Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2011 ✝ Svavar Frið-leifsson fæddist á Hellissandi 16. september 1937. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 14. ágúst 2011. Foreldrar hans voru Friðleifur Þórðarson og Kar- ólína Þórðardóttir. Núlifandi alsystkini Svavars eru Bára og Grétar. Sammæðra eru Hjör- dís og Sigurjón. Látin eru María, Friðrún, Jón, Ægir og Guðrún. Á sjöunda ári fluttist hann til Hafnarfjarðar til móður sinnar. Sjö ára gamall fór hann í sveit að Torfastöðum í Fljótshlíð til systk- inanna Högna Guðmundssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur. Þar var hann öll sumur fram á fullorðinsár. Honum var alla tíð stöðum á æskustöðvar Mörtu. Síðan 1. desember 1966 fluttust þau að Hlíðarvegi 14 á Hvolsvelli. Árið 1972 fluttust þau svo í Litla- gerði 3 á Hvolsvelli og hafa búið þar síðan. Svavar vann við ýmis störf til sjós og lands að lokinni barna- skólagöngu. Hann vann í mörg ár hjá Kaupfélagi Rangæinga við akstur og ýmis störf. Síðar vann hann hjá Sláturfélagi Suðurlands og Póstinum. Síðari ár vann hann sem meðhjálpari við Stór- ólfshvolskirkju. Svavar kom mik- ið að félagsmálum. Hann var lengi formaður starfsmanna- félags Kaupfélags Rangæinga, stofnandi og formaður björg- unarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli og formaður golf- klúbbsins Hellu um árabil. Hann kom heilmikið að uppbyggingu á golfvellinum á Strönd. Hann starfað mikið með leikfélagi Rangæinga og var félagi í Kiw- anisklúbbnum Dímon. Útför Svavars fer fram frá Stórólfshvolskirkju í dag, 26. ágúst 2011, og hefst athöfnin kl. 14. mjög hlýtt til Fljóts- hlíðarinnar. Svavar kvæntist 25.12. 1958 Mörtu Arngrímsdóttur, f. 14.6. 1937 á Árgils- stöðum. Foreldrar hennar voru Arn- grímur Jónsson og Stefanía Marteins- dóttir. Sonur þeirra er Arngrímur Svav- arsson, f. 5.2. 1971. Sambýliskona hans er Guðrún Hafdís Hlöðversdóttir, f. 28.2. 1970. Sonur hans er Jón Mar- teinn Arngrímsson, f. 31.7. 2002. Synir Guðrúnar eru Bjarni Magnús Sigurðarson, f. 24.5. 1995, og Ragnar Helgi Rögn- valdsson, f. 27.7. 2001. Svavar og Marta hófu sinn bú- skap í Hafnarfirði. Árið 1965 fluttust þau svo austur að Árgils- Elsku pabbi, tengdapabbi og afi, ótal góðar minningar koma upp í hugann á þessari kveðju- stund. Þú varst alltaf tilbúinn að aðstoða og veita ráðleggingar þegar við leituðum til þín. Það eru ófáar minningar sem við eig- um úr skemmtilegum útilegum og alltaf varst þú hrókur alls fagnaðar. Þín er sárt saknað. Við viljum kveðja þig með þessu ljóði. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. (Höf. ók.) Blessuð sé minning þín. Arngrímur, Guðrún, Jón Marteinn, Bjarni Magnús og Ragnar Helgi. Elsku afi, ég hef verið að rifja upp síðustu daga allt sem við höf- um gert saman, þegar ég hef ver- ið hjá þér og ömmu Mörtu, það var alltaf jafn gaman að koma til ykkar og þið tókuð svo vel á móti mér. Ég man svo vel eftir eitt sinn þegar við vorum að koma frá Árgilsstöðum að þú leyfðir mér að keyra jeppann þinn, ég var næstum því búinn að keyra útaf en þú sagðir mér að passa mig á því að vera inni á veginum, þetta var svo gaman, það eru nú