Austurland


Austurland - 12.03.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 12.03.1965, Blaðsíða 1
Justurlaml Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 12. marz 1965. 10. tölublað. Skilyrði iil hafnargerðar í Ormsslhjáleigu könnuð Hér eru nú staddir menn frá Vita- og hafnarmálaskrifstofunni og er erindi þeirra að kanna skil- yrði til hafnargerðar í Orms- staðahjáleigu. Hefur vita- og hafnarmálastjóri látið sér til hug- ar koma, að þar yrði gerð bálta- höfn á þann hátt, að hún yrði grafin inn í landið norðan flug- vallarins. Þarna eru engar bygg- ingar eða önnur mannvirki og því hægt að skipuleggja hafnarsvæði eins og haganlegast er talið. Vita- og hafnarmálastjóri hef- ur neitað að samþykkja frekari framkvæmdir við hafnargerðina úti á Nesi, nema rannsókn leiddi í Ijós, að óhagkvæmt væri að gera höfn í Hjáleigunni. Hafði hann af- dráttarlaust heitið því, að sú rannsókn skyldi fram fara fyrir lok sjðasta árs, en það er ekki fyrr en nú, að hann sendir menn til að kanna skilyrðin. Þessi ó- hæfilegi dráttur verður til þess að tefja hafnarframkvæmdir hér Margir ungir menn, og raunar uiiðaldra menn og eldri einnig, ganga nú um í mjög alvarlegum byggingarhugleiðingum, svipast um eftir lóðum og skoða teikn- ingar. Munu nærfellt 20 manns vera í þessum þönkum, og komist þeir allir af stað, má ætla, að á þessu ári verði hafin smáði allt að 25 íbúða, að meðtöldum þeim 6 sem bærinn lætur reisa. En það er við ýmsa erfiðleika að stríða °g ekki alla fjárhagslegs eðlis. Einna alvarlegasti erfiðleikinn er, hve erfitt er að fá smiði til að vinna við byggingarnar. Gæti það orðið til þess, að sumir þeirra, sem ella hefðu byrjað í vor, byrji ekki fyrr en síðar á árinu. Annars er fyllilega athugandi, að fá smiði að til að flýta bygg- ingum. Hægt mun að fá vinnu- flokka úr Reykjavík, sem tækju að sér að slá upp fyrir húsum í ákvæðisvinnu. Ber að athuga það, því sízt af öllu má vinnuaflsskort- ur tefja íbúðabyggingar. Ef til vill mundi það hækka og allt bendir til, að ekkert verði að þeim unnið á þessu ári, þar sem engin efnispöntun hefur ver- ið gerð. * Hafnarnefnd og bæjarstjórn hafa ekki léð máls á því, að hverfa frá hafnargerð á Nesi. Fyrir vita- og hafnarmálastjóra vakir ekki að gera hafskipahöfn, heldur einungis bátahöfn, fyrir stærri og smærri fiskibáta. Líklegt má telja, að sú rann- sókn, sem nú stendur yfir leiði í ljós, að vel sé framkvæmanlegt að gera höfn í Hjáieigu með þeirri tækni, sem menn nú hafa yfir að ráða. En það verður að taka allt með í reikninginn, með- al annars sandburð, sem hugsan- legt er að valdið gæti grynning- um úti fyrir hafnarmynninu og jafnvel borizt inn í höfnina. Drátturinn, sem orðið hefur á framkvæmd þessarar rannsóknar, er mjög alvarlegur, þar sem hann veldur því, að engar hafnarfram- byggingakostnað eitthvað, en ekki er það víst, en aftur á móti kæm- ust húsin fyrr í gagnið. Þá má búast við mjög miklum byggingum opinberra aðila. Hald- ið verður áfram byggingu barna- heimilis og hafin bygging íþrótta- húss og að því stefnt, að koma því undir þak á árinu. Þá má geta þess, að ekki verður hjá því komizt, að byggja nýtt lands- símahús áður en sjálfvirki síminn kemur, og munu menn símans vera að velta því máli fyrir sér. Þá mun Síldarútvegsnefnd vænt- anlega koma á fót mikilli birgða- stöð á lóð þeirri, er hún hefur fengið loforð fyrir við mörk lög- eagnarumdæmanna við Auralæk. Loks hefur stjórn síldarverksmiðj- unnar lauslega rætt um að byggja skrifstofuhús, en það mál er á engan rekspöl komið. Voniandi láta menn nú