Austurland


Austurland - 15.01.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 15.01.1965, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 15. janúar 1965. Úr bókum hafnarinnar I'rá hafnarstjóranuim í Nes- kaupstað hefur blaðið fengið eff- irfarandi greinargerð um skipa- komur til Neskaupstaðar árið 1964, vöruflutninga um höfnina o. fl. — Tölur innan sviga eru sambærilegar tölur ársins 1963. Skipakomur Vörufiutningaskip höfðu hér 214 (162) viðkomur, olíu- og lýs- isflutningaskip 57 (39), botn- vörpuskip og önnur skip 131 (107). Alls eru þetta 402 (308) ÚtflutninguL1 Freðfiskur .................. Freðsild til beitu .......... Freðsíld til útflutn......... Saltfiskur .................. Skreið ...................... Síldar- og fiskimjöl ........ Lýsi ........................ Saltsíld 47.517 tunnur (36.283) Gærur ......................... Innflutningur Kol .................... Sement ................. Salt ................... Áburður ............... Brennsluolíur- og benzín Ýmiskcnar varningur til og frá staðnum ...................... Timbur ........... Tómar síldartunnur skip, samtals 173.877 (133.086) r.ettó smálestir. Önnur fiskiskip komu hingað 935 sinnum (676). Varðskip, vita- og hafrannsóknarskip komu hing- að 36 (27) sinnum. Samtals eru þetta viðkomur 1373 utanbæjar- skipa, innlendra og erlendra, hér í bæ árið sem leið. Vatnssala Vatn til stærri skipa var af- greitt 50 sinnum, samtals 1469 (308) lestir og til varðskipa 220 les'tir. 600.41 testir 320 1- 625 | — oo u- 93.2 — ( 105.6) 38.7 — ( 22 ) 15.060 — ( 6.138 ) 9.904 — ( 6.563.3) 7.745 — ( 5.914.1) 11.4 _ — ( 10.6) 34,397.7 leslir (19.538.6) 196 lestir ( 95) 966.5 — ( 685) 1.461.2 — ( 1.817) 229.5 — ( 207) 9.935.6 — ( 7.192) 2.000 — ( 1.600) 12.988.8 lesitir (11.596) 33.500 rúmfet (12.500) 48.731 stk. (58.039) Gera má ráð fyrir, að heildar- aflam'agnið, sem barst hér á land á árinu nemi um 75.000 lestum. Árið 1963 bárust hér á land 45.761 lest, var þá Neskaupstaður í 4. sæti sem löndunarhöfn á landinu. Árið 1962 bárust hér á land 35.613 lestir og var Nes- kaupstaður þá í 5. sæti. I ár nem- ur aflinn, sem borizt ihefur hér á Allmikið hefur borið á því að undanförnu, að stofnuð hafi verið r.ý fy.rirtæki, sem ætlað er það hlutverk að flytja út sjávarafurð- ir. Oftast eru þetta aðilar, sem verið hafa meðlimir Sölumiðstöðv- ír hraðfrystihúsanna og hafa með höndum umfangsmikla fram- leiðslu. S;á þeir sér beinan hag í því, því umboðslaun þau, sem þeir greiða SH, nema miklum fúlgum. Mesta athygli vakti það, er sjálf- Fiskverð hœkkcsr um 5.5 af hundr. Verðlagsráð sjávarútvegsins varð ekki sammála um ferkfisk- verðið á þessu ári og kom því til kasta yfirnefndar að ákveða það. Síðastliðinn laugardag kvað svo yfirnefndin upp úrskurð sinn. Ekki varð samkomulag í yfir- nefndinni. Formaður hennar, Jón- as Haralz, bar fram tillögu um, að fiskverð það er gilti á síðasta ári, að meðtalinn 4% viðbót, sem rikissjóður greiddi, hækkaði um 5V2%- Þeirri tillögu greiddu full- trúar fiskseljenda atkvæði, en fulltrúar fiskkaupenda á móti. Undanfarin ár hefur sama verð verið greitt fyrir þorsk og ýsu, en yfirnefndin ákvað, að verð á ýsu tkuli nú vera 7% hærra en á þorski. Er það í fyrsta sinn, sem hærra verð er ákveðið fyrir ýsu en þorisk. Þá hefur því verið lýst yfir, að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því, að Alþingi samþykki, að ríkissjóður greiði 25 aura á kíló af línu- og handfærafiski á þessu ári. Síldarvianslan sam- þykkir kaupin Á hluthafafundi Síldarvinnsl- unnar hf., sem haldinn var á mánudagskvöldið, var samþykkt að taka boði Sún um að selja SVN fiskvinnslustöð SÚN. Er þá aðeins eftir að ganga frá formsatriðum varðandi eig- endaskiptín. land um 8% af öllum afla lands- manna.. Til garnans má geta þess, að innflutningur sement.s