Austurland


Austurland - 22.01.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 22.01.1965, Blaðsíða 1
Anstarlmd Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 22. janúar 1965. 3. tölubl&ð. Fjárhagsáætlun Neskaupstaðar Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Neskaupstaðar verður tekin til fyrri umræðu á fundi bæjar- stjórnar í dag. Þessi fjárhagsáætlun á áreiðan- lega eftir að vekja mikið umtal, ekki aðeins hér í bæ, heldur og í hópi sveitarstjórnarniianna um land all-t. Og mikið má vera, ef hún á ekki eftir að verða blaða- matur, gómsætur og lystiiega framreiddur á ýmsa vegu. Það sem veJdur þessu, er hin gífurlega hækkun áætlunarinnar. Niðurstöðutölur hennar eru kr. 17.600.000.00, en niðursíöðutöiur áætlunar síðasta árs voru kr. 11.655.500.00. Og auðvitað eru það einkum útsvörin, sem hækka. Þau voru á áætlun síðasta árs kr. 7.060.000. 00, en á fyrirliggjandi frumvarpi 12 millj. k-r. — hækkun 70%. Mun torfund.ð dæmd þess, að sveitar- félag hafi treyst sér til að auka tekjur sínar svo mikið á einu ári. Um tvær leiðir að velja Það er vitað, að heildartekjur bæjarbúa hafa enn vaxið til mik- illa muna á síðasta ári, þó ekkert sé auðveldara en benda á einstak- linga og jafnvel heila starfshópa, sem ekki hafa aukið tekjur sínar — jafnvel þvert á móti. En það breytir ekki heildarmyndinni. En það eru ekki útsvör ein- staklinganna, sem lengst draga í hækkuninni, heldur útsvör fyrir- tækja og þá fyrst og fremst gíld- arvinnslunnar, sem fullvíst má telja, að beri meginhluta hækk- unarinnar. Þegar það lá fyrir, að tekjur bæjarbúa, en þó fyrst og fremst tekjur ópersónulegra útsvars- greiðenda, mundu hækka stórlega frá síðasta ári, var um tvær leið- ir að velja. Önnur leiðin, og sú auðveldari, var að áætla aðeins fyrir óhjá- kvæmilegum útgjöldum og ef til vill einhverjum smáframkvæmd- um, en nota í þess stað kringum- stæðurnar til að lækka útsvörin. Með þeirri aðferð hefði sjálfsagt verið hægt að slá 40% af útsvör- unum. Hin leiðin var, að stilla útsvör- um svo í hóf, að þau yrðu í létt- ara lagi, en nota tækifærið til að afla fjár til að hrinda áleiðis ýmsum framfaramálum og áhuga- málum bæjarbúa. Leiðin, sem valin var Fjárhagsáætlunin ber það greinilega með sér, að síðari leið- in var valin. Og það er tvímæla- laust rétta leiðin frá sjónarmiði heildarinnar. Sú leið felur það í sér,- að útsvörum skuli haldið í lægra lagi miðað við aðra kaup- stiaði, og að kapp skuli á það lagt að afla fjár til menningar- og framfaramála bæjarins. Það væru ófyrirgefanleg mis- tök, ef sú gullöld, ef svo má að orði komast, sem nú gengur yfir Austfirði, liði svo hjá, að þess sæi lítinn eða engan stað í þorp- um og bæjum, jafnvel að verr væri á margan hátt ástatt við •lok uppgangstímans en upphaf. Því miður virðast sumar sveitar- stjórnir svo skammsýnar, að setja metnað sinn í það, að lækka sem mesit útsvör, en hirða lítið um að búa í haginn fyrir mögru árin, sem reikna verður með að komi eftir þau feitu. Þau þorp verða illa á vegi stödd, ef aftur þreng- ir að, eftir að hafa látið tæki- færið sér úr greipum ganga. i 20% afsláttur og hækkun persónufrádráttar Bæjarstjórnarmeirihlutinn mun lýsa yfir því við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar, að hann rwuni hluit- ast til um, að í álagningu verði öll útsvör lækkuð um a. m. k. 20% frá hinum lögboðna útsvars- stiga, og að fjölskyldubætur verði ekki reiknaðar til tekna, en fjöl- skyldubæturnar eru einu trygg- ingarbæturnar, sem lagt hefur verið á hér í bæ. Að fella niður álagningu á fjölskyldubætur, jafn- gildir því, að persónufrádráttur fyrir hvert barn á framfæri hækki um þrjú þúsund krónur, úr fianan í átta þúsund. Þ&ssi breyting hefur þau áhrif á út- svör, miðað við álagningu hér í bæ 1964, að þeir, sem samkv. lög- um eiga að greiða 20% útsvars- skyldra tekna í útsvar, fá 540 króna lækkun í útsvari fyrir hvert barn, en þeir, sem greiða eiga 30% fá 810 króna lækkun. Getur br^ugðizt Nú getur svo farið, að þegar framtöl