Austurland


Austurland - 19.02.1965, Side 1

Austurland - 19.02.1965, Side 1
Amlurlnnd Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 19. febrúar 1965. 7. tölublað. Fjögurra hreyfla flugvél í Norð- fjarðarflugið í apríl Ágætur árangur af samstarfi Flugsýnar og bæjarstjórnar Frá því hefur verið skýrt í blaðinu, að Flugsýn hefði í huga, að kaupa aðra flugvél til að geta betur rækt þjónustuna við Norð- fjörð. Raunar hefur Flugsýn rækt þessa þjónustu frábærilega vei, frá því áætlunarflugið hófst í apríl í fyrra, en smæð flugvélar- innar setur þeirri þjónustu þó viss takmörk. Nýja flngvélin. Flugvél sú, er Flugsýn er nú að kaupa, er af gerðinni Heron. Hún hefur alltaf verið í eigu sama aðila, Shellolíufélagsins, sem mun hafa notað hana til að flytja forstjóra sína og sérfræð- inga. Flugvélinni hefur jafnan verið mjög vel við haldið og er mjög vel búin siglingar- og ör- yggistækjum. Flugvélin verður innréttuð með 15 farþegasætum og hefur auk þess allmikið rúm fyrir flutning. Hvert sæti er við glugga og út- sýni sagt með ágætum. Hæð und- ir loft í vélinni er 1,76 m. Hún er á neíhjóli og því miklu stöð- ugri á flugvelli í misvindi. Hreyflar vélarinnar eru 4, samtals 1000 hestöfl. Flugþol er mikið, 7—8 klukkustundir. Flug- hraði er svipaður og þeirrar vélar, sem notuð hefur verið í Norð- fjarðarflugið, en þó öllu meiri. Vélar þessar eru mikið notaðar erlendis í ferðum til fámennari staða. í Noregi hefur flugfélag Brátens notað svona vélar tals- vert og er látið vel af. Verð og greiðsluskilmálar. Verð flugvélarinnar er 35 þús. sterlingspund, eða um 4,2 millj. kr. — Útborgun er 13 þús. pund, en afgangurinn er lánaður til þriggja ára. Aðstoð Síldarvinnslunnar og bæjarins. Flugsýn hefir ekki bolmagn til að greiða neitt að ráði í kau.þ- verði vélarinnar. Hefur það því orðið að ráði, að Síldarvinnslan lánaði Flugsýn 1.3 millj. kr., eða meginhluta útborgunairuppþæðar inúar. Bæjarstjórn hefir gengið í bakábyrgð fyrir 22 þús. punda láninu, eða um 2.640 þús. kr. Viðvíkjandi þeirri áhættu, sem Síldarvinnslan og bærinn taka á sig með þessum ráðstöfunum, er það að segja, að hún virðist ekki mikil. Sameiginlega hafa Síldar- vinnslan og bærinn 1. veðrétt í flugvélinni og vátryggingafé hennar. En vitanlega fylgir allt- af nokkur áhætta öllum ábyrgð- um. Okkur Norðfirðingum er orðtð það löngu ljóst, að ef við ekki leysum sjálfir okkar samgöngu- mál hvað flugið snertir, þá gera ekki aðrir það. Og hjá því verð- ur ekki komizt, að láta þeim, sem flugið annast, í té fjárhagslegan stuðning í formi lána og ábyrgða. Hygg ég, að bæjarbúar séu um fátt jafn sammála og að aðstoða Flugsýn til að bæta aðstöðuna 1 Lögbirtingablaðinu, sem út kom 9. febrúar, er tilkynnt stofnun hlutafélagsins Hafsíld á Seyðisfirði. Tilgangur þess er „að 'byggja og reka síldarverksmiðju á Seyðisfirði, fiskverkun, verzlun, skipaútgerð, fiskveiðar, rekstur fasteigna og annan skyldan at- vinnurekstur". Stofnendur félagsins eru: Ingv-, ar Vilhjálmsson, Sveinn Guð- mundsson, Vilhjálmur Ingvars- son, Jón Ingvarsson, Sverrir Sveinsson, Jónas Jóns-on, Guo- laugur Jónsson og Markús Sveins- son. Eru þeir allir búsettir í Reykjavík, neana Guðlaugur, sem á heima á Seyðisfirði. Stjórnarformaður er Ingvar Vilhjálmsson, en framkvæmdastj. Vilhjálmur Ingvarsson. Hlutafé hins nýja félags er 9 millj. kr. og er það allt innborg- til að halda uppi áætlunarflugi