Morgunblaðið - 15.10.2011, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.10.2011, Qupperneq 4
Á KRÓKNUM Björn Björnsson sport@mbl.is Fyrsti leikur haustsins í körfubolt- anum á Sauðárkróki, þegar Stjarnan sigraði Tindastól 105:91, hófst með miklum hraða og var skemmtilegt að sjá að ekki var neinn haustbragur á liðunum. Ekkert var um mistök, sendingar fínar og bæði liðin spiluðu að vísu svolítið gloppótta vörn, en sóknin var í góðu lagi og hittnin góð, þó var eins og stundum áður nokkur munur á vítahittni, þar sem hallaði verulega á heimamenn. Eini haustbragurinn sem sjáan- legur var reyndist vera á dómgæsl- unni, báðir dómararnir virkuðu þung- ir og fylgdu leiknum illa efttir. Nýi Kaninn í liði Tindastóls, Maurice Miller, kom firnasterkur inn, en hann kom í flugi frá Boston í gærmorgun, flaug til Akureyrar og kom í húsið stuttu fyrir leik og var stigahæstur í liði heimamanna með 22 stig. Þá átti Svavar Birgisson 20 stig og Tray Hampton og Helgi Rafn 17 stig hvor. Er ljóst að Miller á eftir að gera góða hluti ef fram fer sem horfir. Í liði Stjörnunnar bar eins og stundum áð- ur mest á Justin Shouse, en hann var allt í öllu í fyrri hluta leiksins, og skil- aði að lokum 24 stigum, en í seinni hluta var Fannar Freyr Helgason sá sem dró vagninn, með 26 stig, en Keith Cothran og Guðjón Lárusson með 18 stig hvor. Allan leikinn voru gestirnir yfir og lengstum með 8 til 10 stigum, en í þriðja leikhluta náðu heimamenn að saxa forskotið niður og var það þá lengstum 3-5 stig. Þegar komið var fram í fjórða leikhluta skiptu gestirnir um gír, eða þá að heimamenn slokkn- uðu en Stjarnan lék þá á als oddi og breytti stöðunni úr 78:82 í 91:105. Alls enginn haustbragur  Stjarnan vann Tindastól 105:91 í góðum leik á Sauðárkróki  Nýi Bandaríkja- maðurinn hjá Tindastóli mætti á staðinn rétt fyrir leik og skoraði 22 stig Á HLÍÐARENDA Kristinn Friðriksson sport@mbl.is Í fyrsta heimaleik Vals í úrvalsdeildinni í körfu- bolta síðan tímabilið 2002-3 varð skammarleg frammistaða lykilleikmanna liðinu að falli. Ung- liðahreyfing Njarðvíkur afgreiddi leikinn á Hlíð- arenda í hraðsuðukatli á aðeins 21 mínútu og vann stórsigur, 92:63. Fyrsti leikhluti fór vel af stað, bæði lið hittu vel en varnarleikurinn var líka ennþá að klæða sig inni í klefum beggja liða – þar sem þeir voru á Rótarýf- undi og komu seint. Gestirnir spiluðu agaðri bolta og líklegri í öllum aðgerðum. Þegar líða tók á ann- an leikhluta urðu sóknir heimamanna tilvilj- unarkenndar, ekkert skipulag í sóknaraðgerðum og vörnin álíka undarleg. Erlendir leikmenn Vals, Curry Collins og Darnell Hugee, voru afspyrnu daprir. Igor Tratnik sýndi smálífsmark og baráttu en það var maður leiksins hjá Val, Birgir Pét- ursson, sem sá til þess að munurinn í hálfleik var „aðeins“ 17 stig. Þolinmæði, grimm vörn og leikgleði Ég fékk þá tilfinningu í hálfleik að leikurinn væri svo gott sem afgreiddur og geri ráð fyrir því að Valsmenn hafi fundið það líka því það tók gest- ina ekki nema tvær mínútur að staðfesta þann grun. Með Travis Holmes, Elvar Friðriksson og Cameron Echols í fararbroddi afgreiddu Njarðvík- ingar leikinn mjög sannfærandi strax á fyrstu mín- útum seinni hálfleiks. Þolinmæði í sókn, grimm vörn og leikgleði gerði Njarðvík að yfirburðaliði í þessum leik. Það var ljóst í hvert stefndi þegar sex mínútur voru eftir af þriðja leikhluta og tóku báðir þjálfarar á það ráð að leyfa varamönnunum að spreyta sig. Ég vil þakka þjálfurunum sérstaklega fyrir þetta vegna þess að leikurinn varð skemmtilegri fyrir vikið. Þrátt fyrir að Valsmenn skoruðu ekki mikið sýndu þeir það sem ekki sást hjá lykilleikmönnum í fyrri hálfleik; baráttu, jákvæðni, leikgleði og betri ákvarðanatöku. Alexander Dungal og Igor Tratnik voru ágætir en varamenn Vals eiga mest hrós skil- ið. Kom á óvart hve góðir við vorum Hjá Njarðvík spiluðu allir og skoruðu ellefu leik- menn liðsins, fimm þeirra sín fyrstu stig í deildinni. Eftir leik hafði Elvar Friðriksson þetta að segja aðspurður um þátt allra í liðinu í leiknum: „Við óskuðum okkur þessarar byrjunar, og það kom mér smá á óvart hversu góðir við vorum og hversu andlausir Valsmenn voru.