Austurland


Austurland - 12.03.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 12.03.1965, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 12. marz 1965. r Stóríelldir síldarflutningar verka sem dragbítur á heilbrigða uppbyggingu síld ariðuadar og halda hráefnis- verði óedlilega lágu Jóhann J. E. Kúld hefur um langt skeið ritað í Þjóðviljann vikulega þætti um fiskim'ál. 1 þætti sínum í blaðinu 3. marz tekur Jóhann sér fyrir hendur að andmæla grein sem birtist í þessu blaði 12. febrúar og sem síðan var endurprentuð í Þjóðviljanum 19. febrúar. I grein þessari var fjall- að um fyrirhugaða síldarflutn- inga í stórum stíl af Austfjarða- miðum til vinnslu viðsfjarri veiði- svæðunum. Jóhann hefur mál sitt með full- yrðingu um, að greinin í Austur- landi sé „skrifuð út frá, þröngu, einsýnu sjónarmiði og aðeins tek- ið tíllit til hagsmuna Austfirð- inga einna“. Það skal kinnroðalaust játað, að afstaða Austurlands er í fuliu samræmi við hagsmuni Austfirð- inga. En jafnframt er hún í sam- ræmi við hagsmuni þjóðarheild- arinnar og hagsmuni sjómanna og útgerðarmanna um land allt. Víðsýni og þröngsýni. í fullyrðingu Jóhanns Kúlds um þröngsýni Austurlands, fellst það óbeint að aðrir s em um þessi mál fjalla, ræði málin af einstakri víðsýni og að það sé eitt hvað annað en þröngir hagsmunir einstakra byggðarlaga sem stýra tungu þeirra og penna. Það ber t. d. vott um sérstaka víðsýni, þegar vandamenn Bol- ungavíkurverksmiðjunnar full yrða, að Þyrilsútgerðin í fyrra- sumar hafi gefið góða raun, sam- tímis því, sem þeir birta tölur, sem sanna hið gagnstæða. En ég hef ákaflega mikla tilhneigingu til að halda, að afstaða þeirra mótist af „þröngu einsýnu sjónar- miði“ bræðslunnar í Bolungavík. Eins á það að bera vott um lofsverða víðsýni þegar verk- smiðjan á Kletti kaupir tankskip til að flytja til sín síld veidda á Austfjarðam. En ég get hugs- að mér, að þeim gjörðum ráði þröngir og einsýnir hagsmunir verksmiðjanna á Kletti og í Ör- firsey. Það er líka sjálfsagt vottur um sérstaka víðsýni Alþingis, þegar það samþykkir, líklega einróma, miklar ríkisábyrgðir til handa Kletti til að gera því fyrirtæki fært að flytja hráefnið utan af Jamdsbyggóinni til Reykjavíkur. Eg get hins vegar ekki varizt þeirri hugsun, að þingmenn þeir, sem gæta eiga hagsmuna lands- byggoarinnar heíði gjarnan mátt iata einsýnni og þrengri sjónar- mið ráða gjörðum sínum og verj- ast þeirri ásæini sem þama er sýnd og hiýtur að leiða til þess að enn meira fjánmagn en áður verður sogið út úr landsbyggöinni og flutt suður til Reykjavíkur. Þessir þingmenn haía verið slegn- ir blindu. Þeir hafa orðið auðveld bráð íyrir síldarflutningaáróður- inn, sem reynt er að klæða í dulargerfi vísindamennskunnar. Barátta Björns Jónssonar og Ragnars Arnalds, og raunar fleiri þingmanna að norðan fyrir því, að flytja Austurlandssíidina til vinnslu á Norðurlandi, er sjálf- sagt sérstakur vottur um víðsýni og skilning á þjóðarhag. Þessi barátta er svo víðsýn, að eitt helzta vopn þeirra félaga er, að með síldarflutningunum megi spara stórfé í verksmiðjubygging- um á Austurlandi. Hljóta þeir þó mætavel að vita, að vel búið flutningaskip kostar ekki minna en síldarverksmiðja og útgerðar- kostnaður þess er varla mikið lægri en reksturskostnaður verk- smiðju. — Ég er svo illa innrætt- ur, að hafa látið mér koma í hug að gjörðum þessara manna kunni að stjórna einsýnt og þröngt sjónarmið Norðlendingsins. Svona má halda lengi áfram, en nú verður staðar numið. Að- eins langar mig að minnast á víð- sýni Jóhanns Kúlds sjálfs. Ég ef- ast ekki um, að hann telur sig ákaflega viðsýnan í þessu máli og vel hafa efni á að bregða öðrum um þröngsýni, en ég get ekki að því gert, að mér finnst öll hans afstaða markast „af einsýnu og þröngu sjónarmiði" Reykvík- ings og skilningsleysi hans á því sem er mergurinn málsins, er í mínum augum furðulegt. Samt er það ýsa. Ég ætla mér ekki að fara að þræta við Jóhann Kúld um það, hvort seinvirkara sé að háfa síld eða dæla. Á það er svo lítil