Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 36
36 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand Í HVERJU ÆTLARÐU AÐ FARA Í KVÖLD? ÆTLARÐU AÐ VERA Í ÞEIM FÖTUM...? GREINILEGA EKKI TÍSKU- LÖGGAN VIRÐIST HAFA RÁÐIÐ NÝJAN LÖGREGLUSTJÓRA LITLA SYSTIR KALLA KOM HEIM Í DAG MIG LANGAR SVO AÐ SJÁ HANA... KANNSKI ÆTTI ÉG AÐ BÍÐA BÍÐA Í NOKKRA DAGA SVO HÚN VERÐI BÚIN AÐ OPNA AUGUN ÉG ÆTLA AÐ FÁ EINN LÉTTBJÓR SJÁLF- SAGT! GJÖRÐU SVO VEL! EINN LÉTTUR BJÓR GERÐU „SVARA ÖLLUM”... VIÐ ÞURFUM AÐ VERA DUGLEGRI VIÐ ÞAÐ AÐ KENNA BÖRNUNUM OKKAR MANNASIÐI ÞAU ERU EKKI ÞAÐ SLÆM VIÐ ERUM BARA FJÖLSKYLDA EN EKKI HLÝÐNISKÓLI KANNSKI EKKI, EN „TAKK FYRIR” OG „VILDIRÐU VERA SVO VÆN” ER LÁGMARK HEYRÐU, ÞÚ STENDUR FYRIR RISTA- VÉLINNI! ÞÚ HEFUR RÉTT FYRIR ÞÉR SVO EKKI SÉ MINNST Á „AFSAKIД KEYPTIRÐU KÓNGULÓARMANNABÚNING FYRIR PENINGANA SEM ÞÚ FÉKKST FYRIR MYNDINA!? ÉG GERÐI ÞAÐ EIGINLEGA ÁN ÞESS AÐ HUGSA MIG UM EN ÞÚ SAGÐIST BARA ÆTLA AÐ VERA ÞÚ SJÁLFUR Í MIAMI JÁ, ÉG SAGÐI ÞAÐ. ÉG GET EKKI ALVEG ÚTSKÝRT ÞAÐ EN... ...ÉG FANN Á MÉR AÐ ÉG ÞYRFTI Á HONUM AÐ HALDA Gangbrautarljós og umferðarmenn- ing Af gefnu tilefni langar mig að rifja upp um- ferðarreglu sem ég lærði í Ökuskólanum á sínum tíma en virð- ist hafa farið framhjá flestum ökumönnum. Hún varðar gang- brautarljós og hvað litirnir þýða fyrir öku- manninn. Rautt þýðir að sjálfsögðu að stoppa eigi við stöðv- unarlínu, grænt þýðir að sjálfsögðu að þú megir keyra (að því gefnu að enginn sé í vegi fyrir þér) en gult blikkandi ljósið virðist hafa misst merkingu sína í huga ökumanna. Það þýðir nefnilega ekki að þú eigir að aka af stað, heldur að þú eigir að vera viðbúinn að aka af stað sé enginn gangandi vegfarandi á leið yfir gangbrautina! Athugið að þarna er mikill munur á. Sem gangandi veg- farandi stranda ég iðulega á umferð- areyjum með þjótandi bíla framhjá mér jafnvel þó það blikki grænn kall hjá mér og gult ljós hjá ökumönnum og þeir sjái mig augljóslega. Ég mæli með að ökumenn kíki á vefsíðu umferðarstofu og læri þessa reglu. Sjá hér: http://www.us.is/Apps/ WebObjects/US.woa/ wa/dp?id=1205 Sem gangandi og hjólandi vegfarandi í miðbæ Reykjavíkur vona ég innilega að umferðarmenningin í borginni fari batnandi og aukið pláss verði fyrir okkur sem kjós- um að brenna frekar eigin fituforða sem eldsneyti í stað þess að menga loftið með rán- dýru bensíni. Góðar stundir. Vegfarandi. Tapaði síma á Siglufirði Ég var svo óheppin að tapa símanum mínum á pæjumótinu á Siglufirði 6. ágúst síðastliðinn. Vinsamlega hringið í mig í síma 862-0503 ef þið hafið fundið síma af gerðinni Hua- wei. Aftan á honum er Loverpool- merki. Erna er beðin um að hringja Erna, vinkona Ingu og Haraldar í Noregi, er vinsamlegast beðin um að hringja í síma 587-1384. Ást er… … að vera helsti aðdáandi hans. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vetrarstarf hefst í sept.: útskurður 5. og 7.9. kl. 13, leshóp- ur 6.9. kl. 13.30, postulín 6.9. kl. 13 og 7.9. kl. 9 og 13, myndmennt 8.9. kl. 13 og bókmenntakl. kl. 13.45. Skráning í spænsku og tölvufærni. Hláturjóga 17. okt. kl. 17.30, bingó 9. sept. kl. 13.30, skartgripatorg 14. sept. Hausttískan kynnt 28. sept. Skráning í s. 411-2702. Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9, bingó kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Vertrarstarfið hefst 1. september. Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8-16. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist FEBK í Gjábakka kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur í Stangarhyl kl. 20-23, Dans- hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Aðgangur er 1.500 kr., en 1.300 fyrir fé- lagsmenn FEB. Skoðunarferð um rósa- garð Grasagarðs Reykjavíkur undir leið- sögn Jóhanns Pálssonar grasafræðings, hefst kl. 13 við aðalinnganginn. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinna, matur og kaffi, f.vist kl. 20.30. Kynning á vetrarstarfi þriðjudaginn 30. ágúst. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Ganga kl. 10. Kynning á starfsemi vetrarins verður miðvikudaginn 31. ágúst. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Jónshús opið 9.30-16. Vist kl. 13, rúta frá Hleinum kl. 12.30, frá Garðatorgi 7 og Hönnunarsafni kl. 12.45, sala á miðum í Borgarfjarðarferð FEBG 30. ág. í dag kl. 13-15, verð kr. 6.750, ekki greiðslukort. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Skoðunarferð í Hörpuna, miðvikud. 31. ágúst, farið frá Hlaðhömr- um kl. 13. Verð kr. 2.000. Skráning í síma 586-8014 e.h. og 692-0814. Félagsstarf eldri bæjarbúa, Seltjarn- arnesi | Spjall í króknum kl. 10.30, jóga kl. 11, spilað kl. 13.30. Opinn púttvöllur. Vetrarstarf hefst skv. dagskrá 29. ágúst. Félagsstarf Gerðubergi | Opið kl. 9- 16.30, m.a. prjónakaffi kl. 10, stafganga kl. 10.30 og spilaslur opinn frá hádegi. Þriðjud. 6. sept. kl. 13 er postulíns- námskeið, skráning á staðnum og í s. 557-3178. Unnið er að gerð vetrardag- skrár, ábendingar óskast. S. 575-7720. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, bingó kl. 13.30. Kynning á félagst. 1. sept. kl. 13, skráning hafin: leikfimi 1. sept., myndlist 5. sept., glerlist 6. sept., postulín 8. sept. og trésk. 28. sept. Hraunsel | Brids kl. 13, dagskrá vetr- arins kemur í sept. Sími 555-0142. Hæðargarður 31 | Hugmyndir í vetur: Skapandi skrif, magadans, leirmótun. tölvuleiðbeiningar, postulín, þrívídd- arsaumur, framsögn, Thai chi, glerlist, refilssaumur, vikivaki, hláturjóga, blóm í fóstur og Vínartónleikar 6. jan. 2012. Vist mánud. kl. 13.30. Hausthátíð og kynninga 2. sept. kl. 14. Uppl. 411-2790. Vesturgata 7 | Sungið v/flygilinn við undirl. Sigurgeirs kl. 13.30. Dansað undir stjórn Sigvalda kl. 14.30. Veislukaffi. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa- vinnustofan opin, bingó kl. 13.30. Landsmót hagyrðinga verðurhaldið í Stykkishólmi laugar- dagskvöldið 3. september, eins og frá hefur verið greint í Vísnahorn- inu, og geta áhugasamir skráð sig hjá Hermanni Jóhannessyni, en rétt netfang hjá honum er: hremmi@- gmail.com. Hann kastar fram af þessu tilefni: Senn mun þjóðin þyrst og ólm þreyta kapphlaup vestur í Hólm, dvelja um stund við ljóðaleik, lepja vín og eta steik. Að venju býðst fólki að fara á mót- ið með Kvæðamannafélagi Iðunnar og verður lagt af stað með rútu kl. 9 að morgni frá Umferðarmiðstöðinni. Ekið verður um Snæfellsnesið sunn- anvert og afhjúpað minnismerki um Guðmund Bergþórsson rímnaskáld á Arnarstapa. Minnismerkið er unn- ið af listamanninum Páli á Húsafelli, steinsúla úr stuðlabergi með vinstri handar hnefa ofan á, sem rekur stuðulinn ofan í landið. Að því loknu verður ekið fyrir jök- ul og sem leið liggur í Stykkishólm. Að lokinni skemmtun um kvöldið verður haldið í bæinn. Í heildina kostar ferðin 12 þúsund, en innifalin er rútuferðin, súpa á Arnarstapa og aðgangur á hagyrðingamótið með þeim dýrindis steikum sem þar verða á borðum. Skráning fer fram hjá Steindóri Andersen í s. 8637887 eða netfangi sandersen@simnet.is. Hann verður sömuleiðis fararstjóri ásamt Njáli Sigurðssyni og vitaskuld verður ort á vísnastandinn. Í Jónsmessuferð Iðunnar sumarið 2002 orti Hjörtur Pálsson: Norður Strandir liggur leið, logi andans glæðist. Vísnabrand ég brýni í neyð baga á standinn fæðist. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af haustferð og landsmóti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.