Austurland


Austurland - 22.01.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 22.01.1965, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 22. janúar 1965. Avarp til þjóðarinnar „Að Bjarkarstíg 6 á Akureyri stendur hús Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Hús þetta lét Davíð sjálfur reisa og bjó þar meir en tvo áratugi. Húsið með öllu semi í þvi er minnir á Davíð einan. ; i Hver hlutur geymir brot af hugsun hans og smekk. Hér kvað hann ýmis fegurstu ljóð sín og segja má, að sjálf þögn hússins sé eitt af ijóðum káldsins. Þegar við andlát Davíðs var um það rætt, að heimili þjóðskálds- ins yrði að varðveita eins og hann skildi við það hinzta sinni. Tækifærið var einstakt til þess að geyma minningu andlegs höfð- ingja og mikils Islendings. Allir virtust sammála. Aðeins þyrfti einhverja til að hefjast handa. Nú hefur Akureyrarbær riðið á vaðið með því að kaupa hið dýr- mæta bókasafn skáldsins. Erfingj- ar hafa gefið húsmuni Davíðs og listmuni. Eftir er húsið eitt, og virðist einsætt, að hér komi til hlutur þjóðarinnar allrar. Davíð var meira en Akureyringur eða Eyfirðingur. Hann var íslending- ur, þjóðskáldið, sem langa ævi naut meiri ástsældar en flest, ef ekki öll íslenzk skáld fyrr og síð- ar. List hans öll stóð djúpum rót- um í íslenzkri þjóðmenningu og þjóðarsál. Hér er það einmitt þjóðarinnar allrar að sýna þakklæti í verki og ræktarsemi. Á því vaxa allir. Áhugamenn á Akureyri, ásamt stúdentafélaginu á Akureyri, hafa tekið höndum saman um að efna til samskota með þjóðinni til kaupa á húsi Davíðs. Vér treystum því, að þeim1 mörgu íslendingum víðsvegar um land, sem sótt hafa yndi í ljóð Davíðs Stefánssonar á liðnum ár- um, sé það ljúft að gjalda svo skuld sína við skáldið, að þeir leggi eitthvað af mörkum til þess, að heimili Davíðs frá Fagraskógi megi varðveitast sem eitt af véum íslenzkrar menningar. Dagblöðin í Reykjavík, sem og önnur blöð í bæjum landsins eru beðin að birta ávarp þetta og jafnframt er þess vænzt, að þau taki á móti framlögum. Einnig er mælzt til þess við unnendur Dav- íðs út um land í sveit og við sæ, að þeir hafi forgöngu um fjár- söfnun og geta þeir snúið sér til einhvers úr framkvæmdanefnd og fengið senda söfnunarlista. Verða nöfn einstakra gefenda færð inn í sérstaka bók, sem verður geymd í húsi Davíðs. Gjaldkeri söfnun- arinnar er Haraldur Sigurðsson, Útvegsbankanum, Akureyri, Póst- hólf 112. I framkvæmdanefnd: Guðmundur Karl Pétursson, Þórarinn Björnsson, Brynjólfur Sveinsson, Sigurður O. Björnsson, Sverrir Pálsson, Freyja Eiríksdóttir, Ragnheiður Árnadóttir, Aðalgeir Pálsson, Hara’dur Sigurðsson“. —o— I gær, 21. janúar, voru liðin 70 ár frá fæðingu Davíðs Stefáns- sonar, skilds frá Fagraskógi, en hann lézt á Akureyri 1. marz í fyrra. Davíð er e.i it af ástsælustu Ijóð- skáldum þjóðarinnar og söng sig inn í hvers manns hjarta msð fyrstu ljóðabók sinni —• Svörtum fjöðrum, er út kom 1919. Sú bók kom út í gær hjá Helgafelli í við- hafnarútgáfu, en það er 7. útgáfa bókarinnar. Minningu Davíðs Stefánssonar ber að halda í heiðri og er það einn þáttur þess, að hús hans við Bjarkarstíg á Akureyri verði varðvteitit og allur búnað.ur þess eins og skáldið hvarf frá því. Hér skal því tekið undir ávarp það, sem birt er hér að framan. Það gera eflaust margir, því að íslenzkir ljóðaunnendur eiga Dav- | Frá Egilsstöðum Egilsstöðum, 21. jan. S.G./Ö.S. Ótíð og erfið færð á Héraði Stöðug ótíð hefur verið hér síð- an á jóladag. Flesta daga hefur verið hríðarhraglandi, en þó ekki stórviðri. Er nú kominn almikill snjór, jafnfallinn og færð á veg- um mjög þung. Fært hefur verið á bílum í Eiða, Hallormsstað og Grímsárvirkjun, en síðastliðinn sólarhring var kóf- bylur og kæfði í slóðina og mun því færð enn hafa þyngzt. Fagri- dalur er lokaður og hafa ekki aðrir bílar en snjóbílar komizt um hann síðan 11. jan. sl. Mjókurflutningar til tmjólkur- búsins