnu Unu þína hér á jörðu. Ég veit þú samþykkir þetta. Elsku Gunnhildur, ég kveð þig í hinsta sinn, en mun hugsa oft til þín með sól í hjarta. Blessuð sé minning þín. Þín systir, Gróa (Gógó). Elsku hjartans frænka mín, mér finnst það svo óraunverulegt og óréttlátt að hugsa til þess að ég eigi aldrei eftir að sjá þig aftur eða heyra þinn fagra hlátur. Þú ert ein yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst á lífsleiðinni og ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem móðursystur. Þú hugsaðir alltaf svo vel til allra og varst dug- leg að biðja fyrir þeim sem áttu erfitt. Síðast þegar ég kom til þín sagðist þú ætla að biðja fyrir mér af því að ég var smástressuð fyrir endajaxlatöku. Alltaf jafn góð- hjörtuð elsku frænka! Ég á svo margar góðar minn- ingar um þig sem ég mun alltaf geyma eins og dýrmætan gim- stein í hjartanu. Við Kristrún höfum alltaf verið eins og systur frá því við vorum litlar og ég veit að hún var ljósið í lífi þínu. Ég lofa að passa upp á hana eins og hún væri mín eigin systir, og ömmustrákinn þinn hann Tristan sem færði þér svo mikla ást og hamingju. Nú ætla ég að biðja fyrir þér Gunnhildur mín, að þú sért komin á friðsælan stað og að þér líði vel þar. Þín frænka, Ragnheiður Karítas. Gunnhildur Halla Haraldsdóttir ✝ Margrét Gests-dóttir fæddist á Ólafsfirði 15. júní 1929. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 19. ágúst 2011. Foreldrar henn- ar voru Gestur Gíslason Árnason og Kristjana Jó- hanna Einarsdóttir. Systkini hennar voru Árni, látinn, Halldóra, lát- in, Trausti, Matthildur, Lísbet og Einar. Eftirlifandi eig- inmaður Margrétar er Eyvindur Árnason. Börn þeirra Árni Eyvindsson, fráskilinn. Börn Árna: Eyvindur Árnason, barnabörn: Anna Charlotte og óskírður. Fjóla Valdís Árnadóttir, fráskilin. Barnabörn: Freyja, Thelma. Páll Eyvindsson, giftur Helgu Rögnu Ármannsdóttur. Börn Páls: Björg Ragnheiður Páls- dóttir, gift Benjamín Inga Böðv- arssyni. Barnabörn: Lúkas Páll og Elías Logi. Ármann Jakob Pálsson, kvæntur Áslaugu Guð- mundsdóttir. Barnabörn: Jakob Dagur, Arney Helga og Rakel Birta. Sverrir Gaukur Pálsson, ókvæntur. Kristjana Jóhanna Eyvindsdóttir, gift Sigurði Hólm Guðbjörnsyni. Börn Kristjönu: Guðbjörn Þór Sigurðsson, ókvæntur. Margrét Sigurðardóttir, í sambúð með Bjarna Ágústssyni. Barna- börn: Bryndís Lára og Stefanía Rut. Tinna María Sig- urðardóttir, gift Rúnari Þór Óla- syni. Barnabörn: Anita Hólm, Aron, Rakel Mist og Ró- bert Óli. María Wilhelmína Heil- mann Eyvindardóttir, fráskilin. Börn Maríu: Lisa Marie, gift Adem Mahmic. Hannes Eyvinds- son, giftur Eddu Vigfúsdóttur. Börn Hannesar: Atli Þór, Birkir, í sambúð með Önnu Regínu Björnsdóttur. Barnabörn: Berglind Edda, Þorfinnur og Kári Eyvindur. Margrét fæddist á Ólafsfirði og bjó þar uppvaxtarárin. Tæp- lega tvítug fór hún til vinnu suð- ur í Kópavog þar sem hún kynntist eftirlifandi manni sín- um. Þau voru gift í næstum því 63 ár og bjuggu bæði í Kópavogi og Garðabæ. Árið 2010 flutti hún í íbúð í Sunnuhlíð og fannst henni afskaplega gott að vera komin aftur í Kópavoginn eftir langa dvöl í Garðabæ. Útför Margrétar fer fram