Austurland


Austurland - 05.03.1965, Page 1

Austurland - 05.03.1965, Page 1
Amlurlmú Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 5. marz 1965. 9. tölublað. Efling á sjálístjórn héraða og dreifing framkvsemdavalds I síðasta blaði var lauslega á það minnst, að þrir þingmenn Alþýðubandalagsins hefðu flutt þingsályktunartillögu um efl- ingu sjálfstjórnar héraða og dreifingu frainl«’æmda\ alds. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að kjósa sjö manna milliþinganefnd, sem hafi það verkefni að athuga með hvaða hætti helzt verði unnið að dreifinga framkvæmdavakls til fleiri staða en nú er og til eflingar á sjálfstjóm í landsfjórÖangum eða öðr- um landssvæðum. Nefndin athugi sérstaklega möguleika á að flytja að meira eða minna leytl ýmsar ríldsstofnanir eða mikilvægar þjónustustofnanir frá höfuðborginni til staða úti á landi í þeim tilgangi að auðvelda afgreiðslu mála og skapa meira jafm ægi í landinu. Þá verði einnig athugað gaumgæfilega um möguleika á að veita héraðsstjórnum rétt til fjármálalegrar yfirstjórnar og ráðstöfunar á tilteknum fjárveitingum, sem ' arða viðkomandi hérað eða umdæmi. TiIIögur nefndarinnar skulu miðast 'iö það, að dregið verður úr því mikla miðstöðvarvaldi sem orðið er í Reykjavík og komið í veg fyrir áframhaldandi of\ öxt þess. Nefndin skal skila tillögum sínum og álitsgerð til Alþingis fyrir 1. janúar 1966. Allur kostnaðiar af störfum nefndarinnar greiðist úr ríklssjóði“. Hér fara á eftir meginatriði úr framsöguræðu Lúðvíks Jóseps- sonar, er hann mælti fyrir tillög- unni: Eins og alþingismönnum er kunnugt, hefur mikið verið rætt og ritað á undanförnum árum um jafnvægi í byggð Jandsins og Þau vandamál, sem eru því sam- fara, þegar byggðin í landinu uaskast verulega. Nefndir hafa verið skipaðar til þess að athuga þessi mál og jafnvel sérstakur sjóður, settur á laggimar til þess að hafa áhrif til úrbóta. En þær umræður, sem fram hafa farið, hafa að langmestu leyti snúizt um afstöðuna í atvinnumálum. Það hefur verið um það rætt að gera ráðstafanir í hinum ein- stöku landshlutum, til þess að auka atvinnu og til þess að skapa þar meira atvinnuöryggi heldur en verið hefur, og bæta þannig nokkuð aðstöðu manna til þess að lifa á þessum stöðum. En um þá þætti þessara mála, sem þessi tillaga fjallar um, hef- ur hins vegar miklu minna verið rætt. Fleira en atvinnuöryggið Það er skoðun okkar flutn- ingsmanna tillögu þessarar, að að sjálfsögðu beri að leggja mikla áherzlu á það að reyna að sjá svo iimi að atvinnuöryggi og næg atvinna sé alls staðar fyrir hendi, því að auðvitað er grund- völlur hverrar lífvænlegrar byggðar einmitt næg atvinna og fullt atvinnuöryggi. Það er eng- inn vafi á því, að það ber að leggja mikla áherzlu á þessa meginþætti. En það er okkar skoðun, að það séu miklu fleiri atriði, sem grípa inn í þetta vandamál en at- vinnumálin. Það séu mörg önnur mál, sem geta haft mikið uim að segja hvernig til tekst með þró- un byggðarinnar í landinu. Þar til koma t. d. samgöngumál, á því er enginn vafi, að góðar og öruggar samgöngur geta ráðið miklu um það, hvernig til tekst sama er að segja með aðstöðu í menningarmálum, hvernig að- staða er til þess að menn geti komið bömum sínum til náms og til þess að sinna menningarmál- um. Að þessum atriðum er nokkuð vikið í þessari tillögu og greinar- gerð, sem fylgir henni. Reynslan hefur sýnt okkur það, að ýmsir staðir úti á landsbyggðinni hafa nú um allmörg ár verið fyllilega samkeppnisfærir — varðandi at- vinnuafkomu við það, sem bezt gerist á landinu, en þrátt fyrir það, hefur þeim stöðum ekki tek- izt að halda í við aðra staði hvað uppbyggingu snertir eða fólks- fjölgun. Nú hefur þannig til tekizt að allt framkvæmdavald í landinu hefur verið staðsett í Reykjavík og í næsta nágrenni, þ.e.a.s. flest- ar þær stofnanir seim hafa með að gera