Austurland


Austurland - 19.02.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 19.02.1965, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 19. febrúar 1965. SITT AF HVERJU Happdrœttin og spilafýsnin -- Bissness í Davíð - Bœkur biskupsins Á Islandi er mikið um fínt betl. Við höfum lag á að klæða þetta betl í fagran búning, köllum íþað happdrætti, samskot eða eitthvað annað, bara ekki það sem það er. Við erum sjálifsagt raungóðir menn. Eða sivo hljótum við að álykta af hinuzn glæsilega árangri betlisins. Eða er þátttak- an kannski ekki fyrst og fremst sprottin af kærleiksneistanum í brjósti mannsins? Er það kann- ski fremrur demon spilafýsnarinn- ar, sem leikur undir? Ekki ’dreg ég í efa, að almennt er það fé, sem safnast með þess- um hætti, notað til að hrinda í framkvæmd mikium þjóðþrifa- málum. Það er byggt yfir æðstu menntastofnun þjóðarinnar og þeirra stofnana, sem undir hana heyra, fyrir happdrættisgróða. Sama er að segja um öryrkja- hæli, gamalmennahæli o. s. frv. Flest það, sem gert er fyrir arðinn af sníkjumum, er í raun og veru i verkahring þess opin- bera að láta framkvæma. En það er bara svikizt um að gera það, svo að áhuga- og hugsjónamenn geta ekki horft aðgerðarlausir á seinaganginn og grípa til sinna ráða af þeim eldmóði, sem jafnan einkennir starf hugsjónamanna. Og árangurinn hefur orðið frá- bær. Um það vitna byggingar Háskólans, Reykjalundur og Dvalarheimili aldraðra sjómanna, svo minnt sé á árangur stóru happdrættanna, sem svo til allir landsmenn taka þátt í. Er það vel, að hægt skuli að beina spila- náttúru okkar inn á þær brautir, að við styðjum að slíkum nauð- synjaframkvæmdum jafnframt því, sem spilaástríðunni er sval- að. Éjg býst við, að ýmsir rísi upp til andmæla, og segist taka þátt í leiknum af mannkærleika einum saman. Má vera, að þess finnist mörg dæmi, en skoði menn hug sinn niður í kjölinn hygg ég, að flestir komist að þeirri niður- stöðu, að spilaástríðan er þarna mjög virkur þáttur. Ég þykist oftast kaupa happ- drættismiða til ,,að styrkja gott mále/fni“. En ég hef komizt að raun um það, þegar til tals hefur kornið að fækka miðum, er þeir hafa þótt orðið fullmargir, að spilahvötin er með í leiknum. Þegar til kom þótti ekki á það hættandi að sleppa neinum miða. Hver veit, nema stóri vinningur- inn komi á hann næst? Og við óttumst að mega reyna það, sem samborgari okkar einn ágætur mlátti reyna. Hann ætlaði að fara að spara og sagði upp happdrætt- ismiðanum sínum. Hann hafði ekki fyrr komið þessari sparnað- arráðstöfun í kring, en stóri vinningurinn, 200 þús. kr., féll á miðann. Það getur því verið vafasamur sparnaður að segja upp happ- drættismiðanum sínum. Kannski kemur stóri vinningurinn á hann næst. . . i Landsbetl Akureyringa Davíðsliús Fyrir tæpu ári andaðist norður á Akureyri þjóðskáldið ástsæla Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Bar andlát hans brátt að og án þess að hann hefði komið því í verk, að gera erfðaskrá sína. Er því ekki vitað 'hvernig skáldið heíði viljað ráðstafa þeim eign- um sínum, sem mölur og ryð fá grandað. Hjn ódauðlegu ljóð sín haiði Davíð löngu gefið þjóð sinni, þó vera megi, að hún þurfi um langan aldur að greiða af- komendum erfingja Davíðs skatt fyrir að njóta verka hans. Það kom því í hlut erfingja skáldsins, að ráðstafa eignum þess, og varð fljótt ljóst, að þeir ætluðu að gera sér mat úr þessu erfðagóssi. En Akureyringum — og raun- ar mörgum öðrum — þótti súrt í broti, að láta tvístra eigum skáldsins. Bæði er að því menn- ingarauki að halda þessum eign- um saman, og svo er það bisness. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti að kaupa bókasafn Davíðs og fékk eitthvað af mublum og málverkum í kaupbæti. En þar með var stórhugur bæjarstjórn- arinnar þrotinn. Hana brást stórhug og metnað til að kaupa „hús skáldsins". Tóku sig þá til menningarfröimuðir á Akureyri, bæði ekta og snobbar, og hleyptu af stokkunum almennri fjársöfn- un um land allt til að aura sam- an húsverðinu. Og svo langt var gengið, að sjötugsafmæli hins látna skálds var gert að sérstök- um fjársötfnunardegi. Er þá svo langt gengið, að manni verður á að efast um, að Akureyringum sé treystandi til að varðveita þau verðmæti, sem skáldið lét eftir sig, og mölur og ryð fær- eigi grandað. En peningaleg verðmæti er þeim trúandi til að varðveita, það hafa þeir sýnt. Auðvitað eiga eigur skáldsins, hús þess, bækur, listaverk og persónulegir munir, ekki að tvítrast. En Akureyringar áttu að hafa mannskap í sér til að kaupa þessa muni þegjandi og hljóðalaust og án þess að ganga með betlistaf fyrir hvers manns dyr. Margir bæir hefðu viljað ■ greiða það, til að mega telja Dav- íð í hópi þegna sinna. Ég er alveg viss um, að ef við Noiðíiiðingar hefðum átt mann eins og Davíð Stefánsson og kunnað að meta hann — sem hreint ekki er víst — hefðum við áreiðaniega keypt eftirlátnar eig- ur hans, án þess að efna til þjóð- arsamskota. Okkur hefði beinlín- is skort hugmyndaflug til að finna upp slíkar fjáröflunarað- ferðir, og auk þess ekki ver'.ð hrifnir af að beita þeim. Svona erum við litlir bisness- menn. Og hvers vegna skyldu Akur- eyringar, sem eru 6—7-falt fleiri, láta sig muna um að kaupa erfðagóssið? Eigi þeir ekki hand- bæra aura, geta þeir áreiðanlega fengið lán og þannig dreift greiðslunni á mörg ár. Nú þykist ég vita, að menn muni segja sem svo: Davíð er engin séreign Akureyringa, held- ur sameign allrar þjóðarinnar. Satt er það að vísu. En það er bisness í Davíð og það haí'a Ak- ureyringar komið auga á, enda kemur það þeim og engum öðrum til góða. Akureyri er ferðamannabær mikill, líklega sá mesti á land- inu. Fyrir slíkan bæ hefur Dav- íðshús sérstakt gildi, þar sem það dregur hina fjölmörgu aðdá- endur Davíðs til sín, eins og seg- ullinn stálið. Og Akureyringar græða á auknum ferðamanna- straumi. Ur því ekki verður hjá því komizt að greiða fé fyrir Davíðs- hús og aðrar eignir Davíðs, eiga bisnessmenn og menningarsnobb- ar Akureyrar að leggja það fram, ásamt kaupstaðnum. Það eru 'hótelin, veitingamennirnir, verzlanirnar og aðrir, sem græða á auknum ferðamannastraumi, sem leggja eiga fram fé til kaup- anna. En úr -því Akureyringa brestur þann stórhug og metnað sem til þess þarf, að kaupa og varðveita eftirlátna muni Davíðs, væri lík- lega rétt. að þjóðarheildin gerði það og þá fyrir milligöngu okk- ar