Austurland - 26.02.1965, Qupperneq 4
4
AUSTURLAND
Neskaupstað, 26. febrúar 1965.
Geimfari spurður
Á blaðamaimafundi í Moskvu
spurði fréttaritari APN frétta-
stofunna.r Boris Jegorov lækni,
sem var í þriggja manna geim-
farinu, og fyrsti læknir, sem far-
ið hefur í geimsiglingu, eftirfar-
andi spurningar: Þolir venjulegur
vel heilbrigður maður geimfarir án
þess að hljóta sérstaka undirbún-
ingsþjálf un ?
Viðstaddir íóku upp hlátur,
en Boris svaraði brosandi:
„Ég veit hvað fellst í spurn-
ingunni.. Fréttaritararnir hafa
lengi sniglast í kringum ge'mför-
in og dreymt um að smeygja sér
inn í kiefana. Ennþá hefur eng-
inn laumufarþegi komist um
borð, en trúiega hefur viss
fréttaritari hug á þvi. Auðvitað
getur hver heilbrigður maður án
sérþjálfunar Jifað geimferð ,af.
En hvernig líðan hans verður,
þegar hann kemur til jarðar skal
ósagt látið. En það er ekki skyn-
samlegt að senda mann út i
geiminn og mega búast við því
að hann komi hálf meðvitunar-
laus til baka aftur.“
„Munu yðar læknisfræðilegu
rannsóknir hafa áhrif á þjálfun-
aræfingar geimfara?“ spurði
fréttamaðurinn.
„Það er of snemmt að segja
nokkuð ákveðið um hugsanlegar
breytingar á æfingarkerfi vænt-
anlegra geimfara, eða vaii á-
hafna á geimför framtíðarinnar“
tvaraði Boris Jegorov. „í fyrsta
lagi er sá efniviður, sem ég safn-
aði mjög takmarkaður, og aðeins
bundinn við þrjá einstaklinga. Og
í öðru lagi er ekki ennþá búið að
vinna endanlega úr neinum rainn-
sóknum. T. d. er enn unnið að
greiningarrannsóknum á blóðsýn-
ishornum þeim sem ég tók reglu-
lega af allri áhöfninni á meðan
ú ferðinni stóð. Sem siendur get
ég aðeins sagt frá þeim rann-
EÓknum sem byggjast á persónu-
legri reynslu minni og athugun-
uan.“
Geimferðin var mjög athyglis-
verð bæði fyrir sérfræðinga og
hina almennu borgara. Að horfa
yfir Afríku Ástralíu og Suður-
heimskautslandið er stórkost-
legt. 1 raun og veru sér maður
allan ihnöttinn. Því miður var
stór hluti hans hulinn skýjum.
En þar sem sást til jarðar mátti
vel greina fjöll og dali.hásléttur,
eyðimerkur og vötn í öllum sín-
um breytileika. Á nætumar sá-
ust borgirnar.
Þegar við svifum yfir Afríku,
sáum við ólýsanlega sýn, þrumu-
veður, sem sindraði ljósröndum
um meginlandið.
Höfundar geimferðasagna eða
rómana, bæði eidri og yngri,
halda því fram1, að þyngdarleys-
ið sé. geimf ömm til mikilla þæg-
inda. É)g minnist t. d. hvernig
þessir höfundar lýsa hvíldartím-
um geimfaranna. Þeim finnst það
allt mjög einfa.lt. Ekki sé annað
en halla sér með hönd undir kinn
i einhverju horni klefans, til þess
að óniða ekki ferðafélagana, og
falla í svefn. Þar liggur maður
mjúkt og þægilega. Hlýtt er r
klefanum, engin þörf fyrir sæng-
urföt. . .
Raunveruleikinn er reyndar
allur annar. Við reyndum oft að
fara úr stóilunum og svífa í loft-
inu. Ég verð að segja, að það er
langt frá því að vera þægileg til-
finning. Og að sofa á þann hátt
er mjög ónotalegt. Maður vill
helzt snerta eitthvað, halla höfð-
inu að loftinu eða setja fætur á
stólinn. I þyngdarleysinu er
þægilegast að vera bundinn við
stólinn.