á árinu til staðarins nemur meiru á hvern einstakling h'eldur en þar sem neyzian er hæst í heiminum á hvern einstakling, sem er í Sviss, eða um 600 kg. Sementsmagnið, sem hingað er flutt á árin-u, nem- ur tæpu 1% af heildarsölunni í landinu, en íbúar Neskaupstaðar og Norðfjarðarhrepps eru tæp- lega 1% af landsimiönnum, svo að við erum ekki eftirbátar annarra í notkun sements. ur formaður SH, Einar ríki Sig- urðsson, sagði fyrirtæki sín úr SH og stofnaði eigið útflutnings- firma. En það eru fleiri sem leika þennan leik. 1 Lögbirtingablaðinu, sem út ikom 9. des. sl., var tilkynnt stofn- un nýs útflutningsfirma. Nefnist það „Valgarð J. Ólafsson hf.“. „Tilgangur félagsins er að annast útflutning sjávaraf.urða og ann- arra íslenzkra framleiðsluvara, innflutning útgerðarvara og ann- ars konar vara og aðra skylda starfsemi eftir því, sem hluthafa- fundur kynni að ákveða, svo og lánastarfsemi“, svo vitnað sé beint í Lögbirtingablaðið. Virðist hér stefnt að stofnun mikils fyrir- tækis. Heimili þessa 'félags er í Reykja- vík. Hlutafé er aðeins 240 þús. kr. Hluthafar eru aðeins fimm, hið fæsta, sem af verður komizt með. I þeim hópi eru þeir bræður, Að- aisteinn og Kristinn Jónssynir og er Aðalsteinn formaður. Virðist liggja í augum uppi, að hinu nýja fyrirtæki ,sé fyrst og fremst æ.tl- að að selja framleiðsluvörur þeirra bræðra. Hinir þrír hluthafarnir eru Sunnlendingar og miunu þeir tengdir sterkum fjölskyldubönd- uim. Einn þeirra er Valgarð J. Ólafsson og er hann framkvæmda- stjóri félagsins. Hann var áður framkvæmdastjóri þeirrar deildar Sambands íslenzkr.a samvinnufé- laga, sem annaðist útflutning sjávarafurða og virðast þeir Eski- fjarðarbræður hafa komið ár sinni vel fyrir fcorð, er þeir kræktu í hann. Með Norðfirðingum hlýtur sú spurning að vakna, hvort ekki sé athugandi fyrir Síldarvinnsluna að fara eins að nú, er hún færir út kvíarnar. Það félag greiðir stórfé, líklega milljónir, í umboðs- laun til milliliða í Reykjavík. Væri ekki unnt að spara eitthvað af þessari upphæð með því að losa sig við milliliðina, annað hvort á þann hátt, að Síldarvinnslan tæki höndum saman við aðra útflytj- endur um sitofnun útflutnings- firma, eða stæði ein að því að flytja út afurðir sínar? Ástæða virðist til að athuga þetta og það frekar fyrr en síðar. Samúðarverkfall Enn situr allt við það sama í sjómannadeilunni. Otgerðar- menn hafa ekki sýnt það í nokkru, að þeir vilji koma til móts við sanngjarnar kröfur sjómanna. En nokkrir útgerðarmenn hafa hinsvegar gert tilraunir til að komast út úr verkfallinu með þykjast-sölu eða þykjast-leigu á skipum sínum. Eru dæmi þess, að þeir hafi „leigt“ báta til ver- stöðva, sem verkfallið ekki nær til, eða látið skrá þá utan verk- faillssvæðisins. T. d. um aðferðina er það, að Einar ríki í Reykjavík leigði Einari ríka í Vestmannaeyjum tvo báta sína, Akurey og Engey, en til Vestmannaeyja nær verkfallið ekki. Sjómannasamtökin hafa hinsvegar látið koma krók á imióti bragði. Hafa sjómannasamtökin snúið sér til Alþýðusambands- ins með beiðni um aðstoð til að stöðva þessar tilraunir útgerð- armanna til að komast undan verkfallinu. Sú aðstoð yrði fólg- in í .samúðarvinnustöðvunum. Alþýðusambandið hefur farið fram á það við þau félög, sem ástæða telst til, að þau boði til samúðarvinnustöðvunar. Er hér einkum um að ræða félögin á Austfjörðum og í Vestmanna- eyjum’. Hafa þau nú beiðnina til meðferðar. , í iStjórn og trúnaðarráð Verklýðsfélags Norðfirðinga hélt í gær fund um miálið. Var þar samþykkt að boða samúðarvinnustöðv- un frá og með klukkan 12 aðfaranótt 22. jan. Beinist vinnu- stöðvunin einungis að þeim skipum, sem sjómannaverkfallið nær til og fá þau enga afgreiðslu á meðan sam'úðarvinnustöðvunin stendur yfir. Ný útflutningsfyrirtœki

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.