Austurland


Austurland - 26.03.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 26.03.1965, Blaðsíða 1
Amturlmd Málgagn sésíalista á Austarlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 26. mairz 1965 12. tölublað. Mikill haíís fyrir Austf jörðum Undanfarna daga hefur mikið ísrek verið við Austurland og hefur ísinn borizt inn á flóa og firði á norðanverðum Austfjörð- um og tálmað siglingum. Syðst hefur ísinn komizt alllangt suð- ur fyrir Hvalbak, svo fregnir hafi af borizt. Ekki hefur ís borizt inn á Norðfjörð, en allmikill ís befur borizt upp að Suðurbæjum á suð- urströnd Norðfjarðarflóa og inn á Viðfjörð. En úti fyrir hefur verið allmikill ís og um tíma lá ísspöng óslitin að sjá frá Horni og eins langt norður og séð varð. En ekki virtist spöngin breið og mátti sjá auðan sjó með jökum á stangli fyrir utan hana. Svo langt er síðan ís hefur borizt hingað, að ekki muna hann aðrir en þeir, sem rosknir eru orðnir Hefur þetta því þótt ný- stárleg sjón og hefur bæjarbúum verið tíðförult út á Bakkabakka til að virða þetta náttúrufyrir- brigði fyrir sér. Vonandi hefur ísinn ekki langa viðdvöl, því hann er illur gestur, þó tilbreyting geti verið að því að sjá honum bregða fyrir. En ef litið er yfir frásagnir annála af ísaárum, má sjá, að alltítt var, að ísinn lægi við land sumarlangt og tálmaði siglingum og bannaði mönnum allt bjargræði af sjó og var þá vá fyrir dyrum. En þó ís- inn geri sig heimakominn og liggi hér við. um skeið, er engin ástæða til að kvíða vöruskorti og því með öllu ástæðulaust að birgja sig upp. Eftir því, sem Guðröður Jónsson, kaupfélags- síjóri upplýsir, er kaupfélagið vel birgt og mun eiga nauðsyniar, sem endast fram í júní. Mest hafa imenn kviðið eldsneytis- skorti. Kyndill var á leið hingað með 900 tonn af olíu, en komst ekki fyrir Gerpi fyrir ís, sem þar var landfastur, og leitaði hafnar á Eskifirði. En vonandi greiðist svo úr, að skipið komist leiðar sinnar. Mjög hefur verið kalt í veðri að undanförnu, en oftast fremur stillt veður og heiðskírt. Haldist kuldarnir fram á vorið, fer ekki hjá því, að frost í fjörðu tefji eitthvað verklegar framkvæmdir. Pyrir Norðurlandi er mjög mikið um hafís og er ófært norð- ur, bæði fyrir Horn og Langanes og skip hafa teppzt fyrir norðan vegna íssins. Kröfur verklýðssamtakanna eru augljósar Hækkað kaup, lækkuð dýrtíð, styttri vinnutími, umbætur í skattamálum I dag hefst í Reykjavík ráð- stefna um verklýðsmál. Til henn- ar er boðað af Alþýðusambandi Islands til að ræða um kjaramál- in, samningsgerð í vor og kröfur verklýðssamtakanna um breytta samninga. Þetta verður fyrst og fremst ráðstefna sambainda innan Al- þýðusambands Islands. Öllum fjórðungssamböndum A. S. í. hefur verið boðið að senda full- trúa. Ennfremur Verkamanna- sambandinu, Sambandi bygginga- manna, Málmiðnáðar- og skipa- smíðasamibandinu, Sambandi vörubifreiðastjóra, Verzlunar- mannasambandinu, Sjómanna- sambandinu, Sambandi mat- reiðslu- og framreiðslumanna og þeim félögum innan Reykjavíkur og utan, sem ekki heyra nndir nein sérsambönd. Alls munu um 70 fulltrúar sækja ráðstefnuna Með störfum þessarar ráð- stefnu verður án efa fylgzt af mikilli athygli um land allt, og sérstaklega verður .