Austurland


Austurland - 08.01.1965, Qupperneq 1

Austurland - 08.01.1965, Qupperneq 1
Amlurlmá Málgagn sósíalista á Aasturlandi 15. árgangur. Neskaupsíað, 8. janúar 1965. 1- tölublað. Síldarvinnslan að kaupa Fiskvinnslusiöð Sún Síðastliðinn mánudag var hald- inn fundur í Samvinnufélagi út- gerðarmanna. Fyrir honum lá tillaga frá stjórn félagsins þess efnis, að fundurinn heimilaði henni að selja Síldarvinnslunni hL. fiskvinnslustöð félagsins með r.ánar tilteknum skilyrðum, sem ekki verða rakin hér. Síldarvinnslan tekur máhð fyr- ir á hluthafafundi í næstu viku, en í sjálfu sér er það aðeins formsatriði, þar sem Sún fer með mikinn imeirihluta atkvæða í fé- laginu. Hér verður í stuttu máli gerð grein fyrir því, hvaða ástæður liggja til þessara aðgerða. Um alllangt árabil hefur Sam- vinnufélag útgerðarmanna átt , erfitt uppdráttar fjárhagslega. Upp á síðkastið hefur þó rekstur fiskvinnslustöðvarinnar verið fremur hagstæður, en félagið hef- ur orðið fyrir alvarlegum skakka- föllum af annarri starfrækslu. Skuldir félagsins eru það háar, að þess er ekki að vænta, 'að það fái fjármagn til framkvæmda, sem ó- hjákvæmilegar verða að teljast, ef fiskvinnslustöðin á að verða að því liði, sem hún getur orðið fyrir fiskiskipaflotann og bæjar- ,búa. Hin mikla síldveiði hér fyrir austan krefst aukinnar þjónustu og bættrar nýtingar aflans í landi. Með viðbótarframkvæmdum í fiskvinnslustöðinni má gera hana þamnig úr garði, að hún verði fær um að afkasta tmiklu meiru, en hún nú gerir. 1 fyrsta lagi þarf að auka stórlega síldarfrystingu með kaupum nýrra tækja. f öðru lagi þarf að koma upp í stöðinni aðstöðu til niðursuðu og niðurlagningar á síld og öðr- um síldarafurðum. Til þess þarf nokkrar byggingarframkvæmdir, en byggingu hússins hefur í raun- inni aldrei verið lokið. I þriðja lagi þarf að skapa að- stöðu til stóraukinnar síldarsölt- unar, og þá ekki sízt vetrarsíld- ar, fyrst og fremst með því að byggja hús, þar sem söltun færi fram. Hitt er svo ákvörðunarat- riði livort Síldarvinnslan sjálf rekur söltunarstöð eða leigir að- stöðuna. Síldarvinnslan ætti ;að hafa bolmagn til að gera þessa stofn- un þannig úr garði, að öll skil- yrði verði hagnýtt svo sem bezt má verða. Þegar fiskvinnslustöð- in er komin í það horf, sem ætl- að er, er full ástæða til að ætla, að þetta verði vel arðbært fyrir- tæki. En hvernig verður svo stjórn fyrirtækisins háttað? Stjórn Síldarvinnslunnar verð- ur jafnframt stjórn Fiskvinnslu- stöðvar Sún á sama hátt og hún verður stjórn Útgerðar Síldar- vinnslunnar. En sérstakur fram- kvæmdastjóri mun verða ráðinn fyrir fiskvinnslustöðina. Þannig verða framkvæmdastjórar Síldar- vinnslunnar þrír, einn fyrir síld- arverksmiðjuna, annar fyrir fiskvinnslustöðina og hinn þriðji fyrir útgerðina. Það er sannfæring forráða- manna þessara fyrirtækja, að með þessum ráðstöfunum verði það tryggt, að hin góða aðstaða, sem hér er fyrir hendi og til- tölulega auðvelt er að bæta, verði hagnýtf miklu betur, en unnt er með þeiun hætti, sem á hefur verið hafður til þessa. _ Ur skýrslu Bókasaíosins 1964 Svo sem öllum bæjarbúum mu;i kunnugt hóf bókasafnið starfsemi sína í nýjum húsakynnum 15. febr. sl. og vantar því einn og hálfan mánuð á reglulegan starfs- tíma sl. ár. Verður að hafa það í huga þegar eftirfarandi yfirlit er athugað. Safnið var opið til mailoka, og Fullorðnir. 