“ Hann var líklega ekki hvað hefði klikkað í leik hans manna hafði Birgir Pétursson þetta að segja. „Við erum búnir að æfa vel en í kvöld spiluðum við enga vörn og því fór sem fór.“ Þetta var klárlega „einn af þessum dögum“ fyrir heimamenn en þeir mega hins vegar ekki verða of margir í vetur. Ágúst þjálfari þarf að sjá til þess að „allt“ liðið mæti jafntilbúið og varamennirnir í næsta leik. Dómarar leiksins: Það góðir að enginn tók eftir þeim. Var ánægður að sjá „hreyfihindrunarvillur“ dæmdar en þeir hefðu alveg eins getað verið heima að horfa á stórmyndina „Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka“. einn um þetta því fyrirfram var búist við hörkuleik. Enginn hjá Njarðvík steig feilspor, enginn með stórleik en frammistaða Elvars var eftirtekt- arverð; hann hitti vel, tók góð skot og losaði bolt- ann fljótt á kantinn sem kom sókninni strax af stað. Stórt hrós fyrir mjög skemmtilegt Njarðvík- urlið sem sýndi alltof fáum áhorfendum hversu gaman það er að spila þessa íþrótt. Valsmenn þurftu ekki á svona heimaleik að halda. Það versta í mínum huga var þessi pirringur sem skein úr andlitum nokkurra lykilleikmanna liðsins; þetta bitnaði auðvitað ekki bara á þeirra leik, heldur líka á þeim sem voru þó að berjast inni á vellinum. Þá skorti allt flæði í sókn. Aðspurður Óskabyrjun Njarðvíkur Morgunblaðið/Sigurgeir S.  Frammistaða lykil- manna Vals til skammar  Engin feilspor skemmti- legra Njarðvíkinga Stigahæstur Hjörtur Hrafn Einarsson skoraði mest fyrir Njarðvíkinga, 18 stig. Hér er hann með bolt- ann en Valsmennirnir Snorri Þorvaldsson og Igor Tratnik sækja að honum. Tratnik gerði 22 stig. 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2011 Tindastóll – Stjarnan 91:105 Sauðárkrókur, Iceland Express-deild karla, 14. október 2011. Gangur leiksins: 5:5, 11:11, 12:17, 19:27, 23:34, 30:39, 38:48, 46:54, 56:60, 65:69, 73:80, 76:82, 78:93, 79:99, 87:102, 91:105. Tindastóll: Maurice Miller 22/6 fráköst, Svavar Atli Birgisson 20, Trey Hampton 17/12 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 17/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 9, Pálmi Geir Jónsson 2, Loftur Páll Eiríksson 2, Einar Bjarni Einarsson 2. Fráköst: 19 í vörn, 11 í sókn. Stjarnan: Fannar Freyr Helgason 26/8 frá- köst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 24/4 fráköst, Keith Cothran 18/5 fráköst, Guð- jón Lárusson 18, Marvin Valdimarsson 17/8 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 2. Fráköst: 15 í vörn, 13 í sókn. Dómarar: Davíð Kr. Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson. Valur – Njarðvík 63:92 Vodafonehöllin, Iceland Express-deild karla, 14. október 2011. Gangur leiksins: 6:6, 9:15, 14:21, 21:30, 23:37, 27:39, 33:48, 35:52, 37:57, 38:65, 40:69, 42:75, 44:77, 50:83, 58:90, 63:92. Valur: Igor Tratnik 22/9 fráköst, Birgir Björn Pétursson 13/9 fráköst, Alexander Dungal 6/6 fráköst, Curry Collins 6, Bene- dikt Blöndal 4/4 fráköst, Bergur Ástráðs- son 4, Snorri Þorvaldsson 3, Austin Magn- us Bracey 3, Darnell Hugee 2. Fráköst: 23 í vörn, 13 í sókn. Njarðvík: Hjörtur Hrafn Einarsson 18, Travis Holmes 16, Ólafur Helgi Jónsson 