því gaumur gefinn hvort hún kemst að ein- róma niðurstöðu eða ekki. Sé verklýðshreyfingin samtaka, þýð- ir ekki að reyna að hindra hana í að koma fram eðlilegum og sjálf- sögðum kjarabótum. Láti hún hinsvegar bilbug á sér finna, og sé hún ekki einhuga, er fyrirfram vitað, að deilan verður langvinn- ari og ekki eins árangursrík. Að sjálfsögðu verður ekki um það sagt með neinni vissu á þessu stigi málsins, hverjar kröf- ur verklýðssamtakanna verða í öllum atriðum. En meginkröfurn- ar liggja svo beint við, að full- Ijóst sýnist hverjar þær verða. Aukin hlutdeild í vaxandi þjóðartekjum Það er almennt viðurkennt, enda stutt af opinberum hag- skýrslum, að vegna góðs árferð- is og hækkandi verðs á útfluttum sjávarafurðum, hafa þjóðartekj- urnar vaxið stórlega ár frá ári að undanförnu. Jafnvisj; er þaí, að hlutdeild launþega í þjóðar- tekjunum hefur farið síminnkandi miðað við eðlilegan vinnudag. Hlutföllin milli vinnuafls og auð- magns í þjóðartekjunum hafa breytzt stórlega hinu síðarnefnda í hag. Menn skyldu ætla, að á tímum vaxandi þjóðartekna væri auðvelt að ná fram sanngjörnum- kjara- bótum. Ég man það líka fyrir víst, að skömmu eftir upphaf viðréisnar andæfðu viðreisnar- menn kjarabótakröfum með þeirri höfuðröksemd, að þjóðartekjurn- ar hefðu ekki vaxið. En hækk- uðu þær, væri kauphækkun sjálf- sögð og skyldi þá ekki standa á viðreisnarmönnum að fallast á þær. En þetta hefur allt farið á einn veg, þrátt fyrir hinn gífurlega hagvöxt, svo notað sé orðalag lærðra manna. Hlutur vinnuafls- ins hefur farið síminnkandi. ÖU aukning þjóðarteknanna, og meira til, hefur komið í hlut auð- magnsins, en eðli sínu samkvæmt krefst það alltaf meira og meira. Það iiggur því í hlutarins eðli, að meginkrafa verklýðssamtak- anna við samningagerð í vor, verður aukin hlutdeild verkalýðs- ias í þjóðartekjunum. Framh. á 2. síðu. Þorsteinn Árnason, læknir, látinn I fyrradag andaðist Þorsteinn Árnason, fyrrverandi héraðslækn- ir í Norðfirði. Hann varð aðeins 41 árs gamall, fæddur 20. sept. 1923. Þorsteinn var héraðsiæknir í Norðfjarðarhéraði mörg ár, unz hann lét af embætti fyrir rúmu ári. Pluttist hann til átthaga sínna í Skagafirði í fyrrasumar og þar lézt hann. Framh. á 3. síðu. Davíðshús Fyrir alilöngu samþykkti stjórn félagshei.milisins að leggja ágóða einnar kvikmyndasýningar í Davíðssöfnunina. Þessi sýning verður næsta sunnudagskvöld. Verður þá sýnd kunn ítölsk kvikmynd með íslenzkum texta. Jafnframt liggja frammi söfnun- arlistar, ef einhverjir Davíðsunn- endur vildu láta meira af hendi rakna en andvirði aðgöngumið- ans. Á undan sýningu mun formað- ur félagsheimiiisstjórnar, Gunn- ar ÓlafsEon, skólastjóri, flytja stutt ávarp. Frá TaflféSaginu Fyrir skömmu lauk móti í II. flokki í skák. Keppendur voru 9. Sigurvegari varð Einar Guð- mundsson og hlaut hann 8 vinn- inga, í 2.—3'. sæti voru Sigurður Björnsson og Vigfús Vigfússon með 7 vinninga. Einar flyzt upp í I. flokk. Sigurður Gunnarsson, Framnes- vegi 55 í Reykjavík, sem lengi bjó hér á Norðfirði, hefur sent Taflfélaginu að gjöf mikið úrval skáktímarita og bóka. Mun félag- íð síðan lána rit þessi félags- mönnum til lestrar. Hafi Sigurð- ur beztu þakkir fyrir jafn ágæta gjöf. K.H. er i flimfingum að enn hafi ráðherrar eklti þor- að að upp'ýsa leyndardöm- inn um sölunefnd „varnar- I.iðseigna"; að óhreint muni mjölið í því pokahorni; að hérnámsflokkarnir séu að dikta upp sennilega sögu um starfsemi nefndarinnar; að veslings litlu Þjóðvörn s^iði sárt að hafa ekki fengið að komast í krásirnar.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.