Austurland


Austurland - 02.04.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 02.04.1965, Blaðsíða 1
Amlurlmd Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 2. apríl 1965. 13. tölublað. Bjartur Síðara skipið sem Síldarvinnsl- an hf. fær frá Austur-Þýzkalandi, Bjartur, mun verða afhent 1 Hamborg eftir miðjan þennan mánuð. Á það á eftir að fara til Noregs og mun naumast koma himgað fyrr en undir mánaðamót. Langá Haíísiiin íyllir firdi og flóa á Austurlandi — Siglingar Síðdegis á laugardag sáu Norð- firðingar hafísinn teygja sinn hvíta, kalda fingur inn fyrir Uxa- vogstangann. Síðan þokaði hann sér hægt en örugglega inn að Eyrinni, en þá hikaði hann við, eins og honum litist ekki meira en svo á blikuna. Og ísinn beygði af leið og mjó rönd af honum lagðist upp að suðurlandinu og inn með Búlandinu. En á sunnudagsmorgun gaf á að líta. I skjóli myrkursins hafði hafísinn, sem daginn áður stalldr- aði við út af Eyrinni, laumazt um aillan fjörðinn og fyllti hann svo landa á milli, að varla sá vök. Mönnum varð tíðlitið út á fjörð- mn á þessa nýstárlegu sjón og ekki var um annað rætt en haf- ísinn. Þetta þótti mönnum fögur, en kuldaleg sjón. En gömiu menn- irnir ypptu öx'lum og létu lítið yfir. „Þið hefðuð átt að sjá ísinn 1918, eða 1902. Það var ís, sem talandi var um. Þar mátti sjá stóra og ægifagra borgarísjaka. Það var nú eitthvað annað en þetta skæni, í mesta lagi þriggja nietra þykkt“. Og gömlu menn- irnir segja sögur af ísaárunum 1918 og 1902, þegar farið var labbandi beint af augum frá Nesi suður á bæi og þegar bjarndýrið gerði vart við sig á Stuðlum, og þeir velta því fyrir sér, hvort það muni ekki hafa verið sama dýrið og unnið var í Mjóafirði. Og hugurinn reikar lengra aftur en minnið nær, þegar bjarndýrið var skotið úr bæjardyrunum á Nesi. Aðeins eiga menn þó erfitt með að koma því fyrir sig, hvort það var Sveinn á Nesi eða Sigfús faðir hans eða kannski Sigfús sonur hans, sem afrekið vann. Einn sagði: ,,Ég hef orðið svo frægur, að bera heypoka á bak- inu sunnan frá bæjum og norður á Nes. Það var fermingarvorið mitt 1902. Faðir minn, bróðir og ég fórum suður yfir til að sækja hey. Þegar við komum norður að Hellisfjarðarnesi á heimleiðinni var komin sprunga í ísinn og um kvöldið var ófært orðið“. teppast En unglingarnir kunnu sér eng- in læti. Á sunnudagsmorgun sögðu þeir mæðrum sínum, að þær gætu sjálfar sótt mjólkina og hröðuðu sér á vit íssins og gerðu sér í hugarlund, að þeir væru heim- skautafarar, sem ættu í harðri baráttu við ísinn og ógnir heim- skautalandanna. Og sumir þeir köldustu fóru út á ísinn og dugðu hvorki boð né bönn til að halda aftur af þeim. Og margir lenda í sjóinn, sumir upp að kné, aðrir 1 fyrra var sett á laggirnar nefnd, er vinna skyldi að undir- búningi nýrrar slippbyggingar í Neskaupstað. Þetta er nokkurs konar samvinnunefnd hafnar- nefndar og Dráttarbrautarinnar hf. og tilnefndi hafnarnefnd þrjá menn í nendina, en Dráttarbraut- in tvo. Af hálfu hafnarnefndar eru í nefndinni Lúðvík Jósepsson, Ragnar Sigurðsson og Haukur Ólafsson, en af hálfu Dráttar- brautarinnar Óskar Jónsson og Reynir Zoega. Undirbúningsstörfin hafa geng- ið seint. Einkum hefur gengið dræmt að fá fullnaðarákvörðun tekna á hærri stöðum, aðaJlega að því er varðar fjárhagshlið málsins og er raunar ekki enn að fullu gengið frá þeim málum af hálfu banka og ríkisstjórnar. En