Austurland


Austurland - 12.03.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 12.03.1965, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 12. marz 1965. Hvað er í Frá Reyðarfirði Reyðarfirði. 28. febr. H.S. Héðan er lítið markverðra tíð- inda. Allt félagslíf er í daufara lagi. Ungmennafélagið var endurvak- ið í haust og því kjörin ný stjórn og er Valtýr Sæmundsson nú for- maður félagsins. Félagið hefur fefnt til bingókvölda og kvfk- myndasýninga, sem vel hafa tek- ist. Leikfélagið hefur enn ekki á- kveðið verkefni, en mun hugsa sér til hreyfings í marzbyrjun. Mjög erfitt hefur verið að fá fólk til að starfa. Á vegum skól- ans fór hér fram í janúar dans- námskeið og annaðist Rigmor Hanson kennsluna eins og und- anfarin ár. Mikil þáttaka var og gagnsemin ótvíræð. I janúar, þ. e. á þorradag héldu Reyðfirðingar þorrablót sitt, en það er aðalskemmtun Reyðfirðinga yfir vetrartímann og eru þar uppi höfð ýmis skemmtiatriði, mest heimatilbú- in. Að þessu sinni var leikþáttur, lausavísur annáll liðins árs með gamanvísum fréttaauka og sam- talsþætti. Er mikil vinna við blót þessi og þau fjölmenn mjög, var þetta hið fjölmennasta og munu um 300 manns alls hafa verið á blótinu, en húsið rúmar ekki meira. Reyðfirðingar eiga nokkra góða hagyrðinga, sem framar öðrum gera þorrablótin skemmti- leg og sérstæð. Allmiklar framkvæmdir eru í sumar fyrirhugaðar á vegum hreppsins. Aðal framkvætmdirn- ar eru ný vatnsveita fyrir þorp- ið og frekari framkvæmdir við höfnina. Þá verður og unnið að því að fullgera skólahúsið. Nýja vatnsveitan er mikil framkvæmd á okkar mælikvarða, vatnið verður tekið inn á svo- kölluðu Nesi inn við Njörvadalsá og hef.ur þegar verið borað þar og nægilegt, gott vatn fengist þar. Vegalengdin er um 2 km. og er sú leið mjög auðgrafin. Þá er ráðgert að steypa „dekk“ ofan á hafnarbryggjuna og á því að verða lokið fyrir síldarvertíð. Nefnd 3ja manna var um dag- in send til Reykjavíkur til að vinna að frekari framgangi þess- ara mála og er vonandi að vel rætist úr, því svo lengi hafa Reyðfirðingar búið við algerlega óhæft neyzluvatn, að gildar á- stæður liggja til úrbóta. Snæfugl og Gunnar leggja nú báðir upp afla sinn hér heima. Verði afla- brögð góð, mun af þessu skapast mikil atvinna, sem brýn þörf er á þessum árstáma, en atvínnuör- yggi hefur lengi skort tilfinnan- lega hér sem víðar. Nýr verk- smiðjustjóri hefur verið ráðinn hjá S. R. og heitir hann Ásmund- íréttum? ur Magnússon og er frá Skaga- strönd. I li I ':1 S. R. hyggst reisa hér hótel, sem aðalega verður til afnota fyrir starfsmenn verksmiðjunnar sem ekki eru búsettir hér. Mikið vantaði á það s. 1. sum- ar að Reyðfirðingar „mönnuðu" bræðsluna og mun um helmingur starfsmanna hafa verið aðkomu- menn. Heyrzt hefur að ný símstöð eigi senn að rísa hér af grunni og mun jafnvel eiga að hefja framkvæmdir í sumar Frá bœjarstjórn Á fundi bæjarstjórnar 5. marz gerðist þetta helzt: 1. Lóð handa Síldarútvegs- nefnd. samþykkt var að leigja Síldarútvegsnefnd 10 þús. ferm. ióð í Ormssbaðahjáleigu við Auralæk sunnan vegar. Síldar- útvegsnefnd ætlar að reist þarna mikið geymsluhús fyrir síldar- tunnur. 2. Sióhús Ölvers Guðmunds- sonar. Bæjarráði var falið að reyna að ná samkomulagi við Öl- ver Guðmundsson um að hús hans, sem brann á jóladag, verði ekki endurreist í sinni fyrri mynd, þar sem mikill hluti þess er í fyrirhuguðu vegarstæði. Þetta þýðir að sjálfsögðu, að bærinn verður að kaupa tóttina. 3. Húsakaup. Samþykkt var að kaupa hluta af húseigninni Nýja- Kastala, en bæjarstjórn stefnir að því að kaupa allt það hús með það fyrir augum, að fjarlægja það, þar sem það er í vegarstæði og tálmar auk þess greiðum að- gangi að hafnaruppfyllingunni. 