Austurland


Austurland - 26.03.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 26.03.1965, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 26. marz 1965. Sióriðja og hringavald Eitt mál hefur borið hærra en öll önnur á vettvangi íslenzkra stjórnmála á þessum vetri. Það er hið svokallaða stóriðjumál. Mál þetta er mjög umfangs- mikið og ekki á færi jafn lítils blaðs og þessa, að gera því nein viðhlítandi skil. Hefur það því tekið þann kostinn, að leiða það hjá sér, ekki vegna þess, að því sé ekki fullljóst hversu mikið ör- lagamál er hér á ferð fyrir ís- lenzka þjóð, sjálfstæði hennar og framtíð atviniíuvega hennar, heldur einfaldlega vegna þess, að það hefur brostið möguleika til að gera málinu þau skil, sem með þarf. I Enginn efi er á því, að ef er- lendum auðhringum er heimiiað að koma hér upp og starfrækja fyrirtæki, sem fast að því eins mikið stofnfjármagn er í og í öll- um atvinnuvegum Islendinga, verða íslendingar og íslenzkt at- vinnulíf skjótlega á valdi hins er- lenda auðhrings. Og það mega menn vita, að auðhringar eru eng- ar góðgerðastofnanir, heldur harðsvíruð gróðafyrirtæki, sem einskis svífast til að tryggja auðmagninu sem mestan gróða. Pyrir því sjónarmiði verða öll önnur að víkja. Mjög hefur því verið á lofti haldið, að aðrar þjóðir leyfi er- lendum auðhringum að stofna til stórféllds atvinnureksturs og sækist meira að segja mjög eftir þeim gæðum. Er sérstaklega bent á Norðmenn sem dæmi um þetta. En hér er ólíku saman að jafna. Því fámennari sem þjóðin er, þvi hættulegra er auðhringa- valdið henni. Fjárfesting erlends hringavalds í Noregi er aðeins lítið brot af heildarfjárfesting- unni í landinu. Undir þeim kring- umstæðum getur þetta hringa- vald ekki orðið neitt afgjörandi vald í þjóðfélaginu og þjóðfélag- ið getur ekki orðið hringavald- inu háð, nema þá að litlu leyti. Öðru máli gegnir um ísland. Þjóðin er talin fámennasta sjálf- stæða þjóðin í heiminum. Og strax í upphafi mundi fjárfest- ingin í fyrirhugaðri alúmín- bræðslu slaga upp í alla fjárfest- ingu í íslenzkum atvirmuvegum og þegar áformin eru að fullu komin í framkvæmd, yrði fjár- festing alúmínhringsins margföld á við fjárfestihguna í atvinnu- vegum okkar. Þegar svo væri komið, hefði alúmánhringurinn unnið sér alræðisvald á Islandi. Hann setti ríkisstjórnir á lagg- irnar og viki þeim frá eftir eigin geðþótta. Hann ákvæði svigrúm og hlut íslenzkra atvinnuvega og skammtaði landsmönnu-m þeirra hlut. Island væri þá ekki lengur sjálfstætt ríki, heldur skóþurrka erlends hringavalds. Þeir, sem kynnu að álíta, að þessi mynd sé dregin of dökkum litum, ættu að kynna sér framiferði hringavalds- ins þar sem það hefur aðstöðu til að beita sér. Sambærilegt við fjárfestingu erlends hringavalds í Noregi gæti það verið, ef við leyfðum brezk- um útgerðarhring að gera út einn eða tvo togara frá Islandi til at- vinnubóta. Það gæti ekki orðið sjálfstæði okkar hættulegt, þó alltaf sé hættulegt að rétta skrattanum litla fingurinn. Annarri röksemd íslenzkra al- úmínþjóna langar mig að víkja að. Þeir