Austurland


Austurland - 12.03.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 12.03.1965, Blaðsíða 1
Amiurlmd Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. á argangur. Neskaupstað, 12. marz 1965. 10. tölublað. Skilyrði lil hafnargerðar í Ormssi.hj áleigu könnuð Hér eru nú staddir menn frá Vita- og hafnarmálaskrifstofunni og er erindi þeirra að kanna skil- yrði til hafnargerðar í Orms- staðahjáleigu. Hefur vita- og hafnarmálastjóri látið sér til hug- ar koma, að þar yrði gerð báta- höfn á þann hátt, að hún yrði grafin inn í landið norðan flug- vallarins. Þarha eru engar bygg- ingar eða önnur mannvirki og því hægt að skipuleggja hafnarsvæði eins og haganlegast er talið. Vita- og hafnarmálastjóri hef- ur neitað að samþykkja frekari framkvæmdir við hafnargerðina uti á Nesi, nejma rannsókn leiddi 1 Ijós, að óhagkvæmt væri a'ð gera höfn í Hjáleigunni. Hafði hann af- dráttarlaust heitið því, að sú rannsókn skyldi fram fara fyrir lok síðasta árs, en það er ekki fyrr en nú, að hann sendir menn til að kanna skilyrðin. Þessi ó- hæfilegi dráttur verður til þess a° tefja hafnarframkvæmdir hér og allt bendir til, að ekkert verði aö þeim unnið á þessu ári, þar sem engin efnispöntun hefur ver- ið gerð. Hafnarnefnd og bæjarstjórn hafa ekki léð máls á því, að hverfa frá hafnargerð á Nesi. Fyrir vita- og hafnarmálastjóra vakir ekki að gera hafskipahöfn, heldur einungis bátahöfn, fyrir stærri og smærri fiskibáta. Líklegt má telja, að sú rann- sókn, sam nú stendur yfir leiði í ljós, að vel sé framkvæmanlegt að gera höfn í Hjáleigu með þeirri tækni, sem menn nú hafa yfir að ráða. En það verður að taka allt með í reikninginn, með- al annars sandburð, sem hugsan- legt er að valdið gæti grynning- um úti fyrir hafnarmynninu og jafnvel borizt inn í höfnina. Drátturinn, sem orðið hefur á framkvæmd þessarar rannsóknar, er mjög alvarlegur, þar sem hann veldur því, að engar hafnarfram- Mikill byggingaáhugi Margir ungir menn, og raunar miðaldria menn og eldri einnig, ganga nú um í mjög alvarlegum byggingarhugleiðingum, svipast uni eftir lóðum og skoða teikn- ingar. Munu nærfellt 20 nianns vera í þessum þönkum, og komist Þeir allir af stað, má ætla, að á Þessu ári verði hafin smíði allt að 25 íbúða, að meðtöldum þeim 6 sem bærinn lætur reisa. En það er við ýmsa erfiðleika að stríða °g ekki alla fjárhagslegs eðhs. ¦Einna alvarlegasti erfiðleikinn er, hve erfitt er að fá smiði til að vinna við byggingarnar. Gæti það orðið til þess, að sumir þeirra, Sem ella hefðu byrjað í vor, byrji ekki fyrr en síðar á árinu. Annars er fyllilega athugandi, að fá smiði að til að flýta bygg- ingum. Hægt mun að fá vinnu- flokka úr Reykjavík, sem tækju að sér að slá upp fyrir húsum í ákvæðisvinnu. Ber að athuga það, Þvi sízt af öllu má vinnuaflsskort- ur tefja íbúðabyggingar. Ef til vill mundi það hækka byggingakostnað eitthvað, en ekki er það víst, en aftur á móti kæm- ust húsin fyrr í gagnið. Þá má búast við mjög miklum byggingum opinberra aðila. Hald- ið verður áfram byggingu barna- heimilis og hafin bygging íþrótta- húss og að því stefnt, að koma því undir þak á árinu. Þá má geta þess, að ekki verður hjá því komizt, að byggja nýtt lands- símahús áður en sjálfvirki síminn kemur, og munu menn símans vera að velta því máli fyrir sér. Þá mun Síldarútvegsnefnd vænt- anlega koma á fót mikilli birgða- stöð á lóð þsirri, er hún hefur fengið loforð fyrir við mörk lög- sagnarumdæmanna við Auralæk. Loks hefur stjórn síldarverksmiðj- unnar lauslega rætt um að byggja skrifstofuhús, en það mál er á engan rekspöl