hér á Egilsstöðum hafa gengið heldur stirðlega. Bændur í Hjaltastaðaþinghá settu belti undir Ferguson dráttarvél og tengja aftan í hana sleða, sem mjólkin er flutt á inn í Eiða, en þangað er, sem áður segir, bíl- fært. í Skriðdal er jarðýta notuð til að draga sleðann í Grímsár- virkjun en þaðan er mjólkin síð- an flutt á bílum. Verr gengur að koma mjólkinni til neytenda niðri á fjörðum, þar sem snjóbílar eru einu flutninga- tækin og geta þeir að sjálfsögðu ekki flutt nema takmarkað magn. Hefur t. d. engin mjólk komizt til Seyðisfjarðar síðustu daga, þar sem snjóbíilinn, sem gengur yfir Fjarðarheiði, er bilaður, en von- ir standa til að hann komist í lag næstu daga. Haglaust er um Hérað að und- anteknum Jökuldal og efstu bæj- Da\íð Stefánsson. íð mikið að þakka. Það er því til- hlýðilegt, að hús skiáldsins verði hús þjóðarinnar, en Akureyrar- bær hafði sem kunnugt er ekki þann metnað til að bera, að gera það að sínu húsi. um í Fljótsdal, þar sem kann að vera nokkur jörð, en beit notast illa, vegna veðurs. Sauðfé er víð- ast hvar búið að standa inni í 3—4 vikur. Innvegin mjólk 2.6 millj. kg. Innvegin mjólk í mjólkurbúið hér á Egilsstöðum árið 1964, var 2.6 millj. kg. og er það 141.449 kg. aukning frá árinu áður, eða 5.7%. Mjólkurbússtjóri er Svavar Stefánsson. Flug Þrátt fyrir ófærðina hefur flug hingað verið nokkuð regiulegt. Flugvellinum hefur verið haldið opnum með ýtum og trukk, sem snjóplógur hefur verið settur framan á. ÍJr skýrslu b.vggingafulltrúa 1 ársbyrjun 1964 voru 1 bygg- ingu faér í kauptúninu 19 íbúðir, 7416 rúmmietrar. Á árinu var haf- in bygging á 4 ibúðum, alls 1722 rúmmetrar. Á árinu 1964 voru því í byggingu 23 íbúðir, sem voru samtals 9138 rúmmetrar. Full- gerðar voru á árinu 9 íbúðir, alls 3321 rúmmetri. Aðrar byggingar í smíðumi voru viðbygging við barnaskóla, félags- heimili, skattstofa og steina- steypustöð, samtals 7385 rúm- metrar. 101 hafa gengið Norræna skíðagangan hófst hér á Egilsstöðum s'l. sunnudag. Þann dag og á mánudag gengu 101. Dr bænum K.irkjan Sunnudsguiinn 24. jan. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Messa kl. 2 síðd. Félagsheimiiið lokar Frá 1. febrúar n. k. mun Fé- lagsheimilið loka um óákveðinn tíana vegna hreingerninga og lag- færingar á húsinu. Happdrætíí S.I.B.S. Upp komu þessi númer í um- boðinu hér, þegar dregið var í 1. f'Iokki Vöruhappdrættis S.I.B.S. 1000.00 kr. vinningar: 784 2600 13318 17652 30742 53895 63134 Birt án ábyrgðar. Teljið fram Enn á ný er sá tími kominn, er menn eiga að telja fram tekj- ur sínar og gjöíd, eignir og skuldir. Þó aðeins sé vika eftir af lög- toðnum framtalsfresti, hafa frarn- teljendur enn ekki fengið í hend- ur framtalseyðublöð og er það vítavert. — Umboðsmaður skatt- stjóra hefur þó fengið eitthvað af óáiituðum eyðublöðum til afnota fyrir þá fyrst og fremst, sem fara burt úr bænum. Blaðið vill minna menn á, að telja fram. Það er fátítt, að menn hagnist á að láta það ógert, en almennt þýðir vanræksla í þeim efnum hærri gjöld, veruleg óþæg- indi og rex við að rétta nokkuð hlut sinn, sem þó tekst ekki til fulls, því mönnum er refsað með hærri skatti fyrir að telja ekki fram. Vinningar í 4. flokki HÞ Á Þorláksmessu var dregið í 4. flokki Happdrættis Þjóðviljans 1964, en vegna mikilla samgöngu- erfiðleika og þar af leiðandi tafa á skilum frá umboðsmönnum víðs- vegar af landinu, er það fyrst ný- lega, að vinningsnúmerin hafa verið birt. Dregið var um 5 vinninga og komu þeir á þessi númer: Trabant station bifreið: nr. 19062. Húsgögn eftir eigin vali fyrir kr. 20.000.00: nr. 14407. Húsgögn eftir eigin vali fyrir kr. 20.000.00: nr. 14467. Húsgögn eftir eigin vali fyrir kr. 15.000.00: nr. 21304. Húsgögn eftir eigin vali fyrir kr. 15.000.00: nr. 10396. Vinninganna má vitja í skrif- stofu happdrættisins Týsgötu 3, sími 17514. Hvað er í fréttum ?

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.