4. Nýr starfsmaður. Staðfest var ráðning Jóhanns Þórissonar sem þungavinnuvélstjóra, en Lúð- vík Davíðsson lætur af því starfi í vor. Hin nýja símstÖð verður stað- sett ofan aðalvegar upp af þeirri gömlu. Hér hefur undanfarið staðið yfir námskeið fyrir bifreiða- stjóra undir svokallað meirapróf. Hafa milli 30 og 40 verið á nám- skeiðinu, en ktennsla öll farið fram í barnaskóla-num. Flestir eru bifreiðastjórarnir frá Reyð- arfirði, en einnig frá Eskifirði, Neskaupstað, Fljótsdalshéraði og Fáskrúðsfirði. Námskeiðinu er í þann vegin að ljúka. Á næstunni mun fjárhagsáætl- un hreppsins verða endanlega af- greidd og mun síðar sagt frá henni. 5. Byggingaleyfi. Staðfest voru leyfi bygginganefndar fyrir eftir- tölduim nýbygginguim: Síldarvinnslunni var heimilað að reisa 1—2 síldargeyma á upp- fyllingu, sem gerð verður við geyma þá, sem áður voru reistir. Sama fyrirtæki var leyft að reisa mjölskemmu sunnan gamla mjöl- braggans (togarabraggans). Loks var Síldarvinnslunni heim- ilað að reisa 2300 tonna lýsis- geymi í túninu skammt frá geymi, sem þar er fyrir. Garðari Sveini Árnasyni var leyft að byggja einlyft íbúðar- hús 124 fer.metra að flataimáli á lóðinni nr. 3 við Sverristún. Jóni Róbert Jörgensen var leyft að reisa einlyft íbúðarhús á lóðinni nr. 8 við Þiljuvelli. Flat- armál þess verður 113,7 fermetr. Þá var Steindóri önundarsyni heimilað að gera viðbyggingu austan við húsið nr.4 við Hóls- götu. 6. Skemmubygging. Staðfest var synjun hafnamefndar við beiðni Drífu h/f um leyfi til að byggja 600 fermetra skemmu til síldarsöltunar á uppfyllingu þeirri, sem félagið hefur á leigu frá hafnarsjóði. Drífu var bent á að leyfi mundi veitt til byggingar slíkrar skemmu á uppfyliingu, sem gerð yrði sunnan hafnar- hússins. f^V^WWVWWWWWWWWWWWW\/VW\/VW>/VA/WW\A/W^V^V^V^/^AA/W\A/\/WWW>/WWV< Frá Lánasjóði Yerklýðs- félags Norðfirðinga Þeir félagsmenn Verkalýðsfélags Norðfirðinga, sem kynnu að vilja sækja um lán úr Lánasjóði félagsins, sendi umsóknir sín- ar, ásamt veðbókarvottorði til Sigfinns Karlssonar í síðasta lagi fyrir 25. marz n. k. Abhygli skal vakin á því, að aðeins skuldlausir meðlimir Verkalýðsfélags Norðfirðinga, sem stunda sem aðalatvinnu störf, sem kaupgjaldssamningar félagsins ná til, geta fengið lán úr sjóðnum. ‘ Sjóðsstjórnin. Aðalfundur Framhald af 1. síðu. Þá annaðist félagið alla fyrir- greiðslu hér í bæ í sambandi við orlofsvikur húsmæðra að Hall- ormsstað. Héðan fóru á orlofsvikurnar alls 14 konur og 3 börn. F’élagskonur unnu mjög mikið starf til styrktar sjúkrahúsinu hér og afhentu því í árslok 66 þús. króna peningagjöf sem verja skyldi til þess að kaupa dúnsæng- ur í sjúkrarúmin. Um helmings ■ fjárins öfluðu þær með því að halda bazar til ágóða fyrir mál- efnið og hinum hluta fjárins söfn- uðu þær hjá fyrirtækjum í þæn- um. Þá stóð félagið fyrir jólatrés- skemmtun fyrir börnin í bænum; en það hefur það gert í áratugi. Árshátíð sína hélt félagið hinn 21. nóv. Var hún fjölsótt og heppnaðist í alla staði mjög vel. Stjórn félagsins skipa: Form.: Guðrún Sigurjónsdóttir, ritari: Unnur Bjarnadóttir, gjaldkeri: Anna Bergsdóttir. Meðstjórnend- ur: Jófríður Kristjánsdóttir og Stefanía Jónsdóttir. Varaformað- ur er Unnur Jóhannsdóttir. Or bænun) Afmæli. Guðlaug Ingvarsdóttir, húsmóð- ir, Egilsbraut 19 varð 50 ára 3. marz. Hún fæddist hér í bæ og hefur jafnan átt hér heima. Björg Helgadóttir, húsmóðir, Miðgarði 12, varð 50 ára 4. marz. Hún fæddist hér í bæ og hefur jafnan átt hér heima. Kristín Guðjónsdóttir, húsmóð- ir, Hlíðarg. 26, varð 65 ára í gær, 11. marz. Hún fæddist á Kolmúla í Fáskrúðsfjarðarhreppi, en hefur búið hér síðan 1920. Vöruhappdrætti SÍBS Eftirfarandi númer komu upp í umboðinu hér, er dregið var síðasta drætti SÍBS: 10 þús. kr. nr. 53889 1000 kr.: 778 792 6518 13310 13319 16420 24397 52098 63200 AAAAA^^VW^WW»rVWWWV» AA/WWWWV< Til sölu Sem ný þvottavél til sölu. Önundur Steindórsson, Hól. Danskennsla Dansnámskeið fyrir hjón og einstaklinga hefst laugardaginn 13. marz. Upplýsingar og innritun frá kl. 6—7 í dag og á morgun í síma 322. AAAAAAAAAAAAAAAAAA^WVWW^WVVWVWM

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.