halda því mjög á lofti, að tii þess að Islendingar geti virkjað fallvötn sín í stórum stíl, verði að :leyfa ei'lendum auð- hringum að setja á stofn orku- frekan iðnað í landinu. Jafnframt er svo það látið uppi, að auð- hringurinn eigi að fá rafmagnið undir kostnaðarverði, þ. e. a. s. að Islendingar eigi að borga með því. Og alúmínþjónarnir telja, að okkur liggi lifandis ósköp á að fullvirkja hverja sprænu. I vatnsföilum okkar eigum við dýrmætan auð. Fossaaflið höfum við tekið í þjónustu okkar í æ ríkari mæli. Og enn um alllang- an aldur eigum við ónotaðar birgðir vatnsorku. Hvort er nú skynsamlegra að geyma þessi auðæfi öldum og óbornum Islend- ingum eða að pranga þeim út á útlendinga á undirverði? Hvaða orkulindum eiga Islendingar að- gang að eftir að við erum búnir að afhenda útlendingum þann auð, sem í fossunum býr? Það kemur víða fram hjá þjón- ustumönnum alúmínhringsins, að þeir hafa ótrú á íslenzkum at- vinnuvegum. En hollast væri okk- ur að byggja stóriðju okkar fyrst um sinn að mestu leyti á grundvallaratvinnuvegum þjóðar- innar og þá fyrst og fremst sjávarútveginum. Þar er mjög mikið verk óunnið. Afurðirnar seljum við að mestu úr landi ó- unnar eða hálfunnar að hætti vanþróaðra landa. Það er ærið verkefni fyrir stóriðjudrauma ís- lendinga, að gera fiskvinnsluna að fjölbreyttri stóriðju. En eigum við þá að hafna er- lendu fjármagni ? Nei, því fer fjarri. Okkur er mikil nauðsyn á að fá erlent fjár- magn í stórum stíl til að skapa hér á landi stóriðju á grundvelli íslenzkra atvinnuvega. En það er ekki sama hvernig þetta fjár- miagn er fengið. Erlent fjármagn og erlent fjármagn getur verið sitt hvað. Við eigum ekki að hleypa erlendu hringavaidi inn í landið, og eyðileggja þannig ís- lenzka atvinnuvegi og stofna sjálfsákvörðunarrétti okkar í hættu. En við eigum að taka er- lent fjármagn að láni til okkar eigin stóriðjuframkvæmda. Vafa- lítið má telja, að það fjármagn sé fáanlegt. Það er ekkert við það að athuga, þó stofnað sé til erlendra skulda, ef lánsfénu er varið til uppbyggingar íslenzkra atvinnuvega. En hvaða möguleika hefur alúmínhringurinn til að koma ár sinni svo fyrir borð, að han.i telji sér hagkvæmt að ávaxta auð sinn í verksmiðjum á Is- landi? Um afstöðu stjórnmálaflokk- anna er það að segja, að ekki er annað vitað en að Alþýðuflokkur- inn og Sjálfstæðisflokkurini standi einhuga með hringavald- inu, en Alþýðubandalagið og Sósíalistaflokkurinn á móti. Um Framsóknarflokkinn er öðru máli að gegna. Hann reynir í þessu máli sem öðrum, að hafa allar hugsanlegar skoðanir á málinu. Formaður flokksins telur stór- hættulegt að leyfa hringavaldina landgöngu, nema það verði víð Eyjafjörð. Þá sé allt í lagi. Ekki er vitað, hvort formaðurinn telur Eyfirðinga svo mikla landvarnar- menn, að þeir haldi auðhringnum í skefjum, eða að þeir séu ekki meiri bógar en svo, að ekki sé skaði skeður, þó þeir verði hringavaldinu að bráð. (Ósköp er þetta nú eysteinslegt). Þá kemur Óskar Jónsson og segir, að allt sé 1 lagi með alúm- ínverksmiðjuna, verði hún reist í Mýrdal. Annars megi