reynsla komin, að skynsamlegast er að bíða með frekari umræður um það þar til meiri reynsla er fengin. Kúld kemst þó ekki hjá því að viðurkenna að hagkvæmara sé að losa sild á höfnum, sem næst liggja veiðisvæðinu. „En samt er það ýsa“, eins og Steinn gamli sagði. Samt skal fiytja síldina til fjarlægra verksmiðja í stað þess að reisa verksmiðjur sem næst veiðisvæðunuim. Flutningur á verkmiðjum. Ég hef áður bent á það hér í blaðinu, að það var upphaf um- talsverðrar síldaryinnslu hér á Austfjörðum, að hingað voru fluttar tvær eða þrjár verksmiðjur sem staðið höfðu aðgerðarlausar við Eyjafjörð og á Ströndum og hafa þær síðan malað þjóðinni gull í stað þess að grotna niður. Og hvers vegna ekki að halda þessu áfram? Hrjósi mönnum hugur við að reisa nýjar verk- smiðjur er sjálfsagt að ljá máls á því að flytja austur fleiri að- gerðarlausar verksmiðjur að norðan og vestan í stað þess að fleygja tugum eða hundruðum milljóna í kaup og útgerð flota af tankskipum með tilheyrandi útbúnaði. Ef síldin villist. Og nú þykist Kúld aldeilis koma mér í klípu. Hann biður mig að athuga málið í rólegheitum (eins og að ég hafi ekki gert það) út frá því sjónarmiði, að síldin sé öll fyrir norðan og engin síld ber- ist til austfirzku verksmiðjanna, nema hráefnið verði flutt til þeirra. Um það er ég jafnviss og að tvisvar tveir eru fjórir, að tank- skip Kletts verður aldrei notað til að flytja austfirzku verk- smiðjunum hráefni. Og þá álykt- un þykist ég geta dregið af „víð- sýni“ stjórnvajda í Reykjavík, að enga fyrirgreiðslu í líkingu við þá, sem Klettur hefur fengið,, fengju Austfirðingar. Við yrðum að hjálpa okkur sjálfir eða deyja drottni okkar. Sjálfshjálp okkar yrði líklega í því fólgin, að verk- smiðjurnar gerðu út stór veiði- skip, sem flyttu aflan heim, þó um alllangan veg væri að fara. Það mun nú komið upp úr dúrn- um, að hin eiginlegu heimkynni síldarinnar, sem hér veiðist að sumrinu, sé hafið milli Islands og Noregs. Síld sem þaðan slæðist norður fyrir mun því vera á villi- götum. Varlegast er þó að fullyrða sem minnst um hinar dularfullu göngur síldarinnar, en líklega er hún nokkuð árviss á miðunum hér úti fyrir. Við höfum lengi vitað af henni þar, en til skamms tíma hefur skort tækni til að veiða hana og skilyrði til að hag- nýta hana, þó veidd yrði. Líklega hefur alltaf verið nóg síld hér úti fyrir á síldarleysisárunum. Framh. á 3. síðu. Takmörkun vinnutíma barna Hannibal Valdimarsson flutti í fyrra lagafrumvarp, þar sem gert var ráð fyrir, að rammar skorður yrðu reistar við of- þrælkun barna. Ekki hefur það frumvarp náð fram að ganga. En fyrir Alþingi því, er nú situr, liggur frumvarp að nýjum lögum um barnavernd. Upphaflega voru ekki í frumvarpinu nein ákvæði um takmörkun barnavinnunnar, en nú hefur menntamálanefnd Neðri deildar tekið upp í breytingatillögur sínar í meginatriðum ákvæðin úr frumvarpi Hannibals um vinnutíma barna og unglinga. Má ætla, að þessar breytinga- tillögur nái fram að ganga. Samkvæmt þessum ákvæðum verður hámarksvinnutími barna i undir 14 ára aldri hálf áratala aldurs þeirra, þ .e. 6—7 stundir á dag. Alger hámarksvinnutími barna 14—16 ára skal vera 8 stund- ir á dag án undantekninga. Nái þessar tillögur samþykki, yrði það til stórra bóta frá < því sem nú er. Vinnuþrælkun barna og unglinga er einn ljót- ■ asti bletturinn á þjóðlífi okkar og mál til komið að hann verði < afmáður. Þó ganga ákvæðin ekki nógu langt í öllum greinum. $ Einkum er það aðfinnsluvert, að engin ákvæði eru um hve- > nær sólarhringsins börnin skuli vinna hinn lögleyfða vinnu- ; tíma, en full ástæða er til að banna með öllu eftir- og nætur- vinnu barna og unglinga. Eftirlit þarf með því, að lög séu haldin og þá einkum þau, sem ætla má, að ýmsir hafi tilhneigingu til að sniðganga, en þannig mun verða um þessa væntanlegu löggjöf a. m. k. fyrst í stað. Eigi barnaverndarnefndir að sjá um þetta eftirlit með barnavinnunni, verður að bæta stórlega starfsaðstöðu þeirra.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.