hendur standa fram úr ermum við húsa- byggingar, því skortur íbúðarhús- næðis stendur bænum beinlínis fyrir þrifum. kvæmdir geta orðið hér á þessu ári, en þörfin á að halda áfram hafnargerðinni hinsvegar mjög brýn. Barði kominn Barði, hið nýja skip Síldar- vinnslunnar, kom hingað sl. föstu- dag, 5. marz. Barði er tveim mánuðum á eft- ir áætlun. Að öllu forfallalausu átti hann að koma í janúarbyrj- un, en skömmu fyrir jól vildi það óhapp til, að stórt skip sigldi á Barða þar sem hann var í reynsluferð, og skemmdi hann mjög mikið. Barði er eitt af 10 skipum af sömu stærð og gerð, sem smíðuð eru í Austur-Þýzkalandi fyrir ís- lendinga. Hann er 264 tonn að stærð og hefur ekkert verið til sparað, að gera hann sem bezt úr garði. Af þessum 10 skipum koma a. m. k. 4 til Austurlands. Áður var Krossanes komið til Eski- fjarðar, en ókomið er skip til Seyðisfjarðar og Neskaupstaðar. Skipstjóri á Barða er Sigurjón Valdimarsson, 1. vélstjóri Sigfús Jónsson, stýrimaður Hjörvar Valdimarsson og 2. vélstjóri Björgvin Jónsson. Framkvæmda- stjóri er Jóhann K. Sigurðsson. Barði er farinn á veiðar með þorskanót. Af hinu skipi Síldarvinnslunnar, Bjarti, er það að segja, að ein- hver dráttur verður á afhendingu þess og er það ekki væntanlegt fyrr en einhverntíma í næsta mánuði. Upphaflega var gert ráð fyrir að það kæmi í þessum mán- uði. Oddsskarð fœrt í óveðurskaflanum, sem yfir gekk um daginn, lokaðist vegur- inn um Oddsskarð, þó snjór væri lítill á veginum. Honum hefur nú verið rutt í burtu og er vegur- inn fær. FM-stöð Nú er verið að setja upp FM- istöð og verður hún til húsa í landssímahúsinu, og getur ekki annað verið, en að þar sé orðið þröngt. Stöð þessari er ætlað að færa bæjarbúum truflanalaust út- varp og er tími til kominn. En fjöldi útvarpsnotenda geta ekki hagnýtt sér útvarp frá þessari stöð, nema kaupa ný tæki, þar sam FM-bylgjur eru ekki á tækj- um þeirra. Fyrir nokkrum vikum var nýr, stór sendir tekinn í notkun í út- varpsstöðinni fyrir sunnan. Þá var hár í blaðinu sagt, að um það leyti hefði orðið mikil breyting til batnaðar á hlustunarskilyrðum hér í bæ, hvort sem það væri að þakka nýja sendinum eða ein- hverju öðru. En ekki höfðu þessi orð fyrr á þrykk út gengið, en útvarpið umsnerist og síðan hef- ur sjaldan verið hlustandi á kvöld- dagskrána og hvað ergiiegast er, að ekki skuli vera hægt að hlusta á endurvarpsstöðina hér, nema leggja á sig píslir og þjáningar. Aðalfuudur Kven- félagsins Nönnu Síðastliðinn mánudag hélt Kven- félagið Nanna aðalfund sinn. Skýrsia formanns bar það með sér, að félagið hafði starfað af miklum þrótti á sl. ári og Verður hér stuttlega getið hins helzta úr skýrslu formanns. Dagana 18. apríl til 2. maí var haldið námskeið í ýmsu föndri. 23 konur sóttu námskeiðið og var þsi.n kennt að vinna úr tágum, perlum, basti og beini. Kennari var Helga Marselíus- dóttir frá Isafirði. Þá starfaði nefnd á vegum fé- lagsins til styrktar Dagheimilis- byggingunni. Alls aflaði sú nefnd rúmlega 15 þúsundum króna til styrktar því málefni. Hingað kom á vegum félagsins Óli Valur Hansson, garðyrkju- ráðunautur og flutti erindi fyrir almenning um ræktun skrúðgarða. Framh. á 2. síðu. Haft er í flimtingum að íhaldið telji sér lífsnauðsyn að losna við Gunnar Tlior úr sæti fjármálaráðherra; að hann eigi að verða ambassa- dor í Kaupmannahöfn; að ekki beri Gunnar frekar á- byrgð á hiiKum óvinsælu skattaálögum en aðrir ráð- herrar; að með þessu sé verið að hengja bakara fyrir smið. Mikill byggingaáhugi

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.