Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2011 SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI LARRY CROWNE FRÁBÆR RÓMANTÍSK GRÍNMYND EIN FLOTTASTA SPENNUHROLLVEKJA ÞESSA ÁRS MÖGNUÐ ÞRÍVÍDD BESTA MYNDIN Í SERÍUNNI TIL ÞESSA 75/100 VARIETY 75/100 SAN FRANCISCO CHRONICLE 75/100 ENTERTAINMENT WEEKLY SÝND Í 3D / ÁLFABAKKA FINAL DESTINATION 5 3D kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 16 COWBOYS & ALIENS kl. 10:30 14 LARRY CROWNE kl. 8 - 10:20 VIP GREEN LANTERN kl. 3 - 5:40 - 8 - 10:20 12 LARRY CROWNE kl. 3:40 - 5:30 - 8 - 10:20 7 BÍLAR 2 3D Með ísl. tali kl. 3 - 5:30 L HORRIBLE BOSSES kl. 8 - 10:20 12 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 3 - 5:30 L HORRIBLE BOSSES kl. 5:30 VIP HARRYPOTTER7-PART2 kl. 8 12 FINAL DESTINATION 5 3D kl. 8 - 10:20 16 CAPTAINAMERICA3D kl. 10:20 12 STRUMPARNIR 3D Með ísl. tali kl. 5:20 L GREEN LANTERN 3D kl. 5:20 12 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 5:20 L HARRYPOTTER7-PART23D kl. 5:20 12 COWBOYS & ALIENS kl. 8 - 10:40 14 HORRIBLEBOSSES kl. 8 12 RISE OF THE PLANET OF THE APES kl. 8 - 10:30 12 / EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI FRÁ HÖFUNDUM LEIFTUR MCQUEEN OG KRÓKUR ERU AFTUR MÆTTIR, BETRI EN NOKKURN TÍMANN RYAN REYNOLDS BLAKE LIVELY MARK STRONG GEOFFREY RUSH SÝND Í ÁLFABAKKA,EGILSHÖLLI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK HHH BoxOffice Magazin á allar sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 3D 1.000 kr. Í LF , E IL LL, AKUREYRI, KEFLAVÍ OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI Írska söngkonan Sinéad O’Connor er væntanleg hingað til lands og tek- ur þátt í tónlistarhátíðinni Airwaves sem haldin verður 12. til 16. október. Ekki er ljóst á hvaða degi hún syng- ur, en að sögn skipuleggjenda hátíð- arinar heldur hún eina tónleika helgina 14. til 16. október. Grímur Atlason, framkvæmda- stjóri hátíðarinnar, segir að það sé frábært að fá Sinéad á Airwaves og hann hafi unnið að því að fá hana eft- ir að hafa verið staddur á listahátíð- inni í Manchester fyrir stuttu þar sem söngkonan tróð upp fyrir fullu húsi og fékk gríðargóðar móttökur jafnt áheyrenda sem gagnrýnenda. „Það hjálpaði okkur mikið hvað Si- néad var áhugasöm um að koma hingað og þá til að spila á Airwaves, en ekki að halda risatónleika. Hún er á ferðinni núna að kynna vænt- anlega plötu sína og hefur lagt áherslu á að fara aðrar leiðir en þessar hefðbundnu rokkstjörnuleið- ir og spila á minni tónleikum. Það er heiður fyrir Airwaves að fá hana hingað og að hún vilji deila kjörum með íslenskum bílskúrshljóm- sveitum.“ Með Sinéad í tónleikaferðinni leika hljómborðsleikari og gítarleik- ari. Eins og getið er eru tónleikarnir kynning á væntanlegri plötu hennar, en hún mun einnig flytja nokkur af sínum þekktustu lögum. Sinéad O’Connor er einn þekkt- asti tónlistarmaður heims og naut gríðarlegra vinsælda víða um heim fyrir flutning sinn á Prince-laginu „Nothing Compares 2 U“ sem sló í gegn 1990 og sat mánuðum saman í efsta sæti vinsældalista vestan hafs og austan. Ferill hennar tók þó óvænta beygju þegar hún reif mynd af Jóhannesi Páli páfa í beinni út- sendingu hjá bandarísku sjónvarps- stöðinni NBC, en með því vildi hún vekja athygli á barnaníði innan kaþ- ólsku kirkjunnar. Síðasta breiðskífa Sinéad, Theo- logy, kom út fyrir fjórum árum. arnim@mbl.is Sinéad syngur á Íslandi Óhefðbundin Írska söngkonan Sinéad O’Connor, sem er bæði vinsæl og umdeild, syngur á Airwaves helgina 14. til 16. október. Hún er nú á ferð um heiminn að kynna væntanlega plötu sína, en syngur einnig sín þekktustu lög.  Írska söngkonan Sinéad O’Connor kemur fram á Airewaves-tónlistarhátíð- inni í haust  Tónleikar hennar verða helgina 14. til 16. október Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Sinéad O’Connor kom fram á stórum frelsistónleikum í Tallinn í Eistlandi síðastliðið laugardags- kvöld. Hún átti að koma fram á Rock Summer-hátíðinni í Eistlandi árið 1990 en þurfti að hætta við út af pólitík. Nú var hún mætt til að fagna með Eistum en á laugardag- inn voru tuttugu ár liðin frá því að þeir endurheimtu sjálfstæði sitt. Blaðamaður sá O’Connor á tón- leikunum og það verður að segjast að hún kann enn sitt fag, er frábær tónlistarkona. Það var samt ekki lítil og grönn, krúnurökuð stúlka sem steig á svið, myndin sem flestir hafa líklega af O’Connor síðan hún var sem vinsælust um 1990, heldur var það 44 ára gömul fjögurra barna móðir, sem hefur þurft að takast á við ýmislegt í lífinu, sem stóð á sviðinu, með hár, hold og gleraugu. O’Connor var með hljómsveit með sér og tók líka sjálf í gítar. Hún flutti lög af hinum ýmsu plötum sín- um en mörg þeirra voru samt af fyrstu og þekktustu plötu hennar, The Lion and the Cobra. Tónlist hennar er lágstemmd og falleg, með þjóðlagaáhrifum og textarnir búa yfir boðskap og ádeilu. En hún tileinkaði a.m.k. tvö lög konum sem eiga við neyð að stríða. Hún lokaði tónleikunum með vinsælasta lagi sínu, Prince-slagaranum „Nothing Compares 2 U“. Það flutti hún við undirleik strengjasveitar og áhorf- endur sungu með. Ég hafði ekki fylgst með O’Conn- or að neinu viti fyrir þessa tónleika en hún kann sitt fag. Eftir tón- leikana í Eistlandi er ég full til- hlökkunar að sjá hana spila á Ís- landi. Með hár og hold á fimmtugsaldri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.