unnið hefur verið að undirbún- ingi, mannvirkið teiknað og til- boða aflað og er málið nú komið á þann rekspöl, að tímabært er að taka ákvörðun um gerð miann- virkisins og hvaða tilboði verði tekið. í Reykjavík hefur Lúðvík Jós- epsson fylgzt með málinu og fyigt því eftir, og annar nefndar- maður, Reynir Zoéga, hefur tví- upp í klof eða mitti og enn aðrir upp undir hendur. En ofurlítill kvíði læddist inn í hugskot hinna fuilorðnu. Skyldi hann liggja lengi? Nú má hann fara. Það var gaman að sjá hann, en nú getur hann pillað sig heim til sín norður 1 Dumbshaf. Og látlaus fólksstraumur og bíla er út á Bakkabakka til að sjá ásig- komulag íssins. En þar verður lítil breyting. Elóinn er troðfullur af ís og eins firðirnir allir, sem inn úr honum ganga. Og oftast eru hafþök úti fyrir svo langt sem séð verður í sterkustu sjón- aukum. En stundum koma ræm- ur og vakir í ísinn fyrir áhrif strauma. Framh. á 2. síðu. vegis farið til Reykjavíkur og unnið að málinu ásamt Lúðvíki. Og í gær fóru hinir nefndarmenn- irnir þrir til Reykjavíkur og er þess vænzt, að nú verði lögð síð- asta hönd á undirbúninginn. Um nokkur tilboð mun að velja, m. a. liggur fyrir tilboð frá Póllandi og Vestur-Þýzkalandi og verða þau nú athuguð af nefndinni með verkfræðingum og vitamálastjóra, en verkfræðilegan undirbúning hefur Verkfræðiskrifstofa Sigurð- ar Thoroddsen með höndum. Hér er um að ræða slipp, sem tekið getur upp 400 tonn skip. Slippbygging á Austurlandi er orðin aðkallandi nauðsyn. Slippar þeir, sem fyrir eru, svara á eng- an hátt þeim kröfum, sem nú eru gerðar til slíkra mannvirkja og geta ekki tekið á móti hinum stærri fiskiskipum, eða veitt þeim nauðsynlega viðgerðarþjónustu. Fleiri staðir hér eystra hafa látið sér til hugar koma að hyggja slipp, og er það mjög að vonum, því stór slippur hlýtur að verða mlkil lyftistöng fyrir það byggðarlag, sem hreppir hnossið. Ástæðan til þess, að Neskaup- staður verður hlutskarpastur, mun ekki sízt sú, að hér var und- Langá, hið nýja skip Hafskip hf., er væntanlegt til Neskaup- staðar — heimahafnar sinnar — 10. apríl. Mun skipið vera með timburfarm. Síldarbræðslan á Breiðdalsvík stækkuð 1 undirbúningi er að stækka verksmiðjuna á Breiðdalsvík þannig, að afköst hennar aukist um helming, úr 500 í 1000 mál. Talsverð aukning verður á af- kastagetu austfirzku bræðslanna í sumar og munar þar mest um nýju verksmiðjurnar á Seyðis- firði og Djúpavogi, en alls munu afköst verksmáðjanna vaxa um 6—7 þús. mál á sólarhring. Það er spor í rétta átt, en betur má ef duga skal. irbúningur lengst á veg kominn, enda kappsamlega að málinu unnið. 1 kjölfar slippsins hlýtur að koma nýr iðnaður, sem er stál- skipaviðgerðir og vafalaust fljót- lega stálskipasmíði. Mun viðgerð- arverkstæði hafa ærið að starfa við viðhald vaxandi flota, ekki sízt á sumrin, meðan flotinn heldur s:g fyrir Austurlandi. Eins og nú er, er aðstaða í landinu til að sjá flotanum fyrir nauð- Framh. á 2. síðu. Haft er í flimtingum að viðreisnarfrelsið sé að konia íslenzkum iðnaði á vonar- völ; að til dæmis um þetta sé hús- gagnaiðnaðurinn; að heildsalar keppist nú um að flytja inn érlend húsgögn fyrir ótríilega háar upp- hæðir; að nýjasta afrek viðreisnar- frelsisins sé, að flytja inn frá Svíþjóð íslenzka síld. Undirbúningi slippbygg- ingctr að ljúka

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.