Austurland


Austurland - 29.01.1965, Blaðsíða 3

Austurland - 29.01.1965, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 29. janúar 1965. AUSTURLAND / 3 Kænskubragð Smásaga eítir Sergei Mikhalkov ,,Nú er ég voldugasta skepna veraldar!“ sagði hérinn. „Ertu genginn af vitinu, mað- ur?“ sagði hérafrúin og varð undrandi yfir kokhreysti bónda síns. ,,Ja, ef til vill frúirðu mér ekki, en viltu að ég sanni þér það með því að ráðast á villigöltinn þarna og gefa honum rækilegt spark í afturendann ?“ „1 guðs bænum, stilltu skaps- m'uni þína“, æpti hérafrúin. Hljóðdeyfir Eftir að vélakostur rafstöðv- aiinnar hér í bænum var aukinn með stórum vélum, hefur hún valdið mjög óþægileguim og hvim- l?’ðum hávaða í grennd við stöðv- arhúsið. Einkum hefur borið á þessu við austanvert Miðstræti, en vestan hússins gætir hávað- ans ekki mikið. Er það alveg furðulegt, að rlkisreknar rafveitur skuli leyfa sér að setja upp stórar og hávaðasamar vélar án fullnægj- andi hljóðdeyfingar. Fyrr í vetur sneri bæjarstjóri sér til framkvæmdastjóra fyrir- tækisins, eftir að borizt höfðu kvartanir íbúa við Miðstræti, og fór eindregið fraim' á, að úr þessu yrði bætt. Nú hefur borizt svar frá fram- kvæmdastjóranum, þar sem upp- lýst er, að á framkvæmdaáætlun rafmagnsveitnanna fyrir þetta ár, sé gert ráð fyrir sérstakri fjár- upphæð til hljóðdeyfingar, og að vonandi takist að frsimikvæma hana á árinu. Or bænum Afmæli. Aldís Gaðnadóttir, húsmóðir, Hafnarbraut 20, varð 65 ára 25. jan. — Hún fæddist í Svartárdal i Skagafjarðarsýslu, en hefur átt hér heima í áratugi. Iðnnemaféiag Neskaupstaðar Aðalfundur laugard. 30. jan. kl. 5 e. h. DAGSKRA: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Frá I. N. S. I. 3. Önnur mál. Nýir félagar velkomnir. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjómin. „Hann getur ekkert gert mér“, sagði hérinn, útblásinn af monti, „ég ætla nefnilega að beita kænskubragði". Síðan læddist hérinn aftan að villigeltinum og sparkaði óþyrmi- lega í lærið á honum. Villigöltur- inn varð öskugrár af bræði. Héra- frúin tók fyrir augun í skelfingu sinni, en hérinn lagðist á hrygg- inn, lyfti löppunum til himins, og sagði við villigöltinn í bænar- rómi: „Vægið mér, herra villi- göltur, ég biðst auðmjúklega af- sökunar á framferði mínu, þér getið ekki farið að ráðast á iðr- andi sál“. Villigölturinn hugleiddi málið um stund. Síðan hugsaði hann með sér, að það breytti víst engu ■þótt hann léti þennan ræfil í friði, og ekki sízt. úr því að hann iðraðist svo gerða sinna. Og með það strunsaði villigölturinn burt. „Sérðu nú“, sagði hérinn við hérafrúna, og var nú staðinn upp aftur. t || . | ; „Þú ert enginn venjulegur héri“, sagði hérafrúin, „þú ert sannköiluð hetja“. Eftir þ&tta fór hérinn fyrir al- vöru að hugsa um ágæti sitt. Dag nokkurn, er þau fóru á göngu um skóginn, hérahjónin, þá stillti hérinn svo til, að þau færu þá leið, sem flest dýrin mættu sjá þessi virðulegu hjón. Og jafnframt hafði hérinn augun vel hjá sér, nú skyldi kænsku- bragðið koma honuim1 að góðu haldi, ef svo bæri undir. Þegar þau komu þar, sem skóg- artakmörkin voru, sáu þau hvar skógarbjörninn sat á stubba af afhöggnu tré, og gæddi sér á gul- rót. ,,Æ, alltaf eru nú gulræturnar mitt uppáhald", sagði hérafrúin, og renndi löngunarfullum augum til bangsa. „Þú mundir kannski kæra þig um hana þessa, heillin“, sagði hérinn um leið og hann bað frúna að bíða andartak. Hérinn sneri sér síðan uimsvifa- laust