Austurland


Austurland - 19.03.1965, Síða 1

Austurland - 19.03.1965, Síða 1
Amturlmil Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 19. márz 1965. 11. tölublað. Viðreisnarstj órnin grípur iil neYðarráðsiaíana Ráðherrar flýja land Það langt er nú viðreisnar- stjórnin komin á óheillagöngu sinni, að hún hefur gripið til sér- stakra fjármálalegra ráðstafana, sem ekki geta kallazt öðru nafni en neyðarráðstafanir. Og þetta gerist í mesta góðæri, sem Is- landssagan kann frá að herma. Niðurskurður verklegra framkvæmda Ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt, að hún hafi ákveðið að nota sér fjárlagaheimild til að skera niður framlög ríkisins til verklegra framkvæmda, þar á meðal til framkvæmda sveitarfélaga, sem ríkinu ber, lögum samkvæmt, að greiða hluta af. Nemur þessi nið- urskurður hvorki imeira né minna en 20%, eða 120 millj. kr. Þessar neyðarráðstafanir eru rökstuddar með því, að ríkis- stjórnin hafi lofað stuðningi við sjávarútveginn, er samið var um íiskverðið í vetur, ,svo og 6.6% hækkun á launum opinberra starfsmanna, en í fjárlögum var ekki gert ráð fyrir þessum út- gjöldum. Launahækkunin telur ríkisstjórnin gð nema muni 65 millj. kr. Ekki fyrir sjávarúríeginn Ríkisstjórnin hafði heitið þ.ví, að greiða á þessu ári 25 aura uppbót á kg. línu- og færafisks. Ennfremur liafði hún heitið því, að greiða 33 milljónir 1 styrk til frystihúsanna og er látið heita syo, að hann eigi að ganga til sérstakr.a umbóta í rekstri þeirra, en auðvitað verður sami háttur á hafður og í fyrra, þ. e. upp- hæðinni skipt milli þeirra í réttu hlutfalli við umsetningu og afla- verðmæti sem hreinni verðupp- bót. Rétt er að taka það fram, að upphæð þessi er mun lægri, en greidd var til sjávarútvegsins sl. ár. Það þarf ekki að skera ndður framkvæmdir ríkisins vegna þess, að afla þurfi fjár til að standa undir einhverjum greiðslum til sjávarútvegsins. Þess fjár var aflað fyrir meir en ári með al- mennum skatti á þjóðina. í janúar 1964 var söluskattur- inn hæKkaöur ur 3% i 5^2%! eöa uui ca. 300 miiij. miöaö við árs- mnneimtu. Var gerc raö lyrir því, að sjávarutvegurinn tengi taisverðan hluta þessarar upp- hæðar, en nú hefur rikissjóður lekið þessar tekjur til sin af sjávarútveginum, þannig, að nú íær sjávarútvegurinn miklum mun minna af þeim sköttum, sem lagðir hara veriö á þjóðína hon- um tíl hjálpar, en áður var. Það er því ekki til hjálpar sjáv- arútveginum, að gripiö er tii þess örþrifaráös að skera stórlega nið- ur verkiegar framkvæmdir. Hér er um ao ræða björgunartiiraun en það er ekki sjávarútvegurinn, sem á aö bjarga, heldur stjórnar- stefnan og ríkisstjórnin, sem þó er ekki við bjargandi, því stefna hennar leiðir til æ meira öng- þveitis og hlýtur að enda í al- gjörri sjálíheldu. Ekki verður annað ályktað, en að þrátt fyrir gífurlega skattheimtu, sé ríkis- sjóður kominn í þrot. Það kemur í ljós„ að sú hækk- un 'Söluskatts, sem ákveðin var í fyrra og nú aftur í vetur, nem- ur 560 milij. kr. Af þeirri upp- hæð eiga aðeins 55 millj. kr. að renna til sjávarútvegsins. Hitt rennur beint í ríkissjóðinn. Og þetta á að nota sem aðra aðal- ástæðuna fyrir því, að skera nið- ur verklegar framkvæmdir nm 120 millj. kr. Ríkisstjómin hefur dregið til sín stórar fjárfúlgur, sem hún hefur heimt af þjóðinni undir því yfirskini, að þær ættu að ganga til að styðja sjávarútveg- inn. Og enn á að beita sömu að- ferð. Niðurskurður framk\æmda Þær verklegar framkvæmdir, sem niðurskurðurinn kemur eink- um til með að bitna á, eru hafn- arframkvæmdir, skólabyggingar, sjúkrahúsabyggingar, vegagerð, lagning raforkulína og