Hlutirnir í kringum mann
virðast heldur ekki svlfandi.
Leggi maður hlut frá sér hreyf-
ist hann ekki fyrr en loftstraum-
urinn hefur áhrif á hann. Ég get
sagt frá eftirfarandi atburði sem
dæmi. Ritblýið mitt brotnaði. Ég
sat þá við hliðina á Konstantin
Feokástov. Þegar ég andaði að
mér stefndi ritblýið á munn
mér. Ég var með rannsóknartæki
í höndunum og átti þann einn
kost að loka munninum og halda
niðri í mér andanum. Biýbrotið
flaug nú í átt að Konstantin.
Hann sá hvað verða vildi og
hætti að draga andann. Ég los-
aði hendurnar og greip blýbrotið
við kinn hans. Svona smámunir
geta verið óþægilegir og það er
betra að gá að sér í þyngdar-
lausu rúmi. En maður venst því
furðu fljótt og eftir nokkra tíma
finnst manni „svífandi" hlutir
ekki lengur neitt furðuiegir. Ég
man sérlega vel fyrsta málsverð
okkar. Það var um það bil 40
mín. eftir að ferð hófst. Við vor-
um komnir á brautina og fyrstu
áhrifin voru um garð gengin. Við
töluðum saman á meðan við möt-
uðumst. Ég hafði í höndunum á-
hald til þess að mæla andar-
dráttinn. Meðan ég tuggði nokkra
murmbita af kjöti lét ég tækið
svífa urn loftið. Áhaldið líktist
ævintýrageimfari, það hreyfðist
í hring í klefanum og tók jafn-
framt hægar kollsteypur. Við
skemmtum okkur við þetta. Svo
komst þetta upp í vana og við
reyndum jafnvel að hagnýta
okkur þyngdarleysið við vinn-
una. Það sýndi sig að vera mjög
hagkvæmt. Segjum svo, að unn-
ið sé með mörgum tækjum í einu
og þurfi að leggja eitthvert
þeirra frá sér, þá er alveg óþarfi
að vera að leita að stólnum eða
borðinu til að leggja það á. Það
má einfaldlega láta hlutinn „í
loftið“ og þegar til hans þarf
að taka er hann örugglega á
sínum stað.
Við störf höfðum við engin ó-
þægindi af þyngdarleysinu.
Þér sögðuð, að félagar yðar
hefðu ekki þurft á neinni læknis-
hjálp að halda. En hvers konar
læknishjálp hefðuð þér getað
veitt þeim? Hefðuð þér t. d. get-
að gert botnlangaskurð ?
Já, það er rétt, enginn þurfti á
lækni að halda. Félagar mínir
voru hraustir og heilbrigðir,
enda var það elkki mitt við-
fangsefni að annast sjúklinga.
Ég átti að annast mjög samsett-
ar líffræðilegar rannsóknir. Þrátt
fyrir það hafði ég nokkur lækn-
islyf meðferðis, s. s. höfuð-
verkjatöflur o. fl.
Frá upphafi' var geimferðin
takmörkuð við sólarhring. _Á svo
stuttum tíma var ekki að vænta
alvarlegra sjúkdómstilfella. En
ég hafði með mér sárabindi en
þurfti ekki á þeim að halda. En
allar aðstæður til skurðaðgerða
voru fyrir hendi. Það er hægt að
gera botnlangaskurð í geimfari.
Hve lengi stóðu athuganir yð-
ar ?
Mjög lengi, ég sleppti meira að
segja svefntíma, því að ella hefði
ég tæplega lokið því verki, er
mér var ætlað. Auk þess bar
fjölmörg vandamál að höndum í
sjálfri ferðinni. Þess vegna ósk-
uðum við eftir að fá hana fram-
lengda, en fengum ekki. Og nú
dreymir okkur alla þrjá um að
fara aðra ferð. Auðvitað vildum
við gjarnan fljúga til tunglsins.
Eru líkur til, að hægt sé að
lækna vissa sjúkdóma með því
að senda sjúklingana út í geim-
inn? _
Það munu ekki líða 100 ár. —
Konstantin heldur, að það verði
sniklu fyrr —• þar til sjúklingar
með háan blóðþrýsting og hjarta-
tjúkdóma verða sendir út í
geiminn.