komið. Vonandi láta menn nú hendur standa fram úr ermum við húsa- byggingar, því skortur íbúðarhús- næðis stendur bænum beinlínis fyrir þrifum. s ¦ • kvæmdir geta orðið hér á þessu ári, en þörfin á að halda áfram hafnargerðinni hinsvegar mjög brýn. Barði kominn Barði, hið nýja skip Síldar- vinnslunnar, kom hingað sl. föstu- dag, 5. marz. Barði er tveim mánuðum á eft- ir áætlun. Að öllu forfallalausu átti hann að koma í janúarbyrj- un, en skömmu fyrir jól vildi það óhapp til, að stórt skip sigldi á Barða þar sem hann var í reynsluferð, og skemmdi hann mjög mikið. Barði er eitt af 10 skipum af sömu stærð og gerð, sem smíðuð eru í Austur-Þýzkalandi fyrir Is- lendinga. Hann er 264 tonn að stærð og hefur ekkert verið til sparað, að gera hann sem bezt úr garði. Af þessum 10 skipum koma a. m. k. 4 til Austurlands. Áður var Krossanes komið til Eski- fjarðar, en ókomið er skip til Seyðisfjarðar og Neskaupstaðar. Skipstjóri á Barða er Sigurjón Valdimarsson, 1. vélstjóri Sigfús Jónsson, stýrimaður Hjörvar Valdimarsson og 2. vélstjóri Björgvin Jónsson. Framkvæmda- stjóri er Jóhann K. Sigurðsson. Barði er farinn á veiðar með þorskanót. Af hinu skipi Síldarvinnslunnar, Bjarti, er það að segja, að ein- hver dráttur verður á afhendingu þess og er það ekki væntanlegt fyrr en einhverntíma í næsta mánuði. Upphaflega var gert ráð fyrirað það kæmi í þessum mán- uði. Oddsskarð fœrt I óveðurskaflanum, sem yfir gekk um daginn, lokaðist vegur- inn um Oddsskarð, þó snjór væri lítill á veginum. Honum hefur nú vsrið rutt í burtu og er vegur- inn fær. FM-stöð Nú er verið að setja upp FM- stöð og verður hún til húsa í landssímahúsinu, og getur ekki annað verið, en að þar sé orðið þröngt. Stöð þessari er ætlað að færa bæjarbúum truflanalaust Út- varp og er tími til kominn. En fjöldi útvarpsnotenda geta ekki hagnýtt sér útvarp frá þessari stöð, nema kaupa ný tæki, þar sem FM-bylgjur eru ekki á tækj- um þeirra. Fyrir nokkrum vikum var nýr, stór sendir tekinn í notkun í út- varpsstöðinni fyrir sunnan. Þá var hér í blaðinu sagt, að um það leyti hefði orðið mikil breyting til batnaðar á hlustunarskilyrðum hér' í bæ, hvort sem það væri að þakka nýja sendinum eða ein- hverju öðru. En ekki höfðu þessi orð fyrr á þrykk út gengið, en útvarpið umsnerist og síðan hef- ur sjaldan verið hlustandi á kvöld- dagskrána og hvað ergilegast er, að ekki skuli vera hægt að hlusta á endurvarpsstöðina hér, nema leggja á sig píslir og þjáningar. Aðalfuudur Kven- félagsins Nönuu Síðastliðinn mánudag hélt Kven- félagið Nanna aðalfund sinn. Skýrsla formianns bar það með sér, að félagið hafði starfað af miklum þrótti á sl. ári og verður hér stuttlega getið hins helzta úr skýrslu formanns. Dagana 18. apríl til 2. maí Var haldið námskeið í ýmsu föndri. 23 konur sóttu námskeiðið og var þeii.m kennt að vinna úr tágum, perlum, basti og beini. Kennari var Helga Marselíus- dóttir frá Isafirði. Þá starfaði nefnd á vegum fé- lagsins til styrktar Dagheimilis- byggingunni. Alls aflaði sú nefnd rúmlega 15 þúsundum króna til styrktar því málefni. Hingað kom á vegum félagsins Óli Valur Hansson, garðyrkju- ráðunautur og flutti erindi fyrir almenning um ræktun skrúðgarða. Framh. á 2. síðu. Haft er í flimtingum að íhaldið telji sér lífsnauðsyn að losna við Gunnar Thor úr sæti fjármálaráðherra; að hann eigi að verða ambassa- dor í Kaupmannahöfn; að ekki beri Gunnar frekar á- byrgð á hinnim óvinsælu skattaálögum en aðrir ráÖ- herrar; að með þessu sé verið að hengja bakara fyrir smið.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.