Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 238. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Kom að eiginkonunni í bólinu ... 2. Fryst lifandi til að viðhalda ... 3. Barn sem kastað var úr húsi ... 4. Eldsneytisstríð í dag »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Írska söngkonan Sinéad O’Connor tekur þátt í tónlistarhátíðinni Air- waves sem haldin verður 12. til 16. október nk. Að sögn skipuleggjenda hátíðarinnar heldur hún eina tónleika helgina 14. til 16. október. Sinéad O’Connor verður á Airwaves  Söngvarinn Paul Young er væntanlegur hingað til lands og heldur tónleika með hljómsveit sinni í Eldborgar- sal Hörpu 4. októ- ber. Paul Young naut gríðarlegra vinsælda um allan heim á níunda ára- tugnum með lögum eins og Every- time You Go Away, Living For The Love Of the Common People, Come Back And Stay og Wherever I Lay My Hat. Paul Young til Íslands  Sala áskriftarkorta á tónleika Sin- fóníuhljómsveitar Íslands hefur geng- ið framar vonum. Nú þegar hafa verið seld tæplega 26.000 sæti í áskrift og ber þar hæst 114% aukningu í tón- leikaröðum Sinfóní- unnar; gulri, rauðri og grænni tón- leikaröð. Ef öll kort eru talin er heildar- aukningin 57% á milli ára. Salan jókst hjá Sin- fóníuhljómsveitinni VEÐUR Enski strákurinn Aaron Spear jafnaði fyrir Eyja- menn í uppbótartíma gegn KR í Vesturbænum í gærkvöld og sá til þess að spennan héldist í barátt- unni um Íslandsmeistara- titilinn í fótbolta. Lokatöl- ur urðu 2:2 og KR-ingar eru með tveggja stiga for- skot á ÍBV og fjögur stig á FH, en eiga auk þess leik til góða. »2-3 Enski strákurinn hélt spennunni Ákvörðun Stjörnunnar um að draga sigursælasta lið sitt, kvennaliðið í handknattleik, út úr Íslandsmótinu hefur vakið mikla athygli. Liðið hefur misst marga sterka leikmenn en svo virðist sem þeir hafi ekki verið með leikmannasamninga við félagið. HSÍ vonast til þess að Stjarnan dragi úr- sögnina til baka. »4 Dregur Stjarnan úrsögn sína til baka? Ólafur Stefánsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins í handknatt- leik, sem í sumar samdi við danska liðið AG Köbenhavn, gengst í dag undir aðgerð á hné og verður hann frá æfingum og keppni næstu vikurnar. Það er Brynjólfur Jónsson, læknir ís- lenska landsliðsins, sem gerir aðgerðina á Ólafi. »1 Ólafur Stefánsson í aðgerð á hné í dag ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Morgunblaðið/Eggert Laugavegur Sumir erlendir ferða- menn halda sig bara í Reykjavík. Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Ferðasumarið hefur verið gott það sem af er og því er enn ekki lokið. Nú um helgina er t.d. einn af árlegum hápunktum sumarsins, þegar blásið er til flugeldasýningar yfir Jökulsár- lóni. Má ætla að margir geri sér ferð til að berja það undur augum. Erlendir ferðamenn hafa aldrei verið fleiri en í sumar en samt virðist sem sú fjölgun hafi ekki alls staðar skilað sér með auknum viðskiptum. Bílaleigur hafa til dæmis lítið fundið fyrir aukningu og á landsbyggðinni spyrja margir aðilar í ferðaþjónust- unni hvar ferðamennirnir séu. Að sögn Samtaka ferðaþjónust- unnar virðist sem ferðamynstur hópsins sem hingað kemur hafi að einhverju leyti breyst auk þess sem gistiplássum hefur fjölgað. „Í fyrsta lagi er mikil aukning á erlendum ferðamönnum á höfuð- borgarsvæðinu í skemmri ferðum en einnig hefur framboð af þjónustu aukist um allt land,“ segir í nýjasta Fréttabréfi SAF. Margir af þessum nýju gestum virðast ekki fara langt út fyrir Reykjavík, því þegar gisti- nætur á hótelum eru taldar saman kemur í ljós að fyrstu sex mánuði ársins fjölgaði þeim um 13,6% á höf- uðborgarsvæðinu, en aðeins um 6% á landsbyggðinni. Hvað Íslendinga varðar tekur nú við nýtt tímabil í ferðasumrinu, þegar berjatínslan hefst. Berjaspretta er prýðileg á Vestfjörðum og nú um helgina blása Súðvíkingar til uppskeruhátíðar á Bláberjadögum. »14 Margir sakna ferðamanna  Fjölgunin skilar sér ekki í gistingu á landsbyggðinni „Mjög mikið fjör er hjá okkur fyrir hundasýningar þegar fjölmargir hundar fara í snyrtingu,“ segja Sóley Halla Möller og Ásta María Guðbergsdóttir hjá Dekurdýrum en Hundaræktarfélag Íslands heldur um helgina alþjóðlega hundasýningu í Reiðhöllinni í Víðidal. Sóley segir það stórkostlegt að vinna með dýrum þó að það geti tek- ið á andlega og líkamlega en það sé alltaf mjög gefandi. Hundaeign hafi aukist á síðustu árum og Íslendingar séu duglegir að fara með hundana sína í snyrtingu. Sérstaklega mikið sé að gera í kringum stórar sýningar og svo „korter fyrir jól“. „Sýningar- hundarnir eru yfirleitt mjög stilltir hjá okkur en þeim finnst þó best þegar snyrtingin er búin,“ segir Sóley en þeir eru baðaðir, klipptir, burstaðir og þurrkaðir til að líta sem best út. „Þetta er í raun fegurðar- samkeppni og verið að velja þann hund sem er hæfastur til undaneldis og því getur fallegasti feldurinn haft úrslitaáhrif,“ segir Sóley. mep@mbl.is »20-21 Skínandi fallegir hundar  Alþjóðleg hundasýning í Víðidal um helgina Morgunblaðið/Sigurgeir S. Sýning Fallegir og vel snyrtir hundar sem keppa um helgina. Tæplega 700 hreinræktaðir hunda munu gleðja áhorfendur í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Sýningin hefst í fyrramálið og stendur fram á sunnudag. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg norðlæg átt, skýjað með köflum eða bjartviðri og yfirleitt þurrt. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast SV-til. Á laugardag Fremur hæg norðvestan- og vestanátt. Bjartviðri sunnan- og austantil, sums staðar dálítil súld norðan- og vestantil. Á sunnudag Suðvestan 8-13 og súld eða rigning með köflum um landið norðvestan- og vestanvert. Hiti 8 til 15 stig að deginum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.