Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 33
einkalífinu. Þegar hann var ung- ur maður í Fljótshlíð kynntist hann Mörtu sinni og hafa þau verið saman síðan, svo samrýnd að þau eru oftast nefnd bæði í einu. Við hjónin vottum Mörtu og öllum aðstandendum okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að gefa þeim styrk á erfiðum stund- um. Svavari þökkum við sam- fylgdina og biðjum honum Guðs blessunar. Ingibjörg Þorgilsdóttir Góður félagi og vinur, Svavar Friðleifsson, er látinn eftir nokk- urra mánaða erfið veikindi. Mig langar í nokkrum orðum að minnast þessa góða félaga. Svav- ar var nokkuð sérstakur maður og það allt á jákvæðan hátt. Hann var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom og gekk hreint og beint til dyra og sagði sínar skoðanir umbúðalaust og það var svo merkilegt að þegar hann þurfti að segja eitthvað sem gæti flokkast undir skamm- ir eða eitthvað sem hann var ekki ánægður með, þá hlustuðu allir vel og tóku mark á því, enda þannig fram sett að það særði engan. Ég sá hann aldrei í slæmu skapi, heldur var glettnin og já- kvæðnin alltaf í fyrirrúmi. Ég átti því láni að fagna að kynnast Svavari vel bæði í leik og starfi. Hann var um árabil samstarfs- maður minn í byggingarfyrir- tæki á Hvolsvelli sem ég rak ásamt öðrum þar sem hann sá aðallega um lagerstörf. Þar var hann vel vakandi yfir hag félags- ins og samviskusamur. Á svip- uðum tíma vorum við saman í stjórn Golfklúbbs Hellu í nokkur ár þar sem hann var formaður, en því starfi gegndi hann með góðum árangri og vinsældum bæði inn á við og út á við. Þá vor- um við í nokkur ár félagar í Kiw- anisklúbbnum Dímoni á Hvols- velli. Á seinni árum, eftir að við fjölskyldan fluttum frá Hvols- velli, vissi ég að Svavar var mjög virkur og vinsæll í starfi eldri borgara á staðnum. Með Svavari er genginn ljúfur og góður maður sem setti sinn ákveðna svip á samfélagið. Orð- heppni hans, orðatiltæki sem oft voru sögð í fljótheitum og í hita leiksins þegar mikið lá við, hittu vel í mark þótt ekki færu alltaf eftir bókinni en skildust samt vel. Við Dúna og fjölskylda send- um Mörtu og Arngrími ásamt öðru venslafólki innilegar sam- úðarkveðjur vegna fráfalls góðs vinar og biðjum ykkar guðs blessunar. Aðalbjörn Þór Kjartansson. Fallinn er frá vinur okkar og félagi til margra ára. Það er mik- ill missir fyrir svona þorp eins og Hvolsvöll þegar einstaklingur eins og Svavar fellur frá. Við höfum þekkt hann nánast alla tíð, höfum unnið saman, verið saman í golfi o.fl. Svavar var ein- stakur maður og vinmargur, kom til dyranna eins og hann var klæddur og sagði nákvæmlega það sem honum fannst og liggja eftir hann mörg gullkorn enda orðheppinn mjög. Svavar var einn þeirra sem komu í golfið fljótlega eftir að Golfklúbbur Hellu var endur- reistur upp úr 1977. Hann ásamt nokkrum öðrum félögum vann þar óeigingjarnt starf í sjálf- boðavinnu við að koma upp 18 holu velli og golfskála. Svavar var fljótur til þegar á þurfti að halda t.d. við ræsingar á stór- mótum, þá var hann fyrstur manna til að láta vita að hann væri á lausu, verður hans sárt saknað eins og t.d. á 1. maí- mótinu þar sem hann var fastur ræsir. Svavar tók það upp hjá sér fyrir nokkrum árum að bjóða eldri borgurum út á golfvöll og pútta, setti hann upp púttkeppni og/eða mót á æfingaflötinni og held ég að ég segi það alveg satt að það er orðin ein fjölmennasta keppni sem fer fram af heima- mönnum á golfvellinum, alveg frábært framtak hjá honum. Svavar varð formaður Golf- klúbbs Hellu árið 1986 og gegndi því til ársins 1997 eða í 11 ár. Svavar var gerður að heiðurs- félaga GHR árið 2008. Við viljum þakka Svavari samfylgdina og góðar minningar í gegnum árin, við vottum Mörtu, Arngrími, Jóni