að bangsa, og rak honum bylmingshögg í hrygginn, og hrifsaði af honum gulrótina um leið. 1 fyrstu varð bangsi klumsa af undrun, síðan lyfti hann sér upp á annan fótinn, teygði hramminn upp í tré' og braut eina smíágrein af þvi. „Vægið mér, herra skógar- björn“, æpti hérinn, um leið og hann velti sér uimi hrygg og lyfti loppunum til himins. „Ráðizt Lokað febrúarmánuð. Sækið fötin í dag og á morgun. EFNALAUGIN. ekki á mig, herra, ég viðurkenni framhleypni mína, og biðst auð- mjúklega vægðar. Þér getið ekki, herra skógarbjörn, farið að ráð- ast á iðrandi sál“. „Ég veit það“, sagði bangsi ósköp rólega, ,,ég hef ekki hugs- að mér að ráðast á þig, en ég ætla bara að gefa þér smá hir! • ingu“. Svo setti bangsi hérann á kné sér og lét vöndinn um hirting- una. Hérann sveið óskaplega und- an höggunum, en þó var það ekki r.eitt hjá því, að vera kaghýddur fyrir frair.an augun á hérafrúnni. Persónudýrkunin í algleymingi Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, er látinn á 91. aldursári. Vikuna, sem þessi aldni þjóðmálaskörungur háði stríð sitt við dauðann, svo og þá viku, sem liðin er frá andláti hans, hafa frásagnir af dauðastríði hans og greftrunarundirbún- ingi, verið uppistaðan í fréttaflutningi íslenzka útvarpsins. Og ekki er allt búið enn. Enn er jarðarförin eftir og má því vænta enn einnar gusu í útvarpinu. En hvað á þessi væmna mærð að þýða? Varla hefur andlát Churchills komið mönnum mjög á óvart. Hvað er eðlilegra, en að nárætt gaimalmenni safnist til feðra sinna? Og hvers vegna gat ekki Ríkisútvarpið látið sér nægja, að rekja ^taðreyndirn- ar um ævi Ohurchills í stað þess að hella yfir okkur ómeltri dag eftir dag mærðinni úr brezka útvarpinu? Englendingar hafa látið mikið með Churchill dauðan. Þeir ætla að stofna sérstakan hátíðisdag til minningar um hann, og þeir ætla að grafa hann með konunglegri og hernaðarlegri viðhöfn. i ! Ekki veit ég hvað er persónudýrkun, ef þetta tilstand með Churcill er ekki persónudýrkun á háu stigi. Sýnist mér að okkur vestantjalds sé ekki síður en þeim austantjalds, þörf á að snúast gegn persónudýrkun. Hitt er svo annað mál, að Churchill var með svipmestu stjórnmálamönnum sinnar samtiðar. En hann var brokkgeng- ur stjórnmálamaður og átti ekki alltaf lýðhylli að fagna. Þær stundir komu, að Ohurchill var hataður og fyrirlitinn af imdkl- um meirihluta þeirra þjóða, sem nú hafa tekið hann í dýr- lingatölu. Það var á styrjaldarárunum síðari, sem Churchill vann sér ódauðlega frægð fyrir þá forustu, sem hann veitti þjóð sinni í hörmungum þeim, er stríðið leiddi yfir hana. Og það var hann, sem ásai.n't þeim Stalín og Roosevelt, leiðtogum hinna stórveldanna, sem börðust gegn nazistum, leiddu frelsisunn- andi þjóðir til sigurs yfir nazistaófreskjunni. Churchill stendur fyrir sínu. Hann þarf ekki á smjaðri eða persónudýrkun að halda. Egilsbúð ☆ 3 LEIGUMORÐINGJAR Sýnd föstudag kl. 8. Bönnuð börnun innan 14 ára. Síðasta sinn. VILLTA UNGA KYNSLÓÐIN Sýnd sunnudag kl. 3. — Síðasta sinn. SINDBAÐ SÆFARI Sýnd sunnudag kl. 5. — Síðasta sinn. FORTÍÐ HENNAR Bandarísk kvikmynd, tekin í metrolitum og Cinemaseope. Leikarar: Gina Lollobrigida, Anthony Franciosa og Ernest Borgnine. ■AAAAAAAAAA^AAAAAAAA^ ^A^AAAAAaIx^VXAA^ Rauðrófur — Gúlrófur — Laukiur ALLABÚÐ Rauðkál. A/WNAAAAAA/VWSAAAAAAAA^AAAAAAAAAAAAAA/' ^^^^^^^^^^^^^^WAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA^AAAAAAA

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.