fyrir hönd ríkisvaldsins framkvæmdir í mikilvægum efn- ; um. Ég vil víkja að þessu nokk- uð nánar, til þess að skýra mál mitt. Fræðslu- og menningarmálin Hér í Rvík er yfirstjórn fræðslu og menntamála, en það þýðir að allir þeir, sem óska eftir því að stofnsetja nýjan skóla eða byggja ný skólahús, verða að leggja leið sína suður til Reykja. víkur. Nú vaknar sú spurning, hvort nokkur nauðsyn sé á því lengur að einbeita þessu miðstöðvarafli öllu á þennan hátt í Reykjavík. það má vel vera, að það hafi ver- ið eðlilegt á tímabili að allt þetta miðstöðvarvald yrði sett þar, en það hlýtur vitanlega að koma að því að þetta vald verði svo um- fangsmikið, og safni svo utan á sig, að það komi til mála að skipta þessu upp að meiru eða minna leyti til hagræðis fyrir þá, sem í sveitunum búa. Það er mín skoðun, að það kæmi fyllilega til greina varð- andi yfirstjórn menntamálanna, að skipta landinu i nokkur aðal- umdæmi varðandi framkvæmdir í þessum efnum, þannig, að t. d. eitt uimdæmi gæti verið Austur- og Norðurland og á sama hátt væri hægt a,ð ákveða önnur uni- dæmi. Og þá yrði að sjálfsögðu gert út um öll þessi mál, sem nú þykir nauðsynlegt að gera út um hér hjá miðstöðvarvaldinu í Reykjavík, hjá þessari yfirstjórn í umdæmunum. V egamálayfirstjórn Svipað er að segja um ýmsar aðrar mjög þýðinga.rmiklar fram- kvæmdastofnanir á vegum ríkis- ins. Tökum t. d. vegamálastjórn ríkisins. Öll yfirstjórn vegamála ’ hefur aðsetur hér í Reykjavík. Nú er þannig unnið að fram- kvæmdum vegamála, að engin brú er svo byggð á landinu, að hún verði ekki að teiknast í ákveðnu húsi hér suður í Reykja- vík. Hér skulu allir þeir menn Framh. á 3. síðu. Tónabcer 1 fyrra keypti Lúðrasveit Nes- kaupstaðar húsnæði það, er prentsmiðjan hafði verið í í ís- feldshúsinu, Egilsbraut 13. Til- gangur lúðrasveitarinnar með þessum húsakaupum var að fá sai.nastað fyrir æfingar og aðra starfsemi sveitarinnar. Einnig var hugmyndin frá upphafi sú, að hýsa aðra tónlistarstarfsemi og þá fyrst og fremst tónlistar- skólann. Félagsmenn hafa svo unnið að því í þegnskylduvinnu að lag- færa húsnæðið eftir því, sem tími þeirra hefur leyft, en það var mjög illa farið. Er þessum end- urbótum nú lokið og húsið tilbú- ið til notkunar. Húsakynnin eru mjög vistleg og smekkleg og munu um nokkra framtíð geta fullnægt því hlut- verki, sem þeim er ætlað. Þarna er um að ræða stofu um 35 fermetra að flatarmáli. Enn- fremur salerni, hljóðfærageymslu og forstofu. Að undanförnu hefur starf- semi lúðrasveitarinnar verið dauf, karlakórinn legið niðri og tón- listarskólinn hefur ekki starfað í vetur. Er húsnæðisleysi um kennt. Nú hefur verið bætt úr því, og nú er það einhverju öðru að kenna, ef ekki færist fjör í starfið. Lengi hefur skort heppilegt húsnæði fyrir félagsstarfsemi, einnig aðra en tónlistarstarfseimi, s. s. smærri félagsfundi, taflfundi o. s. frv. Félagsheimilið kemur ekki til með nð bæta .úr þessari þörf. En hið nýja húsnæði lúðra- sveitarinnar bætir hér verulega úr, því ætlunin er að leigja það til slíkrar starfsemi, þegar það er ekki notað til tónlistarstarfsemi. Þeir, sem vilja fá húsið leigt, geta snúið sér til Randíðar Vig- fúsdóttur. I nefnd þeirri, er sá um þessa.r frai.rikvæmdir af hálfu Lúðra- sveitariinnar, eru Geir Jónsson, Guðmundur Haraldsson og Ósk- ar Jónsson. Lúðrasveitin hefur gefið þessu Framh. á 2. síðu. Haft er í flimtingum að þeir sitji nú á löngum fundum Einar ríki og meist- ari Þórhergar og setji sam- an ævisögu hins fyrrnefnda; að þetta muni verða „bók ársins“, því Einar hefur frá mörgu að segja og er ómyrkur í máli, en Þórberg- ur manna snjallastur að gera svona vöru lystuga, enda gama’l eiturhrasari; að af þessu athæfi meistarans megi draga þá ályktun, að hann sé farinn að taka efn- ið fram yfir andann.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.