Austurland


Austurland - 29.01.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 29.01.1965, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 29. janúar 1965. Sjómannakjör og uppbætur Þegar þetta er skrifað, er engin lausn fengin á sjómanna- deilunni syðra, sem nú hefur staðið í 4 vikur. Sáttafundir eru tíðir, langir og strangir, en ekki að sama skapi árangursríkir. Útgerðarmenn munu hafa gef- ið í skyn, að þeir væru tilleiðan- legir, að hækka eitthvað hlut á veiðuim með Mnu og net úr 29.5%, sem nú er, gegn því, að sömu skiptakjör verði á veiðum með þorskanót. En mikil andstaða er gegn því í röðum sjómamna, að samið verði upp á þau býti. Þeir Skákkeppni stofnana Taf.lfélag Norðfjarðar gengst nú fyrir skákkeppni stofnana, S3LU: verður með svipuðu sniði og í fyrra. 1 fyrra var þátttaka í keppni þessari mjög góð, enda varð hún ákaflega vinsæl meðal keppenda, og einnig innan fyrir- tækja og stofnana, sem þátt tóku í keppninni og var mjög til um- ræðu. Taflfélagið væntir þess, að þátttaka verði mikil að þessu sinni eða eins og félagið getur frekast leyft. Keppt verður i annað sinn um ■bikar þann er Dráttarbrautin hf. gaf til keppninnar í fyrra, en hann vinnst til eignar, ef sveit frá sama aðila vinnur hann þrisvar í röð eða fimm sinnum alls. , ■ i Fyrirtækjum og stofnunum í bænum verður sent bréf um til- högun keppninnar og þurfa þátt- tökutilkynningar að hafa borizt formanni félagsins, Karli Hjelm fyrir 10. febr. n. k. Skákþingi Norðfjarðar 1965 er nú lokið, en það hafði dregizt nokkuð vegna anna sumra þátt- takenda. Keppninni lauk með sigri Arnar Seheving, sam hlaut 6þó vinning af 8 mögulegum. 2.— 4. urðu Karl Hjelm, Friðþór Hjelm og Sigurþór Sigurðsson með 5 vinninga hvor, 5.-—6. Stef- án, Pétursson og Björn Magnús- son 4V2. vinning hvor, 7. Þorleif- ur S. Guðmundss, SVá vinning, 8. Kristinn ívarsson 2 vinninga og 9. Jón E. Jóhannsson 0 vinninga. Þess ber að geta, að Jón hætti keppni snemma í mótinu. Hraðskákmót Norðfjarðar var haldið sunnudaginn 17. jan. sl. Sigurvegari varð Rafn Einars- son með 8 vinninga af 9 mögu- legum, 2. Örn Scheving 7y2 v., 3. Stefán Pétursson 6 v. og 4. Karl Hjelm 51/2 vinning. Að lokutm! má geta þess, að fljótlega hefst mót unglinga inn- an 14 ára aldurs og eru væntan- legir þátttakendur beðnir að mæta að Hlíðargötu 2 n. k. þriðjudag kl. 5.30 s. d. vilja halda í þau skiptakjör, sem þar eiga að vera, þó nokkrar þrætur séu um það, hvort nokkr- ir samningar hafi verið til um þær veiðar eða ekki. Líklegt er, að veiðar í nót færist mjög í vöxt og lækkun á skiptakjörum við þær veiðar gegn einhverri hækk- un á línu- og netaveiðum, gæti þýtt verulega kauplækkun þegar á heildina er litið. Ríkisstjórnin, og aðrir, eru farnir að bera sig mjög illa und- an þessu ástandi. 1 sambandi við fiskverðið, sem ákveðið var fyrir nokkru, var frá því skýrt, að greiða ætti 25 aura uppbót á hvert kg. linu- og færa- fisks. Er gert ráð fyrir, að þessi uppbót kosti ríkissjóð yfir árið 22—25 millj. kr. — I samnings- umleitunum uniun það hafa kom- ið fram, að þvi er upplýst er af þeim er þar voru nærri, að Jónas Haralz, sem var oddamaður í yf- irdómnum, hafi upplýst, að ætl- unin væri að bæta frystihúsunum í landinu þá 5%% fiskverðs- hækkun, sem þau eiga nú að standa undir, samkvæi.nt úrskurð- inum um fiskverðið. Er gert ráð fyrir, að með þessu móti greiði rikissjóður frystihúsunum um 45 miilj. kr. á ári. Hinsvegar virðist nokkur vafi ieika enn á því, hvort ríkið ætlar að bæta á sama hátt upp þeim, sem kaupa fisk til Bæjarstjórn Neskaupstaðar hefur, að tillögu fræðsluráðs, samþykkt í einu hljóði, að hefja með næsta skólaári starfrækslu 4. bekkjar við gagnfræðaskólann. Skólastjóri og formaður fræosiuráðs lögðu imálið fyrir bæjarstjórn og segir svo í grein- argerð þeirra: ,,Undanfarin ár, eða eftir að hið nýja gagnfræðaskólahús var tekið í notkun, hefur nokkuð verið um það rætt, að stofnsetja ætti við skólann gagnfræðadeild, þ. e. 4. bekk. Á fundi fræðslu- ráðs, sem haldinn var 19. marz 1963, en þar voru mættir, auk fræðsluráðsmanna og skólastjóra beggja skólanna, bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar, ásamt kennurum gagnfræðaskólans, var samþykkt að skipta 3. bekk skól- ans í landsprófsdeild og imiðskóla- deild, sem síðan gæti orðið uppi- staða í 4. bekk skólaárið 1964 —1965. g í 3. bekk voru þá alls 16 nem- endur. Þeim var síðan að veru- legu leyti skipt í umræddar deildir, þannig, að 6 voru í lands- prófsdeild en 10 í miðskóladeild. Nokkrar