ekki alveg allir sem fá að keyra jepp- ann þinn. Stundum fékk ég líka að keyra traktorinn á Árgilsstöð- um þegar við vorum að gefa hest- unum. Það var alltaf stuð á okkur þegar við fórum í golf saman, þú kenndir mér að spila golf, stund- um kom amma með. Ég fékk oft að fara með ykkur að pútta með eldri borgurunum í Hvolsvelli, það var mjög gaman. Þá keyrð- um við út á golfvöllinn á Strönd. Þú og amma voruð svo dugleg að fara í útilegur og ég fékk oft að koma með, þeim stundum gleymi ég aldrei. Það var svo gaman þegar við fórum á Apavatn og hittum stóran hóp vina og ætt- ingja, það var svo skrítið að þið voruð ekki núna í sumar en þá varst þú svo veikur. Stundum eldaði amma ávaxtagraut fyrir þig sem ég kallaði afagraut. Þú klappaðir Skugga alltaf þegar hann hljóp til þín þegar pabbi kom á Hvolsvöll með hann. Þú fylgdist vel með því sem ég var að gera, þegar ég fór á reiðnám- skeiðin og þegar ég var að keppa í frjálsum á Hvolsvelli, þá komuð þið amma til að hitta mig. Ég trúi því að þér líði betur þar sem þú ert núna, laus við veikindin sem tóku þig frá okkur. Amma er svo dugleg, hún er ein- stök manneskja, ég ætla að vera duglegur að fara til hennar um helgar og þegar ég á frí, kannski við förum að spila golf eða á hest- bak. Guð geymi þig, elsku afi. Þinn afastrákur Jón Marteinn Arngrímsson. Nú þegar sumri hallar og Svavar frændi og vinur minn kveður er margs að minnast og margs að sakna. Í heimsókn til hans á sjúkrabeðinn um verslun- armannahelgina sagði hann mér að það væri ekkert hægt að gera fyrir sig, svo það væri þá ekkert annað eftir en að drepast. Það var alveg í hans hans stíl en hreinskilin tilsvör hans voru oft óborganleg. Svavar rifjaði stundum upp fyrstu alvörukynni sín af mér, það var þegar ég fór eitt sinn sem unglingur á ball í Hvolinn og datt í hug upp að skreppa í heimsókn til Gróu systur. Ég rataði ekki al- veg svo ég kom við í Litlagerðinu hjá Svavari og Mörtu og hringdi dyrabjöllunni, eftir góða stund kemur Svavar til dyra á nátt- sloppnum. Fyrstu viðbrögð hjá mér voru ekki að bjóða gott kvöld eða afsaka ónæðið heldur sagði ég með þjósti: „Hvurslags er þetta, eru bara allir farnir að sofa?“ Þetta þótti honum gott og minnisstætt. Þegar ég flutti skömmu síðar á Hvolsvöll hófst mikið og gott samband milli mín og þeirra hjóna. Það var alltaf hægt að leita til þeirra með hvað sem var, t.d. að passa börnin mín, keyra á böll eða koma með á ball, leiða mig upp að altarinu, allt var þetta sjálfsagt. Í þau 20 ár sem ég bjó á Hvolsvelli söng ég í kirkjukórn- um og alltaf eftir æfingar kom ég við í Litlagerðinu í kaffi. Þá var allt rætt milli himins og jarðar, m.a. hvernig væri best að hafa þorrablótin í þorpinu. Út frá þeirri umræðu urðu þorrablót í þorpinu eins og þau eru í dag. Á jóladag var fastur liður að fara í hangikjöt til Svavars og Mörtu. Fjölskyldan mín hefur ekki borðað hangikjötið annars staðar í 33 ár en sá dagur var einnig brúðkaupsdagurinn þeirra. Ég var svo heppin að fara með þeim í fyrstu utanlandsferð- ina þeirra til Miami Beach. Eftir þá ferð var oft talað um æðib- unugang í okkur en við vorum mætt á flugvöllinn sex tímum fyr- ir flug. Við Svavar fengum okkur permanent í hárið fyrir ferðina, við litum út eins og nýborin lömb í rakanum úti. Eftir ferðina sagði Svavar oft að við hefðum verið ís- lensku þjóðinni til skammar. Eitt sinn var ég með þeim í verslunar- ferð erlendis og ég mátaði kjól sem mér leist á. Ég fór í gripinn, kom fram og bað um álit Svavars: „Þetta er meiri hörmungin, þú lít- ur út eins og illa vafin rúllupylsa.