Austurland


Austurland - 08.01.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 08.01.1965, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 8. janúar 1965. Ráðstefna um íþróttamál Dagana 7. og 8. nóv. sl. boð- uðu Iþróttasamband Islands og Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands til ráðstefnu að Eiðum. Boðaðir voru til ráðstefnunnar formenn eða fulltrúar fyrir 14 fé- lög ásamt sambandsstjórn. Einn- ig voru mættir frá íþróttasamb. Islands Gísli Halldórsson forseti, Hermann Guð;mundsson frkvstj. og Jens Guðbjörnsson forrn. merkjanefndar. Einnig var mætt- ur Óskar Ágústsson form. H.S.Þ. Ráðstefnan ræddi um vandamál íþróttahreyfingarinnar á Austur- landi og íþróttahreyfingarinnar í heild. Einnig var rætt um fram- tíðarverkefni UlA og íþrótta- hreyfingarinnar í landinu. Að ráðstefnunni lokinni var gef- ið út sameiginlegt ávarpt sem fer í heild hér á eftir. Það er viðurkennd staðreynd uin heim allan, að æsikunni séu hollar íþróttir og heilbrigð fé- lagsstarfsemi vænleg meðöil til andlegs og líkamlegs þroska. Flestar nútímaþjóðir kosta kapps um að búa svo í haginn fyrir æskufólk sitt, að það fái notið þessara uppbyggilegu dægra- dvala. Islenzka þjóðin hefur vissulega einnig stigið þau skref, þó betur megi ef duga skal. I- þróttir og æs'kulýðsstarfsemi eru ekki fjárhagslegar gróðalindir í þeim skilningi sem flestir leggja í þau orð. Ágóði þeirra verður ekki talinn í tölum né lagður samstundis inn á bankabækur. En fái heilbrigð íþrótta- og æsku- lýðsstarfserni að þróast í réttum farvegi eru heilbrigðari, glaðari og jákvæðari þjóðfélagsþegnar afrakstur hennar. En þessi starfsemi þarf sínar aðstæður, og þær aðstæður kosta fé. Iþrótta- og ækulýðsstarfsemin þarf sín íþrótta- og æskulýðs- mannvirki, sína kennara og leið- beinendur, svo eitthvað sé talið. Ekkert af þessu sprettur upp úr jörðinni, einungis aukið fjármagn og aukinn skilningur almennings getur hjálpað til í þeim efnum. Austfirzk íþrótta- og ung- mennahreyfing hefur dregizt aft- ur úr á umliðnum árum. Veldur þar margt. Ofurspenna í atvinnu- lífi, almennt tómstundaleysi, er hvoru tveggja skapar slæman jarðveg fyrir frjálsa félagsmála- hreyfingu. Flestir sjá hins vegar, að slíkt ástand getur ekki varað til lang- frama, þar eð það mundi leiða til andlegrar þvingunar og varan- legrar líkamlegrar þreytu almenn- ings. Slíkt ástand mundi leggjast jöfnum höndum á einstaklinginn og byggðarlag hans, smádraga úr báðum lí'kamskraft og andlegt þrek. Því teljum við, að hér verði að grípa til raunhæfra aðgerða, er miðist við það ástand, sem við er að glíma. Þess vegna skorum við undir- ritaðir á Austfirðinga, að veita íþrótta- og ungmennahreyfingunni styrk í baráttunni gegn því ó- fremdarástandi sem hér er að hasla sér völl á meðal okkar. Það heyrist sagt, að æskan sé óreglusö.n. Það kann að vera rétt. En upp á hvað býður um- hverfið henni?. Skoði hver sitt nánasta. Austfirzk íþróttahreyfing vill Hafi einhverjir tahð, að vanda- mál Austfirðinga í sambandi við útvarpshlustun, hafi verið leyst í eitt skipti fyrir öll með litlu endurvarpsstöðvunum, hafa þeir hinir sömu orðið fyrir miklum vonbrigðum í vetur. Ekki veit ég hvort hið sama gildir uim alla staði hér fyrir austan. En hér í Neskaupstað hef- ir ástandið verið afleitt. Grunur minn er, að svo hafi víða verið. Okkur hefir verið sagt, að Landssíminn hafi látið útvarpinu ! í té ákveðnar símarásir til flutn- i ings á útvarpsefni til okkar, og jafnframt, að Landssíminn h".ii tekið að sér rekstur endurvarps- stöðvanna. En frammistaða sím- ans í þessum efnum er fyrir neð- an allar hellur. Sí.nabilanir hafa verið mjög tíð- ar í vetur og verður ekkert við því gert, þó flutningur á útvarps- efni falli þá niður. En svo virð- ist, sem bilanir séu sérlega tíðar á þeirri rásinni, sem flytur útvarps- efnið. Sennilega er sú rás tekin í þjónustu símans, hvenær sem ein- hverjum símamönnum finnst við þurfa. A. m. k. ,,bilar“ endur- varpsstöðin grunsamlega oft, þegar annir eru miklar hjá síman- um, t. d. í landlegum. Nú er það vissulega rétt, að góð símaþjónusta er mjög mikils virði, en þá þjónustu á að láta í té og