Mönnum mun bráðlega takast
að yfirvinna óþægindi þyngdar-
leysisins og hjarta- og æðakerfi
nýtur afslöppunar og hvíldar í
geimfarinu, jafnframt verður
beitt áhrifum meðala. Ég held,
að slíkar læknisaðgerðir séu á
næsta leiti.
Dr. Jegorov, urðuð þér varir
við nokkurt lífeðlislegt ósam-
komulag m'eðal áhafnarinnar ?
Vegna þeirra, sem ef til vill
átta sig ekki á hugtakinu „líf-
eðlislegt ósamkomulag“ skal ég
gefa skýringu.
Einn af fréttamönnum APN-
fréttastofunnar, sem var við-
staddur þegar „Voshod“ yar
skotið á loft, bjó í tveggja manna
herbergi með félaga sínum, sem
hraut. Fréttaritarinn flúði her-
bergið. Þetta er táknrænt dæmi
um „lífeðlislegt ósamkomulag".
Meðal okkar ferðafélaganna
viar ekkert þess háttar ósam-
komulag. Samkomulagið var
mjög friðsamt, enginn ónáðaði
okkur og enginn angraði okkur.
Og við höldum enn félagsskap-
inn, eins og þér sjáið.
NÝR SENDIR
Framhald af 1. síðu.
tryggi truflanalaust útvarp. En
böggull fylgir skammrifi. Ekki
er hægt að ná þessum stöðvum
á nálægt því öll viðtæki og munu
því margir þurfa að kaupa ný
■tæki til að geta notfært sér þetta
útvarp. En margir munu vilja
kosta nokkru til að fá góð skil-
yrði til útvarpsnota. Þess er þó
rétt að geta, að núverandi endur-
varpsstöð mun starfrækt áfram.
Nauðvörn Austfirðinga
É|g hef áþreifanlega orðið þess var, að skrif blaðsins um
síldarflutningana hafa vakið mikla athygli hér eystra. Og
eftir að Þjóðviljinn hafði b'rt síðustu grein Austurlands, hef
ég orðið þess var, að málið hefur vakið athygli víða um land.
Og það er fjarri því, að menn telji nú þá stefnu, sem tekin
hefur verið í þessu máli, jafn sjálfsagða og menn töldu á
meðan enginn reis til andmæla.
Skal nú örfáum orðum vikið að einum þætti þessa máls,
sem ég hef ekki rætt áður.
Svo gæti' farið, að útgerð margra stórra tankskipa til sild-
arflutninga í fjarlæga landshluta, yrði til þess að ónóg hrá-
; efni bærist til austfirzku bræðslanna, auk þess, sam sú út-
gerð tefur mjög fyrir nauðsynlegri uppbyggingu til síldar-
vinnslu hér eystra. Sérstaklega getur þetta orðið þegar þau
; tímabil ganga yfir, að veiði er treg og samkeppni því hörð
; urn hráefnið.
Til að fyrirbyggja að verksmiðjurnar á Austurlandi standi
aðgerSarlausar á sama tíma og aflinn af Austfjarðamiðum
er fluttur til Reykjavíkur og annarra fjarlægra staða, eiga
þær að mynda með sér samtök og gefa út yfirlýsingu um að
þau skip, sem uppvís verða að því að losa í tankskip afla
veiddan á Austfjarðamiðum og í Austurdjúpi, á sama tíma
og þróarpláss er fyrir hendi hjá verksmiðjunum, skuili ise'tt
aftur fyrir með löndun, þ.e. þau skip, sem ekki losa í tank-
I skip þegar þróarpláss er fáanlegt, skulu hafa forgang.
En það er ekki nóg að svara áhlaupinu með varnaraðgerð-
um, það þarf líka að hefja gagnsókn. Frystihúsin, sem flest
eru í nánum tengslum við síldarbræðslurnar, þurfa að skip-
urleggja flutninga á vertíðarfiski í stórum stíl frá miðunum
í syðra til vinnslu í austfirzkum frystihúsum.