frá Digraneskirkju, Kópavogi, í dag, 26 ágúst 2011, og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku amma Magga nú er komið að kveðjustund hjá okkur og vil ég þakka fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti hjá ykkur afa í Hegranesinu. Ég var svo lukkuleg alla tíð að eiga ykkur að enda alltaf með annan fótinn hjá ykkur því heimilið ykkar var opið öllum og alltaf hægt að koma við, alveg sama hvort mann vantaði fréttir, félagsskap eða bara svangur því þú varst alltaf vön að eiga nóg ef einhver kæmi við. Stundum minnti Hegranesið á umferðarmistöð. Þér þótti mjög vænt um barnabörnin þín og vild- ir allt fyrir okkur gera. Ég man að við fengum alltaf að leika okk- ur um allt hús, húsið var fjár- sjóðskista í okkar augum og þol- inmæði þín í okkar garð var ómetanleg, alveg sama þótt við værum að leika okkur með allt dótið þitt. Stundum notuðum við fötin þín, slæðurnar og varalitina til að gera okkur sæt og fín, allt var leyfilegt hjá ömmu Möggu. Ef við fengum að gista hjá ykkur um helgar varstu vön að senda afa með okkur krakkana í sund á meðan þú eldaðir sunnudags- steikina í hádeginu, lambalæri með öllu tilheyrandi var fastur liður hjá þér. Einnig seinna meir þegar ég var orðin eldri átti ég það enn til að detta inn í hádeg- ismat til þín á sunnudögum og oft fylgdi kærastinn minn með. Þeg- ar ég var í framhaldsskóla fannst þér nauðsynlegt að ég borðaði góðan mat svo þú varst vön að senda afa eftir mér í hádeginu til þess að þú gætir gefið mér að borða. Amma, þú varst stór og sterk í mínum augum, hjartahlý og falleg, sofðu rótt og guð geymi þig. Þín nafna, Margrét. Elskuleg systir og mágkona. Hún er orðin löng leiðin okkar saman en samt fórstu svo snöggt. Við hverfum á flug með minning- um sem vissulega eru margar. Ég veit ekki hvar ég á að byrja eða hvernig ég á að koma þeim í orð. Við vorum ekki bara systur heldur líka vinkonur. Við höfum gætt barna hvor annarrar, ferðast saman og deilt svo mörg- um gleði- og sorgarstundum. Ég man þegar ég var rétt nítján ára og nýflutt suður. Þá vann ég á Mjólkurbarnum og þegar ég var búin snemma á dag- inn fór ég gjarnan til þín í Kópa- voginn og aðstoðaði þig með börnin þín. Stundum gætti ég þeirra á meðan þú og Eyvindur fóruð í bíó en það fannst þér svo gaman. Það kom ósjaldan fyrir að Eyvindur sofnaði í bíóinu því hann var svo kvöldsvæfur. Þú gættir líka minna barna, einkum Gunna míns, ef við Björgvin fór- um eitthvað. Ég minnist líka allra ferðanna okkar saman, útilegna með Soffíu og Rósa, og góðu stundanna í eldhúsinu þínu. Oft fórum við í veislur til þín og alltaf voru jafn miklar kræsingar á borðum. Þú áttir líka svo fallegan garð í Hegranesinu sem þú rækt- aðir af svo mikilli natni meðan heilsan leyfði. Fólk stoppaði til að skoða hann. Rósirnar þínar og eldliljurnar sem þú svo gjarnan klipptir og settir í vasa. Ég veit þú sást mikið eftir garðinum þín- um. Kæra systir, þú varst ætíð svo gjafmild og reyndist mér vel. Þegar þú ferðaðist til Maju þinn- ar á Jersey eða um heiminn komstu alltaf með eitthvað fallegt og færðir mér, ilmvatn, ilmkrem, föt eða sælgæti. Ófá skyldmenni okkar