Marteini og fjölskyldu einlægar samúðar- kveðjur. Hvíl í friði. Óskar og Katrín Björg. Foringinn er fallinn frá allt of fljótt. Svavar Friðleifsson var einn af stofnendum björgunar- sveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli 1970. Hann fór strax við stofnun í forystu hennar og var ein styrkasta stoðin í að móta starfið fyrsta áratuginn. Margt þurfti að gera svo sem að koma upp húsnæði undir starfsemina og afla nauðsynlegra tækja. Mikil sjálfboðavinna var unnin og var Svavar jafnan í fararbroddi og stjórnaði öllu af röggsemi. Hann var hrókur alls fagnaðar með sín- um hnyttnu tilsvörum sem alltaf hittu í mark hvort sem var í leit- um, æfingum eða skemmtiferð- um á vegum sveitarinnar. Það var gott að vinna með Svavari. Hann var alltaf tilbúinn með lausnir á öllum viðfangsefn- um. Tvö verkefni sem Svavar var upphafsmaður að eru enn í gangi árlega á vegum sveitarinnar. Á jólaföstu er kveikt á ártali í fjall- inu fyrir ofan þorpið okkar og þegar nýtt ár gengur í garð skiptir um ártal í fjallinu. Hitt verkefnið er að aðstoða jóla- sveina á aðfangadag við að koma pökkum til barna í þorpinu og sveitinni í kringum Hvolsvöll. Fé- lagar í björgunarsveitinni Dag- renningu vilja þakka Svavari fyr- ir hans framlag til uppbyggingar á sveitinni og að alltaf var hægt að leita til hans og fá góð ráð. Mörtu, Arngrími og fjöl- skyldu, öðrum ættingjum og vin- um sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Fyrir hönd Dagrenningar, Einar G. Magnússon. Það var í sundleikfimi hjá eldri borgurum á Hellu, 15. ágúst síð- astliðinn, að við fréttum að vinur okkar og félagi, Svavar Friðleifs- son, hefði látist daginn áður. Reyndar kom það okkur ekki svo mjög á óvart, þar sem við vissum að hann hafði átt við alvarleg veikindi að stríða að undanförnu. Samt sem áður snart það okkur óneitanlega að heyra andlát hans. Svavar hafði verið formaður skemmtinefndar Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu frá stofnun hennar, 8. mars 2006, og til dauðadags. Sem formaður nefndarinnar hafði hann staðið fyrir stofnun pútthóps fyrir aldr- aða á golfvellinum á Strönd vorið 2005 og stjórnaði honum alla tíð síðan. Að undirlagi hans var stofnuð spilanefnd og fyrir hans for- göngu var á hverju hausti efnt til haustfagnaðar og jólahlaðborðs á aðventunni. Þá studdi hann stofnun Hringsins, kórs aldraðra. Þá stundaði hann ásamt eig- inkonu sinni útskurð á námskeið- um eldri borgara í Njálsbúð, meðan heilsan leyfði. Það var ein- mitt á þeim námskeiðum sem ég kynntist Svavari og þeim mann- kostum sem hann bjó yfir. Hann var mjög skemmtilegur og hafði mjög gott lag á að koma af stað líflegum samræðum yfir kaffi- bollanum. Við söknum því góðs vinar eftir að hann er farinn yfir móðuna miklu. Við félagar í Félagi eldri borg- ara í Rangárvallasýslu sendum Mörtu, eiginkonu hans, og öllum öðrum aðstandendum okkar hjartanlegustu samúðarkveðjur. Hilmar E. Guðjónsson, formaður FEB í Rangárvallasýslu. Frá skemmtinefnd Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu Haustið nálgast, hljóður þytur hlyns og asparlaufin bærir; eins og þegar alvalds höndin anda vinar burtu færir. Við, sem eftir sitjum, söknum, sættast megum við að kveðja hann, sem lét svo ljúft í hendi lífsins spil, að hjálpa og gleðja. Vinur og félagi, vandfyllt er sviðið þú varst okkar foringi, klár og glaður sáttur við lífið, sómamaður Svavar, við þökkum þér allt, sem er liðið. (G.S.) F.h. skemmtinefndar FEB í Rangárvallasýslu, Elínborg Óskarsdóttir. MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2011 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Labrador Retriever svartir Tvær svartar tíkur, Kolka og Nótt. Eins árs frá 16 júlí . HRFÍ. Upplýsingar í síma 695 9597 og 482 4010. Sumarhús ROTÞRÆR OG VATNSGEYMAR Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir - réttar lausnir. Vatnsgeymar frá 300 til 50.000 lítra. Lindarbrunnar. Borgarplast.is Mosfellsbæ, s. 561 2211. Lyngborgir.is. Sumarhúsalóðir Til sölu eignarlóðir í Grímsnesi. Stærðir 5800 m² - 8700 m² gott verð. 75 km frá Rvík. Uppl. í s. 862 9626 - 868 3592 - lyngborgir.is. Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Til sölu Blekhylki og tónerar í flestar gerðir prentara, 50-70% ódýrari, öll hylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517-0150. Kristals-hreinsisprey Hreinsisprey fyrir kristalsljósakrónur og kristal. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Kristals-hreinsisprey Hreinsisprey fyrir kristalsljósakrónur og kristal. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Kristalsljósakrónur og gjafavörur í úrvali. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Verslun Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali Auk gullhringa eigum við m.a. tita- nium- og tungstenpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og viðgerðar- þjónusta. ERNA, Skipholti 3, s. 5520775, www.erna.is Fallegu silfurskeiðarnar eru smíðaðar í smiðjunni okkar ásamt borðsilfrinu íslenska. Skeiðarnar kosta 17.500,- og við getum áletrað ef vill með stuttum fyrirvara. ERNA, s.552 0775, www.erna.is Óska eftir Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is - s: 551-6488 KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald Bókhald og reikningsskil Ársreikningar, bókhald, laun, ráðgjöf og stofnun félaga. Reynsla, þekking, traust. Viðskiptaþjónustan, Dalvegi 16d, Kópavogi. vth.is / arni@vth.is / s. 517 0100. Við bjóðum alla bókhalds- þjónustu. Traust og gagnkvæmur trúnaður. www/fsbokhald.is. Fyrirtæki og samningar ehf, Suðurlandsbarut 46, 108 Reykjavík. S. 5526688 Vélar & tæki Rafsuðuvélar - rafsuðuhjálmar Eigum úrval af rafsuðuvélum og hjálmum á tilboðsverði allt árið, einnig vatnsdælur, rafstöðvar o.fl. Sendum um allt land. Verkstæðið Holti, www.holt1.is - s. 435 6662. BÍLALYFTUR Á BETRA VERÐI Eigum á lager nokkrar 4 tonna bílalyftur, glussadrifnar, 2 tjakkar 3 fasa, öflugar og öruggar lyftur sem hafa sannað sig á fjölda verkstæða um allt land. 5 tonna lyftur á leiðinni, hentugar fyrir sendibíla og fjallatrukka. Verkstæðið Holti, www.holt1.is s. 435 6662, 895 6662. Bílar Til sölu Kia Sportage díseljeppi árgerð 2002. Ekinn120.000 þús. Upplýsingar í síma 894 0431. Til sölu Renault Clio, árg. 1991 Bíllinn er ekinn 92 þ. km, 1,4, sjálf- skiptur, rafdrifnar rúður, samlæsingar og lítur vel út í alla staði. Verð 220 þúsund. Upplýsingar í síma 849 9605. Nýr Landrover Defender 110 Crew Cab S. Diesel. Ódýrasti jeppi í þessum flokki á landinu í dag. Tryggðu þér bíl á verði sem sést ekki í framtíðinni. Verð 6.490 þús. www.sparibill.is Fiskislóð 16 - sími 577 3344. Opið 12-18 virka daga. Leer-pallhús á Ford F250-350 Til sölu pallhús á Ford F250-350. Húsið er á 6 feta pall. 210 cm á lengd og 190 á breidd. Verð 150 þús. Upplýsingar í síma 849 9605. Byssur Skotfæri frá Sellier & Bellot Erum með mikið úrval af riffilskotum á góðu verði frá Sellier & Bellot. Skoðaðu vefsíðuna okkar Tactical.is og líttu á verðin. Netlagerinn slf. Sími 517 8878. Kaupi gamla mynt og seðla Kaupi gömul mynt- og seðlasöfn. Geri tilboð á staðnum. Gull- og silfur- peningar. S. 825 1016, Sigurður. Mótorhjól Husaberg 450 FE árgerð 2007 Til sölu Husaberg 450 FE nýskráð 2007. Ekið rétt um 3300 km. Topp viðhald. Verð 510 þ. Meiri uppl: snazzi.mar@gmail.com 846-4771 Pallhús Bílaþjónusta                      ! "       #                            !  !!      !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.