hún missa • sig. Sama óvissa ríkir um þann hug, sem Óskar ber til Mýrdæl- inga, og hug Eysteins tii Eyfirð- inga. Og Áskell Einarsson, bæjar- stjóri á Húsavík krefst þess mjög eindregið, að alúmínbræðslan verði reist í Þingeyjarsýslu svo stela megi Dettifossi og kannski Goðafossi líka frá Islendingum. Ekki er vitað til, að Áskell hafi sérlegan áhuga fyrir fyrirtækinu, eigi það að rísa utan Þingeyjar- sýslu. Þannig vaða hreppasjónar- miðin uppi í Framsókn. Hvað varðar Framsókn um þjóðarhag, ef einhver hreppur getur hagn- azt á niðurlægingunni ? En höfuðpaur flokksins í þessu máli er Steingrímur Hermanns- son Jónassonar, helzti agent al- úmínhringsins og sparar ekkert til að afla honum fótfestu. Til að reyna að sætta hreppasjónar- miðin, hefur hann lofað, að verksmiðja verði bæði reist við Hafnarfjörð og Eyjafjörð og sjálfsagt er hann tilbúinn til að lofa Mýrdælingumi einni og Þing- eyingum annarri, ef það gæti orðið máiinu til framdráttar. En svo hafa líka komið fram raddir frá Framsóknarmönnum, sem taka upp hatramma andstöðu gegn alúmánbraskinu. Mér vitan- lega hefur Kristján Thorlaciue tekið þar drengilegastá afstöð'i. En fleiri hafa þar kvatt sé;.' hljóðs, s. s. Kristján Ingólfsson nýlega í Tímanum. Það er algjörlega á valdi Framsóknar, hvort erlendu hringavaldi verður fengin hand- festa á íslenzku aivinnulífi. Framh. á 3. síðu. Milli Eskifjarðar og Norð- fjarðar um Reykjavík Það er sagt, að ef Austfirðingur þurfti að ferðast imilli heimkynnis síns og höfuðborgarinnar á öldinni sem leið, hafi verið auðveldast og fljótlegast að fara um Kaupmannahöfn. Svipað er nú háttað samgöngum milli Norðfjarðar og ann- arra byggðarlaga hér eystra, s. s. Fljótsdalshéraðs, Seyðis- fjarðar og Eskifjarðar, sem er í fárra km fjarlægð. Auðveld- ast er að koma sendingum milli þessara staða um Reykjavík. IBlaðið hafur haft spurnir af manni, sem bráðlá á að koma. hlut frá Eskifirði til Norðfjarðar. Það var þrautalending hans, að senda hlutinn með bíl til Egilsstaða. Þaðan flutti Flugfélag Islands hann til Reykjavíkur, en þar tók Flugsýn við honum og flutti til Norðfjarðar. Blaðið hefur líka spurnir af öðrum aðila, sem þurfti að koma áríðandi bréfi frá Norðfirði til Eskifjarðar. Það fór öf- uga leið við áðurnefndan hlut, með Flugsýn til Reykjavíkur, síðan með FÍ til Egilsstaða og þaðan með bíl til Eskifjarðar. Svona er nú ástandið í samgöngumálunum ■ innan fjórðungs. I ' Samgöngur eru engar, nema með strandferðaskipunum, en j. . ferðir þeirra eru strjálar eftir að Hekla fór í klössun. En við höfuðstaðinn höfum við greiðar flugsamgöngur. — Væru þær ekki, ættu þeir, sem ferðast þurfa milli Norðfjarð- Iar og Reykjavíkur í miklum vandræðum með að komast leið- ar sinnar. Er þar um margt fólk að ræða, því flugvélin er oft- , ast. fullskipuð báðar leiðir og fólk á biðlista. Það var mikið lán, að samstarf skuli hafa tekizt milli Flug- sýnar og bæjarstjórnar, og áþreifanlegast munu menn verða þess varir, ef ísinn skyldi teppa siglingar um skeið.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.