“ Siglingin um Karabíska hafið, sem farin var 2008, var pöntuð með þriggja ára fyrirvara en í þeirri ferð áttu Svavar og Marta 50 ára trúlofunarafmæli. Golfið var hans hjartans mál og það gladdi hann alltaf ef einhver vin- ur eða ættingi fór að spila. Hann fór með mig fyrsta hringinn þeg- ar ég var rúmlega tvítug og hafði ég ekki nokkra þolinmæði í þetta rölt, ég var meira í æðibunugang- inum fyrrnefnda. Núna veit ég ekkert skemmtilegra en að rölta á eftir kúlunni. Á fyrsta mótinu sem ég tók þátt í bauðst Svavar til þess að koma með mér, hann dró fyrir mig kerruna og sagði mér til. Lífið hefur sinn gang, kynslóð- ir koma og kynslóðir fara. Minn- ingin um góðan dreng lifir. Guðrún B. Ægisdóttir. Góðar minningar fylla hugann er við kveðjum einstakan frænda og vin. Svavar frændi var hrókur alls fagnaðar í öllum veislum og úti- legum fjölskyldunnar. „Svavars- útilegan“ á Apavatni er orðinn ár- legur viðburður í byrjun sumars. Þar mættu þau Svavar og Marta með þeim fyrstu á svæðið, mesta fjörið var í fortjaldinu hjá þeim og alltaf hélt Svavar utanum hópinn. Í vor komst hann ekki með vegna veikindanna en sendi samt veigar í gleðskapinn, það vakti mikla gleði og varð hann þannig hluti af samkomunni. Þegar Svavars er minnst nú á kveðjustund er börnum mínum efst í huga Mikki refur sem hann lék af alkunnri snilld með Leik- félagi Rangæinga og erum við öll sammála um að Mikki verði ekki betri. Við fjölskyldan erum líka sam- mála um hvað þau Svavar og Marta voru samrýmd hjón. Það var aðdáunarvert hvernig þau gerðu allt saman og fylgdu hvort öðru í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Elsku Marta og fjölskylda. Við biðjum Guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Takk fyrir samfylgdina og góð- ar stundir, elsku Svavar okkar. Við kveðjum þig með söknuði. Fjóla Breiðfjörð Ægisdóttir og fjölskylda. Elsku frændi og vinur. Stórt skarð er höggvið í vinahópinn og minningarnar eru margar og góð- ar. Fyrst þegar ég, Gróa, man eftir þér var ég um fjögurra ára og þú varst að passa okkur Lóu systur í Hafnarfirði, á Austurgöt- unni. Þá var ég að flýta mér á móti þér þegar þú komst að passa okkur. Þá rúllaði ég niður stigann, sem var um 20 tröppur, en ég spratt bara á fætur og upp í fangið á þér. Þessa minningu höf- um við oft talað um. Allar samverustundir æ síðan hafa verið yndislegar. Við höfum verið nágrannar í um fjörutíu ár og ekki leið sú vika að við hitt- umst ekki yfir kaffibolla; oft að undirbúa útilegu, utanlands- eða innanlandsferðir og margar golf- ferðir á völlinn okkar á Strönd. Mikið erum við rík að hafa átt þig öll þessi ár og þú fylgst með börnunum okkar fæðast og upp- vaxtarárum þeirra. Eins og þú sagðir stundum þá