liggja fyrir, standi bæj- arstjórn frammi fyrir þeirri stað- reynd, að útsvörin, með þeim til- slökunum, sem heitið verður, nái ekki þeirri upphæð, sem áætluð er. í því ti'lfelli mun bæjarstjórn- armeirihlutinn beita sér fyrir þvi, að fjárhagsáætluninni verði breytt eins og með þarf. Einnig getur svo farið, að lög- gjafinn breyti álagningareglunnm gjaldendum í hag. Við ákvörðun afsláttar vsrður að sjálfsögðu að taka tillit til þess og verður þá við það miðað, að lágmarksaf- sláttur verði 20% miðað við nú- gildandi lög, og persónufrádrátt- ur fyrir börn ekki lægri en 8 þús. kr. Um tekjurnar Eftirfarandi yfirlit géfur hug- ixynd um hvaðan bæjarsjóði koma tekjur: Skattar: Útsvör 12.000.000 Aðstöðugjöld 2.600.000 Fasteignagjöld 200.000 Skattar álls 14.800.000 Tekjur af fasteignum og vélum 270.000 Endurgr. framf.styrkur 75.000 Menntamál 448.G00 Skemmtanaskattur 150.000 Framlag Jöfnunarsjóðs 1.450.000 Framlag vegasjóðs 300.000 Aðrar tekjur 107.000 Kr. 17.600.000 Um gjöldin Eftirfarandi tafla sýnir í stór- um dráttum áætluð útgjöíd bæj- arins á þessu ári: Stjórn kaupstaðarins 700.000 Frani'færslumál 450.000 Verklegar framkvæmdir 4.900.000 Félags- og menningarm. 2.328.500 Fræðsíumál 1.465.000 Vegam. ótalin annarsst. 500.000 Kostn. við fasteignir 80.000 Brunamál 100.000 Löggæzla 160.000 Heilbrigðismál 622.000 Þrifnaðar- og hreinl.mál 383.000 Afborganir og vextir 3.840.500 Alþýðutryggingar ' 1.740.000 Önnur gjöld 331.000 Kr. 17.600.000 Sundlaugin opnuð Fram að þeim tíma, .að raf- magn frá Grímsárvirkjun var leibt til Neskaupstaðar, var vatn- ið í sundlauginni hitað upp með af renn slisvatni raf stöðvarinnar. Eftir það hefur vatnið verið hit- að með olíu og laugin aðeins ver- ið opin yfir sumartímann. A^ hita vatnið með oliu hefur reynzt mjög dýrt. Hitunarkostn- aður á síðasta ári var yfir 100 þús. kr. — Með styttingu starfs- tíraa laugarinnar heíur og sund- niennt hrakað mjög í bænum. Nú er hinsvegar svo komið, að rafstcðin er oftast í gangi og því mögulegt, að taka aftur upp þann l'ált, að láta afrennsiisvatn henn- ar hita laugarvatnið. Ákveðið hefur verið, að nota sundlaugina sem kælivatnsþró fyrir raistöðina. Dælir hún vatn- inu úr lauginni á vélarnar og rennur það síðan í laugina aftur. Vegna frosts í jörðu, hafa leiðslurnar ekki verið grafnar í jörðu enn og verður það ekki gert fyrr en í vor. Til bráða- birgða hafa leiðslurnar verið lagðar ofanjarðar, en það hefur að sjálísögðu í för með sér mik- ið hitatap. Laugin er nú full af vatni og er yfirborðshiti þess 26—27 stig. A morgun — laugardag — verð- ur laugin opin fyrir almenning kl. 2—7 og verður svo framvegis í vetur. Enn hafa ekki aðrir al- menningsitímar verið ákveðnir. Eftir helgina er í ráði að sund- námskeið hefjist fyrir nemendur gagnfræðaskólans og efstu bekkja barnaskólans. Verða sundtímar væntanlega felldir inn í stund.a- &krá skólanna og hverjum nem- anda ætlaður emn tími vikulega. Það er mjðg mikilsvert, að nám- skeið skólanemenda geti farið fram á meðan skólarnir starfa, bæði fyrir nemendur sjálfa og sundlaugina. Reynslan hefur ver- ið sú, að erfitt er að fá þá nem- endur, sem komnir eru á þar.n aldur, að þeir séu farnir að stunda. vinnu, tii að sækja r^glu- Framh. á 3. aíðu. Til frekari glöggvunar skulu hér nokkrir liðir sundurliðaðir nánar: Verklegar framkvæmdir Undir þ?nn lið flokkast: Nýir vegir og holræsi 500.000 Varanleg vegagerð 1.000.000 Til nýrrar vatnsveitu 1.000.000 Bygging barnaheimiiis 700.000 Bygging íþróttahúss 700.000 Hafnarframkvæmdir ' 1.000.000 Samtals kr. 4.900.000 Framh. á 3. síðu. er i flimtingum að áramótaiblað Austra sé enn ekki komið út; að ástæðan sé ófærð á Odds- skarði og vaníraust Krist- jáns á hæfileika Framsókn- avmanna í Nesksiupstað til prófarkalesturs; að „Oddur á Skarðinu" sé Kristjáni frændx sínum æfa- reiður fyrir al!a bölvaða vit- leysuna, sem hann heflar eftir honum haft og hefni sín nú með því að halda honum veðurtepptum heima.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.