eiga platta með áletrun frá Jersey, Matta and Björgvin, stendur á okkar. Við Björgvin þökkum þér fyrir allar okkar stundir, þær eru dýrmætar minningar um góða systur, vin- konu og mágkonu. Heimsókn til þín var reglulegur liður í lífi okk- ar. Við munum sakna þín sárt. Elsku Eyvindur, Hannes, Maja, Stjana, Palli, Árni, tengda- börn, barnabörn og barnabarna- börn, innilegar samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Hvíldu í friði, kæra systir, vin- kona og mágkona. Matthildur og Björgvin. Líkt og rósin lipur fölnar lýtur höfði, dofnar sinn. Brestur kjarkur, blómið sölnar, beygist bak og hugurinn. (Kristjana J. Jónsdóttir) Þótt dagur þinn sé að kvöldi kominn er ljós þitt ekki slokknað. Það lifir áfram með góðum Guði og í hjörtum okkar ástvina þinna. Megi það lýsa okkur öllum um ókomnar stundir. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Þúsund þakkir fyrir alla þína elsku í minn garð, hjartkæra systir mín. Kærar kveðjur frá fólkinu á Brandaskarði. Þín litla systir, Lísebet. Elsku Magga frænka er sofn- uð í síðasta sinn í þessari tilveru. Tilveru þar sem líf hennar var samofið svo mörgum sem fengu að njóta samvista við hana. Í eld- húsið í Hegranesi 11 var svo gott að koma. Þar var alltaf nammi í skál, hringlaga sandkaka með súkkulaði eða annað góðgæti sem erfitt var að standast. Hún og Eyvi voru góðir gestgjafar. Hún nærði magann en Eyvi fékk mann til að hlæja þangað til Magga sagði, nú er nóg komið Eyvindur. Leyfðu henni að borða. Magga var alltaf ein af mínum uppáhaldsfrænkum. Hún var alltaf svo góð við mig og svo líka Þorgeir minn eftir að hann fædd- ist. Í einni af hinum fjölmörgu veislum sem haldnar voru í Hegranesinu borðaði ég ótæpi- lega af reyktum laxi og sósu. Finnst þér þetta svona gott? sagði Magga þá og eftir þetta færði hún mér reglulega reyktan lax og sósu. Ef hún kom ekki með laxinn þá kom hún með rifsberja- hlaup úr garðinum hjá sér eða blandaðan lakkrís í poka. Aldrei kom Magga tómhent í heimsókn til mömmu og pabba og aldrei fór ég tómhent úr heim- sókn í Hegranesið. Þegar ég vildi launa henni og færði henni rifs- berjasultu úr garðinum mínum fór ég með fangið fullt heim af einhverju frá henni í staðinn. Hún var alltaf svo gjafmild og góð. En nú er Magga frænka sofnuð. Ég sit og horfi á myndir, þó ég þurfi engar myndir, því fólk sem stendur manni svona nálægt er ljóslifandi fyrir framan mann án þeirra. En ég brosi ljúfsárt. Á einni er Magga í eldhúsinu með systrum sínum. Þær eru allar svo líkar Stjönu ömmu og alltaf í eld- húsinu að sýsla við mat til að gefa gestum að borða. Frá heimsókn til þessara systra hefur enginn farið svangur heim. Ég horfi á Möggu og Eyva áð- ur en hann veiktist. Þau eru bros- andi og kát, svo gefandi hjón og samrýnd. Gleði, ást og húmor skín af þeim. Ég sé Möggu fyrir mér fylgjast spennta með golfinu eða formúlunni og segja mér stolt frá afrekum barna sinna og barnabarna. Hún fylgdist með þeim af einlægri ást og umhyggju og það eru myndir út um allt hús af þeim. Ég sé Möggu fyrir mér, alltaf svo vel til hafða og allt fal- lega handverkið sem eftir hana liggur, útsauminn og