áttirðu nokk- uð í þeim. Hafðu hjartans þökk fyrir allt elsku frændi og vinur. Með þessu fallega ljóði kveðj- um við þig með söknuði en fal- legu minningarnar munu hugga okkur: Ég stend á strönd og horfi á skip sigla í morgunblænum út á hafið. Það er falleg smíði og ég stend þar og horfi á það unz það hverfur sjónum mínum út við sjóndeildarhring. Það er farið! Farið! Hvert? Farið úr minni augsýn. Það er allt og sumt. Það er þó enn jafnstórt í möstrum, bol og siglutrjám og þegar ég sá það. Og getur flutt jafnmikinn farm og mannfjölda á ákvörðunarstað. Minnkandi stærð og hvarf þess úr minni augsýn er í huga mér en ekki í því. Og einmitt þegar einhver nálægur segir: Það er farið! Þá eru aðrir, sem horfa á það koma og aðrar raddir heyrast kalla: Þarna kemur það! (Brent biskup) Elsku Marta okkar, fjölskylda og kæru vinir, höldum vel hvert utan um annað. Blessuð sé minn- ing Svavars okkar. Gróa, Sveinn og börn og fjölskyldur, Öldugerði. Svavar eiginmaður Mörtu móðursystur minnar er látinn. Fyrir átta mánuðum greindist hann með erfiðan sjúkdóm sem reyndist ólæknandi. Svavar tók á móti þessu erfiða verkefni með hugrekki og festu og var staðráð- inn í að sigra. En við vitum aldrei fyrirfram hvenær kallið kemur að snúa frá þessari jarðvist. Marta og Svavar voru dæmi um svona ekta hjón. Þau voru samrýnd og gengu saman veginn í gegnum súrt og sætt. Fyrir tveimur árum hafði Svavar á orði við mig hvað hann hefði verið af- skaplega lánsamur að eignast hana Mörtu fyrir eiginkonu. Hann var mjög þakklátur fyrir sitt og sína og lifði lífinu lifandi. Mikil hamingjustund var í lífi þeirra hjóna þegar þau eignuðust Arngrím. Svavar lifnaði allur við og varð meiri barnakarl en áður, það fundum við systrabörnin. 12 ára gömul fór ég í vist til þeirra í mánuð og fékk að passa krúttið þeirra, en þá var Addi tveggja ára. Í Vallarkróknum á Árgilsstöð- um voru afi og amma með bú- skap. Ekki lá Svavar á liði sínu við sveitastörfin, heyskapinn og smalamennskuna. Í þá daga, þeg- ar heyið var keyrt heim í hlöðu á vögnum, sátum við systrabörnin uppi á heyinu. Þá leit Svavar oft til með okkur uppi á vagninum. Allt frá því að móðurbróðir minn hann Jón féll frá hafa Marta og Svavar gefið hestunum í sveitinni okkar vetrargjafirnar. Var það verk alltaf sjálfsagt og gert af natni, en mínir hestar bættust við á síðastliðnum vetri og vil ég hér færa þeim þakkir fyrir. Þau hjónin voru samrýnd í svo mörgu, en eftir að Marta fór að spila golf með Svavari voru þau alltaf á golfvellinum þegar viðr- aði. Farnar voru margar golf- ferðir utan og golfkylfurnar teknar með í ferðalögin innan- lands. Leikgleðin skein úr andliti Svavars þegar hann var í golfinu. Ég varð þess aðnjótandi að spila með þeim hjónum núna síðustu árin eftir að ég byrjaði aftur í golfinu. Vinamótið sem Svavar setti á stokk er gott dæmi um ástríðu hans á þessari íþrótt, því í þessu móti laðaði hann marga að, þótt byrjendur væru og fékk bæði vini og ættingja sína og Mörtu með í leikinn. Ég vona að haldið verði áfram með þetta mót í minningu hans. Hvort um sig sinntu þau sínum áhugamálum. Marta hesta- mennskunni og hannyrðunum, en