sameiginlega sjóðs, ríkissjóðs. Þáttur erfingjanna verður ekki ræddur hér. Hann er kapítuii fyrir sig. Landsbetl biskups Bókasafn handa Skálholti Biskupinn yfir íslandi hefur, ssm vera ber, alveg ódrepandi á- huga á því, sem nefnt er „end- ■urreisn Skálholts". Þó getur hann, blessaður, ekki hugsað sér, að setjast sjálfur að á svo af- skekktum stað, og væri búseta biskups þó vænlegasta ráðið til að^ hefja staðinn til fornrar virð- ingar sem höfuðvígi kristins sið- ar á Islandi, eins og hann var til forna. Nú hefur biskupi hugkvæmzt að kaupa handa Skálholti bóka- safn kaupmanns eins í Reykjavík. Hefur hann ákveðið kaupin í nafni þjóðkirkjunnar, án þess að séð verði hvaðan honum ihafi komið heimild til þess. Meðlimir þjóðkirkjunnar — ég og aðrir — hafa aldrei verið spurðir um álit þeirra fremur en annað, sem að viðreisninni í Skálholti lýtur. Mikilli herkænsku var beitt í þessu máli. Fyrst var gefið í skyn, að mörg tilboð hefðu borizt í safnið erlendis frá og voru orð látin að því liggja, að útlending- ar vildu greiða allt að sex millj- ónum króna fyrir safnið. En aldrei hafa þeir útlendingar ver- ið nafngreindir, svo líklega er þetta lygasaga, uppdiktuð til að undirbúa jarðveginn og örfa eft- irspurnina. Ennfremur var reynt að slá á þá strengi, að tfyrir endurheimt okkar á handritum okkar úr klóm Dana, væri hættulegt að láta slíkt safn úr landi og verður þó ekki séð, í fljótu bragði, hvað þetta tvennt á sameiginlegt. Og þegar búið var að undir- búa jarðveginn hæfilega, kom blessaður biskupinn eins og frels- andi engill með hið þráða lausn- arorð: Þjóðkirkjan kaupi bóka- safnið handa Skálholti. Var nú áróðursherferðin og fjársöfnunin sett í fullan gang, en eftir öllum sólarmerkjum að dæma, á þetta samspil kaup- manns og biskups litum vinsæld- um að fagna. En til hvers á að nota þetta bókasafn í Skálholti? Líklega verður það lítið sem ekkert notað, utan hvað það verður haft til sýnis fyrir gesti. Alic fyrir snobbið. Heilmikið kostar að halda safninu við, bókaverðir þurfa kaup eins og annað fólk, byggja þarf veglega bókhlöðu og naumast verður hjá því komizt að auka safnið með nýjum bókum. Líklega er tor- fundinn sá meiriháttar staður, sem er verr fallinn til þess en Skálholt, að vera aðsetursstaður meiriháttar bókasafns. Hinsvegar væri það ákjósanlegur geymslu- staður fyrir safn, sem ekki á að nota. Viðvíkjandi þeirri hættu, að safnið verði flutt úr landi, er það að segja, að ekkert mun athuga- vert við að selja til útlanda meg- inhluta safnsins. Það væri áreið- anlega betur komið sem íslenzkt bókasafn við erlenda mennta- stofnun, en sem sýnisgripur á Skálholtsstað. Þó eru vafalaust í satfninu mörg gömul rit og fá- gæt, sem sjálfsagt er að fcoma í veg fyrir að flutt verði úr landi. Og til þess er ósköp auðvelt og einfalt ráð. Það á að banna að selja úr landi eða flytja úr landi viss rit, alveg á sama hátt og bannað er að flytja út forngripi. Okkur er meira að segja bannað að f'lytja úr saltfisk og skreið, án leyfis stjórnarvalda. Hvers vegna þá ekki að banna útflutn- ing bóka, sem taldar eru þjóðar- dýrgripir ? AmXurlmú Lausasala kr. 5.00 ' Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.