námsgreinar voru þó kenndar sameiginlega í báðuim deildum, en próf voru algjörlega aðskilin. Á sl. sumri var svo auglýst verkunar og þá einkuim skreiðar- verkunar. Um það standa nú yf- ir einhverjar samningaviðriæður milli ríkisvaldsins og fiskkaup- enda. 1 t Það er því augljóst mál, að ríkisstjórnin er búin að lofa því að taka á sig þó nokkrar greiðsl- ur í sambandi við samningana um fiskverðið, en hvort ríkisstjórnin kemur fram með einhverja nýja skatta til að standa undir þeirn útgjölduim, mun enn óákveðið, en heyrzt hefur, að ríkisstjórnin ætli að nota þá heimild, sem henni er veitt í fjárlögunum, sem afgreidd voru fyrir jólin, til að fresta til næsta árs ýmsum verk- legum framkvæmdum, sem fé er veitt til á fjárlögunuim1. En allt er þetta mál sýnilega erfitt viðureignar fyrir ríkis- stjórnina, seim hrekst sífellt lengra inn á leið uppbóta og nið- urgreiðslna og iþar með æ lengra frá markaðri stefnu. Það er nefnilega eitt af höfuð stefnu- málum viðreisnarinnar, að hætta öllum slíkum greiðslum og í upp- hafi reyndi hún að framkvæma þessa stefnu. En nú er uppbóta- og niðurgreiðslufarganið, eins og það ihefur verið kallað, koimið & harðasprett aftur og er ekki gott að segja hvar eða hvenær þeirri þeysireið linnir. eftir umsóknum um skólavist í væntanleguim 4. bekk. 6—8 nemendur gáfu sig fram, en það þótti helzt til lág tala til þess að fræðsluráð treysti sér til að mæla með því við bæjarstjórn, að 4. bekkur hæfi starfsemi sína á sl. hausti. Því er þó ekki að neita, að þetta mun hafa komið sér illa fyrir suma af þessum uimsækj- endum og munu einhverjir þeirra hafa orðið af öllu námi í vetur. Nú í vetur eru hinsvegar 35 nemendur í 3. bekk, 13 í lands- prófsdeild og 22 í miðskóladeild og eru miklar líkur til að stór hópur þessara nemenda vildu stunda náim í 4. bekk skólans næsta vetur, ef ákvörðun um starfrækslu hans yrði tekin / tíma. Það er álit okkar, að einhver fyrirvari eða hik í máli þessu gæti haft þær afleiðingar, að nemendur leiti fyrir sér um skóla- vist annars staðar ...“ Þess má að lokum geta, að bæjarstjórn sýndi hvorki hik í málinu né hafði fyrirvara. Það ætti að mega skilja svo, að t.il 4 bekkjar verði stofnað án tillits til þess hvort namendur verða margir eða fáir. Nemendur ættu því að geta látið innrita sig í 4. bekk í fullri vissu þess, að þeir verði ekki sviknir um skólavist. ÍÞRÓTTIR Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, ákvað UlA á þingi sínu í haust, að ráða til sín þjálfara, sem fari milii félaga á sambandssvæðinu og leiðbeini ■og þjálfi á vegum þeirra. Erfi5- lega gekk að fá mann í starfið, þrátt fyrir miklar auglýsingar, því mikill skortur er hérlendis á hæfum þjálfurum. Var því brugð- ið á það ráð að leita til frænda vorra, Norðmanna. Þar reyndist áhuginn meiri og bárust alls 14 umsóknir. Úr þessum hópi var svo valinn 28 ára gamall stúdent, Harald Braathen að nafni. Að stúdentsprófi loknu settist hann í „Statens Gymnastikskole“ og lauk prófi þaðan 1962. í heimalandi sínu hefur Harald starfað sem þjálfari, aðallega seai, skiðaþjálfari og knattleikja- þjálfari. Jafnhliða starfi sínu les hann sagnfræði og þýzku við Oslóarháskóla. Aðspurður, hví hann hefði lagt leið sína til ís- lands, sagði Harald, að í Noregi hvíldi mikill ævintýraljómi yfir Islandi — Sögueynni — og sig hefði lengi fýst að koma hingað. Hann hefði því gripið tækifærið tveim höndum þegar það gafst, Nú er Harald kominn hingað til Norðfjarðar og mun starfa hér næstu 10—14 daga. Það er von forráðamanna Þróttar, að koma hans verði til þess, að menn dragi fram skíði og skauta, hristi af þeim rykið og noti snjóinn og skautasvellið meðan færi gefst. Auk útiíþrótt- anna mun þjálfarinn, ásamt leik- fimikennurum skólans, leiðbeina í . handknattleik, körfuknattleik, leikfimi og frjálsum íþróttum í hinuimi föstu tímum Þróttar í leikfimisal barnaskólans. Þá mun hann vinna imieð ieikfimikennurunum í leikfimi- tímum skólanna a. m. k. í efstu bekkjum barnasólans og í gagn- fræðaskólanunn. Að endingu vill Þróttur skora á alla bæjarbúa að taka virkan þátt í íþróttastarfinu og leggja þannig íram sinn skerf til að lyfta íþiótta- og útilífi Austur- lands úr þeim öldudal, sem það hefur vertð í undanfarið. Krjóh. Til sölu Barnavagn til sölu. Selst ódýit. Uppl. í síma 236. /VWVWVWVWWWVWWWWN/WWWWVW' Am\uv\mi\ IRitstjóri: Bjarni Þórðarson. Áskriftarverð kr. 100.00 Kemur út einu sinni i viku. NESPRENT > 4. bekkur við gagnfrœðaskólann

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.