Svavar sínum hugðarefnum. Hann var í Kiwanis og æfði og lék um tíma með leikfélaginu á Hvolsvelli. Hann var hagleiks- maður mikill og skar út í tré fal- lega muni. Hann gaf mér t.d. fal- lega útskorna gestabók á 50 ára afmæli mínu í fyrra. Svavar var mjög félagslyndur og þótti gam- an að skemmta sér í góðum fé- lagsskap. Hann var hrókur alls fagnaðar og alltaf miðdepillinn í fjörinu þegar Árgilsstaðarfólkið var með ættarmótin sín í fjósinu. Jón Marteinn var sólargeisli í lífi þeirra Svavars og Mörtu og nú er annað barnabarn á leiðinni, sem Svavar á vafalaust eftir að fylgjast með frá himnum. Elsku Marta mín, Addi, Guð- rún, Jón Marteinn, Raggi og Bjarni, ég bið góðan Guð að styrkja ykkur og vera með ykk- ur. Ég þakka þér Svavar minn fyrir góða viðkynningu, sýnda virðingu og vináttu. Þú varst allt- af drengur góður, heiðarlegur, góður vinur vina þinna og trúr fjölskyldu þinni. Eigðu þakkir fyrir. Steinunn Sæmundsdóttir. Okkur aðstandendur Stórólfs- hvolskirkju á Hvolsvelli – kór, organista, sóknarnefnd og sókn- arprest – langar til að minnast fé- laga okkar, samverkamanns og vinar nú við leiðarlok. Svavar Friðleifsson var aldeilis alveg einstakur samferðamaður. Hann var alvörugefinn húmoristi, ábyrgur, sanngjarn, ærlegur og heiðarlegur. Hann var gæddur leiðtoga- hæfileikum sem best komu fram þegar hann stofnaði björgunar- sveitina Dagrenningu á Hvols- velli, hvernig hann laðaði að ung- menni og fyllti þau eldmóði bjargvættarins. Hann var eld- hugi í öllum sínum hugðarefnum og yfirgaf þau ekki fyrr en þau voru orðin að raunveruleika. Umhyggja hans og áhugi á kirkjunni og þeim sem þar störf- uðu voru einstök. Fyrir það vilj- um við þakka af alhug. Guð blessi eiginkonu hans og einkason og allt sem honum var kært. F.h. sóknarnefndar Stórólfshvolskirkju, Guðmunda Þorsteinsdóttir. Í dag kveðjum við Svavar Friðleifsson. Svavar setti svo sannarlega svip á bæinn og var einn af okkar bestu sonum. Hann var hreinn í sálinni, lá ekki á skoðunum sínum og lagði alltaf eitthvað gott til málanna. Það var gjarnan tekið eftir því sem Svav- ar sagði. Ég minnist þess þegar hann og eiginkona hans Marta Arngrímsdóttir frá Árgilsstöðum fluttu á Hvolsvöll á sjöunda ára- tugnum. Bíllinn þeirra var ekki alveg hefðbundinn, þau voru fim- ari í dansinum en flestir hér í sveitinni, kunnu að tjútta með ótal tilbrigðum. Ég er ekki frá því að einhverjir hafi æft sig á laun til þess að geta nálgast til- brigði tjúttsins þeirra Mörtu og Svavars. Hann vann lengi m.a. hjá Kaupfélagi Rangæinga og við fjölmörg önnur störf á Hvolsvelli. Svavar var mikill félagsmála- maður og mjög áhugasamur um velferð byggðarlagsins og lét ótal margt gott af sér leiða fyrir sam- félagið. Hann var m.a. mikill áhugamaður um golf og var að- alhvatamaður að golfkennslu fyr- ir eldri borgara þar sem hann stóð fyrir púttdögum þar sem eldri borgarar kynntust þessari merkilegu íþrótt og góður hópur eldra fólks hefur stundað þessa íþrótt reglulega undir hand- leiðslu Svavars. Góðbændur sem lagt höfðu tólum og tækjum í landbúnaðarframleiðslu sveifl- uðu allt í einu golfkylfum sér til mikillar ánægju og heilsubóta. Á