ýmsar aðrar almennar framkvæmdir ríkisins. Samdráttur í þessum framkvæmdum hlýtur að valda miklum vonbrigðum, . þar sem þeirra er víða mjög mikil þörf og sums staðar hafði árum saman verið barizt fyrir því, að framlög til tiltekinna framkvæmda væru tekin á fjárlög. Niðurskurðurinn hlýtur að leiða til bagalegra tafa á nauðsynlsgum framkvæmdum sveitarfélaganna. Nær ekki til einstaklinga Niðurskurður verklegra frarn- kvæmda nær aðeins til fram- kvæmda ríkisins og þeirra fram- kvæmda sveitarfélaga, sem styrktar eru af ríkinu. Einstak- lingar og gróðafyrirtæki fá að halda áfram hindrunarlaust. Engar ráðstafanir eru gerðar til að hafa hemil á fjárfestingu þeirra aðila, en framkvæmdir, sem einstaklingar eru að ráðast í, eru sumar mjög vafasamar verðbólguráðstafanir. Það eru aðeins skólabyggingar, sjúkrahúsabyggingar o. s. frv., sem draga skal úr, en bílahallirn- ar í Reykjavík fá að rísa með sama hraða og áður. Eftir 5 ára viðreisn Það er á margan hátt ömurlegt ástand í landinu eftir 5 ára við- reisnaróstjóm. Árferði hefur þó verið mjög gott og því er það að þakka, að þrátt fyrir viðreisnina býr almenningur við þokkaleg kjör, þó vinnutíminn og þræl- dómurinn sé óhugnanlegur. Hvað ríkissjóð snertir er á- standið svona: Nýjar álögur á nýjar álögur ofan og stórfelldur niðarskurður verklegra fram- kvæmda. Ríkisstjórnin að tvístrast Þess sjást nú mörg dæmi, að ríkisstjórnin og ábyrgðarmenn hennar, eru að sundrast. Jónas Haralz, einn höfuðspá- maður viðreisnarinnar, er á för- um í ársútlegð til Venezuela, hvað svo sem þarlendir hafa til saka unnið. En einnig ráðherrarnir eru að flýja land. Langur krókur til Bessastaða Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra viðreisnarinnar, hefur Framh. á 4. siðu. Ráðstefnur um verklýðsmál Alþýðusambandið hefur kvatt sarnan ráðstefnu um verklýðsmál og kemur hún saman í Reykja- vík næsta föstudag, 26. marz. Mun þar verða fjallað um upp- sögn samninga, kjarabótakröfur og annað varðandi átök þau, sem fram undan eru í kaupgjaldsmál- um. Tveir Austfirðingar, Sigfinnur Karlsson og Alfreð Guðnason, Eskifirði, munu sækja þessa ráð- stefnu. Þá verður haldin ráðstefna fulltrúa frá fjórðungssamböndum Alþýðusambandsins á Norður- landi og á Austurlandi á Akur- eyri 14. apríl. Verður þar rætt um samstarf sambandanna við væntanlega kaupgjaldssamninga í vor, en samböndin höfðu slíkt samstarf við síðustu samninga- gerð og þótti það gefast vel. Fimm eða sex fulitrúar héðan að austan munu sækja Akureyr- arráðstefnuna. Frá Taflfélaginu Skákkeppni stofnana lauk sl. þriðjudagskvöld. 12 sveitir tóku þátt í keppninni og var hver sveit skipuð tveimur mönnum. Leikar fóru þannig, að A-sveit bæjarsjóðs sigraði og hlaut 1612 vinning. Þessi sveit sigraði einn- ig í fyrra og var þá skipuð sömu mönnum, þeim Karli Hjelm og Erni Scheving. Önnur úrslit urðu: 2. Netagerð Friðriks Vilhjálms- sonar A-sveit (1. borð: Rafn Einarsson, 2. borð: Árni Vil- hjálmsson, varamaður Þórður Björnsson) 15% vinning. 3. Bæjarsjóður B-sveit (Jóhann Eyjólfsson og Karl Marteinsson). 4. Dráttarbrautin hf. A-sveit (Einar Solheim og Öskar Jóns- son,) 13%. vinning. 5. Sæsilfur hf. (’Stefán Péturs- son og Sigfinnur Karlsson) 12 v. 6. Gagnfræðaskólinn (Vigfús Framh. á 4. síðu. Haft er í flimtingum að nú sé háð hörð barátta í stjórnarherbúðunum um ambassadorsstöðuna í Was- hington; að Gvendur I. renni hýru auga til bitans; að vandfundinn sé maðiiir, er Sám frænda falli betur við; að efnahagsmálin og alúmín- iðja séu hreinir smámunir hjá þessum stórbitlingamál- um.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.