12/4 fráköst, Cameron Echols 12/5 fráköst, Elvar Már Friðriksson 11, Oddur Birnir Pétursson 7, Styrmir Gauti Fjeldsted 4, Sigurður Dagur Sturluson 4, Rúnar Ingi Erlingsson 4/6 fráköst, Óli Ragnar Alex- andersson 2, Maciej Stanislav Baginski 2. Fráköst: 23 í vörn, 7 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jón Þór Ey- þórsson. Haukar – Snæfell 89:93 Ásvellir, Iceland Express deild karla, 14. október 2011. Gangur leiksins: 6:2, 12:9, 16:19, 20:22, 28:24, 30:31, 37:39, 43:43, 52:49, 57:55, 63:63, 71:69, 79:73, 82:73, 86:81, 89:93. Haukar: Jovanni Shuler 20/7 fráköst, Örn Sigurðarson 16/6 fráköst, Davíð Páll Her- mannsson 14/8 fráköst, Haukur Óskarsson 14/5 fráköst, Sveinn Ómar Sveinsson 9, Sævar Ingi Haraldsson 9/6 stoðsendingar, Helgi Björn Einarsson 5, Emil Barja 2/4 fráköst/5 stoðsendingar. Fráköst: 24 í vörn, 11 í sókn. Snæfell: Brandon Cotton 33, Quincy Hank- ins-Cole 17/15 fráköst/6 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 16/5 fráköst, Sveinn A. Davíðsson 12/7 stoðsendingar, Ólafur Torfason 7/8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 6/9 fráköst, Hafþór Gunnarsson 2. Fráköst: 33 í vörn, 9 í sókn. Dómarar: Jón Bender, Steinar Orri Sig- urðsson. Staðan: Njarðvík 1 1 0 92:63 2 Stjarnan 1 1 0 105:91 2 ÍR 1 1 0 109:101 2 KR 1 1 0 90:84 2 Grindavík 1 1 0 86:80 2 Snæfell 1 1 0 93:89 2 Haukar 1 0 1 89:93 0 Þór Þorl. 1 0 1 84:90 0 Keflavík 1 0 1 80:86 0 Fjölnir 1 0 1 101:109 0 Tindastóll 1 0 1 91:105 0 Valur 1 0 1 63:92 0 1. deild karla Ármann – Breiðablik .......................... 81:86 Ármann: Illugi Auðunsson 11/13 fráköst/4 varin skot. Breiðablik: Þorsteinn Gunnlaugsson 22/14 fráköst/5 stoðsendingar. Þór Ak. – ÍA ......................................... 58:75 Þór: Þorbergur Ólafsson 16/4 fráköst. ÍA: Terrence Watson 35/17 fráköst/6 stoln- ir, Dagur Þórisson 12/5 fráköst. ÍG – FSu ................................................ 95:91 ÍG: Helgi Jónas Guðfinnsson 27/10 fráköst, Guðmundur Bragason 20/11 fráköst. FSu: Orri Jónsson 23/4 fráköst. Svíþjóð Sundsvall – Jämtland.......................... 94:79  Jakob Örn Sigurðarson skoraði 15 stig fyrir Sundsvall, Hlynur Bæringsson skor- aði 11 og tók 13 fráköst og Pavel Ermol- inskij skoraði 7.  Brynjar Björnsson skoraði 3 stig fyrir Jämtland. Norrköping – Solna............................. 79:77  Logi Gunnarsson skoraði 10 stig fyrir Solna og átti 7 stoðsendingar. KÖRFUBOLTI Snæfell lagði Hauka að velli, 93:89, í hnífjöfnum og æsispennandi leik í úrvalsdeild karla í körfu- bolta í gærkvöld en viðureign liðanna fór fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Eftir jafnræði frá fyrstu mínútu virtust Hauk- ar vera að sigla fram úr Hólmurum í fjórða leik- hluta þegar þeir komust í 82:73. Þá tóku Snæfell- ingar heldur betur við sér með Quincy Hankins-Cole í stóru hlutverki, sérstaklega í varnarleiknum. Þeir sneru blaðinu við og voru komnir í 91:86 Þegar hálf mínúta var eftir. Davíð Páll Hermannsson gaf Haukum von með þriggja stiga körfu en Pálmi Freyr Sigurgeirsson inn- siglaði sigur Snæfells með tveimur vítaskotum þegar 12 sekúndur voru eftir. Brandon Cotton átti stórleik með Snæfelli og skoraði 33 stig. Jovanni Shuler skoraði 20 stig fyrir Hauka. vs@mbl.is Snæfellssigur í spennuleik á Ásvöllum Mikasadeild kvenna Afturelding – Þróttur N. .........................3:1 (21:25, 25:20, 25:13, 25:16)  Zaharina Flipova var stigahæst hjá Aft- ureldingu með 16 stig og Miglena Apasto- lova gerði 14 stig. Hjá Þrótti var Helena K. Gunnarsdóttir með 19 stig og Lilja Ein- arsdóttir með 6 stig.  Áhorfendur voru um 140. BLAK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.