til Norðfjarðar. Kemur í apríl Hinn nýi farkostur á að af- hendast kaupanda í síðasta lagi 15. apríl í vor og verður hann þá tilbúinn að hefja áætlunar- ferðir. Með samningum þeim, sem bæjarstjórn geroi við Flugsýn fyrir rúmu ári, og með þeim á- byrgðum, sem hún lét í té og gerðu flugvélarkaupin möguleg, voru merkileg kapítulaskipti í samgöngumálum bæjarins. Svo vel hefur þetta gefizt, að aðeins ári síðan kemur önnur flugvél, sem flutt getur meira en helmingi fleiri farþega og miklu meiri farangur. Er öllum, sem að þessu máli standa, fagnaðarefni, að þessi þróun skuli eiga sér stað. Fátt er einu byggðarlagi nauð- synlegra, en góðar og öruggar samgöngur. Með samstarfi bæj- arins og Flugsýnar hefur tekizt að leysa þcrfina á flugsamgöng- um milli Neskaupstaðar og höf- uðstaðarins á mjög vel viðunandi hátt. að og má af því álykta, að hér eru engir öreigar á ferðinní. Framkvæmdir við verksmiðju- bygginguna eru þegar hafnar og mun að því stefnt, að verksmiðj- an hefji vinnslu fyrir næsta síid- veiðiiímabil. Byrjað að ryðja Oddsskarð 1 morgun var byrjað að ryðja snjó af veginum um Oddsska*ð. Snjór sýnist ekki mikill, en Vega- gerðin áætlar að verkið taki tvo daga. Oddsákarð hefur nú verið ófært síðan á jólurn, eða um 8 vikna skeið. Hefur þessi lokun vegarins komið sér mjög illa fyrir marga. Borið til baka I Austurlandi 29. jan. var frá því skýrt, .að útvarpsstjóri hefði skýrt þingmönnum svo frá, og síðan áréttað það í útvarpserindi, að þar sem s.r.á-endurvarpsstöðv- ar væru hér eysira, væru sérstak- ir menn, sem hefðu eftirlit með stöðvunum og gætu menn snúið sér til þeirra með kvartanir sín- ar. Nafngreindi útvarpsstjóri þessa eftiriitsmenn og sem eftir- litsmann í Neskaupstað nefndi hann Baldur Böðvarsson, út- varpsvirkja. Baldur he-fur nú tjáð blaðinu, að þetta sé ekki rétt. Hann sé ekki sá eftirlitsmaður með endur- varpsstöðinni hér, sem útvarps- stjóri viljí vera láta. Stofnfundur Mjó- firðingalélags Laugardaginn 13. febrúar var stofnað félag búsettra Mjófirð- inga hér í Neskaupstað og hlaut nafnið „Mjófirðingafélagið". Er það einkum stofnað í þeim til- gangi, að lífga örlítið við félags- lí.ið og verða haldnir málfundir, kvöldvökur, skemmtikvöld og spilakvöld eftir því sem bezt hentar hverju sinni. Fyrirhugað er að hafa skemmtikvöld 6. marz n. k. með kaffi og ýmsum skemmtiatriðum og dansi. Verður þið fyrsta samkoma félagsins. I stjórn félagsins voru þessi kosin: Sveinn VJhjálmsson, formaður; Svanbjörg Gísladóttir, ritari og Sesselja Sveindóttir, gjaldkeri. Varaformaður Auðbj. Njálsdóttir. Meðstjómendur: Elín. Magnús- dóttir, Jóhanna Þormóðsdóttir. í skemmtinefnd voru kosin: Unnur Jóhannsdóttir, Jónas Elí- asson, Víglundur Gunnarsson, Heiga Vilhjálmsdóttir, Brynhildur Haraldsdóttir og Ragnheiður Stefánsdóttir. Stofnfundurinn var allvel sótt- ur, en ])ess skal getið, að margir eru fjarverandi úr bænum. Alls munu vera 62 meðlimir skráðir. Haft er í flimtingum að svo bölvað, sem sé að hlusta á endurvarpsstcðina að Eið- um, sé endurvarpsstöð Landssíinans hér öllu verri; að varasamt sé að tata hér um trúnaðarmál í sima, því meun e:gi það á hættu, að því verði útvarpað; að ein daginn haíi rödd ein- hvers ástkærs eiginmanns yfirgnæft þulinn og sagt: „Eiskan mín, vertu bára róleg og komdu með Hekl- unni“. Byggja síldarbrœðslu d Seyðisfirði

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.