Austurland


Austurland - 29.01.1965, Side 1

Austurland - 29.01.1965, Side 1
AmXurlmd Má/gagn sósíalista ó Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 29. janúar 1965. 4. tölublað. Fj árhagsáællun hafnar- sjóðs Neskaupsíaðar Hin miklu aflabrögð, sem hér hafa verið um .skeið, hafa orkað þannig á hag hafnarsjóðs, að þótt fjárhagsáætlanir hans haii jafnan þótt óvarlegar að undan- förnu, hafa tekjurnar ætíð farið fram úr áætlun. Aldrei hafa tekj- ■urnar þó reynst eins háar og á síöasta ári og aldrei farið eins '"nikið fram úr áætlun. Sjálfsagt hafa nágrannahafnirnar sömu sögu að segja. Pjárhagsáætlun hafnarsjóð fyr- ir þetta ár lá fyrir síðasta bæjarstjórnarfundi til fyrri um- ræðu. Áætlunin er byggð á af- komu síðast árs og því djarfleg, eins og áður. Niðurstöðutölur hennar eru kr. 2.545.000.00. Tekjurnar eru áætlaðar sem kér segir: Vörugjöld kr. 1.400.000 Skipagjöld (hafnargjöld, kryggjugj., festargjöld, Ijósagjöld) 375.000 Tekjur af eignum (drátt- arbraut, hafnarhús, upp- fyllingar, vogir) 720.000 Vmislegt 50.000 Kr. 2.545.000 Gjöldin eru áætluð þessi: Reksturskostn. fasteigna 300.000 Vextir og afb. lána 1.100.000 Launagreiðslur o. fl. 250.000 Til sjómannastofu 15.000 Til hafnarframkv. 800.000 Vmislegt 80.000 Kr. 2.545.000 Eins og frá var sagt í síðasta blaði, er gert ráð fyrir því á fjár- hagsáætlun bæjarsjóðs, að varið varði 1 ímillj. kr. til nýrra hafn- arframkvæmda. Samtals eru á- æflaðar til hafnarframkvæmda í Neskaupstað í ár 1.800.00 kr., og að meðtöldu geymslufé á að vera hægt að leggja fram á þriðj í inúlijón í þessu skyni. Þar við bætist svo ríkisframlag og lán- tökur. Verður að teíja, að fjár- hags’.ega horfi ekki illa um hafn- arfr amkvæmdir í Neskaupstað á þessu ári. Sjómannnsfoía í Neskaupstað Það hefur nú verið ákveðið, að skrifstofur bæjarins verði í vor fluttar í félagsheimilið, sem nú er unnið að að fullgera. Jafnframt hefur verið ákveðið, að hefja rekstur sjómannastofu í núverandi skrifstofuhúsnæði bæj- arins og er að því stefnt, að hægt verði að hefja rekstur hennar með byrjun síldarvertíðar í vor. Svo er ráð fyrir gert á fjár- hagsáætlun bæjarins, að bæjar- sjóður greiði til sjómannastofu á þessu ári 200 þús. kr. Hafnar- nefnd hefur ákveðið, að greiða úr hafnarsjóði 15 þús. kr. styrk til sjómannastofunnar og á fjár- lögum ríkissjóðs eru veittar til hennar 25 þús. kr. En það er fjarri því, að þetta fé hrökkvi fyrir stofn- og reksturskostnaði. Stofnkostnaður hlýtur að verða þó nokkur. Kaupa þarf húsgögn og áhöld til tómstundagamans. Húsnæðið þarfnast nokkurra endurbóta með tilliti til þessa nýja hlutverks, t. d. þarf að kcnna þar upp litlu eldhúsi. Hugmyndin er, að leita eftir fjárstyrk hjá þeim fyrirtækjum, Áðalfundur Sósíahstafélags Neskaupstaðar verður haldinn í félagsheimil- inu mánudagskvöldið 1. febr. n. k. kl. 8.30. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga urn stofnun Atþýðubandalags í Neskaupstað. 3. Bæjarmál. 