prjónaskap- inn. Hún er umvafin fallegum minningum í huga mínum og ég veit að fyrir börnin hennar, Palla, Hannes, Maju, Stjönu, Árna og fjölskyldur þeirra, systkini Möggu, vini og aðra ættingja verður tómlegt að hafa ekki Möggu í lífinu. Magga frænka, þú snertir svo marga í lífi þínu. Minningin um þig kallar fram bros og hlýju. Guð gefi þeim styrk og ljós sem syrgja þig nú og vaki sérstaklega yfir fjölskyldu þinni og elsku Eyva sem horfir á eftir ástinni sinni inn í Guðs ríki. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Guðlaug Björgvinsdóttir. Vorið 1970 fluttist ég í Kópa- voginn, þá 10 ára gamall. Árin þar á undan hafði fjölskylda mín flutt búferlum nokkuð oft og ekki staldrað við í mörg ár á hverjum stað. Enn einn flutningurinn, hvert skyldum við fara næst? Til þess að róa okkur bræður, þá sagði móðir okkar að þetta væri góður staður og gott fólk í ná- grenninu. Það væri til dæmis stór fjölskylda í næsta húsi, hjón með einhvern slatta af börnum, flest að vísu nokkuð eldri en við. Og jú, „…húsmóðirin á heimilinu er drottning…“ hafði móðir mín haft á orði, „.. skíðadrottning frá Ólafsfirði“. Á þessum tímamótum í lífi mínu gat mér ekki staðið meira á sama, enn einn flutning- urinn stóð fyrir dyrum og það var ekki gott. Eftir flutninginn leið ekki langur tími þar til hið sanna kom í ljós, móðir mín hafði ekki verið að plata okkur bræður, hverfið var gott og nágrannarnir líka, vinarbönd mynduðust sem halda sterk enn þann dag í dag. Á þessum aldri var ég að sjálfsögðu ekki nógu þroskaður til þess að skynja og meta allt það góða sem fylgdi þessum flutningi, en árin sem eftir fylgdu bættu úr því. Hún Magga á Löngubrekku 3 var ekki aðeins „.. skíðadrottning frá Ólafsfirði“, hún var drottning á sínu heimili, sem hún stjórnaði af mikilli alúð og umhyggju. Ekki var alltaf hljótt um okkur strákana og ærslagangurinn gat verið ógurlegur. Endalaus fótboltaspörk í bílskúrshurðina með tilheyrandi hávaða og hama- gangi. Fjögurra holu golfvöllur spilaður kringum húsin okkar, með stöku rúðubrotum. Og hnefaleikarnir maður, eitt sinn bárum við Hannes, yngsta barn Möggu, alblóðugan heim eftir góðan hægri beint á nefið. Þetta var nú ekkert nema lítilsháttar blóðnasir, en við mökuðum blóði út um allt andlitið á honum og það lá við að hún fengi áfall. Allt þetta var að sjálfsögðu fyrirgefið af drottningunni því hún hafði skilning á því að hvolparnir þurftu að þroskast og vaxa úr grasi. Það var sama hversu mikið gekk á, oftar en ekki enduðum við í eldhúsinu hjá Möggu og gædd- um okkur á heimabakaðri skúffu- köku og ískaldri mjólk. Eftir að fjölskylda Möggu flutti burt urðu heimsóknir stop- ulli, en ávallt var tekið á móti hvolpinum í næsta húsi af sömu alúð og umhyggju og áður. Það eru orðin nokkuð mörg ár síðan ég sá Möggu síðast, en í minning- unni sé ég hana fyrir mér í eld- húsinu á Löngubrekku 3 færandi okkur strákunum skúffuköku og mjólk. Elsku Magga, fyrirgefðu hnefaleikaatvikið, það var illa gert, og takk innilega fyrir allar skúffukökurnar. Hvíldu í friði. Einar Bragi Indriðason. Margrét Gestsdóttir Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.