Austurland


Austurland - 22.01.1965, Blaðsíða 3

Austurland - 22.01.1965, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 22. janúar 1965. AUSTURLAND / 3 Sundlaugin Framháld af 1. síðu. lega sundnámskeið á sumrin. Og fyrir laugina er óheppilegt og ó- hagstætt, að mikill hluti dags fari í sundnámskeið á þeim tíma árs, sem aðsókn er mest. Fram að þessu hafa ekki verið hreinsitæki í lauginni. Það hefur orðið að skipta vikulega um vatn °g hefði stundum þurft að gera það oftar. Og þessi tíðu skipti á vatninu hafa aukið mjög á hit- unarkostnað, auk þess, sem vatns- notkun er miklu meiri en ella, og er það ekki svo lítið atriði þar sem vatn er jafn takmarkað og hér. I fyrra voru keypt hreinsitæki til laugarinnar en ekki voru tök á að ganga frá þeim þá. Nú er hinsvegar byrjað að koma þeim fyrir, en frágangur þeirra tekur nokkurn tíma. Fleiri lagfæringar og endurbæt- ur á mannvirkinu og útbúnaði þess, standa fyrir dyrum. Forstöðumaður sundlaugarinnar er Þórir Sigurbjörnsson, íþrótta- kennari. Fjárhagsáætlun Framhald af 1. síðu. Félags- og menningarmál Sundlaugin 250.000 Skrúðgarður 100.000 Byggingasjóður verkam. 73.500 Ýmsir styrkir 165.000 Dagheimilið 150.000 Samkomuhússsjóður 150.000 Félagsheimilið 400.000 Menningarnef nd 20.000 Byggingalánasjóður 300.000 Æskulýðsstarfsemi 100.000 Til útrým. heilsuspillandi húsnæðis 300.000 Lífeyrissjóður 70.000 Sjómannastofa 200.000 Barnaleikvellir 50.000 Samtals kr. 2.328.500 Skjldamál Greiðslur afborgana og vaxta sundurliðast svo: Afborganir 2.340.500 Vextir 500.000 Vegna áb. á skuldum Nesútg. 1.000.000 Samtals kr. 3.840.500 Síðar mun fjárhagsáætlunin, og þá sérstaklega einstakir liðir hennar, tekin til frekari umræðu hér í blaðinu. Til sölu Barnavagn til sölu. Selst ódýrl. Uppl. í síma 141. Verkamanna- flokkurinn tapar I gær fóru fram tvennar auka- kosningar í Bretlandi, vegna þess, að riki:stjórnin hafði aðlað tvo af þingmönnum sínum, annan þeirra beinlínis í þeim tilgangi, að losa öruggt þingsæti handa utanríkisráðherra flokksins, sem féll í almennu kosningunum. Kosningarnar í gær voru beizk vonbrigði fyrir Verkamannaflokk- inn og geta úrslitin orðið afdrifa- rík fyrir framtíð stjórnar hans. Flokkurinn tapaði fylgi í báð- um þessum kosningum og í öðru kjördæminu svo rækilega, að ut- anríkisráðherrann féll enn. Hefur því hinn naumi þingmeirihluti flokksins enn minnkað og álíta verður, að í nýjum kosningum mundi hann tapa þingmeirihlutan- um. Úrslit þessi hljóta að auka mjög erfiðleika verkamannaflokks stjórnarinnar brezku, og hefði honuan verið eins gott að láta ó- gert að ota þingmönnum sínum í aðalsstétt. Úrslitin í kjördæmi utanríkis- ráðherrans urðu sem hér segir: Iha’dsflokkurinn 16.544 atkv. Verkam.flokkurinn 16.399 — Frjálslyndir 5.382 — Veðráttan Tíðarfar í vetur hefur verið erfitt til lands og sjávar, snjóa- löig allmikil um iand allt og stormasamt til sjávarins. Sjósókn hefur því verið erfið- leikum bundin og samgönguerfið- leikar á landi hafa verið miklir og oft tafir á flugsamgöngum. Sjómannaverk- fallið Enn hafa ekki náðst samningar í sjómannadeilunni syðra, en sam- izt hefur á Vestfjörðum. Sátta- fundir gerast nú langir og tíðir, en ekki er vitað til, að miðað hafi í átt til samkomuiags. Á miðnætti í nótt kom til fram- kvæmda samúðarverkfall í Nes- kaupstað og fá bátar frá verk- fallssvæðinu ekki afgreiðslu hér meðan verkfallið stendur. Amlurlmd IRitstjóri: Bjarni Þórðarson. Áskriftarverð kr. 100.00 Kemur út einu sinni í viku. NESPRENT AA^^^^VWWWWWV^^^^^WWVWWW^^^^V^WV'AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/W'' Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför föður okkar Marteins Magnússonar. Börn og tengdabörn. AAA/VWWVWWV\AAAA/A/WSAAAA/VWWWVV\AAAAAAArtAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA Q Egilshúð -fe HINIR FLJÚGANDI DJÖFLAR Geysispennandi amerísk loftfim’eikamynd í litum. Leikarar: Michael Callan ,Evy Norlund, (danska fegurðardrcttningin, sem giftist James Darren). — Uýr.d föstudag kl. 8. 3 LEIGUMORÐINGJAR Hörkuspennandi og vel gerð ný, amerisk sakamálamynd. Sýnd laugardag kl. 9. HINIR FLJÚGANDI DJÖFLAR Sýnd sunnudag kl. 3. — Síðasta sinn. — Aðgangseyrir á barnasýningar verður framvegis 12.00 kr. HELDRI MAÐUR SEM NJÓSNARI | Sýnd sunnudag kl. 5. — Bönnuð innan 14 áira. Síðasta sinn. HÚD FRÆNDI Óvenju'leg bandarísk kvikmynd, sem vakið hefur umtal og hlotið góða dóma vestan hafs og austan. Byggð á sögunnk „Horseman, Pass By“, eftir Larry McMurtry. — Aðalhlut- verk: Paul Newman Melvyn Douglas, Patricia Neal. Sýnd sunnudaig kl. 9. Nr. 1/1965. Tilkynning Verðlagsnefnd hefur ákveðið efitirfarandi hámarksverð á fiski í smásölu, og er söluskattur innifalinn í verðinu: Nýr þorskinr, slægður: Með haus, pr. kg......................... kr. 5.30 Hausaður, pr. kg.........................— 6.60 Ný ýsa, slægð: Með haus, pr. kg......................... kr. 7.20 Hausuð, pr. kg...........................—1 9-00 Ekki má selja fiskinn dýrari, þótt hann sé þverskorinn í sty.kki. Nýr fiskur, flakaður án þunnilda: Þorskur, pr. kg........................... kr. 13.70 Ysa, pr. kg....................................— 17.00 Fiskfars, pr. kg..............................— 17.50 Reykjavík, 13. janúar 1965. Ver ðlagsst jóriim. AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/NAAAAAAAAAA/WVWWWVXAAA/VWVAAAA/WWWVWWy AAAAAAAAAA/^AAAAAAAAAAAAAAAAAA/WWWSAA/WVWWWW\ VWWVWVWWVWWWWWWVV» Arshátíð Kvennadeildar Slysavarnafélagsins í Neskaupstað, verður haldin í Egilsbúð laugardaginn 30. jan. n. k. og hefst kl. 9 e. h. Aðgangseyrir verður kr. 60.00. Takið eftir: Áríðandi er, að konur vitji miða sinna, sem verða aðeins afgreiddir í Egilsbúð á milli k.l. 4—6 á fimmtu- dag. Nefndin. Handklæðadregill ALLABÚÐ

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.