4. Önnur mál. Stjórnin. ! sem mest skipti hafa við sjó- menn og mest hagnast á því, að þeir komi til bæjarins. Efast ég ekki um, að þeirri májtaleátan verði vel tekið. Húsnæðið er að vísu ekki eins hentugt til þessa reksturs og æskilegt væri. Einkum þyrfti hús- rý.ni að vera meira. En ekki verð- ur á allt kosið. Á öðru húsnæði er ekki völ, en að því verður að steína, að koma á fót góðu sjó- mannaheimili, sem í öllu svarar til kröfum tímans. En þó húsnæðið mætti vera hentugra, efaat ég ekki um, að þessi starfsemi verður vel metin af sjómönnui.n og kemur að mikl- um notum. Sjómennirnir flytja hér að landi mikil verðmæti, sem eru undirstaða mjög almennrar vel- megunar og mikilla framfara. Þrátt fyrir miklar sögur nm slæma hegðun þeirra á ýmsum höfnum, hafa þeir jafnan hagað sér vel hér. Þetta hvoru tveggja eigum við að sýna að við kunn- um að meta, og fyrirætlanirnar ui.n sjómannastofu ættu að sýna, þó í litlu sé, hug okkar til sjó- mannanna. Það er von manna, að þeir geti fundið þarna nokkurt athvarf í landlegum, og eytt tímanum við lestur, spil, tafl, samræður o. þ. h. Ekki er ástæða til að ætla, að sjómannastofan hafi nokkrar teljandi reksturstekjur. Þær veit- ingar og það annað, sem þar kann að verða til sölu, verður áreiðanlega ekki verðlagt með hagnaðarsjónarmið í huga. Til- gangur sjómannastofunnar verð- ur ekki aö klófesta aura sjó- ananna, heldur sá einn, að veita þeim athvarf. Og það athvarf gæti vissulega orðið til þess, að þeim héldist ögn betur á kaupi sinu en eila. Úrslit jólaget- raunar Aust- urlands f í gær var dregið um verðlaun- in í jólagetrauninni. Alls bárust 7 réttar lausnir. Svör bárust víðs vegar að af Austfjörðui.n, allt frá Borgarfirði og suður til Horna- fjarðar. Þó að ekki bærust nema 7 svör, fullkomlega rétt, voru mörg svör með aðeins smávægilegum vill- um, en auðvitað var aðeins dreg- ið úr þeim svörum, sem voru alveg rétt. Við birtuim hér svörin við spurningum getraunarinnar: 1. Myndin er af Davíð Stefáns- syni frá Fagraskógi. 2. Þorpið við Borgu’ jörð eysiri liei ir Bakkagerði. 3. Sauðárkrólnir e ■ við Skaga- fjörð. 4. Kirkjan er í Búðakauptúni við Fáskrúðsf jörð. 5. Myndin er frá Skriðuklajastri í Fljótsdal. 6. Auður djúpúðga bjó í Hvammi í Dölum. 7. Myndin er frá Eiðum. 8. Vísan er eftir Jónas Hall- grímsson. 9. Jón Trausti hét réttu nafni Guðmundur Magnússon. 10. Alþingi var fyrst haldið árið 930 á ÞingvölS im. Eins og fyrr var sagt, var dreg- ið um verðlaunin í gær. Það gerði 8 ára stúlka í barnaskólanum, Helena Lind Birgisdóttir. Og sá hamingjusami, sem verð- launin hlýtur, er Edva'd S. Ragn- arsson, Hátúni, Djúpavogi, en hann er 13 ára. Við höfum valið í verðlaun bók- ina Víkingaferð til Surtseyjar, eftir Ármann Kr. Einarsson, og verður hún send með fyrstu ferð. Að lokum þakkar Austurland öllum þeim, sem þátt tóku í get- rauninni og óskar Eðvald til hamingju með sigurinn. Haft er í flimtingum að Einar ríki tapi heil ósköp á frystihúsum sínum; að þess vegna hafi hann nú keypt sér pientsmiðju til að reyna að græða; að þá geti hi nn I klega efnt gömul kosningaloforð og bjálpað upp á Sverri líka; að „Þór“ muni njó a góðs af þessu nýja braiki — og mundi ekki af veita; að í næsta jólablaði Þórs ve:3i clíu loimál úthýst, en að- eins birtar auglýsingar; að ekki liugsi íhaldið sér að láta bókvitið í askana.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.