seinni árum var hann meðhjálp- ari í Stórólfshvolskirkju og leysti þau mál af mikilli samviskusemi. Það var í rauninni þannig að allt sem Svavar tók sér fyrir hendur lagði hann sig fram. Við íbúar sveitarfélagsins söknum vinar í stað og minnumst Svavars með þakklæti í huga, þakklæti fyrir að leggja sig fram um að gera samfélagið fjölbreyti- legra og fyrir að verja kröftum sínum til þess að hjálpa og gleðja samferðarmennina. Mörtu, Arn- grími og fjölskyldu sendi ég mín- ar dýpstu samúðarkveðjur. Ísólfur Gylfi Pálmason. Í dag kveðjum við vin okkar, Svavar Friðleifsson, með miklum söknuði. Undanfarna daga hafa leitað á hugann minningar sem við hjónin höfum átt með Svavari í hartnær hálfa öld. Þessar minn- ingar tengjast vináttu við þau hjón sem þau ræktu og sinntu meðal annars með reglulegum heimsóknum. Það hagar svo til að lóðir okkar liggja saman, þeirra vel hirt og snyrtileg en okkar síð- ur. Eitt sinn þegar Svavar og Marta komu í heimsókn hafði Svavar meðferðis álf sem hélt á skóflu í hendi og færði mér. Hann sagði að sér sýndist mér ekki veita af hjálp með garðinn. Svav- ari fylgdi hressilegur blær og mörg eru þau gullkorn sem frá honum hafa komið og glatt okkur vini hans. Hann var mjög fé- lagslega sinnaður og tók þátt af áhuga og lét gott af sér leiða. Má þar nefna störf fyrir björgunar- sveit, golfklúbb, Starfsmanna- félag Kf. Rang., leikfélag, félag eldri borgara og fl. Meðhjálpari og útfararstjóri við Stórólfs- hvolskirkju var hann þar til hann lést. Öll þessi störf leysti hann með ágætum af hendi. Svavar fór ekki í manngrein- arálit og hallmælti aldrei nokkr- um manni. Golfið var hans áhuga- mál og ekki hvað síst eftir að hann varð eldri borgari. Hann var ólatur við að fá aðra með á völlinn og prófa þessa skemmti- legu íþrótt og erum við þar á meðal. Í nokkur ár hefur hann staðið fyrir vinamóti í golfi við sí- vaxandi vinsældir. Sem formaður skemmtinefndar eldri borgara fékk hann þá til að stunda pútt og mætti með allt að 30-35 manns á púttvöllinn á hverjum þriðjudegi frá vori og fram á haust. Því lauk svo með hausthátíð þar sem fram fór verðlaunaafhending, skemmtiatriði og dans. Dans var eitt af áhugamálum Svavars og voru þau hjón glæsileg á dans- gólfinu. Á síðustu hausthátíð var Svavar farinn að kenna sér þess meins sem lagði hann að velli. Hann átti erfitt með að dansa og ólíkt honum að vera ekki á dans- gólfinu. Eitt af síðustu verkum Svavars fyrir eldri borgara var að koma upp bekkjum við pútt- völlinn sem við gamla fólkið og aðrir gætum tyllt okkur á. Þann- ig var Svavar ávallt að bæta og gera betur fyrir félagsmenn sína og samborgara. Það var í nóvember sl. á okkar árlegu föndurhelgi, sem við nokkrir vinir höfum komið á, að Svavar upplýsti okkur um að hann hefði greinst með krabba- mein. Það var áfall en hann var ákveðinn í að standa það af sér en því miður fór heilsu hans hrak- andi. Golf gat hann ekki stundað í sumar og ekki heldur útilegu sem er fastur liður í vinahópnum. Af veikum mætti kom hann part úr degi í heimsókn í útilegu. Svavar var lukkunnar pamfíll í Svavar Friðleifsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.