382 karlar 412 konur 794 alls 96 — 5233 — 55 (tæpl.) 112 eint. Börn 53 drengir 69 telpur 122 alls 24 — 1190 — 50 (tæpl.) 79 eint. hegðun til fyrirmyndar og eru börnin og unglingamir engir eft- irbátar hinna fullorðnu í því efni. Vil ég nota þetta tækifæri og þakka öllum notendum safnsins á liðnu ári ánægjuleg viðskipti. Bókavörður. Tapaði nót Þegar Gullfaxi var á leið til Norðfjarðar með síldarfar.n fyr- ir nokkrum dögum, fékk hann sjó á sig og missti síldamótina og sökk hún. Nokkurt annað tjón varð. Gullfaxi hefur fengið leigða nót Gissurar hvíta frá Hornafirði og heldur áfram sildveiðum. Tala notenda: Útlánsdagar: Tala útlánaðra eint.: Meðaltal útlána á dag: Flest útlán á dag: Keypt voru á árin 231 eintök nýrra bóka og auk þess nokkur blöð og tímarit. Bókaeign safns- ins er nú um 5200 bindi. Lesstofan var opin tvisvar í viku, samtals 47 daga, og sóttu hana 416 gestir. Verður það að teljast allgóð aðsókn, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess, að safnið er mjög fátækt af heppi- legu lestrarefni á lesstofur. Mest voru lesin dagblöð svo og léttari tímarit. Nokkur af eldra fólki gluggaði í ljómynduðu kirkju- bækurnar. Fólk fer yfirleitt vel með bæk- ur og skilvísi er í bezta lagi. Nokkrir lenda að vísu í sektum, en allir borga þær orðalaust. Umgengni fólks er sérlega hreinleg og framkonta öll og opnað aftur 3. okt. Hafði þá barnabókasafnið, sem áður var í barnaskólanum, verið flutt í að- alsafnið, en er þó áfram sérdeild með sérstöku.u útlánsdögum. Töl- ur þær, sem hér eru birtar um barnabókasafnið ná því aðeins yf- ir þriggja mánaða starfstíma þess. 4 t Ikviknanir í Neskaupstað Slökkviliðið í Neskaupstað var kallað út óvenjulega oft nú um hátíðarnar. Áður hefur verið sagt írá brunanum í útgerðarstöð Ölv- ers Guðmundssonar. Á nýársnótt var slökkviliðið kvatt að húsinu nr. 13 við Blámsturvelli, en það er hús Ax- els Óskarssonar. Hafði þar komið upp eldur í dyraskúr. Bráðnaði plasteinangrun í skúrnum og stoðir skemmdust svo og fatnað- ur. Mun tjónið hafa verið metið 40—50 þúsund. Húsmóðirin hafði verið á dans- leik, en fór heim til að huga að barni sínu ungu. Kom hún fyrst að brunastaðnum og hóf þegar að bera vatn á eldinn og tókst að slckkva hann áður en slökkvilið- ið kom. Um hádegi 4. jan. var slökkvi- liðið kvatt að húsi, sem verið er að byggja við Blómsturveili 17. Hafði þar kviknað í út frá olíu- ofni og urðu talsverðar skemmdir á einangrun. Voru þær metnar á kr. 18.500.00. Eigandi hússins er Birgir Sigurðsson, skipstjóri. Eldurinn var slc-kktur áður en slökkviliðið kom á vettvang. Um morguninn 5. jan. kviknaði í mjöli í svofnendum „síló“ í síld- arverksoiiðjunni. Var slökkviliðið kvatt þangað í öryggisskyni, þar sem hætta var talin á, að kvikna mundi í þaki verksmiðjuhússins. Svo varð ekki og kom því heldur ekki til aðgerða slökkviliðsins að þessu sinni. HLfþór í síldarleit Ekkert skip hefur að undan- förnu verið við eftiriitsstörf og síldarleit á Austfjarðamiðum að hefur gætt talsverðrar óánægju meðal sjómanna út a.f því. Nú hefur hinsvegar verið á- kveðið að vs. Hafþór verði eftir- lits- og leitarskip hér fyrir aust- an. Skipshöfn verður sú sama og var á vs. Pétur Thorsteinsson. Sldpstjóri er Jón Einarsson. Haft er í flimtingum að tvo síðustu velur hafi verið áformað, að Skíðalandsmótið yrði í Norðfirði; að í bæði skiptin hafi orðið að aflýsa mótinu vegna þess, að snjór fyrirfannst enginn; að engin áform hafi verið uppi ium það, að hafa Skíðalands- móíið í þessu bjggðarlagi í vetur og að þá hafi brugðið s\o við, að snjór sé nægur; að menn getið ráðið því hvort hér séu snjóléttir vetur eða snjóþungir með því að á- kveða eða ákveða ekki Skíðalandsmót. "1

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.