bæta, án þess að svipta okkur út- varpi. Hér við bætist svo það, að end- urvarpsstöðin hér í bænum er allt of veik og truflanir skelfilegar. Sjálfsagt reyna flestir að ná veðrinu og fréttayfirhtinu, þó brugðizt geti til beggja vona um árangur. En þá eyrna- og sálar- raun, að hlusta á kvölddagskrána að staðaldri, leggur varla nokkur á sig. Þau eru nú farin að skipta tug- um árin, sem kákað hefur verið við að bæta hlustunarskilyrði á Austurlandi. Ekki vil ég segja, að ekkert hafi áunnizt, en raunalega lítið er það. Og á sama tíma og stór hluti landsmanna hefur ekki hálf not af útvarpsefni að vetrinum, er undirbúningur sjónvarps í fullum gangi. Til að fyrirbyggja misskiln- ing, vil ég taka það fram, að ég beina lífi hinna uppvaxandi 'kvenna og karla í gagnstæðan farveg við þann sem hér er að framan lýst. Til þess að þar fylgi verk vilja, þarf hún efnalegan stuðning og sterkt jákvætt al- m.enningsálit. Þau tvö vopn mundu bíta bezt í baráttunni við þá fé- iagslegu ómenningu sem hér sieðjar að. Hjálpumst öll að því að skapa æskunni þær aðstæður er leiði hana til jákvæðra lífshátta og þroskandi félagsmálastarfsemi. Leggi þar hver sína hönd á plóg- inn. tel brýna nauðsyn bera til þess, að koma á fót íslenzku sjónvarpi, sem nær til landsins alls og tel það ekki minna menningarspor en stofnun útvarpsins var á sínum tíma. En er það til of mikiis mælzt, að áður sé landsmönnum öllum gert kleift að hlusta á út- varp ha.rmkvælalaust ? Metaíli 1964 Birtar hafa verið bráðabirgða- tölur um fiskafla Islendinga árið sem leið. Samkvæmt þessum töl- um varð fiskafiinn um 960 þús. lestir og er það 23% meiri afli en 1963. Hefur aldrei fengizt eins mikill afli hér á landi. Eins og vænta imátti sýnir skýrslan langmesta aukningu síld- araflans. Varð hann um 520 þús. lestir árið 1964, eða talsvert meira en helmingur alls aflans. Árið 1963 varð hann 395 þús. lestir og hefur því aukizt uim 32%. Undanfarin ár hefur ekki verið um að ræða verulega breytingu á þorskafla frá ári til árs. En á ár- inu sem leið óx bamn verulega miðað við næsta ár á undan. Varð hann um 425 þús. lestir 1964, en 382 þús. lestir 1963, aukning 11%. Árið 1963 nam verðmæti sjáv- arafurða 3747 pilllj. kr. Enn er ekki vitað um verðmæti aflans 1964, en það hlýtur að hækka mildu meira en aukning aflans gefur til kynna, vegna verðhækk- ana á afurðum, sérstaklega síld- arafurðum. Er talið að aflaverð- mætið 1964 verði ekki langt frá 5000 millj. kr. Vaxtalækkun Vaxtaokrið, sem núverandi rík- isstjórn innleiddi, hefur á undan- förnum árum tröllriðið atvinnu- vegum landsins og almenningi. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa oft bent á hvílík byrði vaxtaokrið væri fyrir landsmenn og flutt til- lögur um að því yrði aflétt. Og nú hefur sú barátta borið nokk- urn árangur. Frá og með 1. jan, voru vextir almennt lækkaðir um 1%. Þó að þetta sé ekki fullnægjandi lækk- un, er hún þó til mikilla bóta. Stærri fiskiskip Af sikýrslu, sem nú liggur fyrir, um skipastól landsmanna, :má glöggt sjá þróunina frá minni fiskiskipum til stærri. Rúm- lestatala skipa undir 100 tonn hefur lækkað, en imikil hækkun hefur orðið á rúmlestatölu stærri fiskiskipa. Togaraflotinn gengur saman. Togurum fækkað um 4, úr 43 í 39 á árinu og rúmlestatala togaraflotans hefur lækkað um 2632 lestir. Þilfarsbátum undir 100 rúmlestum fækkaði á árinu um 30, úr 678 í 648. Fiskibátar yfir 100 rúmlestir eru nú 168 og samanlögð rúm- lestatala þeirra 29944. 1 ársbyrjun voru bátar í þessum stærð- arflokki 138, samtals 22676 rúmlestir. Aukning 30 skip, sam- tals 7268 rúmlestir. Ljóst er, að þróunin heldur áfram í þá átt, sem þessar töl- ur gefa til kynna. Vitað er um 13 skip yfir hundrað lestir, sem nú eru í smíðum fyrir íslendinga, þar af 3 innanlands. Verkfall í veitingaliúsum Starfsimenn veitingahúsa boðuðu til vinnustöðvunar frá ára- mótum. Samningar tókust fyrir þann tíma við alla aðra en hljóðfæraleikara og kom því aðeins til verkfalls þeirra. Félag framreiðslumanna hefur boðað samúðarvinnustöðvun og kemur hún til framkvæmda á imorgun. Utvarpstruflanir

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.