Alþýðublaðið - 03.11.1923, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.11.1923, Blaðsíða 4
'ALÞVSUBLAÐISJ - 4 Kvsðið hans K. Morgunblaðið birti hinn 25. f. m. kvæbi eftir K., sem heitir Bols- arnir. Hver hann er, þessi bless- aður K., veit ég náttúrlega ekki, en ég gæti vel trúað því, að hann væri í brunaliðinu, vegna þess, að það er svo mikið vatnsbragð að þessu kvæði hans. Pað er þó ekki Gvendarbrunna- vatn í því; vatnið i þeim er svo heilnæmt, en þetta var bann^ett grugg. Það var nefnilega alt sam- an >vanhugsuð æsing< — á »ekta< K.-máli. — Hann viðurkennir i öðru orðinu, að jafnaðarmenskan sé fögur hug- sjón, en í hinu segir hann, að húu sé >öfundarsæði af iligirni sáð<. öfundiu er því orðin fögur hug- sjón samkvæmt hans kenningu* Nei, minn góði K. Ég trúi því ekki, að þú haflr viljandi Játið svona fjarstæður frá þér fara. Ég held bara, að þú haflr farið kvæða- vilt, þegar þú fórst ofan í skúftuna. Ég skal nú lofa þér að héyra, hvaða kvæði ég held að þú haflr ætlað að setja í blaðið. Það er svona: Yor hugsjón er fögur og fram- kvæmdin skjót, og fjölmargt er unnið til dáða, og óðara fá menn á bölinu bót, ef boisarnir einsamlir ráða. TjI viðreisnar þjóðunum varla það er, þótt velmegun auðmanna glæðist. í hásæti kúgunar hreykja þeir sér, svo hungur og bágindi fæðist. Það má ekki búast við menning ■ ' og dáð, á meðán að engu er fórnað, og ágirndarsæði er alls staðar sáð og öllu til glötunar stjórnað. Ef bæta skal mannkynsins bölvun og stríð, þá berið ei drengskap að glóðum, en bjargið frá örvænting bágstödd- um lýð til blessunar löndum og þjóðum. Ef það er ekki þettá kvæði, sem þú heflr ætlað að birta, get ég ekki spáð neinu um það, en ótrú- legt þykir mér, að það hafl brunnið. hns. Um dagian og Yeginr. Kosningaúrsit. í Suður- Múlasýslu eru kosnir Sveinn ÓI- afsson i Firði með 993 atkvæð- um og Ingvár Pálsson með 839 atkvæðum. Magnús Gfslason sýslumaður íékk 610 og Sigurð- H. Kvaran læknir 467 atkvæði. í Norður-ísafjarðarsýslu er kos- inn Jón Auðunn Jónsson fyrr útibússtjóri með 785 atkvæðum. Jón Thoroddsen fékk 384 at- kvæði og Arngrímur Fr. Bjarna- son 83 atkvæði, Eru nú ókomn- ar tréttir úr að eins þrem sýsl- um, Barðastrandasýslu, Eyjafjarð- arsýslu og Norður-ísáfjárðarsýslu. Unglingastúkan >Svava< nr. 23 heldur fyrsta fund sinn á vetrinum á morgun og vonast til að allir hennar góðu fé- lagar komi á hann. Fundurinn byrjar kl. 1 e. h. Sjá auglýsingu hér í blaðinu. Lúðrasveitin leikur fyrir al- menning á morgun kl. 3 á þaki hljómlistarskólans. Á ettir verð- ur skálinn opnaður til sýnis, og skátastúlkur selja merki tií ágóða fyrir byggingarsjóð Lúðrasveitar- innar, Hlutaveltn heldur Thorvalds- sensfélagið í Bárubúð á morgun, sjá auglýsingu hér í bláðinu. Látið að öðru jöfnu þá sitja fyrir viðsklttum yðar, sem auglýsa í blaði yðar. Gætið þess, að Kaup- félagið auglýsir þar að staðaldri. Síðastl dagurinn, sem mál- verkasýning Jóns Þorleifssonar er opin, er á morgun. Sig. Skagfeldt syngur í síð- asta sinn i Bíó næstkomandi sunnudag kl. 4. Almenningi gefst nú tækifæri til að heyra hann, þár eð verð aðgöngumiðanná er mjög lágt, kr. 2,00, hvar sem er í salnum. Lesendur þessa blaðs ættu að tryggja sér miða N ý 11 Borgarfjarðarkjðt í heilum kroppum í kjötbúð K au pfélagsins Laugaveg 38. Hestamenn 1 Ódýrustu skafiá- járnin fáið þið hjá mér, í smiðj- unni hjá Kristni Jónssyni vagna- smið, Gísii Jónsson járnsmiður. m m m m m m m m m m Stóptúrva1 af plötum, nálum, fjöðr- um og öilum varahlut- um, einnig munnhörp- um. — Enu þá eru nokkur stykki eftir af Harmonikum. mmmmmmmmmm m m m m m m m m m m Mmstæði fást á Hverfisgötu 60 A. Enn fremur körfuvagga og rafsuðuvól meö tækifærisverði. í tíma og kojna í tíma. Skag- feldt fer utan með Síríusi. Messur á morgun. í dóm- kirkjunni kl. 11 séra Bjarni Jónsson, kl. 5 séra Jóhann Þor- kelsson. í fríkirkjunni kl. 2 séra Árni Sigurðsson. í Landakots- kirkju kl. 9 hámeasa og kl. 6 síðd. guðþjónusta með predikun. Isfiskssala. Áfla háfa nýlega selt í Englandi Egill Skalla- grímsson fyrir 1872 og Gull- toppur fyrir .1243 sterlingspund. Framleiðslutækln eiga að vera þjúðareign. Rltstjóri og ábyrgðarmaður: Hailbjörn Hatldórsaon. Prentsmiðja Hállgrfms Benodiktssonar, Bergstaðastrseti 19,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.